Morgunblaðið - 13.04.1965, Page 23
morgunblaðið
23
Handbók húsbyggjenda komin út
NÝL.EGA er kominn út handbók
fyrir húsbyggjendur og hefur
hún að geyma fjölþættar upp-
lýsingar fyrir þá er standa í hús-
byggingum eða eru í þeim hug-
leiðingum. í bókinni eru 19 grein
ar þessu viðvíkjandi og eru þær
skrifaðar af mörgum af okkar
fróðustu mönnum um þessi efni.
í bókinni eru t. d. greinar eins
og: Við byggjum hús, kaflar úr
nýrri byggingarsamþykkt Reykja
víkur, Byggingarefnarannsóknir,
sem Haraldur Ásgeirsson verkfr.
hefur skrifað á vegum Atvinnu-
deildar Háskóla íslands, Ný
íbúðarsvæði í Reykjavík og ná-
grenni, upplýsingar fengnar frá
viðkomandi yfirvöldum skipu-
lagsmála. Arkitektinn og hús-
byggjandinn, sem Guðmundur
Kr. Kristinsson arkitekt tók sam-
an, Iðnaðarmenn og húsbyggjand
inn eftir Ottó Schopka fram-
kvæmdastjóra Landssambands
iðnaðarmanna, Um sement, sem
Stefán Ólafsson verkfr. tók sam-
an á vegum Sementsverksmiðju
ríkisins. Þá eru greinar um stein-
steypu eftir Gunnar Sigurðsson
verkfræðing, um tengimót eftir
Jón Brynjólfsson verkfræðing og
um hleðslu byggingarsteins eftir
upplýsingum frá fyrirtækinu Jón
Loftsson hf. Sigurður Halldórs-
son verkfræðingur skrifar um
raflagnir, Sverrir Norland verk-
fræðingur um loftnetslagnir, Guð
mundur Halldórsson verkfræð-
ingur um varmaeinangrun, Rafn
Jensson verkfræðingur um hitun
og loftræstingu, Aðalsteinn Guð-
johnsen verkfræðingur um lýs-
ingu, Gunnar Sigurðsson vara-
slökkviliðsstjóri um eldvarnir og
Gísli Þorkelsson verkfræðingur
skrifar um málningu, iakk og
húsamálun. Að lokum eru svo
greinarnar Hugleiðing um liti
eftir Baltasar og Norrænn bygg-
ingardagur, upplýsingar fengnar
frá samtökunum Norrænn bygg-
ingardagur. Aftast í bókinni er
vöru- og þjónustuskrá yfir bygg-
ingariðnaðinn en það er listi með
yfir 300 vöru- og þjónustuheitum
og skrá yfir þau fyrirtæki sem
HVERNIG og hvar ver'ður Skeið
ará á Skeiðaársandi brúuð?
Þannig lagaðar spurningar hljóta
að bæras.t í huga margra fslend-
inga, nú þegar að lokasprettin-
um líður, að allar stórár á ís-
landi verði brúaðar.
Fyrsta spurningin er sú: hve-
nær verður land vort svo efna-
lega stöndugt, áð það hafi efni
á því að brúa ána, sem sagt er
að geti orðið í Grímsvatnahlaup-
um jafnvel vatnsmeiri en Ama-
zonfljótið, og mér sýndist í einu
hlaupi flæða yfir um 5 km.
breitt svæði? Þá er áin ægileg
ásýndum, en þó skulum við at-
huga eitt, og það er að ef að
bara 200 til 300 metra löng brú
væri byggð svo traust að hún
stæðist hlaupin, og áin fengi að
flæða óhindruð báðum megin við
brúna, þá væri þarna orðin brú
til allra nota nema þessu fáu
daga, sem hlaupin eru á margra
ára fresti. Þó að áin í hlaupun-
um flytti sig úr farvegi sínum
undan brúnni, sýnist vera frem-
ur auðvelt eftir hvert hlaup,
þegar hún er orðin vatnslítil,
að veita henni undir brúna aft-
ur og lagfæra þá farvegi, sem
áin hefur grafið í hlaupunum,
og gera vel greiðfært bílum báð-
um megin við brúna.
Við fljóta yfirsýn mína núna
á síðari árum hefur mér helzt
komið til hugar að heppilegast
væri að brúa ána nokkuð langt
fyrir utan vanalega veginn vest-
ur yfir sandinn, því fyrir utan
veginn er áin lygnari, það er
hægari straumur, og því minni
hætta á að hún grafi undan eða
frá stöplunum. Til þess að vita
selja viðkomandi vörur eða
þj ónustu.
Útgefandi Handbókar húsbyggj
enda 1965 er Handbækur hf. p. o.
box 268 Reykjavík en ritstjóri og
ábyrgðarmaður er Einar Sveins-
son. Bókin er rúmlega 200 síður
að stærð og mun hún verða til
sölu í öllum bókabúðum en verð
hennar er 200 kr.
vissu sína, væri réttast að reka
staura niður í sandinn sem fyrst
og sjá hvað áin græfi djúpt nið-
ur með staurunum, þó mjög
nærri aðalfarvegunum þar sem
áin rennur oftast. Og ef það
sýndi sig að prófstaurarnir
stæðu hlaupin vel af sér, þá eru
líkurnar góðar á því að varanleg
brú stæði af sér hlaupin. Þá
væri einu af stærstu Grettistök-
um lyft í brúarsmíðum þessa
lands fyrir aldna og óborna. Við
íslendingar eigum úrval af verk
fræ'ðingum og brúarsmiðum, sem
eru svo vanir kringumstæðum, að
á betra finnst mér varla kosið.
