Morgunblaðið - 13.04.1965, Side 6
6
MORGU N BLAÐID
Þriðjudagur 13. aprfl 1965
24 ▼
12 ▼
B O S C H
þurrkumótorar, þurrkuarmar
og þurrkublöð.
BRÆÐURNIR ORMSSON hf
Vesturgötu 3. — Sími 11467.
irull er svo mjög umrætt manna
í meðal læt ég enn eitt bréfið
fljóta hér með. Það er reiður
verkamaður — og áhyggjufull-
ur, sem skrifar:
„Ég vil leyfa mér í sambandi
við flugmannaverkfallið að
mótmæla því sem verkamaður,
að þeir burgeisar, sem nú eru
að saga í sundur greinina, sem
þeir sitja á, fái að nota þann
rétt, sem láglaunastéttir ættu
einar að eiga, verkfallsréttinn,
tii .-^ss að hlaða einum kúf enn
ofan á það fé, sem þeir fá mán-
aðarlega á silfurdiskum frá
flugfélögunum. Ég óttast, að ef
þjóðfélagið lætur það viðgang-
ast, að þessir menn fái að beita
▼erkfallsvopninu með þvílík-
um hætti, sem alþjóð er nú
alkunnugt, þá muni þær sverðs-
eggjar verða bitlitlar, þegar vi3
láglr namennirnir teljum verk
fallið eina úrræðið til þess að
knýja fram kjarabætur. Hvers
vegna eru þessir borðalögðu
höfðingjar allt í einu farnir að
steypa yfir sig verkamanna-
galla? Hvers vegna eru þeir að
slæva eggjar þeirra vopna, sem
okkur getur verið lífsnauðsyn
að beita? Mín skoðun er þessi:
Gerið þið út um þetta ykkar
í milli, en eftirlátið þið okkur,
verkamönnunum, það vopn,
sem við viljum ekki láta van-
helga með tiltækjum þeirra,
sem í dag fá margföld laun á
við okkur. Okkur verkamenn-
in- varðar það fyrst og fremst,
að þið spillið ekki fyrir okkur.
Hitt, að þið rífizt ykkar í milli
um gróða flugfélaganna, er —
eða ætti að vera ykkar mál. En
farið þið varlega með þann rétt,
sem okkur er f; rst og fremst
ætlaður. Farið þið varlegar en
þið gerið nú.
— Reiður verkamaður".
og ónauðsynlegasta af ól’.um
tækjum í einni flugvél, reyndar
ekki notað nema í beinu og lá-
réttu flugi í beztu veðurskilyrð-
um.
Úr því H. B. fór inn á þá
hættulegu braut að svívirða
heila stétt manna, sem skussa,
þá vil meina að ekki finnist sá
maður meðal minnar stéttar,
sem ekki hefði álíka vit á að
græða landið með þvi ,!iár-
magni, sem hann hefur haft
með höndum undanfarin
ár. Það getur kannske ver-
ið að H. B. þekki einhvern, sem
kallar sig flugmann, þeir eru
nefnilega ekki svo fáir, sem
hoppa nokkurra tíma upp í litla
kennsluflugvél og kalla sig svo
flugmenn. Nei, þar er regin-
munur á, og ef hann væri ekki,
mundi ekki vera hörgull á
reyndum og hæfum farþega-
flugmönnum í heiminum í dag,
sem undanfarna áratugi.
Nei sannleikurinn er hr. H. 3.
að þetta er ekki allt jafn bros-
legt og þér haldið. Á stríðsár-
unum fóru nokkurir bjartsýmr
ungir menn til flugnáms í Vesí-
urheimi, sem luku þar öllum
nauðsynlegum prófum til flugs
með ærnum kostnaði og lögðu
á borðið með sér hér heima. Það
var eínmitt fyrstu árin eftir
stríðið, sem flugið fór að gefa
arð og gerir enn. Auðvitað eru
þar margar hendur, sem vinna
mörg ólík verk. Flugstjórinn á
sinn þátt í því, það má ekki til-
einka það örfáum mönnum,
þetta er ekki allt unnið á fáum
skrifstofustólum.
og
hér
Sovézkir listamenn
menningarfröm uðir
AÐFARANÖTT sunnudags kom
hingað til lands fimm manna
sendinefnd sovézkra listamanna
og menningarfrömuða. Þau munu
dveljast hér í vikutíma og koma
fram nokkrum sinnuni.
