Morgunblaðið - 31.03.1965, Qupperneq 19
Miðvikudagur 31. m»TT 1965
MORGUNBLAÐIÐ
19
Leikfélag Kópavogs
Fjalla - Eyvindur
eftir: Jóhann Sigurjónsson
Leikstjóri: Ævar K Kvaran
LETKFÉIjAG Kópavogs frum-
sýndi s.l. föstudagskvöld Fjalla-
Eyvind eftir Jóhann Sigurjóns-
son. Hefur félagið um áratugi
Ihaldið uppi athyglisverðri leik-
starfsemi og sýnt jöfnum höndum
gamanleiki og leikrit alvarlegs
efnis, er mörg hafa gert miklar
kröfur til leikenda. Því ber ekki
að neita að oft hefur verið nokk-
ur viðvaningsbragur á sýningum
félagsins, enda leikendur flestir
notið lítillar eða engrar leik-
listarkennslu og þeir ekki átt
tök á því að fórna Thaliu nema
fáum tómstundum frá önnum
daglagra skyldustarfa. >ó hafa
leiksýningar félagsins orðið æ
betri með ári hverju og er nú
svo komið að margir leikendur
félagsins hafa stundað leiknám
að meira eða minna leyti og hef-
ur það að sjálfsögðu sett sinn
evip á leiksýningar félagsins.
Fjalla-Eyvindur er annað ís-
lenzka leikritið, sem Leikfélag
Kópavoigs setur á svið, en hið
fyrra var Maður og kona gert
eftir sögu Jón Thoroddsens.
Á öðrum tug þessarar aldar
var mikil gróska í íslenzkri leik-
ritun. Á þeim tíma samdi Jóhann
Sigurjónsson sín stórbrotnustu
leikrit Fjalla-Eyvind og Galda-
Loft. í>á samdi Einar H. Kvaran
xneðal annars Lénharð fógeta og
Syndir annarra og þá hóf Guð-
mundur Kamban sína merkilegu
leikritun með leikritinu „Hadda-
Padda“. Á þessum árum samdi
hann einnig Konungsglímuna og
Marmara, hvortveggja mjög ris-
mikil verk. Síðan hefur verið
fátt um athyglisverð afrek á
sviði íslenzkra leikbókmennta,
— margir kallaðir en fáir út-
valdir, þrátt fyrir miklu betri
aðstöðu til leikritunar og leik-
sýninga en áður var.
Þegar Fjalla-Eyvindur kom út
árið 1911, vakti leikritið geysi-
mikla athygli og hlaut einróma
lof allra bókmenntafræðinga, og
var þar sjálfur Georg Brandes
fremstur í flokki. Jóhann var
settur á bekk með öndvagisskáld-
um eins og Ibsen og hróður hans
'barst víða um lönd. En nú er
öldin önnur. Nú er íslenzkum
leikritahöfundum fundið það til
foráttu í blöðum hér, að þeir
semji verk sín í „hefðbundnum
stíl“ er minni á Ibsen. Það er því
ekki að vita hversu sú kynslóð
hér sem nú er miðaldra eða yngri
kann að þesu sinni að taka Fjalla-
Eyvindi, þessu öndvegisverki ís-
lenzkra leikbókmennta, en fyrir
mér býr það en yfir sömu list-
rænu töfrunum sem fyrr. Hin
miklu sálrænu átök í leiknum,
ástríðuþunginn, ástin og hatrið,
allar hinar miklu andstæður
mannlegs lífs, sem skapa mönn-
um örlög og ráða sigrum þeirra
©g ósigrum taka miig enn sömu
tökum og er ég sá leikinn í fyrsta
einn.
Ævar R. Kvaran hefur sett
leikinn á svið, en Sigfús Halldórs-
son gert leikmyndimar (nýtt orð
—- þ.e. málað leiktjöldin?).
Ævari hefur farizt leikstjórnin
vel úr hendi, gefið leiknum góð-
an heildarsvip í fyrstu þáttunum.
Hins vegar hefur honum ekki
tekizt eins vel með síðasta þátt-
inn, bersýnlega af því að það
atriði leiksins er leikendunum
ofviða, enda er það ekki á ann-
arra færi en mikilhæfustu leik-
ara að gera því atriði fyllstu
skil. Tjöld Sigfúsar eru hin
glæsilegustu og baðstofan ágæt.
