Morgunblaðið - 31.03.1965, Blaðsíða 15
Miðvikudagur SL márz 1988
MOfcGUNBLABIB
15
*
Þess vegna
að és hef
er ég áttræður,
gengið mikið
Afmælisrabb við Sigurð
Jónsson á Stafafe!Ii í Lóni
— JÁ, nú er komiíin ís
með iillu Austurlandi. ísiim
var ]>ó meiri árið 1902 þeg-
ar ég var að koma úr skóla.
Ég skal segja þér frá því
ferðalagi öllu saman á eft-
ir.
Við sitjum og ræðum við
Sigurð bónda Jónsson á Stafa-
felli í Lóni. Þetta er afmælis-
rabb, því hann varð 80 ára
22. marz síðastliðinn. Það sem
gerði að við vissum ekki af
afmælinu fyrirfram, var að
vinir og velunnarar Sigurðar
gerðu það fyrir bænastað
hans að láta þess ógetið.
— Það vildi mér til happs,
segir Sigurður, að blöð komu
ekki út mánudaginn 22. marz.
Og fyrir vinfengi og góð sam-
bönd í útvarpinu fékk ég því
til leiðar komið að það var
ekkert um afmælið getið.
— En er þá ekki rétt að við
byrjum á samtalinu, Sigurður,
og höfum þessa venjulegu,
góðu og gegnu forskrift, að
geta ættar og uppruna manns-
ins. Þetta þykir að vísu leið-
inlegt, en það venst, og þeim
mun betur kunna menn þessu,
sem þeir eru eldrL
—' Jú, það er bezt að gera
það. Við getum svo reynt að
finna eitthvað skemmtilegt á
eftir, um ís, ferðalög og æsku
þessa lands.
— Ég er fæddur í Bjarna-
nesi í Nesjum í Hornafirði, en
fluttist 6 ára að Stafafelli í
Lóni. Foreldrar mínir voru
séra Jón prófastur Jónsson
frá Melum í Hrútafirði og
Margrét Sigurðardóttir frá
Hallormsstað, Gunnarssonar.
Faðir minn fékk veitingu fyr-
ir Bjarnanesi 1875, en það
var sama árið og Dyngfjöll
gusu og aska mikil lagðist yfir
Austurland. Presturinn sem
þá var fyrir í Bjarnanesi
hafði fengið veitingu fyrir
nýju kalli austur á Fljótsdals-
héraði, og þangað ætlaði hann
að fara þá um vorið. Hann
fór nú fram á það við föður
minn að fresta förinni um
eins árs skeið vegna öskufalls-
ins, en það var mun minna
suður í Hornafirði, og varð
það því að ráði að hann þjón-
aði Bjarnaneskirkju eitt ár
enn, en faðir minn aftur á
móti annexíunni. A fyrsta ári
eftir að faðir minn kom aust-
ur var hann skipaður prófast-
ur og hafði þá verið prestur
og prófastur í Hornafirði og
Lóni í 45 ár þegar hann féll
frá árið 1920.
Móðir mín varð skammtíf,
dó árið 1899, eða femingarárið
mitt. Ég var einkabarn þeirra
hjóna, en þau tóku fósturson,
sem varð minn bróðir, Þor-
steinn Stefánsson, síðar hrepp
stjóri á Þverhamri í Breiðdal.
Hann var einstaklega góður
og traustur maður, svo að ég
hefði ekki getað valið mér
betri bróður, þótt ég hefði
einhverju fengið um það ráð-
ið. Faðir minn kvæntist síðan
aftur aldamótaárið, Guðlaugu
Vigfúsdóttur frá Arnheiðar-
stöðum í Fljótsdal, systur
Guttorms alþingismanns í
Geitagerði. Guðlaug var mikil
ágætiskona og gekk mér af
ljúfmennsku í móðurstað.
Þar kom að Stafafellið var
lagt niður sem prestssetur, og
varð annexía frá Bjarnanesi.
Þetta var gert með lögum um
sameiningu brauða og fækkun
prestakalla. Að líkum hefur
Stafafell verið prestsetur allt
frá fyrstu kristni. Árið 1911
keypti faðir minn jörðina
vegna þess að ég hafði þá á-
kveðið að verða bóndi og
hafði afþakkað boð föður
míns um að ganga menntaveg
inn. Allur hugur minn beind-
ist að búskap og einkum hafði
ég mikið dálæti á sauðkind-
inni. En ég vildi þó samt
ganga á einhvern skóla og því
varð að ráði að ég fór í Flens-
borgarskólann haustið 1901.
— Og þá er komið að því
að þú lendir í hrakningunum
í ísnum?
-— Já, árið 1902 er mesta
hafísár sem ég man eftir. Að
vísu voru önnur ár þar sem
miklar frosthörkur voru og
mikill lagís var með landinu.
