Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 13. apríl 1965
MORGUNBLAOIÐ
31
Athöf nin var qeysihátíðleg
E)e Valera mikíll persónuleiki
„Ég get ekki annað sagt, en
að athöfnin var geysilega há-
tíffleg og fór fram algerlega
snurðulaust. Samt verð ég að
segja það, að ég man sérstak-
lega eftir Eamon de Valera,
forseta írlands og kanslara
Þjóðháskólans, sem afhenti
okkur doktorsskilríkin. De
Valera er áreiðanlega m'kill
maður. Það dylst engum, sem
lítur á hann.“
Þannig mælti dr. Einar Ólaf-
ur Sveinsson, prófessor við
blaðamann MM, í stuttu við-
tali í gær, í tilefni af því, að
dr. Einar Ólafur er rétt ný-
kominn til landsins frá því
að veita viðtöku heiðursdokt-
orsnafnbót í bókmenntum við
Þjóðháskólann í Dublin á ír-
landi.
„Svo ég segi örlítið meira
frá de Valera, má geta þess
að hann er ákaflega hávaxinn
maður, hötfði hærri en flest-
ir menn, en hann svarar sér
mjög vel. Þetta var eins og
allir vita hinn mesti bar-
dagamaður í sjálfstæðisbar-
áttu íra, enda lýsir festan í
andlitinu sterkum persónu-
leika. Jafnskjótt og hann birt-
ist, sáu það allir að þar fór
mikill maður. Svipur hans
hefur að vísu mildast með ár-
unum. Hann er kominn á ní-
ræðisaldur, fæddur 1882, og
orðinn nær blindur, þótt hann
beri þá blindu vel. Ég átti tal
við hann um stund, eftir dokt
orsútnefninguna, og þá kom
það til tals, að honum hafði
eitt sinn verið boðið til ís-
lands. Það var raunar áður en
hann varð forseti. >á hefði
hann ekki getað þegið boðið,
og nú væri hann farinn að
sjá svo illa, að til þess kæmi
vart héðan af, að hann kæmi
til íslands.
Svo við víkjum aftur að
sjálfum hátíðahöldunum, þá
fór athöfnin fram í hátíðasal
Utanríkismálaráðuneytisins.
Byrjað er á því að klæða
doktorsefnin í mjög skrautleg
ar skykkjur, sem þeim eru
lánaðar í tilefni dagisins. Allir
eru seztir í salinn, þegar dokt
orsefnin ganga inn, ásamt
þeim mönnum, sem eiga að
kynna þau. Ganga þau inn að
palli innst í salnum, þar sem
þau setjast. >ar voru saman-
komnir stjórnendur >jóðhá-
skólans og forsetar annarra
háskóladeilda, og kemur að
því síðar. Litlu síðar gekk í
salinn forseti írlands, Eamon
de Valera, en hann er jafn-
framt Kanslari Þjóðháskól-
ans. Hef ég áður líst þeim á-
hrifum, sem hann hafði á
menn með framkomu sinni
og persónuleika. .
>á komu fram menn, sem
kynna áttu hvert doktorsefn-
ið fyrir sig, ævi þeirra, störf
og verðleika. Að lokum segir
maðurinn sem kynnir á lat-
ínu, að hann bæði stjórnend-
ur >jóðháskólans að taka við
þessum syni sínum og gera
hann að heiðursdóktor.
Margir ágætismenn voru í
þessum hóp, og mun ég þó
aðeins nefna einn, sem er am
bassador írlands hjá Samein-
uðu þjóðunum, dr. Cornelius
Cremin. Dr. Cremin var ágæt
ur fræðimaður, en sneri sér
að þessu starfi ekki fyrir
löngu. Doktorsefnin gepgu síð
an fram fyrir forseta írlands,
de Valera, sem rétti þeim
skjal, tók í hönd þeirra. Á
eftir var hver maður um sig
kallaður inn í bakherbergi,
þar sem þeir undirrituðu
skjal í viðurvist Kanslara
>jóðháskólans og tveggja
annarra manna. Af þeirri
undirskrift birtist mynd í
Mbl. á dögunum. Var síðan
tekin mynd af öllum hópnum.
Ræddi ég lítillega við De
Valera þarna á eftir, og síðar
í hádegisverði hjá honum.
Ég endurtek, að mér fannst
athöfnin sérstaklega hátíðleg.
