Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. apríl 1965 Læknaskipunarfrumvarpið rætt í Efri deild Á FUNDI efri deildar í gær voru 7 mál tekin fyrir. Frumvarpi um sölu dýralæknisbústaðar í Borg- arnesi var vísað til landbúnaðar- nefndar, frv. um eftirlit með út- lendingum var vísað til 3. um- ræðu, samþykkt voru frv. um bú- fjárrækt, lán fyrir Flugfélag ís- lands, brunatryggingar í Reykja- vík og lífeyrissjóða hjúkrunar- kvenna. Hið síðastnefnda vrai sam þykkt að viðhöfðu nafnakalli með öllum atkvæðum gegn einu, atkv. Jóns Þorsteinssonar. >á var einnig tekið fyrir frumvarp um læknaskipunarlög og því vísað til heilbrigðis- og félagsmála- nefndar. í Neðri deild voru sex mál rædd. Frumvarp um tollskrá o. fl., sem vísað var til 2. um- ræðu og nefndar, frumv. um hreppstjóra og frumv. um breyt- ingu á lögum um hundahald var vísað til 2. umr. >á voru tvö frumv., sem einnig voru til umræðu í Neðri deild, afgreidd sem lög frá Alþingi, þ.e. frumv. um landgræðslu og frumv. til jarðræktarlaga. EFRI DEILD Fæknaskipun Jóhann Hafstein heilbrigðis- málaráðherra mælti með sam- þykkt stjórnarfrumvarpsins um læknaskipunarlög, eins og því var breytt í neðri deild. Kvað hann það hafa um langt skeið verið mjög aðkallandi .„.idamál, á hvern hátt unnt væri að -ryggia fólkinu í dreifbýli lands- ins nauðsynlega læknshjálp. Rakti ráðherr- ann síðan í stuttu máli, á hvern hátt frum varpið gerði ráð fyrir auknum hlunnindum til héraðslækna. Þá sagði Jóhann Hafstein, að það sem einkum hefði valdið ágreiningi í neðri deild hefðu verið þau ákvæði, sem kvæðu á um fækkun læknishéraða, þ. e. að nokkur héruð yrðu lögð nið- ur og sameinuð. Kjarni málsins 8.L. laugardag fór fram 2. um- ræða í Efri deild um frumvarp ríkisstjómarinnar um breytingu á lögum um tollskrá. Framsögu- maður roeiri hluta fjárhagsnefnd ar, Ólafur Bjömsson (S) gerði grein fyrir áliti meiri hlutans, þar sem samþykkt var að mæla ineð samþykkt fmmvarpsins en með breytingartillögum, sem meiri hluti nefndarinnar hafði flutt. Aðrir nefndarmenn höfðu hins vegar skilað sérálitum ásamt breytingartillögum. Ólafur Björnsson gerði síðan grein fyrir breytingartillögum meiri hluta fjárhaigsnefndar, en þær voru, að tollar á tönkum úr ryðfríu stáli sérstaklega fyrir mjólk skyldu vera 10% í stað 25%, eins og ráð var fyrir gert í frumvarpinu og að lækka eða endurgreiða gjöld af heilum inn- fluttum dráttarbrautum, eftir nánari skýrgreiningu og ákvörð- un fjármálaráðuneytisins, þannig að gjöld af þeim verði 10% verð- tollur. væri ekki sá, hvort læknishéruð væru fleiri eða færri, heldur nauð syn þess að fólkð fengi nægilega læknisþ j ónustu. Alfreð Gíslason, (Alþ.bl.) tók næstur til máls og sagði, að í frumvarpinu væru allmörg ný- mæli, sem öll vraru til bóta. Merkast þeirra væri það, að sam eina mætti tvö læknishéruð í eitt og ráða þang að tvo lækna. Þróunin þyrfti að verða sú, að héruðin stækk- uðu eins og unnt væri, og þangað yrðu ráðnir hóp- ar lækna með mismunandi sér- fræðilega þekk- ingu. Þegar um vandasamar að- gerðir væri að ræða, þætti lækn um nauðsynlegt að geta borið saman ráð sín. Þær breytingar, sem gerðar hefðu verið í neðri deild og fólu í sér, að fallið var frá því að leggja niður nokkur héruð og sameina öðrum, væru þess vegna allar til hins verra. Jóhann Hafstein tók aftur til n.