Morgunblaðið - 31.03.1965, Síða 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 31. marz 1965
MÖRG mál voru á dagskrá Al-
þings í gær einkum í Neðri deild,
en ekki urðu þó verulegar um-
ræður um neitt þeirra. Frumvarp
um ríkisborgararétt var þá til 2.
umræðu og virðast þingmenn sam
mála um, að þeir útlendingar,
sem þar sækja um ísl. ríkisborg-
ararétt, skuli fá hann.
NEÐRI DEILD
Ríkisborgararéttur
Einar Ingimundarson (S) gerði
grein fyrir áliti allsherjarnefnd-
ar irm frumvarp um veitingu rík
isbongararéttar. Sagði Einar, að
nefndin hefði lagt til, að frum-
varpið yrði samþykkt með þeirri
breytingu, að 30 útlendingum til
viðbótar, sem búsettir eru hér,
yrði veittur islenzkur ríkisborg-
araréttur. Frá nöfnum þessa fólks
var skýrt hér í gær. Sagði Einar
Ingimundarson m.a., að þessu
frumvarpi hefði verið vísað til
2. umræðu hinn 26. okt. sl. og
mætti því segja, að deildin hefði
haft rúman tíma til athugunar á
frumv. Ástæðan fyrir því, að
frumvarpið hefði ekki verið af-
greitt fyrr úr nefnd, væri, að sú
venja væri nú að komast á, að
frumvörp um veitingu ríkisborg-
araréttar séu ekki aígreidd fyrr
en síðari hluta vetrar, enda eru
nýjar umsóknir um rikisborgara-
rétt að berast venjulega fram
undir þinglok. Við afgreiðslu
þessa frumvarps og athugun á
nýjum umsóknum um ríkisborg-
ararétt, hefur að þessu sinni,
nema annars sé getið, verið fylgt
þeim reglum, sem allsherjar-
nefndir beggja þingdeilda komu
sér saman um fyrir hér um bil
10 árum og síðan hefur verið
fyligt í höfuðdráttum. 27 af þeim
umsækjendum um íslenzkan rík-
isborgararétt, sem upp eru taldir
í fruv. og í breytingartillögum
allsherjarnefndar fullnægja þeim
þeim skilyrðum, sem í reglum
þessum eru sett fyrir veitingu ísl.
ríkisborgararéttar. Hins vegar
fullnægja 21 umsækjandi, sem
getið er í frumv. og breytingar-
till. nefndarinnar ekki þessum
skilyrðum. Gerði Einar síðan
igrein fyrir þv,í, hvers vegna alls-
herjarnefnd legði samt sem áður
til, að þessum umsækjendum yrði
veittur íslenzkur ríkisborgara-
réttur, og sagði m.a., að 16 þess-
ara umsækjenda væru júgóslav-
neskir flóttamenn, sem komu
hingað til lands á árinu 1059. Áð-
ur en þeir komu til landsins, var
þeim heitið því af íslenzkum
stjórnarvöldum, að þeir mundu
verða aðstoðaðir við að öðlast hér
íslenzkan borgararétt svo fljótt
sem lög leyfðu, ef þeir óskuðu
þess og reyndust annars nýtir og
góðir borgarar. Einnig var þeim
tjáð, að hér á landi væri fyrir
hópur ungverskra flóttamanna oig
væri líklegt, að hið sama yrði
látið ganga yfir þá og hina ung-
versku flóttamenn í sambandi við
veitingu ríkisborgararéttar. Fyrir
2-3 árum var all mörgum hinna
ungversku flóttamanna veittur
hér íslenzkur borgararéttur og
væri því talið eðlilegt eftir það,
sem á undan er gengið, að hin-
um júgóslavnesku umsækjendum
verði nú veittur sami réttur, þeg-
ar þeir eru búnir að dvelja hér
á landi jafn lengi eða lengur og
hinir ungversku flóttamenn voru
búnir að gera, þegar þeim var
veittur hér borgararéttur. Dóms-
málaráðuneytið og félagsmála-
ráðuneytið hafa fyrir sitt leyti
mælt með því, að hinum júgó-
slavnesku umsækjendum verði
nú veittur islenzkur ríkisborg-
araréttur. Fjórir af þeim um-
sækjendum, sem ekki fullnæigja
áðurnefndum skilyrðum, eru
ungverskir flóttamenn, sem
komu hingað til lands á árinu
1956 og hafa dvalið hér samfleytt
síðan. Kvaðst Einar ekki sjá ann-
að en þeim mundi hafa verið
veittur íslenzkur ríkisborgararétt
ur á þinginu 1962-1963, eins og
all mörgum öðrum samlöndum
þeirra, ef þeir hefðu þá sótt um
borgararétt, sem þeir gerðu þó
ekki af einhverjum ástæðum.