Annars hef ég alls komið til
írlands þrívegis, og sérstak-
lega gat ég í eitt sinn ferðast
talsvert um landið. >að var
árið 1948, en þá hélt ég fyr-
irlestra víða. Gaman er að
minnast lítilsháttar á írska
Háskóla, því að skipulag
þeirra er að nokkru frábrugð-
ið okkar. Aðalháskólinn er í
Dyflinni, >jóðháskólinn, ep í
dr. Einar Ól. Sveinsson
borgunum Cork og Goloway
eru einnig háskóladeildir, sem
hver fyrir sig hefur sinn for-
seta, en allir forsetar skól-
anna mynda svo stjórn, og yf-
ir þeirri stjórn er Kanslari,
sem nú er forseti landsins,
Eamon De Valera. Til eru þó
deildir í landinu, sem ekki
lúta yfirstjórn Kanslarans,
má þar nefna hið gamla Gol-
legium, Trinity College. Við
það starfa gagnmerkir fræði
menn. >jóðháskólinn leggur
mikla stund á kennslu í írsk-
um fræðum, og miklu meira
nú en áður. Keltnesk vísindi
blómgast vel við >jóðlháskól-
ann nú.
>á vil ég geta um sérstaka
stofnun, School of Advance
Stuöies, sem mér finnst m jog
merkileg. >ar er annars veg-
ar lögð stund á írsk fræði,
írska tungu og menningu, en
hins vegar atomvísindi, eðlis-
fræði, hina æðri stærðfræði,
stjörnufræði, svo eitthvað sé
netnt.
- >etta er sérrannscknarstofn
un, sem ekki er í tengslum
við Þjóðháskólann. Það er
mikil tilhneiging víða að
stcfna slikar rannsóknarstofn
anir.
>á er þjóðfræðistofnunin
„Irish Kolklore Commission“
mjög athyglisverð stofnun. Sú
stofnun safnar saman alls-
kyns þjóðlegum fróðleik á
einn stað, skrásetur hann, en
síðar mun henni ætlað að
vinna að áfram.haldandi rann-
sóknum á þessu efni. For-
stöðumaður hennar er prófess
or Delargy, sem mjög margir
kannast við hér. Hann hefur
undravert minni á andlit, og
þekkir ekki einungis flesta í
írlandi, heldur einnig fjöl-
marga hér á landi.
>að var raunar prófessor
Delargy, sem kynnti mig
fyrir fólki við doktorsathofn-
ina.
Margt fleira væri hægt að
segja um málefni írskra há-
skóla, en hér skal látið stað-
ar. numið. Mér er mikill heið-
ur af því að vera heiðursdokt
or í bókmenntum við >jóð-
háskólann í Dublin. Höfðum
við bæði hjónin mikla á-
nægju af ferðinni.
Skógafoss afhentur
í næsla mánuði
Nýjum fossi hleypt af sfokkunum
— Fellibyljir
Framhald af bls. 1
andi til kirkjunnar, sumt hróp-
andi: „Það er allt farið“.
Skammt frá kirkjunni hafði
fellibylurinn rifið hús af grunni,
og viriðst það hafa flogið yfir
kirkjuna og lent síðan á þremur
húsum, sem öll hrundu. Mörg
fleiri hús eyðilögðust í Marion.
Og þegar kirkjugestir komu út
lá látin kona við dyrnar, og við
hlið hennar slitinn háspennu-
st .ngur, sem neistaði frá.
í bænum Elkhart í Indiana
uriiu einnig miklar skemmdir af
völdum fellibylja. Þegar siðast
fréttist höfðu fundizt þar 20 lík,
en óttast að tala látinna muni
hækka upp í 75 þegar leitað hef-
ur verið í öllum rústunum.
í Ohio- varð stálborgin Toledo
einna harðast leikin. Einn sjón-
arvotta þar segir að þegar felli-
bvlur nálgaðist hafi allir ibúar
hlaupið til og leitað skjóls. Sjálf-
ur komst hann í skjól í íþrótta-
sal. en sá hvernig bylurinn bók-
staflega fletti þökum af nær-
liggjandi húsum. Utan við Toledo
þeytti bylurinn langferðabíl og
farþegabíl út af þjóðveginum. í
lan^ferðabílnum voru 75 manns,
og iétust fimm þeirra, en margir
meiddust illa. í hinum bílnum
voru þrír, sem fórust allir.
