Morgunblaðið - 13.04.1965, Side 14

Morgunblaðið - 13.04.1965, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. apríl 1965 IMYJA YMDASTOFAIM AUGLÝSIB: FERMINGARMYNDIR BRÚÐARMYNDIR PASSAMYNDIR ALLAR ALMENNAR MYNDATÖKUR ATH.: OPIÐ í HÁDEGINU IMYJA MYIMDASTOFAIM SÍMI 15-1-25. — LAUGAVEGI 43B. Skrifstofustúlka Vön skrifstofustúlka óskast til fjölbreyttra starfa hjá traustu fyrirtæki í Miðbænum. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun, meðmæli ef til eru og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „Góð vinna — 1899“. Stúlka óskast til afgreiðsíustarfa, sem fyrst. Sláturfélag Suðurlands Brekkulæk 1. — Sími 35525. Ltboð Tilboð óskast í að gera húsið Blikanes 27, Arnar- nesi, fokhelt. Útboðsgagna má vitja á teiknistofu minni næstu daga milli kl. 5 og 7 gegn 500,00 kr. skilatryggingu. Útboðsfrestur er til 29. apríl. Guðmundur Þór Pálsson, arkitekt. Sími 13013, Rafhahúsinu við Óðinstorg. Til sölu Stórglæsileg íbúð í syðsta sambýlishúsinu við Stóragerði á 4. hæð. — íbúðin er tvær stórar samliggjandi stofur með stór um suðursvölum, svefnherbergi, eldhús og bað auk íbúðaherbergis og geymslu í kjallara. Innréttingar úr harðviði með miklum og góðum skápum. — Teppi á stofum, skála og svefnherbergi. Tvöfalt gler. Lóð fullfrágengin. Teppalagður stigagangur. Sameiginlegt þvottahús fyrir 8 íbúðir. Bílskúrs- réttur. Mjög fagurt útsýni. NAMSKEID FYRIR UNGLINGA SEM ÆTLA TIL ENGLANDS verður haldið í Mími dagana 20.—30. apríl (eftir Páska). Öllum unglingum heimill aðgangur, hvort sem þeir fara út á vegum Mímis eða ekki. (Tveir tímar á kvöldi í 10 daga). Unglingunum verður kennt það helzta sem varðar ferðalög: Að svara í tollskoðun, við innflytjenda- eftirlit, járnbrautir, miðakaup, bílapantanir o. s. frv. og ýmislegt fleira sem veitir unglingum öryggi og sjáifstraust við komuna til Englands. í>á verða þeim einnig gefnar leiðbeiningar um enska siði og venjur. Innritun í dag og á morgun kl. 1—10 e.h. HÁUSKÓIINN MÍMIR Hafnarstræti 15 — Sínti 2-16-55. 1 UM BÆKUR Vestur-íslenzkar æviskrár VESTUR-ÍSLENZKAR ÆVI- SKRÁR. 425 bls. Benjamin Kristjánsson bjó undir prent- un. II. bindi. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri 1964. SEINT á síðast liðnu ári kom út annað bindi af Vestur-íslenzkum æviskrám, samantekið af Benja- mín Kristjánssyni. Rit þetta er hið fegursta að útliti; pappír vandaður, prentun sömuleiðis, bandið smekklegt og þó laust við óhóf. Er bók þessi að öllu leyti til sóma þeim, sem að henni hafa unnið. Og rækilega ber Ak- ureyri sitt norðlenzka höfuðstað- arheiti, meðan slík bókagerð tíð- ast þar um slóðir. f þessu bindi er fjöldi manna- mynda; þær skipta víst hundr- uðum. Að safna öllum þeim myndasæg hefur verið ærið starf. Og þó hefur það starf engan veg- inn jafnazt á við samning sjálfra æviskránna, sem mér liggur við að kalla afrek. „Það krefur tóm, það krefur þrek“ að inna af hönd um slíkt verk. Það útheimtir ekki aðeins dugnað, heldur einnig þolinmæði, vandvirkni og ná- kvæmni. Og ólíklegt þykir mér, að margir hefðu verið færari til þess verks en Benjamín Kristj- ánsson. Ekki er ég svo ættfróður, að mér tjói að leita uppi missagnir í ættartölum hans eða persónu- fræði. Trúað gæti ég þær væru tiltölulega fáar. Ritið ber með sér traustleikasvip. Til saman- burðar koma mér í hug jafnágæt rit sem Föðurtún Páls V. G. Kolka og Dalamenn