Því er það ósk mín og margra
von, að farið verði sem fyrst að
hefja rannsóknir til undirbún-
ings einnar veglegustu brúar
byggingar á landi voru yfir Skeið
ará, þessa miklu ótömdu ólhemju,
sem er að mínu og fleiri manna
áliti er hemjandi. Ef það sýndi
sig að áin í hlaupi færi í burtu
með 3 eða 4 prófstaura, þá eru
sennilega önnur ráð, sem ræða
má síðar, en nú er bara um að
gera að byrja sem allra fyrst á
því að reka niður 3 e'ða 4 próf-
staura niður í ána eða í farveg-
ina kringum ána og sjá til hvað
hlaupið næsta úr Grímsvötnum
gerir við þá staura. Hald manna
er að næsta hlaup Skeiðarár
verði í sumar, og því væri á-
kjósanlegast að prófstaurarnir
væru komnir í sandinn áður.
Með vinsemd og virðingu til
allra, sem hlut eiga að máli með
byggingu á biúna yfir Skeiðar-
ána.
Vagnsstöðum 22. marz 1965.
Skarphéðinn Gíslason.
Skipulagsteikning af Arnarnesi er ein af myndunum er prýð.i bókina.
Brú á Skeiðará
FRÉTTIR AF AÐALFUIMDUIVI
AÐALFUNDUR Meistarafélags
húsasmiða var haldinn 20. marz
síðastliðinn.
Formaður félagsins, Gissur Sig
tirðsson, flutti skýrslu um starf-
semi félagsins á síðasta ári. —
Starfsemi félagsins hefur verið
mjög umfangsmikil á árinu. Unn-
ið er að byggingu húsnæðis fyrir
starfsemi félagsins ásamt fjórum
öðrum meistarafélögum í Reykja
vík. Atvinnuástand hefur verið
gott og uppbygging nýrra borg-
arhverfa við Árbæ mun leiða til
enn aukinnar atvinnu í stéttinni.
Síhækkandi byggingakostnaður,
bæði af völdum launahækkana
og hækkun efnisverðs, veldur
byggingameisturum þó nokkrum
rekstursörðugleikum.
Daníel Einarsson gjaidkeri las
upp reikninga félagsins, og fjár-
hagsáætlun. Fjárhagur félagsins
er góður.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa:
Gissur Sigurðsson, formaður,
Gissur Símonarson, varaformað-
ur, Kristinn Sigurjónsson, ritari,
Daníel Einarsson, gjaldkeri, Karl
Jakobsson, meðstjórnandi.
Fulltrúi í stjórn Meistarasam-
bands byggingamanna var endur-
kjörinn Ingólfur Finnbogason.
★
Félag pípulagningameistara
hélt aðalfund í Þjóðleikhússkjall
aranum hinn 7. marz sl.
Á síðasta ári var tekin upp
notkun uppmælingataxta í iðn-
inni og rekur félagið mælinga-
stofu með Sveinafélagi pípulagn-
ingamanna. Hefur sú starfsemi
gefizt mjög vel. Þá var rætt um
þann vanda, sem væri að skap-
ast af því að nemar væru með
öllu ófáanlegir og stefndi í óefni
hvað það snerti. Þá kom fram
að félagið hefði hafið byggingu
húss fyrir starfsemi sína ásamt
fjórum öðrum meistarafélögum
og eru miklar vonir tengdar við
þær framkvæmdir.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin en hana skipa:
Grímur Bjarnason, formaður,
Tryggvi Gíslason, varaformaður,
Hallgrímur Kristjánsson, ritari,
Haraldur Salómonsson, gjaldkeri,
Bergur Jónsson, meðstjórnandi.
★
Múrarameistarafélag Reykja-
víkur hélt aðalfund 27. marz sl.
Guðmundur St. Gíslason for-
maður flutti skýrslu um starf-
semi félagsins á síðasta ári. Hann
skýrði m. a. frá viðræðum við
verðlagsstjóra, sem hefðu farið
fram á síðasta vetri um hækkun
álagningar meistara. Væri það
mál nú í athugun og færi fram
sérfræðileg rannsókn á álagning-
arþörf meistara. Samstarf var
haft við Meistarafélag húsasmiða
í þessu máli.
Félagið byggir nú húsnæði yf-
ir starfsemi sína að Skipholti 70
ásamt fjórum öðrum meistarafé-
lögum í Reykjavík.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa:
Guðmundur St. Gíslason, for-
maður, Jón Bergsteinsson, vara-
formaður, Ólafur Pálsson, gjald-
keri, Þórður Þórðarson, ritari,
Sigurður Helgason, vararitari.