áls og kvaðst fagna ummælum Alfreðs Gíslasonar. Sagði ráð- herrann m. a., að ef ekki fengizt læknir t. d. í Suðureyrarhérað, mundi almenna heimildin í 4. gr. læknaskipunarlaganna eiga við, og yrði héraðið þá sameinað öðru héraði. Eftirlit með útlendingum Ólafur Jóhannesson (F) mælti fyrir nefndaráliti um frv. um eftirlit með útlendingum. Kvað hann frv. fela það í sér, að Norð- urlönd yrðu öll gerð að einu vegabréfasvæði, ef íslendingar gerðust aðilar að samningi þar að lútandi. Þannig þyrftu ann- arra þjóða menn einungis að fra..,vísa vegarbréfi er þeir kæmu til Norðurlanda annars staðar frá, en ekki er þeir ferð- uðust milli Norðurlandanna sjálfra. Alfreð Gíslason kvaðst ekki reiðubúlnn til að samþykkja það, aó Norðu.lönd hefðu samegin- leg landamæri út á við. Engan veginn ,æri víst, að útlendmgur, Ólafur ræddi síðan nokkuð um breytingartillögur begigja minni hluta fjárhagsnefndar, en þær hnigu einkum- í þá átt, að of Skammt væri gengið í tolllækk- unum og að atvinnuvegunum væri mismunað með þessu frum- varpi. Sagði Ólafur, að um fyrra atriðið mætti lengi deila, en spurningin væri, hversu langt ríkissjóður mætti gan/ga í því að lækka tolla vegna afkomu sinnar. Hvað síðara atriðið snerti, sagði Ólafur, að gild rök hnigu að því, að tollar væru mismunandi, hvort um framleiðslu fyrir innlendan eða erlendan markað væri að ræða. Alitamál væri hins vegar, þegar atvinnuvegur framleiddi bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Helgi Bergs (F) gerði igrein fyr ir áliti Framsóknarmanna í fjár- hagsnefnd svo oig breytingartil- lögum þeirra. Sagði hann m.a., að hvað breytingum þeim, sem með þessu frumvarpi væru fyrir- Framhald á bls. 10 sem talinn væri meinlaus og hættulaus í einu Norðurlandanna og reyndist vera það, yrði á sama hátt talinn æskilegur í öðru Norðurlandanna. Taldi hann ekki rétt að fela útlendngaeftir- liti annarra þjóða að einhverju eða öllu leyti, hverjir hingað mættu koma. NEÐRI DEILD TOLLSKRÁ Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra mælti þar fyrir frum- varpi um breytingu á lögum um tollskrá o. fl., en það frumvarp hefur þegar verið rætt og sam- þykkt í. Efri deild, eins og frá er skýrt annars staðar hér á þing síðunni. Ráðherrann gat þess, að fjárhagsnefndir beggja þing- deilda hefðu haft samstarf með sér, þegar frumvarpið var til um ræðu í Efri deild. Kvaðst ráð- herran.- vilja mælast til þess, að þessu mál yrði hraðað, þannig að það yrði afgreitt sem lög frá Al- þingi í dag, þriðjudag. Var frum- varpinu síðan v—að til 2. umræðu og nefndar. LANDGRÆÐSLA Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra sagði, að Efri deild hefði gert smávægilegar breyting ar á frumvarpi til laga um land- græðslu í meðferð sinni á frum- varpinu. Kvaðst hann vilja leggja til, að Neðri deild samþykkti þessar breytingartillögur og var FRAM er komið á Alþingi frum- varp til laga um iðnfræðslu. Segir í athugasemdum með þessu frumvarpi, að það sé samið á grundvelli tillagna nefndar, sem menntamála-ráðherra skipaði hinn 31. okt. 1961 til þess að end- urskoða gildandi lötg um iðnskóla og iðnfræðslu. Skilaði nefndin hinn 18. sept. 1964 ítarlegum til- lögum um endurskipulagningu iðnfræðslunnar í landinu, og hafa þær breytingar, sem nauðsynleg- ar eru á gildandi löggjöf til þess að koma tillögum nefndarinnar í framkvæmd, verið teknar upp í frumvarp þetta. Um iðnfræðslu