Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. apríl 1965 Eiríkur Kristjánsson, kaupmaður Fæddur 25. ágúst 1893. Dáinn 5. apríl 1965. HANN var alltaf hress og kátur að hitta, hvort sem var í Bótinni á Akureyri í gamla daga eða í Austurstræti eða Bankastræti síðustu æviárin. Jafnan var Ei- ríkur opinspjallur og orðheppinn og oftast hafði hann einhverjar __óvæntar fréttir til miðlunar, sem hann var ekkert að luma á. Slíkir menn eru skemmtilegir krydd- sáldrar hversdagsleikans. Hann orkaði þannig á mig, að ég hélt ávallt glaðari og brattari áfram götuna, eftir að hafa mætt hon- um og skrafað við hann oig skvaldrað, því að húmör og kýmni átti hann í ríku mæli. Hann var kominn af hinni merku og húnvetnsku Skeggja- staðaætt, sem á víst metið í fram- leiðslu á alþingismönnum, nema ef vera kynni, að Reykjahlíðarætt in hafi jafnað metin. Og eins og vera bar og var í tízku tókst ætt- inni að peðra úr sér einum og einum sauðaþjóf til skrauts inn- an um þingmennina og stórmenn- in, sem naumast verður sagt um Reykhlíðinga. f þeim húnvetnsku <oettar-skrautuðum bjó oft kjark- urinn, karlmennskan og mann- úðin þegar Skorið var niður lamb og lamb, sem bar jarmandi að garði, til að_ seðja hungur solt- inna barna. Á slíku uppátæki var tekíð harðar þá en mannsmorði í dag. Björn alþingismaður á Löngumýri hefur sagt, að slíkt hafi tíðkazt víðar en í Húnaþingi, en aðeins Húnvetningar einir þorað og getað fært í letur. Enda megnið af íslendinigasögunum skráð á skinn á Þingeyrum í Þingi. Úr þessum blandaða hún- vetnska jarðvegi hafa margir mætustu lyf- og skurðlæknar landsins sprottið, sem og víg- reifir og þrætugjarnir lögfræð- ingar. Ný-læknisfræðin spyr víst mikið um ættfræðilagar heimild- ir eins og um aldur feðra og áa, mæðra og formæðra, líkt og spurt er um „meik“ og verksmiðjuheiti bilmótors upp á endinguna. Jafn- vel þeir á Kleppi eru víst farnir að spyrja um hvort nokkrir lista- menn séu í ættum viðkomandi, en aldrei um þingmenn. Því átti ég von á, að Eiríkur ætti eftir að eiga langan og ljúfan ævidag, þar sem faðir hans varð níutíu og þriggja ára og dó úr afleiðingum lærbrots og listamaðurinn undir- ritaður ekki nema að þriðja og fjórða við þann framliðna að frændsemi. En það var hjartað, sem gaf sig í Eiríki eftir sjötíu og eins órs lífsgleði. Mér fannst allt- af hjartalag hans hlýna með ár- unum. Því bjóst ég alltaf við, að hann yrði langlífari í landinu. Bróðurdóttir hans var falleg- asta stúlkan á Akureyri í gamla daiga, sem við ungsveinarnir lit- um hýru auga gegnum sólgler- augu ástarinnar í feimnifumi og vandræðalegri þögn. Þess- vegna var mér k.annski óafvit- andi svo hlýtt til Eiríks og sá hann í hillingum og gyllimgum vegna þessarar ættfræðilegu staðsetningar hans við meyna björtu, eins og vera bar í landi settartengsla og frændsemi. Faðir hans var jafnan nefndur K. G. og var Kristján Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki frá Eyvindarstöðum í Blöndudal og móðir hans Björg Eiríksdóttir úr Blöndudalshólum. Bræður Eiríks voru Axel Kristjánsson, konsúll á Akureyri, faðir- Bjargar Ko- foed-Hansen og