Morgunblaðið - 31.03.1965, Side 14
14
MORGUNBLADIB
Miðvikudagur 31. marz 1965
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
FRAMSOKN
UM BRAUTARGENGI
J^jtjórnmálaályktun mið-'*'
stjórnar Framsóknar-
HRÆRIGRAUTUR
flokksins, sem nýlega hefur
lokið fundi sínum, er undar-
legt sambland af sleggjudóm-
um um uppbyggingar- og við-
reisnarstarf núverandi ríkis-
stjórnar og fyrirheitum um
það, að Framsóknarflokkur-
inn vilji gera allt fyrir alla,
ef íslendingar vilji veita hon-
um „brautargengi“. Ályktun-
inni lýkur með því, að skorað
er á svokallaða „umbóta-
menn“ að fylkja sér um Fram
sóknarflokkinn, „þótt þeir
séu eigi sammála um allt“, og
síðan segir:
„Það þurfa sem allra fyrst
að verða þáttaskil í íslenzkum
stjórnmálum. Framsóknar-
flokkurinn vill beita sér fyrir
þeim þáttaskilum og heitir á
alla umbótasinnaða menn að
stuðla að þeim“.
Það fer ekki á milli mála,
hvað fyrir leiðtogum Fram-
sóknarflokksins vakir. Sam-
eining hinna svokölluðu
„vinstri afla“ innan vébanda
Framsóknar er höfuðtakmark
þeirra. Sérstaklega bjóða þeir
„Alþýðubandalagsmönnum“
og „þurrabúðarmönnum“
Þjóðvarnar í mildan móður-
faðm hinnar gömlu mad-
dömu. Er þetta allt mjög at-
hyglisvert fyrir kommúnista
og bandamenn þeirra, sem
síðastliðin 5 ár hafa verið í
þjóðfylkingu með Framsókn-
armönnum.
Það kemur að sjálfsögðu
engum á óvart, að afstaða sú,
sem mörkuð er í þessari
stjórnmálayfirlýsingu Fram-
sóknarflokksins til einstakra
vandamála þjóðfélagsins, er
öll hin losaralegasta. Þar er
slegið úr og í, hvergi bent á
raunhæfar leiðir, eða ákveðin
stefna mörkuð. Sagt er, að
Framsóknarflokkurinn vilji
„treysta verðgildi krónunnar,
bæta lífskjör þjóðarinnar og
tryggja að allir landsmenn
eigi kost á fiillri atvinnu“.
Þetta stefnuatriði hljómar
nánast sem öfugmæli, þegar
þess er gætt að Framsóknar-
flokkurinn hefur allt frá því
að hann fór úr ríkisstjórn
haustið 1958, lagt höfuðkapp
á að kynda elda verðbólgu og
dýrtíðar. Hann hefur verið í
nánu bandalagi við kommún-
ista um hverskonar aðgerðir
til þess að hindra sköpun
efnahagslegs jafnvægis í land
inu og hleypa dýrtíðarófreskj
unni á ný lausbeizlaðri á al-
menning.
á er það ekki síður at-
hyglisvert, að miðstjórn
Framsóknarflokksins hefur í
stjórnmálayfirlýsingu sinni
hliðrað sér algerlega hjá því,
að taka beina afstöðu til stór-
iðjunnar. í ályktuninni er
þvælt fram og til baka um
alúmíníumverksmiðju, en
engin heildarafstaða mörkuð
til þess stórmáls, sem hag-
nýting auðlinda landsins, þar
á meðal vatnsafls og jarð-
hita, hlýtur að vera í sam-
bandi við sköpun nýrra at-
vinnugreina og traustara af-
komuöryggis landsmanna í
framtíðinnL
Þessi stjórnmálayfirlýsing
Framsóknarflokksins markar
engin „þáttaskil“. Hún er
hrærigrautur, sem enga raun-
hæfa afstöðu tekur til megin-
viðfangsefna og vandamála í
íslenzkum stjórnmálum og
þjóðlífi í dag. Það eru þreytt-
ir, einangraðir og vonsviknir
menn, sem hafa samið þessa
grautarlegu yfirlýsingu. —
Framsóknarflokkurinn er í
dag staddur mitt á þeirri póli
tísku eyðimörk, sem hann
haslaði sér völl á með hrekkj-
arbrögðum sínum sumarið
1956, þegar hann beitti sér
fyrir myndun vinstri stjórn-
arinnar, er leiddi einstæð
vandræði og upplausn yfir ís-
lenzku þjóðina á örstuttum
valdatíma. Refskrák Fram-
sóknar misheppnaðist. Hún
lék af sér og heldur áfram að
gera það. Stjórnmálaályktun
sú, sem hér hefur verið gerð
að umtalsefni er ekki líkleg
til þess að auka traust þjóðar-
innar á hinni ábyrgðarlausu
hrærigrautarstefnu.
DROTTNINGIN
KVÖDD
F|ronning Alexandrine",
happaskip Sameinaða
gufuskipafélagsins, hefur far-
ið 504 ferðir milli íslands og
Danmerkur, eða fleiri ferðir
en nokkurt annað skip á þess-
ari leið. „Drottningin“, eins
og hún hefur jafnan verið
kölluð, hóf ferðir hingað árið
1927, en er nú að ljúka sinni
síðustu áætlunarferð milli
Reykjavíkur og Kaupmanna-
hafnar. Um miðjan apríl tek-
ur ntýt, stórt og hraðskreitt
skip upp ferðir á þessari leið.
Er það Krónprins Olav, sem
Sameinaða gufuskipafélagið
hefur nýlega látið búa hið
bezta, og ákveðið að skuli
annast ferðir milli íslands,
Færeyja og Danmerkur.