Sendinefnd þessi er hingað
komin í tilefm af 15 ára afmæli
M.Í.R., og hittu blaðamenn
hana að máli hjá sendi-
herra Ráðstjórnarríkjanna. For-
maður sendinefndarinnar er
Alexandrof, þekktur kvikmynda-
stjóri, sem á sínum tíma var
samstarfsmaður Sergei Eisen-
steins. Alexandrof hefur á 45 ára
ferli sínum komið við sögu
margra af beztu kvikmyndum
Rússa. Hann kvaðst um þessar
mundir vera að vinna að kvik-
mynd sem heitir „Lenin i Sviss“.
Hann sagði kyikmynd þessa
fjalla um þann tíma, sem Lenin
dvaldi í Sviss í útlegð á árunum
fyrir byltinguna, og væri mynd-
in mjög sérstæð að því leyti, að
enginn léki Lenin, heldur væru
einungis sýndar hugrenningar
hans á því 8 ára tímabili, .sem
hann dvaldi í Sviss.
Alexandrof sagði blaðamönn-
um, að sendinefndin kæmi hing-
að á vegum íslendingavinafélags
ins í Moskvu, en það félag gerði
mikið af því að kynna ísland og
íslendinga. Þeim hefði verið fal-
ið að kynnast landi og þjóð sem
allra bezt og mundu skýra frá
heimsókninni á fundum félagsins
er heim kæmi.
Alexandrof kvað fyrstu kynni
sendinefndarinnar af íslending-
um hafa orðið í flugvélinni á leið
hingað. Áhöfn flugvélarinnar
hefði verið mjög vingjarnleg í
þeirra garð m.a. boðið þeim að
koma fram í flugvélina, er flogið
var yfir Surtsey. Bað hann blaða-
menn að skila beztu kveðjum
þeirra til áhafnar íslenzku vélar
innar.
í sendinefndinni er einnig
prófessor Steblin-Kamemski, en
hann kennir við norrænudeild
háskólans í Leningrad og hefur
m.a. þýtt nokkrar bækur af ís-
lenzku á rússnesku. Hann mun
Gestaboð Barð-
strendingafél.
BARÐSTRENDINGAFÉLAGIÐ
í Reykjavík hefur kaffiboð og
skemmtun á skírdag fyrir full-
orðið fólk úr Barðastrandarsýslu,
sextugt og eldra, sem flutzt hef-
ur úr heimabyggðum til búsetu í
Reykjavík og nágrenni.
Samkoman verður í Skátaheim
ilinu við Snorrabraut og hefst
kL 14.
Frá stofnun Barðstrendingafé-
lagsms 1944, hefur það verið
föst venja að bjóða fullorðnu
fólki úr heimabyggðunum til
samkomu á skírdag, ár hvert.
Hafa þessar samkomur notið
vinsælda og verið fjölsóttar. Þar
stendur kvennanefnd f élagsins
gestum fyrir beina af alúð og
mikilli rausn.
Sá háttur er viðhafður að
þessu sinni, að senda ekki skrif-
legt boð til væntanlegra gesta, í
þeirri von, að hinir mörgu, sem
um samkomuna vita, láti boð ber
ast til frænda, vina og kunningja,
sem grunur leikur á, að hafi ekki
heyrt eða séð tilkynningar frá fé
laginu um skírdagsboðið.
síðar halda fyrirlestur í Háskóla
íslands, annað hvort um hljóð-
breytingar eða raunsæi í íslend-
ingasögunum.
Pófessorinn var að því spurður,
hvort fyrirhugað væri að gefa út
fleiri íslendingasögur á næst-
unni. Kvaðst hann á fundi
sovézkra norrænufræðinga í
Moskvu í næsta mánuði mundu
halda erindi um raunsæi í íslend
ingasögunum og ætlaði að leggja
til, að ráðist verði í stóra og
myndarlega útgáfu íslendinga-
sagna. Þá skýrði Kamenski frá
Iþví, að hann væri nú langt kom
inn með bók um menningu ís-
lands að fornu og nýju. Bók þessi
væri ætluð almenningi og kvaðst
hann vonast til þess, að ferð sín
hingað yrði til þess að hraða út-
komu bókarinnar.
l hópnum er 24 ára gömul
ballerína frá Stóra leikhúsinu,
Elena Rjabinkina. Hún er nú tal-
in meðal hinna fremstu í sinni
grein í heiminum. Hún lauk dans
námi 17 ára gömul og var þá
þegar ráðin sem eindansari við
Stóra leikhúsið í Moskvu. Hún
hefur ferðast mikið um heiminn
og dansað fjölmörg hlutverk, en
einni mesta viðurkenningu hefur
hún hlotið fyrir frammistöðu sína
í hlutverki Odettu-Odilíu í Svana
vatninu.