og Stranda- menn Jóns Guðnasonar. Æviskrár eru merkileg fræði, meðal annars vegna þess að þær eru þáttur af sjálfri þjóðarsög- unni. Auk þess er flestum hug- leikið að vita eitthvað um ætt sína. Fyrir þá sök eru bækur um ættfræði og persónusögu meðal þeirra rita, sem mest er eftir sótzt. Slík rit verða ekki lesin eins og reyfarar. Þau eru, þvert á móti, eins og það horn, sem aldrei tæmist. Gamlir Húnvetn- ingar geta flett Föðurtúnum, meðan blöðin tolla á kilinum. Og seint þrýtur efnið í Dalamönn- um og Strandamönnum. Og bæk- ur þessar munu ekki aðeins verðá lesnar af þeim, sem nú lifa. Það verður til þeirra vitnað svo lengi sem fslendingar hafa áhuga á sögulegum fróðleik. Öðru máli gegnir um Vestur- íslenzkar æviskrár, þó vandaðar séu. Hverjir munu hafa gagn af þeim í framtíðinni? Eru þær ekki fyrst og fremst ætlaðar Vestur-íslendingum? Eða gerum við ráð fyrir, að landnám þeirra og samruni við þjóðir Vesturheims verði síðay talinn svo merkilegur kapítuli í íslands- sögunni, að íslendingar hér heima á Fróni nenni að leggja hann á minnið? Þessum spurningum get ég að minnsta kosti svarað fyrir sjálf- an mig persónulega: Ég hef eng- an áhuga á sögu Vestur-íslend- inga að því leyti, sem hún kem- ur ekki beint við sögu fsiend- inga sjálfra. Og satt að segja hef- VILHJALMUR ÁRNASON hrL TÓMAS ÁRNASON hdl. LÖGFRÆDISKRIFSTOFA IðHa&arbankahúsimi. Síinar Z4G3S og 1G307 Benjamín Kristjánsson. ég engan mann fyrirhitt, sem áhuga hefur á þeim fræðum. Bezt gæti ég trúað, að áhugaleysið væri gagnkvæmt — að Vestur- íslendingar hefðu jafnlítinn á- huga á því, sem gerist hér heima á íslandi. Faguryrði,, sem sumir menn viðhafa í samkvæmum, eru þar enginn mælikvarði. Tákn- rænt er og, að íslenzkur sveita- prestur norður í landi skyldi verða til að taka saman æviskrár þessa fólks, sem dreift er víðs vegár um fjarlæga heimsálfu. Margt hefur verið skrifað um vesturfarirnar á seinni hluta 19. aldar. En mér vitanlega hefur það mál aldrei verið tekið til með ferðar á breiðum grundvelli frá þjóðfélagslegu og sögulegu sjón- armiði. Vesturfarirnar báru upp á sama tíma og sjálfstæðisbarátt- an. Sú barátta gat virzt vonlítil. Vanmáttur fámennisins dró kjark úr þjóðinni. Það hefði held ur betur munað í baráttunni, ef fslendingar hefðu þá verið hálfu fleiri en þeir voru. Því hefði mátt ætla, að máttar- stólpar þjóðarinnar hefðu af öllu megni reynt að koma í veg fyrir vesturfarirnar. En þar varð svo sannarlega annað uppi á teningn um. Forráðamenn þjóðarinnar horfðu sauðsljóir upp á þann landflótta, stuðluðu jafnvel að honum ,sumir hverjir. Jón Ólafsson ritstjóri vildi flytja alla íslendinga vestur til Alaska. Þegar hann sá, að það var ekki framkvæmaniegt, ósk- aði hann samt, að „hóflegar vest- urfarir" héldust. „Allir vilja vest ur, en enginn kemst fyrir efna- leysi,“ skrifaði Matthías Jochums son í bréfi. Aðeins fáeinir menn skildu, hvað þarna var í húfi; skildu, að þarna var á ferðinni nýr svarti- dauði eða stórabóla í þjóðhags- legu og þjóðernislegu tilliti. Guðmundur Friðjónsson sendi sveitunga sínum kynngimagnað ljóðabréf og fékk hann þar með til að hætta við fyrirhugaða vest- urför. Og Einar Benediktsson horfði langt fram á veginn eins og endranær. í hillingum fram- tíðarinnar sá hann fyrir sér stór- iðju á íslandi, þar sem orkan frá fallvötnum landsins skapaði þjóð ínni skilyrði til vaxtar