Dómsmálaráðuneytið hefði fyrir
sitt leyti mælt með því, að þess-
um fjórum umsækjendum verði
nú veittur íslenzkur borgararétt-
ur.
f>á væri loks ein kona, í>órunn
Soffía Jóhannesdóttir Askenazy,
sem í frumvarpinu er lagt til, að
öðlist nú íslenzkan ríkisborgara-
rétt, þótt hún fullnægi stranigt
tekið ekki þeim skilyrðum, sem
sett hafa verið fyrir veitingu ís-
lenzks borgararéttar. Væri hún
islenzk í húð og hár og hafði að
sjálfsögðu íslenzkt ríkisfang, þar
til hún giftist rússneskum manni
fyrir nokkrum árum, en hefði nú
afsalað sér rússneskum borgara-
rétti, sem hún öðlaðist við gift-
inguna. Eftir því, sem bezt er vit-
að, hefur enginn þeirra umsækj-
enda, sem upp eru taldir í frum-
varpinu og breytinigartill. alls-
herjarnefndar sætt þeim viður-
lögum hér á landi, að það hindri
eftir settum reglum, að þeim
verði veittur íslenzkur borgara-
réttur
Var síðan samþykkt að vísa
frumvarpinu til 3. umr. og breyt-
ingartillögur nefndarinnar sam-
þykktar samhljóða.
Víxillög
Gylfi Þ. Gíslason viðskipta-
málaráðherra, gerði grein fyrir
frumvarpi um breytingu á víxil-
lögum, sem skýrt var frá hér í
igær, þess efnis, að dráttarvextir
(vanskilavextir) af víxilskuldum,
verði miðaðir við það, sem Seðla
bankinn heimilar hæsta að taka.
Var frumvarpinu síðan vísað til
2. umræðu og fjárhagsnefndar.
Bann við okri, dráttarvextir o.fl.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta-
málaráðherra, mælti einnig fyrir
frumvarpi um breytingu á lögum
um bann við okri, dráttarvexti
o.fl., en efni þess er að taka af
öll tvímæli um heimild Seðla-
bankans til ákvörðunar dráttar-
vaxta. Var frumvarpinu vísað til
2. umræðu og fjárhagsnefndar.
Tékkar
Loks gerði Gylfi Þ. Gíslason
einnig grein fyrir frumvarpi um
breytingu á lögum um tékka, sem
er fylgifrumvarp með hinum
tveimur framangreindu, otg er
efni þess, að dráttarvextir (van-
skilavextir) af tékkum miðiist
við aþð, sem Seðlabankinn leyfir
hæst.
Sala Þormóðsdals og Bringna
Matthías Á. Matthiesen (S)
mælti fyrir frumvarpi um sölu
jarðanna Þormóðsdals og Bringna
til Mosfellshrepps og var því vís-
að til 2. umr. og nefndar.
Dýralæknar
Gisli Guðmundsson (F) mælti
fyrir frumvarpi um, að tekið
verði upp nýtt dýralæknisum-
dæmi, Norðurlandsumdæmi. Var
frá þessu frumvarpi skýrt hér í
gær. Sagði Gísli það mikilvægt,
að frumvarpið næði fram að
ganga á þessu þingi. Var frum-
varpinu síðan vísað til 2. umr.
og nefndar.
EFRI DEILD
Leigubifreiðar í kaupstöðum
Jón Þorsteinsson (Alþfl.) gerði
grein fyrir áliti samgöngumála-
nefndar um frumvarp um breyt-
Stefanía
lUinnmg
f DAG fer fram frá Stykkis-
hólimskirkju jarðarför frú Stef-
aníu Jónisdóttur, Stykkishólim,
sem andaðist á sjúkraihúsinu hér
28. þ.m. Stefánía var fædd að
Kálfiárvöllum í Staðarsveit 28.
