Morgunblaðið - 13.04.1965, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. apríl 1965
ANN PETRY:
STRÆTIÐ
1 Og dag eftir dag, viku eftir
viku og mánuð eftir mánuð hrak
aði þessum stóra og herðabreiða
Jim stöðugt, af því að hann gat
ekki fengið neitt að gera, og vann
sér ekkert inn. Honum tók að
verða það ljóst, að hann gat alls
ekki séð fyrir konu og barni.
Þetta gróf sig æ dýpra í hug hans.
Smám saman gróf það líka und
an sjálfstrausti hans þar til það
var loks orðið óþolandi. Og því
náði hann sér í kvenmann, svo að
á þeim stundum er hann þrýsti
henni að sér í rúminu, gat hann
sannfært sig um, að einhver
þarfnaðist hans. Sjálfsvirðing
hans rétti eins og ofurlítið við
þegar hann varð var við þrá
konunnar eftir honum. Þannig
losnaði hann að nokkru við þessa
skuggalegu einmanakennd til-
veru sinnar.
Hún hugleiddi þennan hugsana
gang vandlega og varð hissa er
hún gerði sér ijóst, að einhvern
veginn var hún hætt að hata
hann, síðustu árin og var loksins
komin á það stig, að hún gat met
ið hann hlutlægt. Þetta, sem fyr
ir þau hafði komið, hafði verið
hennar sök að nokkru leyti. Eða
var það nú? Þeim hafði tekizt að
draga fram lífið með því að hafa
þurfamannabörn þarna í húsinu
í Jamaica, og það hafði verið
henni að kenna, að þau misstu
þau.
Hún fór að fara yfir þessa
sögu, fet fyrir fet. Mamma Jims
hafði dáið, þegar Bub var tæpra
tveggja ára. Það var veðskuld á
húsinu, sem varð að gréiða.
— Við þurfum engar áhyggjur
að hafa af þessu, Lutie, sagði
Jim. — Mamma lét eftir sig þús-
und dala líftryggingu.
Hann lagði því enga sérstaka
áherzlu á að verða sér úti um
vinnu. En einhvernveginn guf-
uðu þessi þúsund dalir upp — í
vexti af veðláninu, skatta og gas
reikninga, sem allt lagðist á eitt
til að ódrýgja þá. Jarðarför
gömlu konunnar fór með 350
dali af upphæðinni. Og þau urðu
að hafa föt og fæði.
Sex mánuðum eftir jarðarför-
ina var ekki meira eftir í bank-
anum. Hún fann sparistjóðsbók-
ina á eldhúsborðinu. Hún hafði
verið götuð í gegn og með athuga
semdinni: „Reikningi lokað“. í
síðustu línunni var kyrfileg röð
af núllum, þar sem inneignin
hefði átt að standa. Jim fór nú
að leita sér atvinnu í fullri al-
vöru, en gat enga fengið.
Loksins fór hann til Harlem,
til að spyrja pabba ráða. Þetta
var á laugardegi — hlýjum vor-
-degi. Irena, þáverandi kærasta
pabba, gaf þeim bjór og þau
sátu kring um eldhúsborðið og
gerðu sér gott af honum.
— Þið eigið húsið, sagði pabbi.
ið. Þið takið fáein þurfamanna
Hann talaði hægt eins og hann
hugsaði sig vandlega um. Nú
skal ég segja ykkur, hvað þið ger
börn. Það eru greiddir fyrir þau
fimm dalir á viku fyrir stykkið.
Fáið þið ykkur fjögur eða fimm,
og þá getið þið alveg lifað á því.
Lutie sötraði bjórinn og hugs
aði um húsið. Það var óklárað
herbergi á hanabjálkanum og
þrjú lítil herbergi á efri hæð og
ef þau hefðu tvö í hverju her-
bergi, gátu þau tekið sex börn,
og það yrðu þrjátíu dalir á viku.
— Þetta er rétt hjá honum,
Jim, sagði hún. — Það yrðu þrjá
tíu á viku. Við gætum vel komizt
af með það. Hún drakk stóran
teyg úr glasinu.
Svo varð að fylla út skýrslur
og svo voru umsjónarmenn, sem
varð að gera ánægða, en loksins
komu börnin. Lutie varð hissa,
hvað þetta var auðvelt. Hissa, en
um leið dálítið gröm, því að þau
höfðu ekki farið allskostar heið
arlega að þessu, er þau sögðu
að Jim hefði vinnu í Harlem, og
kunningi þeirra staðfesti þetta,
börnin voru eina tekjulindin
þegar málið var rannsakað. Menn
irnir frá ríkinu vissu því ekki, að
þeirra. Hún varð óróleg ú.t af
þessu, því að það var ekki al-
mennilegt, að tvær fullorðnar
manneskjur og eitt barn lifðu á
þeim aurum, sem var ætlað að
fara eingöngu til uppeldis þurfa
mannabarnanna.
