Morgunblaðið - 20.05.1965, Qupperneq 2
2
MOHCU N BLADIÐ
Fimmtudagur 20. maí 1965
— Handritm
Framhald af bls. 1
greitt það. Var þetta í
fyrsta skipti sem notuð
var heimild 73. greinar
stjórnarskrárinnar um
slíka frestun, ef þriðjung-
ur þingmanna undirrit-
aði frestunarskjalið. Aðal-
hvatamaður mótmæl-
anna var íhaldsþingmað-
urinn Poul Möller.
Enda þótt danska þingið
hafi nú afgreitt handritafrum
varpið öðru sinni, getur svo
farið að um það verði nokk-
wrt þref enn um sinn. f
gærkvöldi höfðu samkvæmt
NTB-frétt 50 þingmenn und-
irritað ósk þess efnis að
þjóðaratkvæðagreiðsla fari
fram um málið, en 60 þing-
menn þarf til þess að af því
geti orðið. Frestur til að skila
undirrituðu þjóðaratkvæða-
skjali er til laugardags, og
eins og kemur fram í samtali
Morgunblaðsins við K. B. And
ersen, kennslumálaráðherra,
sem birtist á öðrum stað í
blaðinu, liggur ekki fyrir
hvort andstæðingum afhend-
ingarinnar tekst að fá tilskil-
inn þingmannafjölda undir
skjal sitt. Ef þjóðaratkvæða-
greiðsla færi fram, yrðu 30%
atkvæðisbærra manna í Dan-
mörku að taka þátt í atkvæða
greiðslunni og meiri hluti
þeirra að greiða atkvæði gegn
lögunum til þess að fella þau.
hess má einnig geta, að
Arnanefnd hefur ákveðið að
leggja málið fyrir dómstólana
til þess að fá úr því skorið,
hvor hér sé um að ræða brot
á dönsku stjórnarskránni. Þá
má geta þess að lokum, að
ekki er vitað hvort Árnanefnd
skýtur málinu til dómstól-
anna til að fá úrskurð um það,
hvort hér se um eignarnáms-
lög að ræða, en það mál er í
athugun hjá stjórn Árnasafns,
eins og kemur fram í samtali
við prófessor Bröndum- Niel-
sen, sem einnig birtist á öðr-
um staff í blaðinu í dag.
Hér á eftir fer frásögn frétta-
xitara Morgumblaðsins í Kaup-
mannahöfn um afgreiðslu máls-
ins í gær.
Umraeður og afffreiðsla
Þá eru úrslitin ráðin, að
minnsta kosti í danska í>jóð-
þinginu, sem samþykkti síðdegis
í dag með 104 atkvæðum gegn
58 frumvarpið um aflhendingu
íslenzku handritanna. Þrír þing-
menn sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna og 14 voru fjarver-
andi.
99
BrÖKidum-Nielsen í samtali við l\lbl.:
INIej, nu gaar den lös“
PRÓFESSOR Johannes Brönd
um-Nielsen hefur ásamt starfs
bróður sínum, Westergárd-
Nielsen og þingmanninum
Poul Möller, verið ákafastur
andstæðingur fslendinga í
handritamálinu á undanförn-
um árum. Morgunblaðinu
þótti rétt að eiga við hann
stutt samtal í tilefni þess
merka atburðar, að danska
þjóðþingið hefur nú samþykkt
handritafrumvarpið. Frétta-
maður Morgunblaðsins sagði í
upphafi samtalsins við hinn
aldna prófessor:
„Jæja, nú er handritamálið
leyst“.
„Nej“, svaraði prófessorinn,
„nu gár den lös“.
Síðan skýrði hann frá því,
að annaðhvort yrði látin fara
fram þjóðaratkvæðagreiðsla
um málið eða það yrði lagt
fyrir dómstólana. „Stjórnmála
mennirnir verða að taka á-
kvörðun um atkvæðagreiðsl-
una“, sagði hann, „en Árna-
nefnd hefur þegar ákveðið að
leggja málið fyrir dómstólana
— og fá úr því skorið, hvort
lögin séu ekki brot á stjórnar-
skránni“.
„Hver borgar málshöfðun?“
spurði fréttamaður.
