Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 PEIR sem áttu leið um höfn- ina í gær og fyrradag,' veittu eflaust athygli nýlegu, blámál uðu skipi, þar sem það lá við gamla Battarísgarðinn. Þetta var hið nýja flutningaskip Sameinaða gufuskipafélagsins, Yuki Hansen, í sinni fyrstu ferð hingað til lands. Frétta- maður og ljósmyndari Morg- unblaðsins fóru í gær um borð í Yuki Hansen -og ræddu við skipstjórann, Hans Friis Al- bertsen. — Er þetta ekki tiltölulega nýbyggt skip? — Það er fjórtán mánaða gamalt en hefur verið í sigl- ingum í um það bil eitt ár. Nýtt f lutningaskip í ferðum milli Danmerkur og fslands hingað núna gekk mjög vel en aftur á móti er enn engin reynsla fengin fyrir því hvern ig það reynist í slæmu veðri. — Hvað veldur því að Sam- einaða gufuskipafélagið tekur núna upp sérstakt flutninga- skip milli íslands og Dan- merkur? — Það liggur þannig í því, að Kronprins Olav hefur ekk- ert lestarrými fyrir vörur, heldur er það eingöngu far- þegaskip. Svo einhver varð að sjá um vöruflutningana og því 'var ákveðið að það kæmi í hlut Yuki Hansen. — Og munuð þið sjá um vöruflutninga hingað í náinni framtíð? — Nei, við munum verða í siglingum hingað í sumar eða til mánaðarloka september en hvað verður þar á eftir er enn óákveðið. Skipstjórinn Albertsen ásamt konu sinni en hún hefur siglt með honiun um öll heimsins höf. — Þetta er fyrsta ferð skips ins hingað til lands? — Já, þetta er fyrsta ferð- . in hingað og til Færeyja en áður höfum við aðallega siglt til Englands og Spánar, en þar þræddum við allar helztu hafnarborgir. — ’ Hafið þér aldrei áður verið í íslandssiglingum? — Jú, ég kom hingað nokkr um sinum fyrir stríð og þá á sænskum skipum, svo ég er nokkuð kunnugur þessari sigl ingaleið. — Hvernig haldið þér að skipið muni reynast á þessari leið? — Þennan tíma sem ég hef verið með skipið þá hefur það reynzt vera ágætt sjóskip og það er útbúið öllum fullkomn ustu siglingatækjum. Ferðin 220 manns í páskahóp- ferðir til útlanda 200 fara í Öræfasveitina T7M 220 manns fara hópferðir til útlanda með ferðaskrifstofunum nm páskana, flestir í sólskimið á. baðströndum Suðurlanda, en 16 fara til laxveiða á írlandi. — Stærsti hópurinn fer í leiguflug vél, en aðrir f.ara í áætlunarflug vélum. Gæti sólarhringsverkfall hjá BEA-fiugfélaginu, sem boðað er á miðvikudag, tafið suma þeirra, ef af verður, en það er talið gefca haft áhrif á páskaferðir 25 þús. Breta. Ekki fara þó aliir til útlanda. Fjölmargir ferðast um fsland og líta skiðamenn og þeir sem vilja aka í fjallabílum um öræfin hýru auga snjóimn og kuldann, því jörð var farin að linast. Stærsti hópurinn fer að venju í Öræfa- eveitina, um 200 manns með Guð mundi Jónassyni og Úlfari Jacobsen fyrir utan aukabíla. aem jafnan fá að fylgjast með þeim. Aðalferð ferðafélagsins er að venju í Þórsmörk og að Haga vatroi, og frétzt hefur um smá- hópa, sem ráðgera ferðir á ýmsa staði; Borgfirðingar á Langa- jökul, nokkrir úr Flugbjörgunar- Bvcitinni á öræfajökul o.s.frv. 120 manna hópur til Spánareyja. Stærsti hópurinn til Suður- landa fer frá ferðaskrifstofunni Sunnu, sem fer til Mallorca og Kanaríeyja með