Rjabinkina var að þvi spurð,
hvert væri álit hennar á ballet
Vesturlanda. Sagði hún, að þeir
dansflokkar sem hún hefði séð
frá Vesturlöndum væru afburða-
góðir tæknilega séð. Eigi að síð-
ur stæðu landar hennar framar
að því leyti, að þeirra ballet
væri innihaldsmeiri.
Alexei Ivanof er einn af þekkt
ustu bassasöngvurum Rússa.
Hann lauk námi við tónlistarhá-
skólann í Leningrad árið 1932 og
hefur síðan 1938 sungið við Stóra
leikhúsið í Moskvu. Hann hefur
sungið víða um heim í óperum
Á sunudaginn birtum við
bréf, sem Hákon Bjarnason
sendi okkur. Gunnar V. Fred-
eriksen, flugstjóri, svarar hon-
um í eftirfarandi bréfi:
★ Flugstjóri
hefur orðið
í tilefni pistils Hákonar
Bjarnasonar í Valvakanda
sunnudaginn 11. apríl, vill und-
irritaður gera ofurlitla athuga-
semd:
Ég vil strax taka fram, að ég
er ekki hörundsár fremur en
ísl. stjórnmálamaður, en undir
ir slíkum rógburði og „skít-
kasti“, sem H. B. lætur frá sér-
fara liggur enginn hvítur mað-
ur.
Undirritaður er reyndar ekki
flugstjóri hjá Loftleiðum, enda
skiptir það engu máli. H. B. tal-
ar um að Loftleiðir hafi fóstrað
þá og alið, en ég man ekki bet-
ur en þessi sömu flugstjórar
hafi skapað grundvöllinn fyrir
velgengni og uppbyggingu. Loft
leiða á erfiðu árunum. Þeir
unnu myrkranna á milli ár eftir
ár á lélegum launum og áttu oft
og tíðum árs laun inni hjá fé-
laginu.
íhuganir H. B. um alvarleg
og brosleit efni eru ábyggilega
ekki þess eðlis að þær falli í
góðan jarðveg hjá almenningL
Starf flugstjórans er ekki til
samlíkingar við neitt annað, að
öllum öðrum ólöstuðum, og þarf
ekki að fjölyrða um það, enda
þótt H .B. nefni aðeins sjálfstýr
ingu, sem er það lítilfjörlegasta
Hvað viðkemur launakjörum
flugmanna Loftleiða á Canadair
flugvélarnar ætla ég ekki að
rekja hér, það er hlutverk samn
inganefndar og stjórnar F.Í.A.
Eitt er víst að þær tölur, sem
nefndar eru í blöðum, hljóta að
vera ýktar mjög. Ég veit ekki
til þecs að sumarfrí sé talið til
launa hjá öðrum stéttum og
iðgjöld af slysa- og líftrygging-
um, svo eitthvað sé nefnt af
öllu því, sem tínt er til.
Hversvegna deilur flugmanna
og flugfélaganna verða ætíð
blaðamatur fyrir allskonar fólk
vitum við ekki. Það skerðir
ekki þjóðarbúið hið minnsta
þótt Loftleiðir h.f. greiði þess-
um mönnum ofurlítii.n hluta af
öllum hagnaðinum, sem þeir
eiga stóran þátt í. Efast ég ekki
um að sömu menn mundu aftur
verða mesta stoðin, ef á þyrfti
að halda. En á meðan hægt er
að greiða útlendingum 3—4
sinnum meiri laun fyrir sömu
vinnu, þá er hægt að gera það
til íslendinga líka.
Ef þetta óráðshjal H. B. er
sprottið af afbrýðisemi í okkar
garð af því að hann hefur
kannske dreymt um að verða
flugmaður, eins oig svo marga
unga menn, þá munu guðirnir
fyrirgefa honum.
Svo er þetta mál úttalað af
minni hálfu, enda eru slíkir
menn varla svaraverðir.
Gunnar V. Frederiksen,
flugstjóri.
•Jr Verkfallsrétturinn
Og af því að þetta Loftleiða-
og þrívegis hlotið æðstu verð-
laun, er Sovétríkin veita lista-
mönnum sínum.
Fimmti maðurinn í sendinefnd
inni er Viktorof undirleikari.
Hann gegnir nú störfum fyrsta
konsertmeistara Stóra leikhúss-
ins, og undirbýr hann hlutverk
með söngvurunum. Hann hefur
verið undirleikari margra
þekktra söngvara.
/
Þessi mynd var tekin í Háskólabíói rétt áður en hátíðasamkoman hófst í gærkvöldi. Á mynd-
inni eru frá vinstri: Alexandrof kvikmyndastjóri, Steblin-Kamenski, prófessor í norrænu,
Rjabink;—» hallerina, A. Ivanov óperusöngvari og Viktorof pianóleikari.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)