júní 1883. Foreldrar hennar voru
Sigríður Gísladóttir og Jón Bárð
arson, sem þar bjuggu þá. Þau
áttu 5 börn, sem öll komust á
legg og voru hin mannvænleg-
ustu. Þegar Stefánía var á tíunda
ári fluttu foreldrar hennar að
ytra Skógarnesi í Miklaiholts-
hreppi og fylgdi hún þeim eftir
og ólzt þar upp og átti þar
heimili unz hún fluttizt til Styikk
ishólmis í vist til heiðursihjónanna
Magdalenu og Sæmundar kaup-
mannis Halldórssonar. Hjá þeim
var hún í 11 ár og giftist þaðan
eftirlifandi manni sínum, Þor-
steini Ólafssyni, sem var ættaður
úr Eyrarsveit. Þau fluttust út á
Bryggju í Eyrarsveit og bjuggu
þar um þriggja ára skefð, en
fluttu þá til Stykkishólms, þar
ingu á lögum um leigubifreiðar
í kaupstöðum og kauptúnum, en
tilgangur þesa frumvarps" er að
leyfa takmörkun vörubifreiða-
fjöldans i heilli sýslu eða sýslu og
kaupstað saman, þegar um er að
ræða eitt samfellt félagssvæði,
enda verði þá eigi heimilt að
beita hinum sérstöku takmörkun
gildandi laga fyrir kaupstaði og
kauptún innan þessara svæða.
Sagði Jón Þorsteinsson, að nefnd-
in hefði orðið sammála um að
mæla með frumvarpinu með
þeirri breytingu, að takmörkun-
arreglurnar verði miðaðar, að því
er vörubifreiðastjóra varðar,
fyrst og fremst við félagssvæði
vörubifreiðarstj óraf élaganna,
sem í sumum tilfellum fara ekki
saman við sýslumörk. Var frum-
varpinu vísað svo breyttu til 3.
umræðu.
Hundahald
Jón Þorsteinsson mælti einnig
fyrir frumvarpi um breytingu á
lögum um hundahald, en frá
þessu frumvarpi var greint hér
í blaðinu í gær.
Eftirlaun
Frumvarp um breytingu á lög-
um um hin sérstöku eftirlaun
samkv. 18. gr. fjárlaga var til 3.
umr og var afgreitt til Neðri
deildar
★
Ragnar Jónsson hefur tekið
sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í stað Davíðs Ólafssonar
sem nú er á förum til útlanda og
verður því fjarverandi um sinn.
Jónsdóttir
9em þau hafa búið æ síðan. Þor-
steinn hafði áður verið tvígiftur
oig missti báðar konur sínar, en
hafði fyrir börnum að sjá. Þeim
gekk Stefanía í móðurstað og
reyndist þeim alveg sérstöik. Það
fór ekki miki'ð fyrir Stefiáníu
í daglegu liífi. Hún var ein þeirra
sem vinna verk sín hljóð, og af
þeirri trúmennsku, sem þeim
einum er lagið, sem leggja bæði
líf og S'á'I í hverja athöfn. Henn-
ar líf var þjónusta og í því hlut-
verki var ekki hægt að standa
sig betur. Hún var vönduð til
orðs og æðis og minnist ég ekki
að hafa heyrt annars getið en
að hún legði hverjum m.anni
gott orð og bverj'U máli sem hún
trúði á lið sitt. Hún var traust
kona, ekiki eitt í dag og annað
á morgun. Hennar mun því sakn
að af öllum sem kynntust bennL
Ég hef líka margt að þaikika og
að leiðarlokum þá sendi ég henni
mínar innilegustu þakkir fyrir
allt, sem ég af henni lærðþ og
'hinztu kveðju. Blessuð sé minn-
irng mætrar konu.
— Faraldur
Frh. af bls. 28
aðslæknir á Blönduósi, sagði
ástandið verst í Vatnsdal, þar
sem allt heimilisfólkið lægi rúm-
fast á mörgum bæjum, énda
tækju yfirleitt allir pestina, þar
sem nokkur veiktist.
Húnavakan hófst í gær og fór
Sigursteinn fyrir nokkru þess á
leit við landlækni og heilbrigð-
ismálastjórnina, að bannað yrði
að halda mót þetta meðan sóttin
geisaði. Ekki var það gert, en
Sigursteinn hefur auglýst í út-
varpi og samráði við landlækni
og skorað á fólk að forðast
mannamót á næstunni. Hafði
héraðslæknirinn áður farið fram
á það við forráðamenn Húnavök-
unnar, að henni yrði frestað, en
þeir ekki talið sér það fært.
— Wallace
Framhald af bls. 1
tilkynnt var um fundinn í dag.