viðkomu í London. Fara 86 manns á mið- vikudagskvöld í leiguflugvél Flugfélagsins, sem býður eftir fólkinu, og 36 manns sem voru umfram rými . í þeirri flugvél fara með áætlunarflugvél F. í. til London, og brezkri áætlunar- flugvél til Mallorca, þar sem þeir hitta fyrri hópinn. Komið verður aftur 29. apríl. Fararstjór ar eru Guðni Þórðarson og Jón Helgason. Við laxveiðar og í sólinni. Frá „Löndum og leiðum“ er farinn 22 manna hópur undir fararstjórn Guðmundar Steins- sonar til Kanaríeyja og Madeira. Fór hópurinn um London og er nú á Las Palmas á Gran Canaria, en kemur heim 21. apríl. Frá sömu ferðaskrifstofu fara 16 laxveiðimenn á skírdag til Waterville í Kerry á írlandi. Þeir una sér við veiðiskap í írsku ánum í 5 daga og dvelja svo 2 daga í Dublin. Á Madeirífc Útsýn. fer með 36 manns á fimmtudagsmorgun með áætlun- arferðinni til London, en síðan verður haldið áfram til Lissa- bon, og Madeira, þar sem dvalið verður í 7 heila daga og síðan aftur heim um London. Ingólfur Guðbrandsson er fararstjóri. Á brezkum baðstað. 22—24 manns fara með ferða- skrifstofunni Sögu til brezka gað staðarins Brighton. Farið verður á miðvikudag með F. f. og komið heim á föstudagskvöld. Verður dvalið viku í Brighton og nokkra daga í London. •Útlit gott í öræfasveit. Öræfasveitin er ávallt eftirsótt- asti ferðamannastaðurinn á ís- landi um páskana, enda sá tími sem helzt er hægt að aka yfir Skaftafellsárnar. Hefur það að- eins einu sinni á undanförnum árum komið fyrir að þær hafa verið of miklar, eða í fyrra. Af þeim sökum er sennilega heldur færri nú sem reyna. En útlit er gott, í kuldanum bráðnar lítið úr vötnunum, enda borizt fréttir um að lítið vatn sé í ánum. Guðmundur Jónasson fer fimm daga ferð þangað og er gist í tvær nætur á Kirkjubæjar- klaustri og eina á Hofi í Öræfum, á báðum stöðum í samkomuhús- unum. Lönd og leiðir hafa af- greiðslu fyrir þessa ferð, og þar fengum við þær upplýsingar í gær, að útlit væri fyrir að um 100 manns færu með GuðmUndi í 3—4 bílum og með færi trukkur undir farangur. Úlfar Jacobsen fer einnig 5 daga ferð og eru lika um 100 manns á lista hjá honum. Farið verður í 4 stórum bílum, og gist tvær nætur í samkomuhúsinu á Klaustri og eina á Litla-Hofi og Lækjarhúsum í Öræfum, en á laugardag á að aka í Ingólfshöfða og að Jökullóni. Þá áforma 10 röskir piltar úr Flugbjörgunarsveitinni að fara fljúgandi á Fagurhólsmýri og ganga á Hvannadalshnjúk og dvelja a.m.k. 2 daga á jöklinum. F.f. í Þórsmörkinni. Ferðafélag íslands auglýsir 3 páskáferðir, 5 daga ferð í Þórs- mörk og þá farið á fimmtudags- morgun og einnig aðra ferð þang að á laugardag og komið úr báð- um á mánudagskvöld. Hafa um 30 manns þegar áformað að fara í Þórsmörk. Þá gerir F.