En ég man aldrei eftir meiri
hafis en vorið 1902.
— Ég var þá á leiðinni heim
úr Flensborgarskóla. Hafði
tekið mér far með skipinu
Hólar. Þetta var í aprílmán-
uði. Við vissum að þá var
kominn mikill hafís á Norður-
landi, en fréttir voru allar ó-
vissar um hvernig væri með
Austfjörðum, því þá var
hvorki kominn simi né útvarp,
sem kunnugt er. Við mættum
fyrsta hafisrekanum, á leið
okkar austur með landinu, við
Ingólfshöfða. Hann var drif-
hvítur, stór og líktist einna
helzt bát undir seglum. Var
þá komin hafísbreiða með
allri strönd Austur-Skafta-
fellssýslu og Austfirðir allir
fullir af ís. Sjórinn var slétt-
ur eins og heiðatjörn og þok-
an lagðist yfir ísinn flesta
daga. Skipið hélt lengst af
hægum gangi eða lá kyrrt og
þokaðist þannig hægt og hægt
norður með Austfjörðunum,
en þokan byrgði landsýn.
Einn daginn stytti þó ofurlít-
ið upp og við sáum fjallsenda,
sem skagaði til sjávar og auð-
ur sjór var upp að yzta tang-
anum. Þetta var fjallið upp
af Kolfreyjustað milli Fá-
skrúðsfjarðar og Keyðarfjarð-
ar, Norðaustanvindur hafði
þrýst ísnum frá nesinu inn
undir Kolfreyjustað. Skip-
stjórinn á Hólum, sem Jakob-
sen hét, var víst vonlaus um
að komast nokkurs staðar inn
á firðina og lét því stýrimann
sinn, sem Svan hét, senda tvo
danska háseta með okkur,
Skaftfellingana tvo, sem voru
farþegar með skipinu í land.
Á þeim árum voru engir ís-
lendingar í skipshöfn strand-
ferðaskipanna hér við land.
Þá var ég fegnastur að hafa
fast land undir fótum, þar
sem var mitt kæra Austur-
land. Okkur var skotið á land
í Skálavík. Skipið hélt síðan
áfram utan íssins norður, allt
til Eyjafjarðar, en komst loks
þangað inn til Akureyrar
gegnum ísinn. Við félagarnir
úr Skaftafellssýslu héldum
síðan gangandi suður til
Hornafjarðar og fórum í
þeirri ferð yfir þrjá mikla
fjallgarða og fyrir botn fimm
fjarða. Og nóg um það.
Er hér var komið sögu í
samtali okkar Sigurðar, segir
hann mér að Gísli Sveinsson,
fyrrum sýslumaður og sendi-
herra, hafi skrifað að miklu
leyti ævisögu sína í Mbl. þeg-
ar Sigurður var sjötugur. Sig-
urður hefur haldið dagbók frá
því árið 1905, en þá var hann
tvítugur. Þar má margt sjá úr
liðinni ævi, en greindur mað-
ur í Hornafirði hefur sag't við
Sigurð, að það geri mann
minnislausan að skrifa allt
hjá sér, og kann mikið að
vera til í því, segir Sigurður.
Við stiklum því á stóru í sam-
talinu um búskaparár og
venjulegt lífshlaup Sigurðar
hversdagslega. Stafafell er
mikil jörð, og þar var fyrr á
árum stórt heimili, venjulega
um 20 manns, og mikið að
starfa og mörgu að stjórna,
því föng voru þá sótt bæði til
sjós og lands, eins og gerðist
á flestum stórbýlum.
— Ég var réttarstjóri milli
30 og 40 ár í Stafafellsrétt,
segir Sigurður. — Kom þang-
að árlega fé úr þremur sýsl-
um, því afréttarlandið liggpr
að sýslumörkum Norður-
Múlasýslu og næsta sveit aust
f trjágarðinuni á Stafafelll. Frú Ragnhildur Guðmundsdóttir
kona Sigurðar ug Nanna Sigurðardóttir, sem nú býr á Stafafelli.
Sigurður Jónsson á Stafafelli.
an við Lónið er syðsta sveit
Suður-Múlasýslu. Á fyrri ár-
um meðan fráfærur tíðkuðust
og hagalömb gengu um heið-
ar, kom venjulega margt fé í
Stafafellsrétt af Fljótsdalshér-
aði. Ég man að árið 1911
komst það uppí 50 fjár. Sendu
þá Héraðsmenn tvo menn að
sækja það, en annars var það
venjulega boðið upp að lokn-
um réttum og fór fyrir afar-
verð. Þetta fé Héraðsmanna
var fallegt og yfirleitt vænna
en við áttum að venjast suður
í Hornafirði og Lóni. Nú hef-
ur sú breyting á orðið að að-
eins koma fáar kindur í Stafa-
fellsrétt norðan af Héraði og
bera þær á engan hátt af okk-
ar heimafé, því það hefur tek-
ið miklum stakkaskiptum á
þessum árum með bættri rækt
un og hirðingu.