„Það gera einstaklingar",
svaraði prófessorinn ákveðið,
„það hefur verið vel séð fyrir
því“.
Þá sagði prófessor Bröndum
Nielsen, að Árnanefnd hefði
fengið hæstaréttarlögmanninn
Christrup til að fjalla um mál-
ið fyrir sína hönd, og ákveða
meðferð þess fyrir dómstólun-
um. „Hann mun taka ákvarð-
anir um það, hvort leggja
skuli málið fyrir dómstólana
sem eignarnámslög", sagði
Bröndum-Nielsen ennfremur.
„Þannig eiga stjórnmálamenn-
irnir eftir að taka ákvörðun
um þjóðaratkvæðagreiðsluna,
Árnanefnd hefur einhuga (Jón
Helgason var fjarverandi á
þeim fundi) ákveðið að leggja
málið fyrir dómstólana, en
Christrup á eftir að taka af-
Bröndum-Nielsen.
stöðu til þess hvort farið verði
með lögin sem eignarnámslög.
Ég álít að lögin séu svo ó-
stjórnlega illa úr garði gerð
og þeim hafi verið þröngvað
gegnum þingið með svo óað-
laðandi aðferðum, að málið
hefur hlotið að kalla á and-
stöðu“.
„Yiljið þér ekki óska ís-
lendingum til hamingju nú á
þessum tímamótum?"
„Nei, engar hamingjuóskir",
svaraði prófessorinn ákveðið,
„það er ekki útséð um málið
enn. Það hefur fátt komið mér
á óvart og langt síðan við þótt
umst sjá, að hverju stefndi í
þjóðþinginu, þessvegna tókum
við ákvörðun um málshöfð-
un“.
„Eruð þér í tilefni dagsins í
slæmu skapi, prófessor?“
„Nej, slet ikke, málið hefur
fengið þá meðferð í þinginu
sem ég bjóst við. Það einasta
sem komið hefur á óvart er
möguleikinn á þjóðaratkvæða
greiðslu. Og að lokum vil ég
segja: Hér í Danmörku eru
margir, sem spyrja bæði sjálfa
sig og aðra: Geta íslendingar
verið þekktir fyrir að þiggja
gjöf, sem ekki er gefin • af
dönsku þjóðinni en er aöeins
pólitísk gjöf?“
Ekki er vitað, hvort lögin um
afhendingu handritanna verða
borin undir þjóðaratkvæði. Það
er ekki fyrr en á laugardag sem
útrunnin er sá frestur, sem and-
stæðingar afhendingarinnar hafa
til að fá 60 þingmenn til að
krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þó 58 þingmenn séu andvígir af-
hendingarlögunum, er ekki víst
að þeir séu allir fylgjandi þjóð-
aratkvæði. Og þó lögin verði
borin undir þjóðaratkvæði, er
ekki þar með sagt að þau verði
felld. Til þess þarf að minnsta
kosti ein milljón kjósenda að
greiða atkvæði gegn afhendingu.
Þingfundurinn stóð í rúma
tvo tíma og voru áhorfendabekk
ir þéttsetnir. Fátt nýtt kom fram
við umræðurnar, en oft urðu
þar miklar orðasennur, einkum
er þeir áttust við Poul Möller,
taismaður íhaldsflokksins, og
K.B. Andersen, kennslumálaráð-
herra. Atkvæðagreiðslan fór
fram að viðhöfðu nafnakalli, og
greiddu jafnaðarmenn og róttæk
ir frumvarpinu atkvæði allir
sem einn, en óháðir allir á móti.
Vinstri flokkur Axels Larsens og
íhaldsflokkurinn voru klofnir í
nfiálinu. íhaldsþingmennirnir
Knud Thestrup og Hanne Budtz
greiddu bæði frumvarpinu at-
kvæði, eins og búizt hafði verið
við ,en rithöfundurinn Hans
Jörgen Lembourn og Christian
R. Christensen, sem báðir eru
þingmenn íhaldsflokksins, sátu
hjá. Prófessor Morten Lange, úr
flokki Axels Larsens, sat einnig
hjá.