Sólveigar konu Gísla Konráðssonar, forstj. á Ak- ureyri og Páls Axelssonar í _Reykjavík. Þá var Bjöm Krist- ” jánsson faðir Björns flugmanns og Leifs læknis og præista í Detroit í U.S.A. Þá Þórunn heitin Elfar, móðir Árna píanóleikara og þeirra systkina., Sigríður verzl unarmær i Rvík. Og loks hálf- systir: Ásta Kristjánsdóttir, móð- ir Garðars Pálssonar, skipherra og þeirra systkina. Ungur fór Eiríkur utan. Þá fór háspennustraumur ástarinnar um meyjamar í „bortginni við sund ið“ líkt og sjálfur sjarmörinn Rudólf Valentínó væri kominn í bæinn. Svo fríður þótti Eiríkur og heimsmannslegur í framgöngu og að vallarsýn. Enda hallaðist ekki á um glæsilei’kann með þeim hjónum þegar hann gat að eiga þá ágætu konu og miklu dömu Maríu Þorvarðardóttir, Þorvarð- arsonar prentsmiðjustjóra og leikara í Reykjavík, systur Rann- veigar Smith og Sigríðar, konu Söngur Sigrúnar Nú er hún farin, flogin, sem fyrir mig áður söng ljúfar vorsins vö’kur og vetrarkvöldin löng. Nú er hún frá mér farin í fjarlægan ókunnan heim. Seint mun ég sjálfur gleyma söngvunum ljúfu þeim. Hún fór með eitthvað frá mér, sem finn ég ekki meir, en skildi ótal eftir, sem aldrei hjá mér deyr. Loks fer ég hennar að leita, sem í ljósinu burtu fló, ag kalla með kyndil í hendi, yfir kolbláan Stóra-sjó. Þá mun hún Sigrún syngja, syngja fegins ljóð, að hafa mig aftur heimtan, af hafsins miklu slóð. Þá syngjum við aftur saman þann söng, er kenndi hún mér, að ástin eldist ekki, þótt annað fyrnist hér. Ólafur Þorvaldsson. Einars alþingismanns Olgeirs- sonar og þeirra systkina. Eirikur og María bjugigu öll beztu ár ævinnar á Akureyri þar sem Ei- ríkur rak verzlun og iðnað. Þau fluttu suður fyrir nokkrum ár- um á eftir sonunum, eins og svo margir foreldrar utan af landi á eftir börnum sínum. Allir eru þeir synirnir óvenju „ovenpaa“ í lífinu, greindir og gjörfulegir menn oig fylgnir sér. Elztur Krist- ján hæstaréttarlögmaður, kvænt- ur Eiríku Þórðardóttur, Sigurður skrifstofustjóri hjá I.B.M., sem á Auði Ingvarsdóttur, ' Örn, loft- siglingafræðingur. Kona hans er Bryndís Pétursdóttir, leikkona. Og loks Áki, verksmiðjueiigandi, kvæntur Margréti Einarsdóttur. Far vel, gamli frændi og sam- bæingtjr, og það munu margir sakna þín og hressilegheitanna, sem þú tókst með þér, hvert sem þú fórst. Þannig mun og vistin og lífið fyrir handan verða mörg- um kátara, glaðara oig tilbreyt- ingameira við þangaðkomu þína. Örlygur Sigurðsson. Útlitsmynd af „Óskahúsinu". „Oskahús" DAS AÐALVINNINGUR Happdrættis DAS á pessu ári er fullgert hús ásamt bílskúr og frágenginni lóð að Lindarflöt 32 í Garðahreppi. Um þennán vinning verður dreg ið 4. apríl 1966. Þetta hús verður opið almenningi til sýnis til næstu mánaðamóta. Auk „Óskahússins", en það nafn hefur hús þetta fengið, verð ur dregið um 2400 vinninga á þessu happdrættisári. í hverjum mánuði verður dregið um íbúð eftir eigin vali fyrir kr. 500 þús., 4 bifreiðar eftir eiginvali fyrir 130 — 200 þúsund krónur. Þá verður mánaðarlega dregið um 194 vinninga, sem eru húsbúnað ur eftir eigin vali fyrir 5—20 þús und krónur. Fréttamönnum var fyrir skemmstu boðið