Inn með Jökulsá í Lóni ligg
ur hinn þekkti Norðlingaveg-
ur eða Víðidalsvegur. Sigurð-
ur hefur alla ævi verið mikill
ferðamaður. Á yngri árum
ferðaðist hann meira um land-
ið en almennt gerðist um
bændur. Ungur að árum fór
hann hringferð um landið á
hestum með tveimur félögum
sínum. Héldu þeir um byggð-
ir vestur yfir vötn og sanda
og síðan norður og austur, en
fóru ekki út á tangana. I för
með Sigurði voru þeir Hjalti
Jónsson frá Hoffelli, fræði-
maður, nú bóndi á Hólum í
Honrafirði og Þorbergur Þor-
leifsson frá Hólum, fyrrum
alþingismaður. Þetta átti upp-
haflega að vera nokkuð al-
menn bændaför, en þegar til
kom urðu ferðamennirnir að-
eins þrír.
— Þetta varð allafdrifarík
ferð fyrir mig, segir Sigurður
— því þegar við komum vest-
ur til Borgarfjarðar setti ég
upp hringana með unnustu
minni, Ragnhildi Guðmunds-
dóttur, bónda að Lundum í
Stafholtstungum. Ég hafði áð-
ur kynnzt Ragnhildi er hún
dvaldist eystra, síðar giftumst
við og höfum búið á Stafafelli
síðan. Ferð okkar þremenn-
inganna tók 6 vikur, stóð frá
1. júlí til 15. ágúst. Var þetta
árið 1916. Ef við Hjalti lifum
báðir næsta ár, kann að vera
að við endurtökum þessa ferð,
en þá að sjáifsögðu á btlum
en ekki hestum. Þá eru liðin
rétt 50 ár. frá okkar fyrri för.
Þorbergur ferðafélagi okkar
er löngu látinn.
Þetta var upphaf að mikl-
um ferðalögum Sigurðar, þeim
sem raunar snertu ekki bú-
skapinn sjálfan. Hann hefur
fylgt mörgum mönnum um
Skaftafellssýslur og Múlasýsl-
ur og þrisvar farið með ferða-
fólk um hinn forna veg millí
Lóns og Fljótsdals um Víði-
dal. Þetta var á þeim árum
þegar allar ár voru óbrúaðar.
Víðidalsveg hafði faðir Sig-
urðar farið nokkrum sinnum,
en á þeim árum var búið í
Víðidal.
— Þessi ferðalög veittu mér
mikla þekkingu á landi og
þjóð og því meira sem maður
kynnist landinu og fólkinu,
því vænna þykir manni um
hvort tveggja.
— Viltú ekki drepa á eitt-
hvað af þeim mörgu trúnaðar-
störfum, sem þú annaðist í bú
skapartíð þinni, spyrjum við
Sigurð?
— Ég var skipaður í fást-
eignamatsnefnd árið 1916. Þá
hafði ekki farið fram mat á
jörðum og byggingum um ára
tugi. Við vorum 3 í nefndinni,
en forustu hennar höfðu þeir
hreppstjórarnir Þorleifur í
Hólum, sem var formaður, og
Einar Þorvarðarson á Brunn-
hól. Við fórum á hvern bæ í
Skaftafellssýslu, skoðuðum og
virtum hvert hús og kynnt-
umst hverjum manni, en það
hefur verið eitt af mínum kær
ustu hugðarefnum að kyniiast
fólkinu. Síðan held ég að ég
viti deili á nærfellt hverjum
Austur-Skaftfellingi.
Ég er þó hræddur um að
ein kerling hafi komizt hjá að
kynnast okkur og leikið ofur-
lítið á okkur með því að færa
sig úr einum krók í annan inn-
anbæjar, á meðan við dvöld-
umst þar sem hún átti heima.
Kerling þessi hefur víst verið
einstaklega ómannblendin. í
þann tíð voru hlóðaeldhús af-
lögð og eldavélar komnar, en
hlóðaeldhúsin hinsvegar not-
uð til að reykja kjötið. Þau
skoðuðum við líka, og hefðum
getað talið margt sauðarkrof-
ið. En einkum eru mér í minni
tveir bæir í Suðursveit hjá
tveimur sauðabændum, er þar
bjuggu. Var það hjá þeim
Þórði á Kálfafelli og Jóni á
Smyrlabjörgum. Hjá þeim
voru feikna kjötbirgðir. Ég
man eftir að eitt sinn gisti ég
Framhald á bls. 12
i
l
'i
'l
!
'i