Alls urðu skemmdir í 53 borg-
um og 41 héraði þessara sex
rikja, og er talið að a.m.k. 1200
h is hafi eyðilagzt. Er þetta mesta
tj'n af völdum fellibylja, sem
o oið hefur í Bandaríkjunum síð-
an 18. marz 1925, þegar 689
manns fórust í Illinois og Indi-
ana. Er tjónið meira en varð
1952, en þá fórust 208.
Varaherlið hefur víða verið
k tt út lögreglu til aðstoðar við
að koma í veg fyrir þjófnaði úr
r.istum ibúðarhúsa og verzlana.
í bænum Marion hrundi stór
verzlun og höfðu þjófar á brott
um sjö þúsund öollara í pening-
um áður en lögreglan kom á vett
vang. Alls urðu 22 bæir í Indi-
ana fyrir fellibyljunum, og í
tveimur þeirra — Russiaville og
Alto — stendur varla steinn yfir
steini.
í suðurhluta Michigan fórust 23
svo vitað sé. Mest varð tjónið
í Grand Rapids, en þar er eigna-
tjón lauslega áætlað 20 milljón-
ir dollara. Richard Wiler þar í
borg segir að gífurlegur hávaði
hafi fylgt fellibylnum, og hafi
gnýrinn einna helzt minnt sig á
sprengjuvörpur Þjóðverja í
heimsstyrjöldinni síðari.
Hætt er við að ekki verði unnt
að vita tölu látinna fyrr en eftir
nokkra daga. Umferð er öll mjög
erfið vegna braks á vegum og
járnbrautum, og erfitt að kómast
að sumum rústunum.
— Múrinn
Framh. af bls. 1
ráðgert hefur verið. Varaforseti
Austur-Þýzkalands, Manfred Ger
lach, sagði á fundinum að nauð-
synlegt yrði að halda áfram
truflunum á umferð til Vestur-
Berlínar ef úr þingfundinum
verður. Annar talsmaður stjórn-
arinar sagði að ekki væri unnt
að ábyrgjast að austur-þýzkir
flugmenn verði ekki við æfingar
hjá flugleiðunum til borgarinn-
ar þegar Elisabet Bretadrottning
kemu/ i heimsókn þangað hinn
27. maí n.k. Færi það eftir stjórn-
málaástandinu þá stundina.
Willy Brandt, borgarstjóri
Vestur-Berlínar, kom til New
York síðdegis í dag. Hann mun
dvelja eina viku í Bandaríkjun-
um, og ræða m.a. við Johnson
forseta, Dean Rusk, utanríkis-
ráðherra og Robert S. McNam-
ara, varnarmálaráðherra. Áður
en hann fór fjú Berlín í morgun
sagðist hann inunu fylgjast með
því hvernig heimsóknarleyfin
yrðu framkvæmd.
Kópavogur
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa-
vo0_ —inr ,— fundar í Sjálfstæð-
ishúsinu á morgun, miðvikudag,
klukkan 8,„- e.h. Fundarefni:
1- i á landsfunJ og sýndar
fræðslumyndir. — Stjórnin.
— Surtur
Framhald af bls. 32
starfsemi og er Skúli Nordal að
teikna það. Þetta hús þarf að
vera þannig að vísindamenn geti
lokað einhverjum hluta þess, þar
sem þeir hafa tæki sín, en einn-
ig verður hluti þess að vera op-
inn, svo það geti komið að gagni
sem skipbrotsmananskýli. Húsið
þarf því að vera nokkuð stórt.
Náttúruverndarráð hefur lagt
til við menntamálaráðuneytið
að ferðir um Surtsey verði tak-
markaðar að einhverju leyti
vegna vísindarannsókna. Ekkert
gerir til þó mannaferðir séu um
hraunið, sem er að renna, því þar
er ekkert líf hvort eð er, og
ætti því að vera hægt að sam-
ræma skoðun á eynni og þörfum
vísindanna fyrir friðun. Náttúru
verndarráð hefur ekki vald til
að banna slíkt, ef það bann get-
ur valdið einhverjum yfir 20 þús.
kr. tjóni, en ráðið hefur þá að-
eins tillögurétt.
— Linda Darnell
Framhald af bls. L
mæðigurnar sér ekki niður
stigann, heldur hröktust þær
út að glugga svefnherbergis.
Patricia stökk út um glugigann
og síðan var frú Curtis hjálp-
að út. Héldu mæðgurnar að
gestur þeirra hefði farið að
öðrum glugga þarna uppi.