Hún varð að þræla mikið til
að láta þetta bera sig. Hún reyndi
að hafa allan mat góðan og lystug
an, en það kostaði það að vera
sí og æ í eltingarleik við góð inn
kaup og svo búa til mat, sem
varð að sjóða vel og vandlega.
Það var á þessum tíma, sem
henni fór svo fram í matargerð-
inni, og loksins var hún sjálf far
in að búa til uppskriftir til til-
breytingar.
Þetta hafði verið stöðugur
þrældómur frá morgni til kvölds
við að baka brauð, þvo föt og
gera við þau og strauja þau,
gæta barnanna og taka til í hús-
inu. Eftirlitsmaðurinn var vanur
að hrósa henni. — Þetta er prýði
legt hjá yður, frú Johnson. Hér
gljáir allt, bæði krakkarnir og
húsið.
Hún þurfti að bíta í varirnar
á sér til þess að stilla sig um að
segja, að þar væri nú ekki öll
sagan sögð. Hún vissi, að hún
leysti þetta vel af hendi. Hún
varð að ala átta manns á því,
sem fimm vár ætlað og auk þesj
klípa skildinga frá í það s
svaraði til húsaleigu, í þokkab
Þar kom, að hún gat ekki lag:
til svefns, án þess að sjá tölur
dansa fyrir augunum og á morgn
ana, þegar hún fór á fætur, var
hún svo þreytt, að hún hefði vilj
að gefa mikið til að mega liggja
ofurlitla stund enn í stað þess
að fara að elda hafragraut, en
hann var ódýr og saðsamur, og
svo að ganga tólf húsasamstæður
á enda þangað sem mjólkin var
ofurlítið ódýrari.
Hún gat heyrt þetta orð
„ódýr“, „ódýr“, hvort sem hún
var vakin eða sofin .Það var orð
ið allsráðandi í huga hennar.
Ódýrir kjötbitar, ódýr grænsápa,
ostur í stórum stykkjum af því
að þannig var hann ódýrari, hvít
ar kartöflur, af því að þær voru
ódýrar og saðsamar, tómatsafa
í stað appelsínusafa, og jafnvel
óstraujuð lök af því að þá varð
Ijósreikningurinn lægri. Jim
reykti pípu af því að sígarettur
voru óhófsvara, sem þau höfðu
ekki efni á. Það var eins og allt
líf þeirra snerist um vöruverð; og
eftir því sem vikurnar snigluð
ust áfram, urðu þau ofurlítið
taugaóstyrkari, og ofurlitið óþol
inmóðari og uppstökkari.
Loksins hætti Jim algjörlega
að svipast um eftir atvinnu. En
hitt skal játað, að hann hjálpaði
til í húsinu — þvoði föt, fór á
— Er nokkuð nýtt?
20
tórgið og tók til. En þegar ekk
ert var handa honum að ger.a,
las hann sólarhringsgömul blöð
og hlustaði á útvarpið, eða sat
við eldavélina og reykti pípuna
sína, þangað til henni fannst, að
ef hún þyrfti einu sinni enn að
krækja fyrir lappirnar á honum
eða finna óþefinn af tóbakinu
hans, yrði hún brjáluð.
Og þá var pabbi næstum stað-
inn að því að selja áfengi, sem
hann bruggaði heima hjá sér . . .
Hann varð því að hætta við það.
Hann gat heldur enga atvinnu
fengið, svo að hann gat ekki
greitt húsaleiguna og eitt kvöldið
þegar hann kom heim, fann hann
erna þessara útrekstrartilkynn-
inga á hurðinni hjá sér.
Hann kom alla leiðina til Jama
ica til að segja henni frá þessu.
— Þú getur komið og verið hjá
okkur þangað til eitthvað skán
Blaðburðarfólk
öskast til blaðbuiðar í eftirtalin hverfi
Laugaveg
frá 114-m
Sími 22-4-80
ar, ef þú getur sofið í stofunni,
sagði hún.
— Þú skalt aldrei þurfa að sjá
eftir því, Lutie elskan, sagði hann
blíðlega. — Ég skal bætá þér það
upp. Varirnar á honum strukust
við kinnina á henni og hún fann
þefinn af heimabrugginu, sem
hann hafði verið að drekka.
Hún stóð á sólbyrginu yfir
dyraþrepunum og horfði á eftir
honum niður stíginn. Hann sýnd
ist ekki eldast neitt; hann var
ekkert farinn að bogna og göngu
lagið var öruggt. Og meira að
segja var því líkast, sem úr hon
um réttist með hverju árinu. Hún
andvarpði þegar hún sá hann
ganga yfir götuna og í áttina að
str£~tis.agnastöðinni. Það kynni
að réttast úr með aldrinum, en
hann drakk samt æ meir, eftir
því sem árin færðust yfir hann.
Eftir kvöldverð þetta kvöld,
sagði hún við Jim: — Það er
búið að reka pabba út úr íbúð-
inni sinni. Hann er að koma
hingað til okkar.
— Hann getur ekki fengið að
vera hér, sagði Jim. Hann er allt
af á fylliríi og kvennafari. Hann
getur ekki verið hér hjá krökk
unum.