Oktavía Stefánsdóttir leikur
aðalhlutverkið, Höllu. Er það eitt
erfiðasta og stórbrotnasta hlut-
verk í íslenzkum leikbókmennt-
am. Margar áigætar leikkonur
hef ég séð í þessu hlutverki, en
engin hefur, að mínu viti, gert
E>ví jafn frábær skil og frú Guð-
rún Indriðadóttir, er leikritið
rar frumsýnt hér veturinn 1911-
12. Aðrar Höllur hafa hneigst til
ofmikils íburðar í klæðnaði og
orðið, að mér finnst, ósannari
fyrir vikið. Þetta hefur Oktavía
forðast, en er búin eins og sæmir
vel efnaðri sveitakonu að þeirrar
tíðar hætti og ekkert fram yfir
það. Gefur þetta persónunni
raunsannan svip og þokka. Leik-
ur Oktavíu í fyrstu þremur þátt-
unum er oft all tilþrifamikill,
skaphiti og reisn í fasi, en
í síðasta þætti missir hún öll tök
á hlutverkinu, skortir bæði þrótt
og hörku og ósamræmis kennir
í beitinigu raddarinnar.
Kára leikur Sigurður Jóhann-
esson. Höfundurinn hefur ekki
lagt jafnmikla rækt við Kára
sem Höllu, enda stendur hann
jafnan í skugga hennar. Þetta
hefur alltaf gert leikendum Kára
erfitt fyrir og þeim misjafnlega
tekist að túlka þennan auðnu-
lausa atgervismann. Leikur Sig-
urðar er áferðargóður en ekki
tilþrifamikill.
Arnes flækning leikur Björn
Magnússon. Leikur hans í tveim-
ur fyrstu þáttunum er tilþrifa-
lítill og lítt sannfærandi, en í
þriðja þættti, upp á öræfunum,
nær hann dágóðum tökum á hlut-
verkinu, sýnir vel hversu óyndið
og ástin til Höllu gerir honum
lífið óbærilegt.
Gestur Gíslason leikur Björn
hreppstjóra. Er leikur Gests dá-
góður á köflum, — en fastmæltari
og harðskeyttari mætti þess
myndugi og héraðsríki valdsmað-
ur vera.
Arngrím holdsveika, hinn lífs-
reynda og spaka öldung, leikur
Sveinn Halldórsson. Hlutverkið
er ekki mikið að vöxtum en þó
vandasamt. Gerfi og túlkun
Sveins á hlutverkinu er með
öðrum hætti en tíðkast hefur og
kann ég, fyrir mitt leyti, hvoru-
tveggja vel.
Jón bónda og konu hans leika
þau Loftur Ámundason og Líney
Bentsdóttir. Þetta eru skemmti-
FYRIR nokkrum dögum tók
Ól. K. M. þessa mynd úr lofti
af Reykholtsdal í Borgarfirði.
Reykjadalsá bugðast um dal-
inn, föl er á jörðu. Neðarlega
leg hlutverk frá höfundarins
hendi, enda hafa þau jafnan vak-
ið mikla kæti áhorfenda. En að
þessu sinni varð næsta lítið úr
þessum hlutverkum.
Vinnufólkið hjá Höllu, þau
Magnús, Oddný, Sigríði og smal-
ann leika Theodór Halldórssón,
Guðrún Hulda Guðmundsdóttir,
Sigrún Gestsdóttir og Leifur
Hauksson. Fóru þau öll laglega
með hlutverk sín. Sérstaklegá
til vinstri er stærsti hver lands
ins, Deildartunguhver. Hægra
meginn við veginn, sem ligg-
ur yfir ána, má sjá gróðurhús-
in á Kleppjárnsreykjur’
var þó fjörleigur leikur hins ung
drengs, Leifs, í hlutverki smal
ans. Guðfinnu, eldri konu í tengs
um við Höllu, leikur Auður Jóns
dóttir og fer vel með það hlut
verk.
Önnur hlutverk voru minni oi
gefa ekki tilefni til umsagnar.
Húsið var þéttskipið áhorfend
um og var leiknum ágætlega tek
ið.
SGr.
Ásbjöm Stefánsson:
Ljósatími og
akstur í myrkri
MIKIÐ er gert til að vinna á móti
slysum. Samt virðist miða mjög
hægt í þá átt að draga úr þeim.
Svo er t.d. með umferðina. Slys-
in halda áfram og efnatjónin
stóraukast. Verst að þetta er svo
oft fólki sjálfu að kenna, þekk-
ingarleysi og glannaskap, kæru-
leysi og skorti á aðgát.
Vetrartiminn, með myrkri sínu
og slæmri færð, er hættulegur
árstími, hvað þetta áhrærir. Öku-
menn aka óvarlega í hálku,
halda sig sjá vel á ljósatímanum,
gera sér ekki grein fyrir því, hve
takmörkuð sjónskynjun þeirra
er. Lítt eða óreyndir ökumenn
hafa afsökun, því þessi stað-
reynd liggur ekki í augum uppi
þegar í stað. Gangandi fólk hef-
ur líka afsökun. Það áttar sig
ekki á því, að ökumenn skuli
ekki sjá það vel í hinum björtu
ljósum bílanna. Það skilur ekki
lögmálið fyrir endurvarpi Ijóss,
annars myndi það fara varlegar
í myrkri, svartklætt.
