Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. apríl 1965 Athugið Tek að mér að aðstoða í fermingarveizlum og veizl um. Uppl. í síma 33629, eftir ki. 5. 1—2 herb. íbúð óskast nú þegar eða 1. maí. — Tvennt fullorðið í heimili. Uppl. í síma 37029. Bflskúr óskast til leigu. Hringið í sima 31194. 5 herb. íbúð til leigu með húsgögnum og borð- búnaði. Tilboð sendist Mbl. fyrir 27. bm-, merkt: „Laugarnes — 7396“. Óska eftir lítilli íbúð sem fyrst. Sími 12159. íbúð til leigu 100 ferm. íbúð til leigu strax við Reykjavíkurveg, Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50741 eftir kl. 8. Hrei ngemingarkona óskast til að bvo stigagang. Upplýsingar í síma 22675 á daginn og 33242 á kvöld- in. Hjón með 1 bam óska eftir 2 herb. og eldhúsi fyrir 15. maí. Húshjálp kemur til greina. Reglusemi. Uppl. í síma 19983 milli kl. 7 og 8 e.h. Óska eftir lítilli íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 30049. tbúð óskast Hjón með þrjú börn óska eftir þriggja herb. íbúð. — Sími 30876. Peningalán 150 þús. kr. óskást til eins árs. Tilb. merkt: „Pening- ar—Þagmælska — 7403“ sendist Mbl. fyrir miðviku dagskvöld. Ultratherm Til sölu Ultratherm 525, — sem nýtt. Verð og greiðslu skilmálar góðir. Tilboð sendist Mbl. fyrir miðviku dagskvöld, merkt: „Ultra- therm—7402“. Keflavík — Njarðvík Ung reglusöm hjón, með eitt bam, vantar 2—3 herb. íbúð. Hringið í síma 7073. 1 berb. og eldhús óskast. Upplýsingar í síma 22150. Atvinna Óska eftir mönnum til starfa við garðyrkju. — Alaska, Breiðholti Sími 36225. Járnkanslarinn Naeturvörður er í Laugavegs- apóteki vikuna 10.—17. apríl. Naetur- og helgidagavarzla lækna í Hafnarfirði í apríl 1965. Laugadag til mánudagsmorguns. 3. — 5. Ólafur Einarsson. Aðfara nótt 6. Eiríkur Björnsson. Aðfara nótt 7. Jósef Ólafsson. Aðfaranótt 8. Guðmundur Guðmundsson. Aðfaranótt 9. Kristján Jóhannes- son. Aðfaranótt 10. Ólafur Einara son. Holtsapótek, Garðsapótek, Laugarnesapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9—7, nema laugardaga frá 9—4 og helgidaga frá 1—1 Næturlæknir í Keflavík 13/4. Ólafur Ingibjörnsson sími 1401 eða 7584, 14/4. Arinbjörn Ólafs- son sími 1840. IIO.O.F. = 1144138*4 — 9. III. O EDDA 59655137 — 2 □ EDDA 59655207 — 1. EJ HELGAFELL 59655147 VI. I. ÞVÍ laun syndarinnar er dauSi, en náðargjöf Guðs er eilíft líf (Róm. 6,233). f dag þriðjudagur 13. apríl og er það 103. dagur ársins 1965. Eftir lifa 262 dagar. Árdegiívháflæði kl. 4:42. Síðdegisháflæði kl. 17:08. Bilanatilkynninpar Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Sími 24361 Vafrt allan 3óiarhringinn. Slysavarðstofan í Heilsuvernd* arstöðinni. — Opin allan sóUr- hringmn — simi 2-12-30. Framvegis verður tekið á mótf þeim, er gefa vilja blóð í Blóðbankann, sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum, vegna kvöldtímans. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9:15-3 ’augardaga frá kl. 9,15-4., Aelgidaga fra kí. 1—4, Otta von Bismark, járnkansiarinn frægi í Þýzkalandi var fæddur 1. april 1815. Myndin, sem fylgir þessum línum er í eigu konu á ísiandi. Bismarck hefur sjálfur skrifað nafn sitt undir myndina árið 1891 Mér voru sagðar tvær skemmtilegar sögur af Bismark í leið- inni af konunni, sem á myndina. Bismark og móðursystir hennar Emma dvöldust á sama hressingarhæli í Þýzkalandi árið 1891. Svo sem frægt er, átti Bismark gríðarstóran hund, sem hann kaliaði Tyras, og var sá hundur af Stór-Danakyni. (Grand Danois.) Emma átti hinsvegar pínulíMnn hund af Pekingarkyni. Þau hittust Emrna og járnkanslarinn, bæði með hundana sína, höfðu verið að drekka sódavatn á veitingastað. Emma var með einn af þáverandi nýmóðins höttum, pínulítinn með stóru blómi, sem súið beint upp í loftið. Segið mér, fröken Emma, hversvegua skelfur blómið á hattinum yðar? Af dýpstu virðingu, herra ráðherra! Seinna mættust þau aftur, og að sjálfsögðu voru hundamir með, sá stóri og litli. Alit í einu byrjaði sá litli að gelta. Þá varð Bismark að orði: Kæra fröken Emma! Það eru alltaf litlu hundamir, sem gelta hæs1! Spakmœli dagsins Svei þeim, sem fann upp á styrjöldunum. Það er ósvinna, að menn skuli fást *il að myrða þá, sem þekkja ekkert. — Holberg. FRÉTTIR 20 ARA STUDENTAR M.R. ÁRGANGUR 1945. Fundur í Nausti í dag, þriðjudag, kl. 3:30 eJi. 70 ára er í dag Jón Kerúlf Guðmundsson frá Ásbyrgi, Nes- kaupstáð, til heimilis Miðtúni 88 27. marz voru gefin saman í Neskirkju af séra Benjamíni Kristjánssyni ungfrú Ema Niel- sen, flugfreyja, Bræðraborgar- stíg 15 og Björn Jónsson, skip- stjóri Sólvallagötu 57. Heimili þeirra er að Sólvailagötu 57. (Studio Guðmumdar Garðastræti 8). Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Þor- steinssyni í Bessastaðakirkju, ungfrú Guðrún Sigurjónsdóttir og Dagbjartur Björnsson. Heim- ili þeirra er að Breiðabólstað Álftanest (Ljósmyndastofa Hafnarfj arðar). Nýlega opirtberu’ðu trúlofun sína ungfrú Helga SigurðardóHir Skógum Rang. og Rúnar Guð- mundsson, Hjarðabhaga 31, Rvik. HREINDYRIN Skemmtjfundur verður í kvöld 13. apríl kl. 9 á fundarstað félags ins. Fangar sjá um fjörið. Mætið vel. Stjómin. Sýning HeimilisiðnaSarfélags fslands er opin daglega kl. 2—10 í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin er opin fram á annan páskadag. Als-Husholdningskole. Gamlir nem- endur frá Als-husholdningsskole eru beðnir að mæta að Cafe Höll uppi, þriðjudaginn 13. apríl kl. 8:30 e.h. Fræðslunámskeiði Verkalýðs- ráðs og Málfundafélagsins Óö- ins er að ljúka og verðux síðasti fundur námskeiðsins í Valhöll þriðjudaginn 13. apríl kl. 8,30 s.d. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síðar. Kvenfélag Lágafellssóknar. Munið basarinn að Hlégarði sunnudaginn 25. apríl. Vinsam- legast skilið munum í Hlégarð kl. 2—4 eftir hádegi laugardag- inn 24. apríl. Undirbúningsnefnd Páskadvöl í Jósefsdal. Ármenn ingar. Skiðafólk. Dvalizt verður í skála félagsirus um pásk- ana. Farið verður á mfðviku- dag kl. 8 e.h., fimimtudag kl. 9 f.h., laugardag kl. 2 og 6, sunnu- dag kl. 10 Oig mánudag kl. 10. Snjór er nú naegur í Bláfjöll- um, og verður fari'ð þangað upp hvem da-g. Gönguibraut vegna Norrænu skíðagöngunnar hefur verið merkt efra, og geta þei-r sem ekki ha-fa lokið göngunni, notað tækifærið. í Skálanum verða seldar veitingar jafnt fyrir dvalargesti og þá sem dveljast daglangt. Kvöldvöikur verða haldnar hvert kvöld, með leikj- um, kvikmyndasýningum og söng sá NJEST bezti Kona kom í sölubúð og spudði, hvort þar væru perur til söl-u. „Nei“, svaraði búðarmaðurinn. „Við höfum etkki perur, en við höfu-m apríkósur". „Jæja“, seigir konan, ,æg ætia þá að fá eina 50 kerta.“ Allar nánari upplýsingar gefnar í skrifstofu félagsins, Lindargötu 7, þriðjuda-gskvöld kl. 8 — 9:30 simi 13356. Stjórnin. Kvenfélag Langholtssóknar foelduf fund í Safnaðarheimilinu þriðjudag- inn 13. april kl. 8:30. Fjölbreytt dag- skrá. Stjórnin. Kvenfélag Langholtssóknar heldur fund þriðjudaginn 13. april. kl. 8:3# í Sjálfstæðishúsinu. Venjuleg fundax- störf. Bingó. Stjórnin. 7 Áheit og gjafir Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Gjöf frá Guðbjörgu Jónsdóttur (fr4 Hrútsstöðum). Löngubrekku 4, Kópa- vogi, kr. 1200. — Áheit frá ferðakomt kr. 100, — Kærar þakkir. Sigurjóa Guðjónsson. ’ UNGUR sendill hjá Morgun-j i blaðinu skildi eftir hjólið sitt I I utan við Morgunbiaðshúsið á ( miðvikudagskvöldið. Það var | læst, en daginn eftir var búið , að stela því. Hann hafði að- I eins ált það í viku og verið I að safna fyrir því með vinnu | sinni. Finnur sá, ‘sem tók ekki j I til samvizkubits? Vill hann I ekki góðfúslega skila hjólinu ' aftur í portið hjá Mbl. og ( láta vita um það. Víst er að honum myndi, t líða betur á sálinni eftir. ‘ I Gleddu liUa drenginn sem ( hjólið átti, með því að færa {j 1 honum það aftur fyrir páska! , Málshœttir Góð ráð eru gulls í gildi. Hamingjunni sé lof og dýrO og Þórði mínum þakkir. Hált er heimsglysið. Hógvært svar brýtur bein. GAMALT og con Grafskrift gerð um Guðmund, kallaðan kala, ort að sögn af Sveinibirni Egilsen og sr. Hákoni Jónssyni, sem prestur var á Eyri og prófastur í ísafjarðarsýslu, þá er þeir voru saman hjá M. Stephensen. Hér er tll hvíldar færður, heiðráður fyrr en koms1 á legg, doktor, lögmaður lærður, landfysicus, þá gekk með vegg, barón á barndómsskeiði, burt sigldi langt um geim, kænn við kaupverzlan þreyði, kannaði víðan heim; kom frá útlöndum aftur alla við skilinn pragt spéskorinn kampakjaftur, kokkur á fiskijagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.