að skoða „óska- húsið" við Lindarflöt. Húsið er nú búið öllum húsbúnaði, og mun svo verða meðan húsið verð ur til sýnis. Arkitektarnir Jörundur Páls- son og Þorvaldur S. Þorvaldsson hafa teiknað húsið, en bygginga meistari var Þórarinn Þórarins- son. Grunnflötur hússins er 136,5 ferm., en lóðin er 945 ferm. að stærð. Sér Reynir Vilhjálmsson um uppsetningu hennar. f húsinu eru 4 svefnherbergi, búnings- og vinnuherbergi, bað, salerni fyrir gesti, þvottahús, eid hús, borðstofa og stofa. Eins og áður er sagt verður hús ið sýnt með öllum húsbúnaði og er hann frá eftirtöldum aðilum: Húsgögn: Kristján Siggeirsson hf. Heimilistæki: Br. Qrmsson h.f og Fönix h.f. Lampar: Lýsing h.f. Gluggatjöld og gólfteppi: Álafoss Sjónvarp/útvarp: Vélar og Viðtæki. Pottablóm: Blómabúðin Dögg. Gróður í garði: Skógræktar- félag Reykjavíkur. Veggteppi: Ásgerður Búadóttir. Sala lausra miða í happdrætti DAS hófst í gær, en endurnýj un ársmiða og flokksmiða hefst 18. apríl. Nú er unnið að því að Ijúka næst síðustu álmu dvalarheim- ilisins Hrafnistu og á sú álma að rúma 64 vistmenn. Verður hin nýja álma væntan lega t.ekin í notkun næsta Sjo- mannadag og á þá Hrafnista að rúi. 270 vistmenn alls. Síldardæling suður og reiðir Norðlendingar NÝLEGA las ég furðulega grein í Morgunblaðinu eftir Einar Ingi- mundarson alþingismann og bæj- arfóigeta á Siglufirði. f þessari löngu ritsmíð kom ekkert nýtt fram utan s’kætingur í garð Hrólfs Ingólfssonar bæjar- stjóra á Seyðisfirði og annarra Austfirðinga. Þar kom hins veg- ar fram trú, sem ég hélt að allir nema auðtrúuðustu sálir hefðu glatað, þ.e. að hvergi ha-fi verið og sé hægt að salta síld nema á Siglufirði. Það vantaði aðeins klausuna um „æfðu hendurnar" til að fullkomna rausið. / Það væri fróðleigt fyrir fákunn- andi Austfirðinga með „lélegu síldina", ef þingmaðurinn vildi upplýsa okkur um þáð hvað mik- ið Siglfirðingar hafa flutt út á undanförnum árum af cut-síld á Ameríku og Rússland og aðra erfiðari markaði, samanborið við sérverkanir. , Það þekkja allir, sem við síld- arsöltun hafa fengizt hvað verk- un á þessa markaði útheimtir miklu meiri haust og vetrarvinnu en sérverkanirnar. Ef þingmaður inn vildi í framtíðinni kenna sín- um kjósendum hve mikil atvinnu bót það er að flokka síld, er ég viss um að aðrir síldarsaltendur yrðu. fegnir, því að þá þyrftu þeir ekki að kaupa eins mikið af „atvinnubótatunnum". Staðreyndin er sú, að það eru ekki markaðirnir sem útheimta haust- og vetrarvinnu, sem Sigl- firðingar sjá eftir, heldur sér- verkanirnar, „leyfin, kvótarnir“ / og hvað þeir nú kalla þetta allt, því „það er svo létt að sérverka". Ég hef svolitið kynnzt þessu á undanförnum árum. T.d. hefir undanfarna vetur oft verið unnið hjá mér við flokkun síldar allt fram í febrúarmánuð og útflutn- ingi ekki lokið fyrr en í apríl. Fleiri góðir menn en Einar Inigimundarson hafa látið Ijós sitt skína t.d. lýstu bæði formað- ur Síldarútvegsnefndar og fram- kvæmdastjóri í Reykjavík upp skammdegið með snjöllum tillög- um um- tilraunir með flutning síldar til söltunar af fjarlægum miðum. Hinsvegar hef ég hvergi orðið var