Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 28
28 MOHCUHBLAÐIÐ Sunnudagur 28. marz 1965 ANN PETHY: STRÆTIÐ hrein mey. Hann þoldi ekki að líta á drenginn eftir þetta, svo að hann horfði í staðinn á skít- inn á gólfinu og rykið á vatns- leiðslunum. Þegar hann ná stóð þarna og horfði á eftir Lutie ganga fyrir hornið, varð hann þess allt í einu var, að frú Hedges var á horfa á hann út um gluggann sinn. Honum leið illa, því að hann vissi upp á hár, að hún hafði getað lesið allar hugsanir hans. Stundum þegar hann stóð svona úti á götunni, gleymdi hann alveg nærveru hennar, og svo starði hann hungruðum augum á kvenfólkið, sem fram hjá gekk. En svo hreyfði hún sig eitthvað, svo að hann tók eftir henni og þá leit hann upp og sá, að hún var að horfa á hann með þessum velvildarsvip sínum. Þegar Lutie hvarf fyrir hornið. leit hann upp og frú Hedges hall- aði sér í áttina til hans, bros- andi. — Þér þýðir nú lítið að vera að sleikja út um, kall minn. Það eru fleiri um boðið. Hann ygldi sig. — Um hvað ertu að tala? — Auðvitað um frú Johnson. Um hvað annað heldurðu, að ég sé að tala? Hún hallaði sér lengra út um gluggann. — Ég er bara að ráða þér heilt, kall minn. Þér þýðir ekkert að vera að stíga í vaenginn við hana. Hún er öðr- um ætluð. Hún var enn brosandi, en augnaráðið var svo svo f jandsam- legt, að hann leit undan og fór að hugsa. Þessi kelling þurfti alltaf að vera að skipta sér af öllu. Hefði hann getað, hefði hann verið búinn að koma henni í Steininn fyrir löngu. Þar átti hún að vera — með þennan at- vinnurekstur sinn. Hann hafði hatað hana síðan hann hafði einn daginn farið að tala utan að þessum sællegu ungu stúlkum, sem bjuggu hjá henni. Þá hafði hann sagt: — Get ég komið til þín eitthvert kvöldið? Hann hafði gert röddina mjúka og reynt að segja þetta þannig, að hún skildi samstundis hvað hann hafði í huga. — Ef þú átt eitthvað vantalað við mig, geturðu sagt það hérna gegnum um gluggann, kall minn. Ég sit hérna alltaf svo að fólk geti séð, að ég er við. Hún sagði þetta kuldalega, en svo hátt, að allir, sem fram hjá fóru, máttu heyra. Hann varð svo bálvondur og vonsvikinn, að hann ákvað að finna eitthvert ráð til að ná sér niðri á henni. Eitthvert klögu- efni gat hann fundið til að bera upp við lögregluna. O'g svo ráðgaðist hann um þetta við hús- vörðinn í næsta húsL — Það ætti ekki að vera vandi, saigði sá- — Kellingin rekur hóru hús. Farðu bara á stöðina og segðu frá því þar. Lögregluþjónninn, sem hann hitti þar, var ungur og Jones fannst hann verða harla glaður, er hann heyrði erindið. Hann tók að fylla út stórt, prentað eyðublað. Allt gekk eins og í sögu, þangað til yfirmaður hins kom inn og las yfr öxlina á-hon- um. 1 — Hvað heitir þessi kona? spurði hann höstulega, enda þótt hann væri búnn að lesa nafnið á skjalinu. — Frú Hedges, sagð Jones með ákafa og honum datt í hug, að ef til vill hefði hún eitthvað fleira á samvizkunni, svo að úr þessu gæti orðið löng fangavist. Kannski mundi hún verða að troða hausnum gegn um grind- urnar það sem eftir væri ævinn- ar. Rauði höfuðklúturinn hennar mundi ekki taka sig illa út í tugthúsinu! Yfirmaðurnn hleypti brúnum að homim og kipraði variraar. — Hvaða sannanir hefurðu fyrir þessu? — Ég er húsvörður í húsinu, svaraði Jones. — Heyrir'ðu oft bávaða. Haía nágrannarnir kvartað? Kvartað? Kvarta þeir, sem eiga heima í húsinu? — Nei. En