Hún mundi vel, að hún hafði
verið að þvo upp við vaskinn
og skolvatnið slettist yfir fæturna
á henni, af því að hún kippti
höndunum snöggt til. Hún var
aldrei í sokkum innanhúss, í
sparnaðarskyni, og vatnið var
volgt og slettist yfir bera fæt-
urna á henni, og hún gretti sig
og henni varð enn hugsað til
sa orðs, „ódýrt“. Hún var
þreytt og u... . og hvað lít-
ið sem var gat komið henni úr
jafnvægi.
Hún gat ekki stillt sig um
að svara honum uppi og var of
þreytt til að gera það í góðu, og
einnig reið yfir þessum ummæl-
um um pabba hennar, til þess
að láta þetta gott heita. En koma
að því seinna, smámsaman og
með lagi, ekki neitt að rífást,
heldur sanna með hægðinni, að
þetta yrði svona að vera.
— Hann er pabbi minn og get-
ur ekki leitað neitt annað. Og
hann verður hérna hjá okkur.
Röddin var einbeitt og hún
hrækti úr sér orðunum án allr-
ar miskunnar.
KALLI KUREKI
—
Teiknari: J. MORA
\
US BETTEE-NOT CALL FDK
REAL DEMOfO T'SCAEE
OFF THEM TWO APACHES-'
MAVBE HIM COME*
— Það væri betra fyrir okkur að
kalla ekki fram alvöru anda til að
hræða þessa tvo indíána, því andinn
getur kannske komið. En kannske get
um við sjálfir leikið anda.
— Þú meinar að við dönsum djöfla-
dans. Það myndi ekki duga.
— Andinn kemur á nóttinni. Indí-
ánarnir sja þá aldrei en þú getur ver-
ið sannfærður um að indíáninn þekk-
ir andann þegar hann kemur.
— Hvernig vita þeir það þegar þeir
sjá hann aldrei?
— Cheyenneandinn ýlfrar eins og
úlfur og Creeandinn gefur frá sér
langdregið væl og ágirnist sérstaklega
slæma krakka, þjófa og lygara.
Jim stóð upp og hélt á blað-
inu, sem hann hafði verið að
lesa í hendinni. — Þú ert orðin
vitlaus! æpti hann.
Og svo urðu þau bæði hávær.
Litla herbergið titraði af ofsan-
um í þeim. Þau höfðu lifað á
sama sem engu svo lengi, að nú
voru þau bæði komin á það stig
að þola engin andmæli, hvort frá
öðru og þoldu ekki að heyra það
gefið í skyn að þau hefðu á
röngu að standa.
Þessu lauk næstum eins snögg
lega og það byrjaði. Af því að
hún sagði: — Gott og vel. Þá er
ég bara vitlaus. Röddin skalf af
reiði. — En annaðhvort kemur
hann eða ég fer.
Og pabbi kom. f fyrstunni var
hann eins og afsakandi um þar
veru sína og lét svo lítið á sér
bera, að hans gætti ekki nema
sem kyrrláts gamals manns, sem
fór í sendiferðir, þurrkað diska
og Ijk sér hæglátlega við börn-
in. Og henni fannst þetta bara
ganga prýðilega. Jim hafði á
röngu að standa eins og endra-
nær.
Eftir fyrstu tvær vikurnar fór
pabbi að drekka, án þess að fara
neitt í felur með það. Hún gat
hitt hann í dyrunum með stóran
böggul í umbúðapappír í hend-
inni. Svo gat hann komið ofan
úr baðherberginu til kvöldverð
ar og verið stífbeinn og hnarreist
ur, og étið kvöldverðin,., kátur
og upprifinn, en viskíþefinn af
honum lagði um allt.
Hann ýtti undir Jim og hana
að fara út að kvöldi dags. — Þið
eruð nú aldrei nema krakkar,
sagði hann hressilega og veifaði
hendi orðum sínum til áherzlu
og reyndi að gefa til kynna með
þessari hreyfingu sinni, kætina
og frelsið, sem hinum ungu til-
heyrði. — Þið ættuð ekk -ð loka
ykkur inni allan daginn. Farið
þið bara út ug skemmtið ykkur;
ég skal líta eftir krökkunum.
Höfn
i Hornafirði
BRÆÐURNIR Ólafur og
Bragi Ársælssynir á Höfn í
Hornafirði eru umboðsmenn
Morgunblaðsins þar. Þeir
hafa einnig með höndum
blaðadreifinguna til nær-
liggjandi sveita og ættu
bændur, t.d. í Nesjahrep i
að athuga þetta.
Sandur
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins á Sandi er Herluf
Clausen. Gestum og gang-
andi skal á það bent, að í
Verzl. Bjarg er Morgun-
blaðið selt í lausasölu.
Grundarfjörður
VERZLUN Emils Magnús-
sonar í Grundarfirði hefur
umboð Morgunblaðsins með
höndum, og þar er blaðið
einnig selt í lausasölu, um
söluop eftir lokunartíma.