við að þessir ráðamiklu menn hafi beitt sér fyrir tilraun- um með geymslu síldar í landi til að jafna vinnuálagið og auka afköstin þegar söltunarsíldin er komin á land. Að minnsta kosti hef ég hvergi orðið var við niður- stöður slíkra tilrauna. Um flutning bræðslusíldar er ekkert nema gott eitt að segja ef þeir eru framkvæmdir á heiðar- legan hátt. Norðmenn byrjuðu á þessum flutningum löngu á und- an jslendingum. Þeir hafa um- skipað sinni síld utan íslenzkrar landhelgi undanfarin ár, en hart er það fyrir eigendur litlu síldar- verksmiðjanna fyrir austan, sem enga báta eiga, að vita af milli- löndun inni á næsta firði á með- an þeirra verksmiðjur standa tómar oig þurfa svo að borga verðjöfnunargjald til að halda þessum flutningum uppi. Einar Ingimundarson segir: „. . . að á síðustu síldarvertíð barst svo mikið hráefni til síldar- vinnslustöðvanna á' Austfjörðum, sem meginhluta síldveiðitímabils- ins lágu næst miðunum, að þær höfðu hvergi nærri undan og hlutust af því allmikil vandræði, svo sem jafnan hlýtur að verða, þegar Ijóst er, að ómælanlegt magn dýrmæts hráefnis fer í súginn.“ Við þetta er það að athuga, að nú síðustu árin eftir að síldin tók að mestu að veiðast fyrir Aust- fjörðum, hafa sjaldan orðið jafn litlar löndunartafir og á síðasta sumri, þegar frá er talin fyrsta hrotan, sem kom óvenju snemma. Erfiðleikar þessir stöfuðu fyrst og fremst af því að verksmiðj- urnar voru ekki nógu vel undir- búnar, 'sem sumpart stafaði af hinum alkunna lánsfjárskorti og einnig af tæknilegum ástæðum. Á það má benda að flestar Aust- fjarðaverksmiðjurnar hafa mjög lítið geymslurými, t.d. hefir Seyðisfjarðarverksmiðjan aðeins haft geymi og þrær fyrir fjögurra daga vinnslu. Ég vil því fullyrða að ekki hefði komið til alvarlegra löndunartafa s.l. sumar hefðu verksmiðjurnar verið tilbúnar nógu snemma og nægilegt geymslurými hefði þá verið við þær verksmiðjur sem fyrir hendi voru. Þetta kann að verða of lít- ið á næstkomandi sumri, þrátt fyrir nýjar og stærri verksmiðjur, ef geymslurými verður ekki stór- aukið, en síldargengd eykst og flotinn stækkar sem veiðarnar stundar, ekki sízt ef söltun leggst Sveinn Guðmundsson niður vegna lélegrar söltunar- síldar og þess að ekki borgar sig fyrir skipin að landa í salt, vegna lítils verðmunar _ á bræðslusíld og söltunarsíld. Ég þekki engan. Austfirðing, sem séð hefir neitt athugavert við síldarflutninga norður undanfarin ár. Verksmiðj- urnar fyrir austan greiddu verð- jöfnunangjald s.l. ár til að greiða niður síldarflutningana norður. Hins vegar óttast ég að Norð- urland muni ekki fleyta rjómann af þessum flutningum í framtíð- inni. Og þegar ráðgerðir eru jafn stórfenglegir síldarflutningar á Faxaflóasvæðið og nú er gert, „þá ætla ek mörgum kotbóndan- um munu þykkja þröngt fyrir durum.“ Það hefir verið stanzlaus dæl- ing á fólki og fjármunum til þessa svæðið undanfarna áratugi og nú, þegar á að fara að dæla síldinni að austan á þetta Faxa- flóasvæði segjum við: hingað og ekki lengra. Við tökum upp okk- ar landhelgisgæzlu. Sveinn Guðmundsson Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.