og menn- ingar. Einar grunaði, að seint mundu rætast stóriðjudraumarn- ir, ef allur landslýður hyrfi af lándi brott og dreifðist vestur um sléttur Ameríku. *. En kraftakvæði Guðmundar Friðjónssonar og hugsjónir Ein- ars Beneditkssonar stöðvuðu ekki strauminn. Þúsundir fslendinga tóku -sig upp, margir fyrir skrum áróður agenta, sem innflytjenda- i i If anaHactinmar Sf»ndi hingað til lands, og fluttu vest- ur; í fyrstunni héldu þeir svo vel hópinn, að tala mátti um íslenzka nýlendu í Vesturheimi. Þeir höfðu fjörugt félagslíf, deildu mikið um trúmál og kirkjumál, gáfu út bækur á íslenzku og héldu úti tveim blöðum, þar sem þeir köstuðu hnútum sín á milli eins og þeir væru heima hjá sér. Og skáldin í Vesturheimi ortu ekki verr en þau, sem heima sátu. Nú er senn liðin öld, frá þvl vesturfarir hófust, og tveir ald- arþriðjungar, frá því þær dvín- uðu. Landnemarnir eru flestir komnir undir græna torfu, sum- ir löngu dauðir. Synir þeirra og dætur eru þegar gamalt fólk. Þriðja og fjórða kynslóð bland- ast og dreifist um álfuna. Það fólk hefur skiljanlega litlar eða engar taugar til fjarlægs eylands í höfum austur, enda þó það geti rakið þangað ættir sínar. Afkom endum íslendinga, sem íslenzku tala, fækkar stöðugt. Og menn eru sammála um, hygg ég, að íslenzk tunga sé algerlega dauða dæmd í Vesturheimi. Vera má, að sá tími sé skammt undan, meira að segja. — Hver á þá að lesa Vestur-íslenzkar æviskrár? Því hefur oft verið haldið fram, að vesturfarirnar hafi ver- ið eðlileg þjóðarnauðsyn vegna landþrengsla á Islandi. Menn hafa tuggið þetta hver eftir öðr- um, hugsunarlaust. Svo einfalt er málið ekki. Sannleikurinn er sá, að fólkið fluttist vestur, af því að „það lá í loftinu,“ eins og sagt er. Vesturfarirnar voru, með öðrum orðum, tízkualda, sem gekk yfir. Óðalsbændur og efn- aðir lausamenn fluttu vestur ekki síður en fátækir kotbændur og snauðir þurfamenn, án þess að til þess lægju skýlausar orsakir. Og þannig held ég því sé varið um marga þjóðflutninga. Hver eltir annan. Hitt er svo annað mál, að illt árferði á seinni hluta nítjándu aldar ýtti fremur undir landflóttann. Samband Vestur-fslendinga við heimalandið mun hatdast, meðan íslenzk tunga er töluð í Vestur- heimi — en ekki lengur. Þegar svo er komið, mun vissulega þurfa hér heilt ráðuneyti til að fylgjast með ferðum þeirra þar úm slóðir, og mun þó varla duga til. Raunverulegt samband okkar við frændurna vestan hafs er nú orðið óverulegt, sem meðal ann- ars kemur fram í alltof væmnum og hástemmdum tækifærisræð- um„ þegar menn af þessu hverf- andi þjóðarbroti koma saman með okkur. Því þykir mér ólíklegt, að nokkur maður láti sig í framtíð- inni varða þessar Vestur-íslenzku æviskrár. Nema áhugi á alþjóð- legri ættfræði vaxi svo í ókom- inni tíð„ að hún verði eins konar frímerkjasöfnum og tómstunda- 'gaman almennings um víða ver- öld. í stað þess að taka saman þessar æviskrár, hefði ég kosið, að Benjamín Kristjánsson skrif- aði um vesturfarirnar á breiðum grundvelli, skrifaði undirstöðu- rit um þau efni; rit, sem síðari tíma sagnfræðingar gætu byggt á, þegar fjallað verður um málið á hlutlægan hátt. Vil ég þó sízt varpa rýrð á þetta viðamikla og vandaða ævi- skrárrit hans. Það er sjálfsagt merkilegt á þeim vettvangi, sem hann hefur kjörið sér, og alls góðs maklegt. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.