Morgunblaðið - 13.04.1965, Page 16
16
MÚRGUNBLABHB
Þriðjudagur 13. apríl 1965
Útgefandi:
Framkvæmdast j órí:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
SATTABOÐ
BANDARÍKJANNA
^rsök styrjaldarinnar í Suð-
ur-Vietnam er eins og
kunnugt er sú, að kommún-
istar hafa rofið friðarsamn-
ingana, sem gerðir voru 1954.
Kommúnistaflokkurinn í N-
Vietnam hefur sent þúsundir
f lugumanna og mikið af vopn
um inn í Suður-Vietnam til
þess að hefja þ.ar styrjöld
og framkvæma margvísleg
hryðjuverk.
Þetta er hinn umbúðalausi
sannleikur um orsök ófriðar-
ins í Suður-Vietnam. Banda-
ríkjamenn hafa komið stjórn
landsins til hjálpar. Þeir gera
sér Ijóst, að fái kommúnistar
óáreittir að leggja undir sig
Suður-Vietnam, hlytu önnur
smáríki í Suðaustur-Asíu að
fara sömu leið.
Það er fyrst og fremst af
þessum ástæðum, sem Banda-
ríkjamenn hafa hafið hernað-
arlegan stuðning við Suður-
Vietnam. Fyrir þeim vakir að
stöðva framsókn kommúnism
ans í Suðaustur-Asíu.
Lyndon B. Johnson, Banda-
ríkjaforseti, hélt í síðustu
viku ræðu, þar sem hann
bauðst til að taka upp samn-
inga um frið í Vietnam. Jafn-
framt lýsti forsetinn því yfir,
að Bandaríkin væru reiðubú-
in til þess að veita þjóðum
Asíu mikla efnahagslega að-
stoð til nauðsynlegra um-
bóta í þessum löndum, sem
flest búa við frumstæða at-
vinnuhætti, skort og erfið-
leika.
En kommúnistar í Kína og
Norður-Vietnam hafa tekið
þessu sáttaboði forsetans með
fullum fjandskap. Má af
þeirri afstöðu marka friðar-
ahuga þeirra. Líkur benda því
til, að ófriðurinn muni halda
áfram a.m.k. enn um skeið.
Kommúnistastjórnin í Peking
kýs ekkert frekar en að styrj-
öldin haldi áfram. Ólíklegt er
hinsvegar, að Norður-Viet-
nam fái til lengdar staðist loft
árásir Bandaríkjamanna. Að-
stoð Kínverja og Rússa hefur
enn sem komið er ekki orðið
stjórninni í Norður-Vietnam
að miklu gagni. Margt bendir
til þess, að Rússar kæri sig
lítt um að flækjast inn í
styrjaldarátökin þar eystra,
enda þótt þeir lýsi yfir samúð
sinni með Norðar-Vietnam-
mönnum.
Sáttaboði Johnsons forseta
hefur verið vel tekið um all-
an hinn frjálsa heim. — U
Thant, framkvæmdastjóri
Sarrieinuðu þjóðanna, hefur
fagnað því, en kommúnistar
hafa slegið á útrétta hönd
Johnsons forseta. Þeir bera
því enn sem fyrr ábyrgðina á
styrjöldinni í Vietnam.
SJÁLFVIRKUR
SÍMl
TTið sjálfvirka símakerfi
teygir sig út um landið.
Nú síðast hefur það náð til
Húsavíkur. Ríkir að sjálf-
sögðu mikil ánægja með það
í höfuðstað Þingeyjarsýslu.
Því miður er ástandið í
símamálum okkar íslendinga
engan veginn gott. Það hefur
að vísu verið bætt mikið á
síðustu árum, og segja má, að
sími sé kominn til flestra
byggðra bóla í landinu. En
þetta símasamband er víða á-
kaflega ófullkomið og raunar
algerlega óviðunandi. Er ó-
hætt að fullyrða að hvergi í
nálægum löndum sé síma-
samband eins lélegt og í ýms-
um landshlutum hérlendis.
Astand póstþjónustu hér á
landi er heldur engan veginn
gott.
Úr þessu verður að bæta, og
að sjálfsögðu er unnið að því,
að gera símakerfið sjálfvirkt
í öllum landshlutum. En þetta
gengur hægt og það sætir
vissulega engri furðu, þótt ó-
þreyju verði vart hjá mörgu
því fólki, sem við verst síma-
samband býr.
STÓRAUKIN
ÍBÚÐALÁN
T ræðu, sem Þorvaldur Garð-
A ar Kristjánsson, alþingis-
maður, hélt á Alþingi í síð-
ustu viku, kom það fram, að
framlög húsnæðismálastjórn-
ar til íbúðalána á ári munu
nú verða 220 til 230 millj.
króna. Verður mögulegt að
veita 750 lán á ári að upphæð
krónur 280 þúsund hvert.
Þorvaldur Garðar gat þess,
að lán húsnæðismálastjórnar
hefðu þannig hækkað um
280—300% á sama tíma og
vísitala byggingarkostnaðar
hefur hækkað um 77%, þ.e.a.
s. frá árslokum 1958.
Af þessum upplýsingum
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
húsnæðismálastjórn, verður
það Ijóst, að núverandi ríkis-
stjórn hefur haft farsæla for-
ustu um eflingu lánastarfs-
semi í þágu húsnæðisumbóta
í landinu. Er óhætt að full-
yrða að aldrei hefur verið
unnið jafn markvíst að því og
nú, að stuðla að bættu hús-
næði. Nýjar íbúðir rísa í kaup
Líf kappakstursmanna er tal-
i« áhættusamt, og naumast
geta J»a5 talizt ýkjur af mynd
inni að dæma. Hún var tekin
á því andartaki að bítl kapp-
akstursmannsins Dave Ryders
slöngvast yfir girðinguna um-
hverfis kappakstursbraut í
Sacramento í Kaliforníu 5.
apríl sl. Er billinn kom niður
kviknaði í honum. Ókumaður-
inn var fluttur lifshættulega
brenndur og meiddur í sjúkra
hús.
Teikning þessi sýnir farartækl, sem unnið er að því að smíða fyrir tunglfara Bandaríkja-
ríkjamanna. Stendur tækið inn í sérstaklega smiðuðu húsi, sem teiknarinn hugsar sér að reist
verði á tunglinu. Vistarverur tunglfaranna eru í endanum til hægri, og lengst til hægri sjást
tvær kúlur, sem eiga að geyma eldsneyti til Ijósa og hita.
stöðum, kauptúnum og sveit-
um um allt Island.
Höfuðstefna Sjálfstæðis-
flokksins í húsnæðismálunum
er að styðja sem flesta ein-
staklinga til þess að eignast
þak yfir höfuðið. Mikið hefur
orðið ágengt á síðustu árum í
framkvæmd þessarar stefnu.
Fjöldi fólks eignast árlega
nýjar, fullkomnar og þægileg-
ar íbúðir, Byggingarkostnað-
urinn er að vísu hár hér á
landi, og fólkið þarf að leggja
mikið á sig til þess að geta
eignast íbúð. Það er þesa
vegna mjög þýðingarmikið að
áfram verði haldið sleitulausfc
tilraunum til þess að lækka
byggingarkostnaðinn og gera
hann viðráðanlegri.