Morö Viola Liuzzo
FRÚ Viola Liuzzo, 89 ára
fimm barna móðir frá Detroit,
var myrt sl. föstudag í bifreið
sinni, er hún var á leiðinni
frá Selma til Montgomery í
Alabama, Bandaríkjunum.
Vakti morðið hinn mesta við-
bjóð, ekki aðeins í Bandaríkj-
unum heldur víða um heim.
Lyndon B. Johnson forseti,
brá við skjótt og skipaði ítar-
lega rannsókn á morðinu. Fól
hann ríkislögreglunni FBI
málið. Síðdegis á föstudag var
svo tilkynnt að fjórir meðlimir
Ku Klux Klan samtakanna
hafi verið handteknir og sak-
aðir um aðild að morðinu.
Minni myndin sýnir frú
Liuzzo. Á þeirri stærri sést
þegar verið var að flytja þrjá
af Ku Klux Klan mönnunu-
um til fangelsis. Eru þeir í
fylgd lögreglumanna. Lengst
til vinstri er Eugene Thomas,
43 ára, þá William Orville
Eaton, 41 árs, og til hægri
Cullie Leroy Wilkins, 21 árs.
Allir eru þeir búsettir í Ala-
bama.
Lágþrýstisvæöi eru bílstjórum
hættulegri en hálka á vegum
ÞAÐ verður n úað teljast stað
fest, að ákveðin veðrabrigði,
sem eru mannslíkamanum ó-
hagstæð, auka fjölda bílslýsa,
segir í nýútkominni skýrslu
um áhrif loftslagsins á mann-
inn. Lágþrýsting getur t.d.
verið bílstjórum miklu hættu-
legri en þoka eða hálka. Án
þess að bílstjórinn gefi því
gaum, dregur úr einbeitingar-
hæfni hans og viðbragðsflýti.
Afleiðingarnar geta orðið ör-
lagaríkar.
Það eru framar öllu tilraun-
ir og rannsóknir í Þýzkalandi
síðustu 15 árin, sem hafa leitt
til þess, að nú er hægt að
segja með vissu, að því sé
þannig farið. Einn könnuður
rakti ag rannsakaði 67.900 bíl-
slys í Hamborg, og komst að
þeirri niðurstöðu að 85-90 af
hverjum hundrað bílslysum
urðu við veðurskilyrði, sem
voru mannslíkamanum mót-
dræg. Því næst rannsakaði
hann slysaskýrslur í 50 stór-
borgum Evrópu og gat fært
sönnur á, hvernig umferðar-
slys urðu á svæðum þar sem
lágþrýsti færðist yfir.
Á einu könnunarskeiði i
Hamborg var hálka einungis
völd að 6,4 hverra hundrað
slysa, sem voru fram yfir það
venjulega, og þoka völd að 5,2
hverra hundrað slysa, en á
sama tíma kom íljós, að 40 af
hverjum hundrað slysum áttu
rætur að rekja til veðurtrufl-
ana, sem höfðu bein áhrif á
mannslíkamann.
Skýrslan sem hér um ræðir,
„A Survey of Human Bio-
meteorology“, er tilraun til að
ganiga úr skugga um, hvar vís-
indin eru stödd í nútímanum
með tilliti til sambandsins
milli mannsins og andrúms-
loftsins sem hann lifir í. Hún
er gefin út af Alþjóðaveður-
fræðistofnuninni (WMO).
Skýrslan tekur einnig til
meðferðar efni eins og t.d. á-
hrif veðurfars á heilbrigt fólk,
á sjúkdóma og á verkun lyfja
í mannslíkamanum, skipulagn
ingu borga og áhrif bygginga
á andrúmsloft mannsins. Einn
ig er fjallað um loftslagsiækn-
ingar. '
(Frá Sameinuðu þjóðunum)
Pravda hvetur til ein-
ingar kommúnista
íslendingar eiga margar
góðar minningar um ferðir
„Drottningarinnar“, sem fyr-
ir síðari heimsstyrjöldina
annaðist hér einnig innan-
landsferðir milli aðalhafna
landsins. Var að þeim ferðum
veruleg samgöngubót.
Ferðir Krónprins Olavs
munu einnig bæta samgöng-
urnar á sjó milli íslands og
Norðurlanda. Er því ástæða
til þess að fagna hinu nýja
skipi, enda þótt siglingar þess
hafi í för með sér samkeppni
við íslenzk skipafélög.
# Róm. — Maurice Couve de
Murville, utanríkisráðh. Frakka
hóf í dag viðræður við starfs-
bróður sinn á Ítalíu, Amintore
Fanfani. Viðræðurnar munu
standa í þrjá daga.
Moskvu 29. marz (NTB).
MÁLGAGN sovézka kommúnista
flokksins, Moskvuiblaðið Pravda,
hvatti í dag til aukirinar einingar
innan heimskommúnismans. Seg-
ir blaðið, að heimsvaldasinnar
reyni a'ð nota ágreininginn með-
al komrnúnistaflokkanna sér til
framdráttar.
Blaðið heldur áfram: „Nú á
tímum, er baodarískir hétims valda
sinnar hafa x frammi ögranir og
ofbeldisaðgerðir í Víetnam, er
það verkefni fyrir kouunúnista-
flokkana og lýðræðisöflin í heim~
inum, að hrynda árásunum og
styðja hina hetjulegu baráttu
íbúa Víetnam."
Siðan segir Pravda, að komm-
únistaflokkur Sovétrikjanna hafi
alltaf barizt fyrir satneiningu
fram faraaflanna og einingu heims
kom rnúniama ns, og hafi í hyiggju
að halda því áfram. Nauðisyn-
legt aé að vinna bug á erfiðleik-
unum, sem steðjað hat'i að acl-
þjóðahreyfingu komimúnista að
unda>nförnu og koma á einingu