ég sé oft þessar stelpur, sem hún hefur þarna og karlmenn ganga þar inn og út. — Eiga stúlkurnar þarna iheima, eða koma þær utan af göt unni? — Þær eiga þar heima. Yfirmaðurinn seildist til og tók blaðið af undirmanni sínum og penninn dróst eftir blaðinu, af því að hann var enn að skrifa á það. Yfirmaðurinn reif blaðið í smátætlur og lét þær detta í pappírskörfu vð skrifborðið. Lög- regluþjónninn varð æ rauðari í kamtoinn, meðan tætlurnar voru að detta í körfuna. Yfirmaðurinn sagði: — Þetta er ekki nægilegur grundvöllur fyrir kæru. Svo snerist hann á hæli og gekk út. Jones og ungi lögregluþjónn- inn horfðu hvor á annan, og um leið og Jones gekk út, gat hann heyrt hinn bölva í hljóði. Hann gekk út og stóð kyrr úti fyrir byggingunni. Hann skildi ekkert í þessu. Allt var í frægasta lagi þangað til yfirmaðurinn kom inn. Lögregluþjónnnn var að skrifa kæruna og svo kom allt í einu, að upplýsingarnar væru ófull- nægjandi. Hann spurði húsvörðinn í næsta húsi, hvernig á þessu stæði. — Þú verður að fá aðra til að kvarta yfir henni og taka þá svo með þér á stöðina, sagði hann. Jones fór svo að reyna við fólk ið í húsinu. Fyrst talaði hann við nokkrar konurnar og færði þetta í tal, eins og hann hefði engan sérstakan tilgang með því. — Þessi frú Hedges rekur hér hóruhús. Hún ætti ekki að fá að vera hér áfram. Allt sem hann hafði upp úr þessu var móðgað augnatillit. — Stúlkurnar hennar komu nú hing að til mín og hjálpuðu mér þegar ég var veik. Eða: — Frú Hedges lítur eftir honum Jonna, þegar hann kemur úr skólanum. — Þessar stelpur, sem hún hef ur þarna eru dálítið vafasamar, nauðaði hann. — Þetta er flest allra bezta fólk, sem hér er. Og skiptir sér ekki af öðru en því, sem því kemur sjálfu við. Þér er eins gott að láta frú Hedges afskipta- lausa. Og svo skall hurðin við nefið á honum. En karlmennirnir ráku upp skellihlátur. — Hvað er hlaupið í þig, gamli minn? Geturðu ekki fengið afgreiðslu hjá henni? Eða: — Hertu bara upp hugann, þessar stelpur eru alveg fyrsta flokks lambaket. Og þetta er stór fínt hjá kerlingunni. Hvað hef- urðu upp á að klaga Nei, hann réð ekkert við frú Hedges. Hann varð að gera sér að góðu að horfa á stelpurnar hjá henni en það vakti þrá hans eftir að ná sér í unga stúlku sjá-lf ur. Að vísu leyti spillti frú Hedges jafnvel daglegum hress- ingargöngum hans út á götunni, því að hann þóttist viss um, að Blaðburðarfólk öskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi Mebalholt Hávallagata Sími 22-4-80 hún læsi hugsanir hans. Hann var ekki fyrr búinn að koma auga á einhvern girnilegan kven- mann en frú Hedges var komin þarna út í gluggann — í meira en líkamsstærð — og horfði á hann, en sagði ekki orð, bara horfði og les áreiðanlega allar hugsanir hans. Já, það var ekki vafi á því. Þeg ar hvíti umboðsmaðurinn kom til að taka við húsaleigunni hjá honum, sagði hann: — Ég vildi ráða þér til að láta frú Hedges afskiptalausa. — Ég hef ekkert gert henni, sagði hann ólundarlega. — Þú reyndir nú samt að koma henni í Steininn, var það ekki? Hánn glápti steinhissa á mann- inn. Hvernig gat hann vitað það? Ekki hafði hann nefnt þetta á nafn við neinn leigjandann. Nei, hún hlaut að hafa séð það út úr honum. Þetta angraði hann svo mjög, að hann hætti að hafa nokkra ánægju af hressingar- göngunum út á götuna. Hann hélzt ekki við nema stundarkorn í hvert skipti, því að þegar hann leit