Morgunblaðið - 06.05.1965, Síða 32
101. tbl. — Fimmtudagur 6. maí 1965
l»essa mynd tók Adolf Hansen af varSskipinu ÓSni föstu í ísnum fyrir utan Gjögur, er þaS var aS koma frá því aS ferja vörur frá
Skagaströnd til Gjögurs. Á ísnum eru tveir skipsmenn meS skipshundinn.
Utvegsbankamenn dæmdir í Hæstarétti
tilutu 3 þús.
STJÓKN Starfsmannafélags Út-
végsbankans hlaut í gær sektar-
dóm i Hæstarétti fyrir verkfall
það, sem varð í Útvegsbankan-
um 2. nóvember s.l. Skulu stjórn
armeðlimirnir 5 greiða 3000 kr.
hvér, auk málskostnaðar. í und
irrétti voru bankastarfsmennirn
ir sýknaðir. Dómur Hæstaréttar
er á þessa leið:
Réttarstaða Útvegsbanka ís-
lands og starfsfólks hans er sam-
kvæmt lögum nr. 12/1961 hin
sama og réttarstaða Landsbanka
íslands og starfsfólks hans, sam-
kvæmt lögum nr. 11/1961. Er
hvor banki sjálfstæð stofnun,
Kafbátur með
veikan mann
FRANSKUR kafbátur var
væntanlegur til Reykjavíkur
uit! kl. 4 í nótt með veikan
mann, sem fara átti í Lands-
spítalann. Ekki var ráðgert að
kafbáturinn hefði hér neina
viðdvöl.
kr. sekt hver
sem er eign ríkisins, og er yfir-
stjórn hvors banka í höndum
ráðherra þess, sem fer með banka
mál, og bankaráðs. í>ar sem þess-
ir tveir bankar eru þannig aí-
gerlega settir á sama bekk að
iögum, verður samkvæmt 1. gr.
laga nr. 19/1940 að beita gegn
starfsfólki Útvegsbanka íslands,
viðurlögum þeim við verkfalli,
sem eru í lögum nr. 33/1915 um
verkföll opinberra starfsmanna
mælt á hendur starfsfólki Lands
bankans. Hin ákærðu tóku þátt
í verkfalli starfsfólks Útvegs-
banka íslands hinn 2. nóv. 1964.
Varðar þetta atferli þeirra við
1. gr. laga nr. 33/1915, sbr. lög
nr. 14/1948, Þykir refsing hvers
hinna ákærðu hæfilega ákveðin
3000 króna sekt til ríkissjóðs, og
komi 6 daga varðhald í stað sekt
ar hvers hinna ákærðu, ef hún
greiðist eigi innan 4 vikna frá
birtingu dóms þessa.
Ákærðu greiði óskipt allan
kostnað sakarinnar, þar með tal
in saksóknarlaun í héraði og fyr-
ir Hæstarétti, kr. 12.000,00, í
ríkissjóð og laun verjanda í hér
aði og fyrir Hæstarétti kr.
12.000,00.
í undirrétti hafði Halldór Þor-
björnsson, sakadómarí, komizt að
þeirri niðurstöðu, að lögin um
verkföll opinberra starfsmanna
næðu ekki til starfsfólks Útvegs
bankans.
Hvalveiði hefst
28. maí
Akranesi, 5. maí.
UM 28. maí leysa hvalbátarnir
landfestar og bruna til veiða út
á hvalamið. Alltaf fjölgar verka-
fólki meira og meira í hvalveiði
stöðinni, því að allt verður að
vera í lagi, er veiðin hefst.
— Oddur.
Togbátur
tekinn
LÍTILL vélbátur, Kári GK 146,
var tekinn að togveiðum undan
Krísuvíkurbjargi í gær 814 sjó-
mílu innan fiskveiðimarkanna.
Var báturinn færður til Hafnar-
fjarðar, þar sem skipstjórinn
viðurkenndi brot sitt fyrir rétti.
f 1. gr. laga nr. 33/1915 um
verkfall opinberra starfsmanna
segir, að hver sá, sem þátt í því
taki, skuli sæta sektum frá 500
til 5000 krónum eða fangelsi eða
embættis- eða sýslunarmissi, ef
miklar sakir eru. Hins vegar, ef
sérstakar málsbætur séu,' svo
sem æska, upphvatning vanda-
manna eða yfirboðara, megi
færa sektina niður úr 500 kr.
allt niður í 200 kr. í lögum um
ákvörðun fésekta nr. 14/1948
segir, að lágmark og hámark fé-
sekta skuli breytast eftir vísi-
tölu, sem kaupgjald er greitt eft
ir á hverjum tíma. Fyrir réttin-
um lá vottorð frá Hagstofu ís-
lands um vísitöluhækkun frá
gildistöku laganna 1915 og til
febrúar 1965, og er hún talin
1936%. Ef lægsta fésektin, sem 1
greind eru í lögunum (kr. 200,00
ef sérstakar málsbætur eru) er
hækkuð samkvæmt vísitölu, enm
ur hún kr. 3,872,00, og eru hún
því kr. 872,00 hærri. en sú sem
Hæstiréttur dæmdi bankamenn-
ina í. ,
Stjórnarmenn Starfsmannafé-
lags Útvegsbankans, sem sektar-
dóminn hlutu, eru: Adolf Björns
son; Gunnlaugur Guðmundsson
Björnsson, Sigurður Guttorms-
son, Þorsteinn Kjartan Friðriks-
son og Þóra Ásmundsdóttir.