Fulltrúi i stjórn Meistarasam-
bands byggingamanna var endur
kjörinn Hörður Þorgilsson.
★
Félag veggfóðrameistara hélt
aðaifund hinn 7. marz sL
Formaður félagsins, Guðmund-
ur J. Kristjánsson, skýrði frá
starfsemi félagsins á síðasta ári.
Rætt var um ýmis hagsmuna- og
framfaramál stéttarinnar.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin en hana skipa:
Guðmundur J. Kristjánsson,
formaður, Einar Þorvarðarson,
varaformaður, Valdimar Jónsson,
gjaldkeri, Þorbergur Guðlaugs-
son, ritari, Gunnlaugur Jónsson,
meðstjórnandi.
Þá var Einar Þorvarðarson
kjörinn fulltrúi félagsins í stjórn
Meistarasambands bygginga-
manna.
★
Aðaifundur Málarameistarafé-
lags Reykjavíkur var haldinn 29.
marz sl.
Formaður félagsins, Ólafur
Jónsson, flutti skýrslu stjórnar-
innar frá liðnu starfsári, sem var
37. starfsár félagsins.
Starfsemi félagsins var mjög
fjölþætt á árinu.
Félagið mun á þessu ári flytja
í eigið húsnæði með starfsemi
sína, að Skipholti 70, sem félagið
hefur byggt í félagi við meist-
arafélög innan Meistarasam-
bandsins.
Stjórn félagsins skipa:
Ólafúr Jónsson formaður,
Kjartan Gíslason varaformaður,
Ástvaldur Stefánsson ritari, Ein-
ar Gvjnnarsson, gjaldkeri og Sig-
hvatur Bjarnason aðstoðargjald-
keri.
Félagsmenn eru nú 87 að tölu.
Aðalfundur Fél.
áhugaljósmyndara
24. FEBRÚAR síðastliðinn hélt
Félag áhugaljósmyndara aðal-
fund sinn. Fráfarandi formaður
setti fundinn og stjórnaði hon-
um. Lagði hann fram skýrslu
stjórnar um starfsemi félagsins
síðastliðið ár. Fundir voru haldn-
ir í Breiðfirðingabúð síðasta mið
vikudag hvers mánaðar, septem-
ber, nóvember, janúar og apríl,
samtals 7 fundir. Á fundunum er
reynt að hafa efni bæði fróðlegt
og skemmtilegt.
Félagið rekur myrkvastofu á
Hringbraut 26 og geta félagar og
aðrir fengið hana leigða gegn
vægu gjaldi hvert sinn.
Stærsti þáttur starfsins er ijós-
myndasamkeppnin, en henni var
breytt á árinu, þannig að nú er
þriggja funda samkeppni og dóm
nefnd skipuð, sem dæmir um
þær myndir sem berast.
Að loknum umræðum um
skýrslu stjórnar og reikninga fé-
lagsins var gengið til stjórnar-
kjörs. Fráfarandi formaður, Berg
ur Ólafsson, og Eyjólfur Jóns-
son, meðstjórnandi, báðust und-
an endurkosningu og voru þeim
þökkuð mikil og góð störf fyrir
félagið. í stjórn voru kosnir: Ól-
afur Skaftason, formaður, Sveinn
Bergsson, gjaldkeri, Otti Péturs-
son, meðstjórnandi, og fyrir eru
þeir Skúli Gunnarsson, ritari, og
Paul R. Smith, meðstjórnandi.
Félag bifreiða-
eigenda
AÐALFUNDUR Félags bifreiða-
smiða var haldinn 26. febrúar sl.
Fráfarandi formaður, Hrafn-
kell Gíslason, baðst undan end-
urkjöri.
í stjórn voru kosnir:
Magnús Gíslason, formaður, og
meðstjórnendur Hrafnkell Gísla-
son, Sigurður ísaksson, Hrafn-
kell Þórðarson og Steinn Guð-
mundsson.
Aðalfundur Fél.
bifreiðavirkja
AÐALFUNDUR Félags 'bivéla-
virkja var haldinn 31. marz sl. 1
Lindarbæ. Stjórn félagsins var
öll endurkjörin og er hún þannig
skipuð:
Formaður Sigurgestur Guðjóns
son, varaformaður Karl Árnason,
ritari Kristinn Hermannsson,
gjaldkeri Eyjólfur Tómasson, að-
stoðargjaldkeri Gunnar Adólfs-
son. Gjaldkeri Styrktarsjóðs var
endurkjörinn Árni Jóhannesson.
I varastjórn eru: Svavar Júlíus-
son, Kolbeinn Guðnasonog Björn
Indriðason.
Félag bifvélavirkja varð 30
ára 1T. janúar sl. og var þessa
merka áfanga minnzt með veg-
legu hófi í Tjarnarlundi.
Á aðalfundinum var samþykkt
einróma að segja upp samning-
um félagsins við verkstæðiseig-
endur og falla þeir því úr gildi
5. júní nk.
Árgjald félagsmanna er kr.
15060.00 og félagsm. eru nú 170.
Aðsetur félagsins er í Skipholti
19. —