Á órinu 1963 urðu 322 umferð-
arslys í Reykjavík og nágrenni,
þar af um 60% í myrkri. Á ár-
inu 1964 skeðu nokkur banaslys
hér í myrkri, ekið á fólk. Senni-
lega hefði verið hægt að komast
hjá flestum þessum slysum, ef
bæði ökumenn og hinir gang-
andi hefðu haft næga aðgætni og
þekkingu til að bera — ökumenn-
irnir skilið, hve illa þeir sáu og
hinir gangandi gert eitthvað til
að þeir yrðu vel sýnilegir á veg-
inum.
Gangandi fólk hér gerir ekki
svipað því nóg að því að tryggja
sig fyrir slysum í umferð. Víða
hér í bæ er því tiltölulega lítil
hætta búin vegna hinnar ágætu
götulýsingar, fari það að öðru
leyti sæmilega yarlega. Lýsingin
er þó misjöfn, sumstaðar verri en
skyldi, jafnvel slæm, og er í út-
jaðra bæjarins, eða út fyrir hann
kémur, er sumstaðar um litla
sem enga götulýsingu að ræða,
sem gangandi fólk geti treyst á
að geri það sýnilegt á vegi. Blaut
ar götur, rigning og slydda, á-
samt óheppilegum búnaði fólks,
getur líka gert það svo til ósýni-
legt fyrir augum ökumanna, fyrr
en alveg er að því komið, en þá
er oftast of seint að sjá það.
Talsvert hefur verið gert til að
leiðbeina fólki á þessu sviði. m.a.
með því að hvetja það til að
setja ljósendurvarpandi pjötlur í
föt barna sinna. Enda fengist föt
í búðum þannig útbúin. Föt
sumra vinnuflokka eru búin ljós-
endurvarpandi ræmum. Allt er
þetta gott, það sem það nær, en
miklu meira þarf til. Það þarf
að vekja fólk almennt til um-
hugsunar um hina miklu hættu
myrkurumferðarinnar.
„Manninum skaut upp rétt fyr-
ir framan bílinn, og mér gafst
enginn tími til að stanza áður en
áreksturinn varð“. „Ég sá hann
ekki fyrr en alltof seint“. Kann-
ast menn við þetta úr blöðunum?
Ekki bara okkar blöðum. Það er
allstaðar sama sagan í myrkri -
„ég sá hann ekki, sá hann ekki“.
Og imyndið ykkur ekki að öku-
mennirnir séu að ljúga. Þeir
segja heilagan sannleikann.
Nú skulum við heyra, hvað
prófessor Gunnar Johansson seg-
ir um tilraunir, sem hann lét gera
ekki fyrir löngu í og í næsta ná-
grenni Uppsalaborgar í Svíþjóð.
Þær áttu m.a. að leiða í ljós, hve
vel ökumenn sæju er bílar mætt-
ust í myrkri á lágljósum. Hann
segir:
„Við létum ökumennina aka á
móti kyrrstæðum bíl á veginum.
Bíllinn var látinn vera með lág-
ljósin á. Á veginn milli bílanna
settum við brúðu í fullri líkams-
stærð, klædda dökkleitum, en
ekki alveg svörtum, fötum. Öku-
mönnunum var skipað að aka
með 60 km/t ferð og hemla fylli-
lega ef þeim sýndist verða ástæða
til þess. Um leið og ökumaður-
inn spyrnti niður hemilstiginu,
spýtti bíllinn hvítum lit á veg-
inn. Á þessu gátum við séð, hve
langt frá hinum „fótgangandi
manni“ ökumaðurinn byrjaði að
hemla. Aðeins þeir ökumenn
fengu að reyna sig, sem vitað var
um, að voru þaulvanir að aka í
myrkri. Tilraunirnar sýndu, að
til jafnaðar hófu þeir ekki að
hemla fyrr en aðeins voru eftir
12,1 meter að brúðunni. „Til jafn-
aðar“ þýðir auðvitað, að nokkrir
voru komnir mun nær brúðunni
en þetta, en aðrir voru fjær, er
þeir byrjuðu að hemla. Lítum nú
í hvaða töflu yfir hemlavega-
lengdir, sem vera skal, og þá sjá-
um við, að á þurrum vegi og me#
fullvirkum hemlum, þarfnast öku
maður minnst 25 metra til þes»
að komast í kyrrstöðu úr 60 km/t
hraða.