upp, var hún þarna í glugg- anum með háðsglott á vör. — Hún situr alltaf þarna í glugganum, sagði hann við hvíta umboðsmanninn. Umboðsmaðurinn keyrði höf- uðið á bak aftur og öskraði af hlátri. — Viltu kannski setja hana inn fyrir að sitja við glugg ann sinn? Ég held þú sért brjál- aður. En svo hætti hann að hlæja og röddin varð hvöss: — Þú gerir bara svo vel og lætur hana af- skiptalausa. Allir voru hennar megin, hugs aði hann. En þá mundi hann, að hann stóð enn úti á götunni og hún var að horfa á hann. Hann óskaði þess að geta sagt eitt- hvað verulega meinlegt við hana, en það gat hann ekki, svo að hann lét sér nægja að blístra á hundinnn og stilla sig um að steyta hnefa að henni um leið og hann gekk inn í húsið. Hann opnaði útvarpið í stof- unni og skellti sér niður í las- lega hægindastólinn. Hann leit ekki við, þegar lyklinum var KALLI KUREKI *~ Teiknari: J. MORA — Skröggur gaimli segja þú tala við mig. — Já. Hvernig lízt þér á að koma á hestbak? Kannske í eina viku eða svo! — Auðvitað. Hvert við fara? — Við förum upp í fjöll og athug- um hvert hjörðin hefur rásað. Verð að nátökum a henni áður en fer að snjóa. Næsta dag. — Ekkert jafnast á við langan, kyrrlátan reiðtúr. í>á skilur maður aUar áhyggjur eftir heima. snúið hikandi í skránni. Hann vissi, að þetta var Min, ólögu- lega vaxna konan, sem bjó með honum. Hann hafði kynnzt henni, þegar hún kom hálfsmánaðarlega til að borga húsaleiguna. Þá bjó hann einn, því að síðasta druslu- lega konan, sem hann hafði búið með, var farin fyrir tveimur mán uðum. Min var vön að sitja og tala við hann meðan hann var að skrifa kvittunina, og doka síðan á þröskuldinum án þess að munu uririn á henni stanzaði. Einn dag þegar hún kom að dyrunum hjá honum, héngu lyklarnir að íbúð- inni á úlnliðnum á henni. Venju- lega læsti hún fingrunum um þá, eins og þeir væru einhver dýrgripur. — Ég verð að flytja, sagði hún nú. Jones rétti út hörid eftir lykl- unum og fór að hugsa, að pað væri einmanalegt hjá sér í íbúð- inni, einkum þó á kvöldin, þegar ekkert var að sjá á götunni, svo að hann varð að halda sig innan dyra, aleinn. Hefði hann bara glugga út að götunni, eins og frú Hedges, væri þetta strax skárra, en hans gluggar sneru út að húsagarðinum, þar sem ekki var annað en ryðgaðar blikkdósir, ræflar af dagblöðum og annað skran. — Þú gætir verið hérna . . . hann benti á íbúðina sína og hnykkti höf ðinu til. Malið í henni gæti ef til vill bætt eitthvað úr þessum einmanaleik hans og hún gæti orðið þarna lengi, af því að maðurinn hennar hafði yfir- gefið hana. Það hafði hann heyrt einhverh leigjandann segja frii Hedges. Hann sá, að hlýtt ánægju bros uppljómaði andlitið á henni, og hann hugsaði með sér . . . hún hlýtur að vera hrifin af mér . . . hrifin af mér. Höfn í Hornafiroi BRÆÐURNIR Ólafur og Bragi Ársælssynir á Höfn í Hornafirði eru umboðsmenn Morgunbl'aðsins þar. Þeir hafa einnig með höndum blaðadreifinguna til nær- liggjandi sveita og ættu bændur, t.d. í Nesjahreppi að athuga þetta. Sandur UMBOÐSMABUR Morgun- blaðsins á Sandi er Herluf Clausen. Gestum og gang- andi skal á það bent, að í Verzl. Bjarg er Morgun- blaðið selt í lausasölu. Grundarfjörður VERZLUN Emils Magnús- sonar í Grundarfirði hefur umboð Morgunblaðsins með höndum, og þar er blaðið einnig selt í Iausasölu, um söluop eftir Iokunartíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.