Tók ríkisstjórinn á móti fimmtán
manna sendinefnd og ræddi við
fulltrúana í klukkutíma og 20
mínútur.
Að viðræðunum loknum sagði
Joseph E. Lowery, prestur í
Birmingham, Alabama og einn af
fulltrúum jafnréttismanna, að of
snemmt væri að segja hvort við-
ræðurnar hafi borið góðan ávöxt.
Hins vegar hafi ríkisstjórinn tek-
ið vel á móti fulltrúunum, og
heitið því að taka umsóknir
þeirra til alvarlegrar athugunar.
Aðspurður hvort jafnréttismenn
væru bjartsýnni eftir fundinn
með Lowery: „Við erum alltaf
bjartsýnir. . . . Við vonum að
hann muni beita valdi sínu í þágu
allra íbúa ríkisins.**
— Fimm hross
Framhald af bls. 28
in fjögur til sinna átthaga, og
hefði hann því ekki gáð sérstak-
lega að þessum hrossum, sem
voru í góðum holdum og vel á
sig komin í alla staði.
Eftir að hóndinn í Gaulverja-
bæ fann hrossin tvö var strax
farið að huga að því hvar hin
tvö væru. Fundust þau sl. mánu-
dagsmorgun, einnig í beitilandi
Seljatungu.
Gunnar sagði, að hann hefðl
haft samband við dýralækninn
á Selfossi, en hann hefði ekki
verið kominn í gærkvöldþ er
blaðið ræddi við hann.
Dýralæknirinn sagði í símtali
við Gunnar, að erfitt væri að
gizka á dauðaorsök hestanna, en
kvað hér geta verið um að ræða
Hvanneyrarveiki svokallaða eða
hreina fóðureitrun.
Gunnar sagði, að hestunum
fimm hefði verið gefið sams kon-
ar fóður og undanfarin ár. Hefðu
þau fengið moðið frá kúnum,
votheymoð og þurrheymoð og
einnig þurrt hey. Hefði hann
gefið slíkt fóður í 11 ár.
Að lokum sagði Gunnar Sig-
urðsson, að sér væru orsakir
þessar algjörlega huldar og hann
biði rannsóknár dýralæknis, sem
teldi nokkuð langt um liðið frá
dauða hrossana til að fullnægj-
andi skýring fengist.
Á. H.
341,6 milljðnir kr. til vegamála í ár
SAMKVÆMT tillögum meiri-
hluta fjárveitinganefndar verð
ur heildarfjármagn, sem varið
verður til vegamála á árinu
1965 341,6 millj. kr. og er
miklu meira fé en nokkru
sinni áður hefur verið varið
til vegamála hér á landi á einu
ári. Kostnaður við vegavið-
hald er ráðgerður 92,5 millj.
kr. og er það hvað þyngsti
liðurinn í útgjöldum vega-
sjóðs. Er sú upphæð ein út
af fyrir sig meiri heldur en
öll fjárveiting var til vega-
mála á árinu 1959, og má
segja, að þetta sé eðlileg af-
leiðing af lengingu akbrauta
og aukinni umferð.
Þau verkefni, sem áætlað er,
að vinna fyrir lánsfé á hinu
fjögurra ára tímabili vegaáætl
unarinnar 1965—1968,‘ eru í
fyrsta lagi hraðbrautir:
Reykjanesbraut, Vesturlands-
vegur, Suðurlandsvegur og
Hafnarfjarðarvegur. Fýrirhug
uð lán til framkvæmda í hrað
brautum eru frá 62—75 millj.
kr.
Lán til framkvæmda í þjóð
brautum eru fyrirhuguð á ár-
unum 1965 15,4 millj. kr., 1966
15,6 millj. kr., 1967 6 millj. kr.
og 1968 6 millj. kr. Þá er gert
ráð fyrir að taka lán til lands
brauta samtals 3,5 millj. kr.
á árunum 1966—'1968 og verja
því fé til byggingar Eydals-
vegar.
Héildartekjur vegasjóðs
verða samkv. áætlun árib
1965 263,7 millj. kr. Er það um
21,6 millj. kr. hærri upphæð
en var í vegaáætlun 1964, en
þar af eru 16,7 millj. kr. eJEtir-
stöðvar frá fyrra ári. Til við-
bótar þessu er nú ráðgert að
taka Lán til vegaframkvæmda
að upphæð 78 millj. kr.