í lokaumræðunum sagði tals-
maður jafnaðarmanna, W. Dup-.
ont, að lítið hefði orðið úr þeirri
gífurlegu mótmælaöldu, sem
Poul Möller hefði reynt að
UM ALLT land var bjartviðri
og logn eða hæg austlæg átt
í gær. Suðvestanlands var hit
inn sex til éllefu stig, en ná
lægt frostmarki við norður-
og austurétröndina.
Lægðin suðaustur af Græn-
landsodda (Hvarfi) færist í
aukana, og var því gert ráð
fyrir allhvassri suðaustanátt
og lítils háttar rigningu við
suðvesturströndina í dag.
stofna til í sjónvarpsumræðu ný-
lega. Aðeins tveir aðilar hefðu
snúið sér til fulltrúa jafnaðar-
manna, og ekki hefði verið ó-
næðisamt hjá öðrum þingmönn-
um af þessu tilefni. Um átta
þúsund manns munu hafa snúið
sér með mótmæli til skrifstofu
Þjóðþingsins, og léti þá nærri
að alls hefðu um tíu þúsund
manns sent handritanefnd þings
ins mótmæli.
Ib Thyregod, þingmaður
Vinstriflokksins, spurðist fyrir
um það, hvaða afstöðu stjórnin
tæki til þess að fresta afhend-
ingu handritanna, þar til árangur
hugsanlegra málaferla liggur
fyrir. Sjálfur hefði hann tekið af
stöðu til þess, hvort um væri að
ræða eignarnámslög árið 1961,
þegar hann undirritaði kröfu um
frestun staðfestingar afhendingar
laganna. Hann kvaðst enn á
þeirri skoðun að um eignarnám
væri að ræða, og þess vegna
ekki vera fylgjandi þjóðarat-
kvæðagreiðslu, því þjóðarat-
kvæðagreiðsla gæti ekki staðfest
eignarnámslög. Það væri erfitt
fyrir dönsku stjórnina að kom-
ast í þá aðstöðu að hafa skuld-
bundið sig þjóðréttarlega til þess,
sem ekki væri unnt að verða
við rikisréttarlega-
Poul Möller gagnrýndi með-
feöð málsins hjá handritanefnd
þingsins. Minnihluti nefndarinn-
ar hefði verið fús til að vinna að
lausn málsins með samningum,
en meiriihlutinn vísað á bug sér
hverri hugmynd um breytingu
eða skerðingu á frumvarpinu,
eins og það lá fyrir, Um tíu
þúsund manns hefur sent þing-
mönnum íhaldsflokksins mót-
mæli gegn afihendingu. „Væri
ekki sanngjarnt, ef hér á að vera
um þjóðargjöf að ræ'ða, að beð-
ið væri með gjöfina, unz þjóð-
inni hefur verið veit ttækifæri
til að láta í ljós álit sitt á mál-
inu“, spurði Poul Möller enn
fremur. Þingmenn lnaldsflokks-
ins voru enn fúsir til viðræðna
um lausn málsins á norrænum
grundvelli og vinna að því að
handritin ver’ði gerð að sam-
eign Dana og íslendinga.
Ilelveg Petersen, þingmaður
róttækra, taldi að áframhaldandi
barátta Poul Möllers gegn af-
hendingu handritanna væri
fjarri öllu lagi. Ekki væri orð á
gerandi þeim tuttugu þúsund-
mótmælum, sem borizt hefðu,
þau væru alls óverulegur hluti
atkvæðisbærra mann í landinu,
sem væru hátt á þriðju milljón.
í umræðum um frumvarpið
hefðu ekki komið fram neinar
þær upplýsingar, er tilefni gasfu
til breytinga á því. Kvaðst
Helveg Petersen í sjálfu sér vera
fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðsl-
um, einnig um mál á borð við
það sem nú er fyrir. En hann
sagði að næg tækifæri hefðu gef
izt til að ræða málið við kjós-
eridur frá því að handritafrum-
varpinu var fresta'ð 1961. Þjóðar
atkvæðagreiðsla nú yrði til þess
eins að fresta afgreiðslu máls-
ins-
Axel Larsen, þingmaður Sósíal
iska þjóðarflokksins taldi þess
lítinn kost að taka handritamál-
ið nýjum tökum úr þessu. Af-
hending handritanna væri sann-
girnisatriði. Og enginn fótur
væri fyrir fullyrðingunum um að
vísindamenn í Danmörku stæðu
uppi slyppir og snauðir, ef hand-
ritin væru frá þeim tekin. Axel
Larsen mælti gegn þjóðarat-
kvæðagreiðslu og harmaði að
enn skyldi ríkja úlfúð og beiskja,
þegar handritafrumvarpið miðaði
einmitt að því að efla norræna
samstöðu.