Hinir þaulvönu tilraunaöku-
menn okkar gátu því ekki stanz-
að fyrr en 10 til 20 metrum eftir
að þeir voru búnir að aka „hinn
fótgangandi“ niður, og það enda
þótt þeim væri gert ljóst, að ver-
ið gæti að stundum yrði eitthvað
fyrir þeim á veginum. Brúðurnar
sýndu sig. Þær voru eknar niður
hver á fætur annarri.
Viljið þér koma í stað brúð-.
unnar • við framhaldandi tilraun-
ir? Sé svo ekki, hversvegna þá
að setja sig í hættu með því að
gana dökkklæddur í myrkri út á
umferðaræð, án þess einusinni að
halda á hvítum vasaklút, hvað þá
á logandi vasaljósi eða hafa ljós-
endurvarpandi hlut-utan á fötum
sínum“.
Ökumaður, sem vill vera nokk
urnveginn viss um að geta nógu
skjótt séð dökkklæddan mann í
myrkri á vegi, má ekki aka hrað-
ar, með lágljósum, en um 25 km
/t, hafi hann bílljós á móti sér,
sem oftast er á miklum umferð-
aræðum. Sé hinn fótgangandi
maður hinsvegar með ljósendur-
varpandi efni á fötum sínum, sér
ökumaðurinn hann undir þessum
aðstæðum á allt að 125 metra
færi og aki hann með háljósum,
á 250 metra færi, eða m.ö.o. næg-
ur tími til að stanza. Sé hið ljós-
endurvarpandi efni neðarlega á
fötum, sést maðurinn betur, í
lágljósum, en ef efnið er haft of-
arlega. Þá má heita að 125 m
færi sé öruggt.
Mjög er það misjafnt, hve
mikið hinir ýmsu ökumenn blind
ast af ljósum mætandi bíla. Sum-
um hættir til að stara í þau. Það
skyldu menn ekki gera, því það
hefur er til lengdar lætur slæm
áhrif á taugakerfið fyrir utan
hinar beinu blindandi verkanir.
Menn geta orðið svo taugabilað-
ir af þessu að menn hagi sér
mjög óheppilega við aksturinn.
Horfið fram hjá svo sem unnt er.
Kunna menn að aka fram úr í
myrkri? Efalaust sumir en marg-
ir ekki. Þeir kunna það ekki einu
sinni í björtu. Segjum að þú vilj-
ir aka fram úr á ljósatímanufn.
Gjarnan, ef vegurinn, útsýnin og
umferðin leyfir. Segjum að ekið
sé með hgum ljósum. Um 150
metrum aftan við bílinn, sem
aka skal fram úr, skiptir þú á
lágljós. Sé það hægt, ekur þú yf-
ir á hægri vegarbrún um 50
metrum aftan við bílinn. Skjóttu
síðan snöggvast háum ljósgeisla
fram, bæði til þess að sjá veg-
inn vel og til þess að gera bíln-
um á undan vitanlegt, að þú vilj-
ir aka fram úr. Um það bil 10
metrum aftan við fremri bílinn
skiptir þú á háljós, til þess að
vegurinn sé sem bezt upplýstur
af ljósum beggja bílanna um leið
og fram úr er ekið, enda er þetta
hættulegasti kafli framúraksturs
ins. Strax og þú ert kominn nægi
lega langt fram fyrir hinn bílinn,
beygir þú yfir á vinstri vegar-
brún. Nú á aftari bíllinn að
skipta snöggvast yfir á lágljós,
eða þar til þú ert kominn nokk-
urn spöl fram fyrir hann. Hvers
vegna?
Að lokum: gangandi vegfarend
ur þurfa að gæta sín miklu betur
í myrkri en nú tíðkast hér. Sér-
staklega eru börn og gamalt fólk
í hættu. Það ætti ekki að vera
eitt á ferð í myrkri. á miklum
umferðaræðum. Og fólki yfirleitt
er nauðsynlegt að fara að taka
upp þá venju að nota á fötum
sínum ljósendurvarpandi efni
eða laus spjöld, sem eru endur-
varpandi báðum megin, gerð til
að dingla utan á frakka eða
jakka, en hafa má í vasa er það
er ekki notað. Ágætt fyrir fólk,
sem ekki myndi fást til að ganga
með fastar pjötlur eða ræmur á
fötunum.
Samstarfsnefnd í umferðar-
málum mun leiðbeina fólki, sem
þess æskir og vinna að því að
koma þessari nauðsynlegu venju
á hér. Aðgátin kostar oftast lítið
en mannslífin eru dýr.
Ásbjörn Stefánsson.