í. ráð fyr ir að fara í 5 daga ferð að Haga- vatni. Síðan harðnaði og færð batnaði er betra útlit um að af ferðinni geti orðið. Skíðaferð til ísafjarðar. Skíðavikan verður á Isafirði að venju og nú er haldið upp á 30 ára afmæli. Lönd og leiðir skipu- leggja þangað 5 daga ferðir með fiugvélum. Útvegar ferðaskrif- stofan gistingu og svefnpoka- pláss, fæði, skíðakennslu o.fl. og getur fólk valið um hvort það gistir og borðar. í Mánakaffi á ísafirði eða í skíðalandinu í Selja landsdal og hægt að gera ýmist. Margir aðrir hugsa gott til páskaferðalaga, þó ekki fari þeir í svo stórum hópum. staksiFimar Dálítið klaufalegt TÍMINN er það blað hér á landi, sem frekiegast gengur fram í hverskyns fölsunum, enda leggur blaðið pólítískan mælikvarða á alla hluti og getur jafnvel ekki skrifað fréttir án þess að þær séu pólitískt litaðar. Talnafölsun er sérstök uppáhaldsiðja þessa blaðs, og er tölunum vellt á alla vegu nær daglega til þess að fá út ranga útkomu. Síðastliðinn sunnudag birtist smá sýnishorn af þessari iðju. í sama dálki standa þessar tvær setningar: „En nú er byggingarkostnaöur hefur hækkað um 77%.........“ Og síðar: „Meðal íbúðin hefur hinsvegar hækkað úr 430 þúsundum í 827 þúsund, eða um nær 400 þúsund krónur........“. En nú er þrautin sú, að sam- ræma þessar tvær staðhæfingar, úr því að blaðið sýndi þá óvar- kárni að hafa þær báðar í sama dálknum, annars hefði mönnum sjálfsagt sézt yfir ósamræmið eins og tilgangurinn mun hafa verið, enda munu víst flestir orðnir vanastir því að hlaupa yfir tölur í skrifum Timans, svo óábyggilegar sem þær eru. Aðbúnaður iðnaðar- og verzlunarfólks Menn hafa tekið eftir því að hvað eftir annað hafa blöð kemmúnista og Framsóknar- flokksins fjargviðrast út af því, að byggt hefur verið nokkuð af iðnaðar- skrifstofu- og verzlunar- húsnæði í Reykjavík síðustu ár- in, og þó ekki mjög margar by,ggingar með hliðsjón af því, að nánast var girt fyrir slíkar byggingarframkvæmir um langt skeið, aneðan fjárfestingareftirlit var, og nær ekkert atvinnuhús- næði fékkst byggt í höfuðborg- inni, enda varð fjöldi fyrirtækja að hafast við í algjörlega óhæfu húsnæði og aðbúnaður starfs- mannanna var í samræmi við það. Nú hefur ýmsum fyrirtækj- um tekizt að stórbæta vinnuað- stöðu starfsmanna sinna. Iðn- verkafólk, verzlunar- og skrif- stofufóik vinnur þar í góðum húsakynnum og heilsusamlegum, og er vissulega engin vanþörf á því, að reyna að búa sem bezt að því fólki, sem stundar vinnu sína innan dyra og hefur litla úti- vist. Væri raunar ekki úr vegi að samtök þessa fólks tækju þetta mál til umræðu og svöruðu á viðeigandi hátt rógskrifunum um það, að það sé sóun á verð- mætum að búa sæmilega að þess- um starfsstéttum. Bættur rekstur fyrirtækjanna En byggipg góðs atvinnuhús- næðis er ekki einungis nauðsyn- legt til þess að aðbúnaður starfs- mannanna sé sómasamlegur og útrýmt verði vinnu í húsnæði, sem jafnvel getur verið heilsu- spillandi, heldur er það líka aug- ljóst mál, að fyrirtækin geta ekki bætt rekstur sinn og komið við notkun véla og fullkomnustu vinnubrögðum, nema þau hafi húsnæði, sem byggt er með hlið- sjón af nútímaþekkingu og þörf- um. Ef hindruð er bygging at- vinnuhúsnæðis þýðir það, að komið er í veg fyrir eðlilegar tækniframfarir, og þar með er verið að draga úr afköstum þjóð- arbúsins og rýra kjör þegnanna. Þess vegna er það síður en svo neitt harmsefni að ýmis fyrirtæki hafa getað byggt yfir starfsemi sína. Miklu fremur gleðjast menn yfir því — allir aðrir en umboðs- menn rógsins og öfundarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.