Áður en K. B. Andersen,
kennslumálaráðherra, s v a r a ð i
fyrirspurnum, tóku einnig til máls
Morten Lange og Poul Dam, þing
menn Sósíalíska þjóðarflokksins,
og Færeyingurinn Poul Andrea-
sen, en hann greiddi frumvai-p-
inu atkvæði.
Kennslumálaráðherrann sagði
að ríkisstjórnin mundi fresta af-
hendingu handritanna, þar til
fyrir lægi árangur hugsanlegra
málaferla. Ekki kvaðst ráðherr-
ann geta fallizt á orð Pouls Möll-
ers um að frekari samninga hefði
verið þörf, og benti á að Árna-
nefnd hefði að hans undirlagi átt
viðræður við handritanefnd þjóð
þingsins. Kvað hann Poul Möller
beita kænskubrögðum til að fá
handritaafhendingunni frestað.
Tillaga hans um að leggja málið
fyrir Grænlandsráð væri eitt
dæmi um þetta, þjóðaratkyæða-
greiðslan annað — og hvað væri
það sem fyrir Poul Möller
vakti? Sagðist ráðherrann aldrei
hafa kynnzt undarlegri túlk-
un á fyrirmælunum um þjóð-
araatkvæðagreiðslu en þeirri, að
vísindamenn ættu að setjast á
rökstóla og ákveða, hvað þeir
vildu af hendi láta. Per Hækk-
erup, utanríkisráðherra Danmerk
ur, og dómsmálaráðherrann tóku
einnig til máls áður en umræð-
unum lauk með snarpri orða-
sennu milli Pouls Möllers og
K. B. Andersens.
Dýrgripir heim til Íslands
Dr. Einar Ólafur sagði í frétta-
auka í gær, að sérstakur samn-
ingur hefði verið gerður um af-
hendingu Flateyjarbókar og Kon
ungsbókar að Sæmundareddu,
sem væru hinir dýrlegustu grip-
ir. Einnig sagði hann: „í Árna-
safni er ennfremur Möðruvalla-
bók, og í henni eru flestar ís-
lendinga sögurnar, þá er þar
Ormsbók af Snorra-Eddu og fleiri
Snorra-Eddu handrit, mikið af
kirkjulegum bókmenntum íslend
inga, tvö aðalhandrit af Sturl-
ungu, nær öll verðmæt handrit
af Landnámu o. fl. o. fl.
Þetta á allt að koma til íslands
aftur, svo fremi að allt sé með
eðlilegum hætti. Ég tel, að með
samþykkt danska þjóðþingsins í
dag, hafi náðzt merkur áfangi I
handritamálinu", sagði Einar Ól-
afur Sveinsson að lokum, „og
fögnum við að sjálfsögðu af-
greiðslu þessa máls“.
Árásum á N-Viefnam
verður að hætfa
— segja Sovétleiðtogar og Shastri
Moskvu, 19. maí (NTB).
í SAMEIGINLEGRI yfirlýsingu
leiðtoga Sovétríkjanna og Lals
Bahadurs Shastris, forsætisráff-
herra Indlands, sem gefin var út
að aflokinni opinberri heimsókn
hans til Moskvu segir m.a., að
Bandarikjamenn verði þegar í
stað að hætta árásum á N.-Víet-
nam og, að endanleg lausn
Víetnammálsins verði aðeins
futtdin innan taknvarka Genfar-
samkomulagsins um Indókína.
Átökin á landamærum Ind-
lands og Pakistan eru ekki nefnd,
en lögð áherzla á að leysa eigi
alþjóðlegar deilur, þar á meðal
landamæradeilur, á friðsamleigan
hátt með samningum, valdbeit-
ing sé ekki vænleg til árangurs.
í yfirlýsingu er staðfeSt, að
Sovétríkin muni halda áfram að
veita Indverjum efnahagslega og
tæknilega aðstoð.