Samþykkf
í IMD
FRUMVARPIO um loðdýra-
rækt var afgreitt í neöri deild
Alþingis í gær. Breytingart.il-
laga Benedikts Gröndals um
að ekki yrði leyfð minkarækl
á þeim svæðum, þar sem mink
ur hefur enn ekki náð fót-
festu, var samþykkt að við-
höfðu nafnakalli með 20 atkv.
gegn 14, 3 þingmenn sátu hjá !
og 3 voru fjarverandi. Þá var
samþykkt breytingartillaga
frá sama þingmanni með 18
atkv. gegn 12 um að greiða
skyldi 4% af fobvcrði út-
fluttra minkaskinna til vís-
indalegra rannsókna á lifnað-
arháttum villiminksins. Skúli
Guðmundsson dró til baka
breytingartillögu sína um að
ekki skyldi leyfð minkarækt
í Vestmannaeyjum, á þeirri
forsendu að hún væri óþörf.
þar sem skepnan fyrirfinndist
ekki í Eyjum. Tillaga Hanni-
bals Valdimarssonar um
breytingu á nafni frumvarps-
ins var hins vegar felld með
16 atkv. gegn 10.
Síðan var frumvarpið með
áorðnum breytingum sam-
þykkt með 21 atkvæði gegn
14 og sent efri deild.
5. þing L. 1.
5. ÞING Landssambands ís-
lenzkra verzlunarmanna verður
sett á Selfossi kl. 10 árdegis á
morgun, föstuda,?. Á þinginu
munu eiga sæti um 60 fulltrúar
20 verzlunarmannafélaga viðs-
vegar af landinu. Þingið mun
standa í 3 daga og taka fyrir öll
helztu hagsmunamál verzlunar-
og skrifstofufólks í landinu.
Olafur Ólafsson.
Aðalfundur Sfiarfs-
manna ríkisslofnana
AÐALFUNDUR Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana verður haldinn
M. £ í kvöld í veitingahúsinu
Glaumbæ. Meðal dagskrármála
er kosning stjórnar.
Litlar fréttir hafa að .undan-
förnu farið af starfi S.F.R. Stjórn
in er í höndum Framsóknar-
manna og kommúnista. Úrslit
kosninga hafa oft verið tvísýn,
©g svo er enn, þar sem ýmsir
félagsmenn standa að framboði
manna, sem breyta vilja um
starfshætti í félaginu. Var það
framboð ákveðið, eftir að núver
andi stjórn hafði hafnað sam-
■vinnu við þá. Aridstæðingar nú-
verandi stjórnar krefjast lýð-
ræðislegra stjórnarhátta, en þeir
hafa ekki verið í heiðri hafðir
að undanförnu.., Þá stefna þeir
að nýjum og bættum vinnubrögð
um varðandi hagsmunamál fé-
lagsmanna. Nú er unnið að undir
búningi samninga um kjör ríkis
starfsmanna. í S.F.R. hófst undir
búningsstarfið seint og komst
ekki á rekspöl, fyrr en félags-
stjórnin hafði að verulegu leyti
látið verkefnið í hendur annarra.
Á kjörskrá i S.F.R. munu vera
um 1.100 manns, og er það þvi
meðal fjölmennustu launþega-
félaga.
IsL læknir stfórnar heilsu-
farsrannsóknnm í Svíþjóð
ÍSLENZKUR læknir, Ólafur
Ólafsson, sem starfar um
stundarsakir í Sviþjóð, hefur
í Eskilstuna stjórnað umfangs
mestu heilsufarsrannsóknum,
er framkvæmdar hafa verið
á Norðurlöndum. Næstum
þúsund manns á aldrinum 15
til 60 ára gengust undir rann
sókn þessa, sem var geysilega
nákvæm. Sænska dagblaðið
Stockholmstidningen skýrði
frá þessu 25. apríl með aðal-
fyrirsögn á forsíðu: „Aðeins 3
af hverjum 10 Svíum eru heil
brigðir“. Þetta segir Ólafur
þó, að sé nokkuð of djúpt í
árinni tekið.
Hópur lækna hefur lagt
fram fyrstu niðurstöður af
heilsufarsrannsóknum í Eskil-
stuna, sem fram fóru haustið
1964 á 995 manns, sem valin
voru af handahófi af báðum
kynjum úr öllum stéttum án
vitneskju um heilsufar þess
fyrirfrám. Niðurstöður rann-
sóknanna erú, að meira en 200
manns þjáðust af hjartasjúk-
dómum (aðallega vegna æða-
kölkunar), yfir 200 höfðu ó-
eðiilegan blóðþrýsting og yfir
300 höfðu verki í liðum og
vöðvum.
Rafreiknar eru notaðir til
að vinna úr rannsóknum lækn
anna, enda hefði það verið
næstum ómögulegt á annan
hátt, þar sem um 600 atriði
komu til greina viðkomandi
hverri manneskju, sem rann-
sökuð var.