Ekki gátu þær þó leitað að
Lindu, því báðar hlutu bruna-
sár. Seinna kom í ljós að leik-
konan hafði farið niður, og
fannst hún illa brennd í setu-
stofunni. Reynt var að hlúa
að sárum hennar í sjúkrahúsi,
en hún andaðist þar á laugar-
dagskvöld.
Linda Darnell var mjög
þekkt leikkona, og lék í fjölda
kvikmynda. Fyrsta mynd
hennar var „Hotel for Wom-
en“, sem tekin var 1939. Af
öðrum myndum má nefna
„Mark of Zorro“, „Blood and
Sand“, „Forever Amber“,
„Stardust“ o.fl. Hafði leikkon-
an nýlokið við síðustu mynd
sína „Black Spurs“ er hún
lézt. I
EINS pg áður hefur verið sagt
frá í fréttum á Eimskipafélagið
nú 2 skip í smíðu. i hjá Álborg
Værft í Álaborg, m.s. „Skóga-
foss“ sem var hleypt af stokkun-
um 13. febrúar s.l. og systkur.-kip
hans, sem kjölur varð lagður að
um svipað leyti.
Smíði beggja þessara skipa
mðar mjög vel áfram og nú er
ákveðið að m.s. „Skógafoss“
verði tilbúinn og afhentur Eim-
Happdrætti
Háskólans
LAUGARDAGINN 10. apríl var
dregið í 4. flokki Happdrættis
Háskóla íslands. Dregnir voru
2,100 vinningar að fjárhæð
3,920,000 krónur.
Hæst vinningurinn 200,000
krónur, kom á heilmiða númer
56754. Voru báðir miðarnir seldir
í umboði á Isafirði.
100,000 krónur komu á heil-
miða númer 32998. Voru þe r
búðir seldir hjá Arndísi Þor-
valdsdóttur, Vesturgötu 10,
Reykjavík.
Þorsteinn á
Kón^sbakka
áttræður
STYKKISHGLMI. — Þorsteinn
Jónasr r, bóndi að Kóngsbakka
í Helgafellssveit er áttræður í
dag, fæddur að Hofsstöðum í
HelgafHlssveit, oonur Ástríðar
Þorsteinsdóttur og Jónasar Sig-
urðsson ., sem lengst af bjuggu
á Ilelgafelli. Árið 1913 giftist
hann ÞórL.fu Sigurðardóttur frá
Selsá. _ju„gu þau fyrst að He í
felli, en 1922 fluttu þau að
Kóngsbakka. Konu sína missti
Þorsteinn fyrir nokkrum árum
síðan. — Fréttaritari.
skipafélaginu að lokinni reynslu
ferð hinn 26. maí n.k. — Degin-
um át r hinn 25. maí, verður
syst. rskipi m.s. „Skógafoss“
hleypt af stokkunum.
M.s. ,,Skógafoss“ er opið/lokað
hlífðarþilfarsskip með fultum
styrkleika sem lokað. Fyrst í stað
verður skipinu siglt sem lokuðu
hlífðarþilfarssk.' ú og er burðar-
þol þess þá um 3800 D. W. tonn.
Seinna skipið verður væntan-
lega afhent Eimskipafélaginu í
októl n.k.
Sýninfj á
myndum eflir
Freymóð Jófi.
MEIRA en 20 ár eru nú liðin, síð-
an ég hef haldið sjálfstæða sýn-
ingu á málverkum mínum.
Ákveðið hefur því verið að
hafa sýningu síðsumars næstkom-
andi á nokkrum af helztu mynd-
um mínum, en þær munu vera
dreifðar víða um land, og er-
lendis líka, þó megin fjöldi þeirra
muni vera í Reykjavík.
>að eru því vinsamleg tilmæli
mín til þeirra, sem eiga málverk
eftir mig, að þeir góðfúslega gefi
kost á að lána þau á fýrirhugaða
sýningu, ef æskilegt þætti, og
geri mér aðvart um það einhvem
næstu daga.
Hægt er að ná tali af mér, eða
konu minni, í síma mínum 17446,
einkum á kvöldin, eða eftir kl. 7
síðdegis.
Einnig mætti gera mér aðvart
um málverk mín skriflega og
þyrfti þá að tilgreina hvaða mál-
verk um sé að ræða og geta um
leið stærðar þess, eða utanmáls
ramma (hæðar og breiddar).
Vinsamlegast,
Freynióður Jáhannsson
Árskágum, Blönduhlið 8
Keykjavík.