eru nú í gildi tvenn löig, þ.e. lög nr. 46 26, maí 1949, um iðnfræðslu ,og lög nr. 45 16. maí 1955, um iðnskóla. Af tillögum nefndarinnar leiðir, að rétt þykir að setja um þetta efni ný heildarlög um iðnfræðslu, sem geymi gildandi ákvæði fyrr- greindra laga með þeim breyting- um, sem lagt er til að nú verði gerðar með frumvarpi þessu í samræmi við áðurgreindar tillög- ur nefndar þeirrar, sem að fram- an greinir. Helztu breytinigar, sem hér er um að tefla frá gildandi lögum, eru þessar: 1. Iðnfræðslukerfið taki ekki einvörðungu til náms í löggiltum iðngreinum, heldur og til starfs- þjálfunar vegna annarra greina iðnaðarins. 2. Komið verði upp verknáms skólum iðnaðarins, þar sem kennd verði undirstöðuatriði iðn- aðarstarfa. 3. Stofnað verði til skipulegr- ar kennslu fyrir verðandi iðn- meistara þ.e. meistaraskóla. 4. Lagt er til, að starfræktur verði einn iðnfræðsluskóli í það gert og frumvarpið afgreitt sem lög frá Alþingi. HREPPSTJÓRAR Bjöm ir. Björnsson (F) gerði grein fyrir áliti allsherjarnefnd- ar um frumvarp um hreppstjóra, sem flutt er af ríkisstjórninni og þegar hefur verið samþykkt af Efri deild. Sagði Björn, að nefnd in hefði mælt með samþykkt frumvarpsins. Brýn þörf væri á heildarákvæðum um hrepp- stjóra, en til þessa hefði gilt um þá reglugerð frá 1880 og væri hún eðlilega orðin úrelt. Ræðu- maður gat þess, að með þessu frumvarpi myndu laun lægst launuðu hreppstjóra hækka um 17—1800 kr. á ári. Þá væri einnig gert ráð fyrir, að fjármálaráð- nerra hafi heimild til þess ao breyta launum hreppstjóra til samræmis við breytingar, sem verða kunnar á launum opin- berra starfsmanna. Var frum- varpinu síðan vísað til 3. um- ræðu. SKIPTI Á DÁNARBÚUM Björn Fr. Björnsson gerði grein fyrir áliti allsherjarnefnd- ar um frumvarp um breytingu á lögum um skipti dánarbúa þess efnis að laun hreppstjóra fyrir uppskriftir á dánarbúum hækki einnig, en þetta frumvarp er fylgifrumvarp með framan- greindu frumvarpi. Var því einnig vísað til 3. umræðu. hverju núverandi kjördæma landsins. 5. Öll iðnfræðsla lúti yfir- stjórn menntamálaráðherra og menntamálaráðuneytis. 6. Lagt er til, að komið verði upp samræmdri yfirstjórn á fram kvæmd iðnfræðslunnar, iðn- fræðsluskrifstofa oig veiti iðn- fræðslustjóri henni forstöðu. 7. Fjölgað verði í iðnfræðslu- ráði úr 5 í 7, og fái Félag iðn- rekenda og Samband iðnskóla á fslandi þar fulltrúa. 8. Komið verði á fót fræðslu- nefnd innan hverrar iðngreinar, og geri hún tillögur um náms- efni, bæði að því er varðar verk- legt og bóklegt nám. . 9. Lagt er til að reynslutími samkvæmt iðnnámssamningi lenigist úr 3 mánuðum í 6 mán- uði. 10. Samkvæmt lögum nr. 45/1956 er heimilt að veita við- 'töku í iðnskóla nemendum, sem ekki hafa lokið miðskólaprófi. Hér er lagt til, að sú heimild verði takmörkuð við nemendur, sem eru fullra 18 ára, er þeir hefja iðnnám, og ennfremur að slík undanþága verði því aðeins veitt, að fyrir liggi samþykki viðkomandi iðngreinar. Hækkun kvóta íslands ÞÁ er komið fram frumvarp um heimild til handa ríkisstjórninni að semja um hækkun á kvóta ís- lands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn um úr 11,26 millj. dollara í 15 millj. dollara. — Skattamál Framhald af bls. 32. ingar til hagsbóta fyrir gjald- endur. Þessar eru helztu breytingar á reglum um álagninigu tekjuskatts, sem felast í frumvarpinu: Ráðgert er að hækka fjöl- skyldufrádrætti um 23%, breikka þrepin í tekjuskattsstiganum un\ 23% til 24% og lækka hundraðs- tölur hvers þreps um 10%. Tvær fyrsttöldu breytingarnar eru að verulegu leyti miðaðar við niðurstöður athugana Efna- hagsstofnunarinnar um áætlanir á breytingum á vinnutöxtum verka-, sjó- og iðnaðarmanna frá árinu 1963 til ársins 1964. Vinnu- taxtabreytingarnar eru taldar hafa að meðaltali valdið um 23% hækkun launa þessara stétta á tímabilinu. Þessar breytingar samkvæmt frumvarpinu leiða til þess, að skattþegn með 23% teknaaukn- inigu milli ára greiðir hlutfalls- lega 10% lægri tekjuskatt 1963 en hann gerði 1964. Þá er lagt til, að fjölskyldufrá- drættir og skattstigaþrep, Vegna álagðs tekjuskatts 1966 og síðar, breytist samkvæmt skattvísitölu, Ríkisstjórnin hefur átt viðræð- ur við fulltrúa Alþýðusambands íslands um breytingar þær, sem felast í frumvarpinu. Rétt þykir, að breytingartillögur fulltrúa A.S.Í. verði teknar til athugunar við meðferð málsins á Alþingi. Með frumvarpi þvi, sem hér liggur fyrir, er lagt til, að per- sónufrádráttur verði hækkaður um 30%, eða úr kr. 25.000.00 hjá einstaklingU'm í kr. 32.500.00, úr kr. 36.000.00 hjá hjónum í kr. 45.000.00 og fyrir hvert barn úr kr. 5.000.00 í kr. 6.500.00. Ennfremur er lagt til, að út- svansstiganum verði breytt hjá einstaklingum og hjónum þannig: 1. í stað tveggja tekjuútsvars- þrepa, 20% og 30%, komi þrjú þrep, 10%, 20%og 30%. 2. í stað þess, að nú eru lögð 20% á fyrstu kr. 40.000.00, og 30% á það sem umfram er, verði nú lögð 10% á fyrstu kr. 20.000.00, 20% á næstu kr. 40.000.00 og 30% á það sem þar er umfram. Það leiðir af þessum breyting- um, að reikna verður með mun minni afslætti frá útsvarsstigum en verið hefur undanfarið og sums staðar er gert ráð fyrir, að til komi verulegt álag á stigann. Má því búast við, að Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga verði að greiða einhver aukaframlög, ef áætlaðri útsvarsfjárhæð verður ekki náð með 20% álagi, sbr. 15. gr. d. Samkvæmt því ákvæði er það hlutverk Jöfnunarsjóðs að greiða þeim sveitarfélögum auka- framlaig, sem ekki fá nægileg út- svör álögð, þó lagt sé á útsvör samkvæmt stiga 20% álag, en hærra álag á útsvarsstiga er ó- h-eimilt. Afkoma Jöfnunarsjóða var mun lakari á árinu 1964, en árið áður. Á árinu 1963 var tekju- afgangur sjóðsins kr. 3.471.519.00, en tekjuhalli á árinu 1964 nam kr. 1.276.766.42. Ástæðan er tví- þætt. Annars vegar minnkandi tekjur vegna skerðingarákvæða og hins vegar aukin útgjöld vegna aðstoðar við sveitarfélög, sem áttu í fjárhagserfiðleikum. Horfur eru á frekari fjárstuðn- ingi við sveitarfélög á þessu ári og minnkandi tekjum vegna skerðinga. Nauðsynlegt er því að tryggja afkomu sjóðsins betur, eins og lagt er til að gert verði í L gr. frv. Vagna fjölgunar gjalddaga út- svara, sem álögð voru á árinu 1964, er með bráðabirgðaákvæði lagt til, að þegar svo stendur á, skuli útsvör, sem eigi voru að fullu greidd fyrr en 1. marz 1965, fceljast greidd að fullu fyrir árs- lok 1964, sbr. 31. gr. laganna. Ríkisstjórnin hefur átt viðræð- ur við fulltrúa Alþýðusambands íslands um breytingar þessar. At- hugasemdir þær, sem fulltrúarnir báru fram, koma til athugunar við meðferð málsins á AlþinigL Rœtt um tollskrá í Efri deild Frumvarp um iðnfrœðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.