Morgunblaðið - 20.05.1965, Qupperneq 16
16
MORGUNBLADID
Fimmtudagur 20. maí 1965
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
f lausasölu kr. 5.00 eintakið.
íslenzka þjóðin
þakkar og fagnar
Tslenzka þjóðin þakkar ríkisstjórn og þjóðþingi Danmerkur
einum rómi og heils hugar. Dagurinn í gær, 19. maí 1965,
er einn stærsti dagurinn í langri sögu samskipta Dana og ís-
lendinga. Þennan dag samþykkti þjóðþing Danmerkur með
yíirgnæfandi meirihluta atkvæða afhendingu handritanna,
hinna fornu, íslenzku þjóðardýrgripa, til íslendinga. Af þess-
um degi mun standa ljómi í sögunni langt fram um aldirnar.
Atburðir hans eru glæsilegt dæmi um það, hvernig þroskaðar
menningarþjóðir leysa viðkvæm ágreiningsmál. Samþykkt
danska þjóðþingsins í gær ber vott fágætu víðsýni og stór-
hug —
íslendingar þakka ekki aðeins ríkisstjórn og þjóðþingi
Dana samþykkt lagafrumvarpsins um afhendingu handrit-
anna. Við þökkum dönsku þjóðinni allri. Við þökkum lýðhá-
skólamönnunum og miklum fjölda einstaklinga í öllum stétt-
um í Danmörku fyrir skilning þeirra og framlag til harátt-
unnar, sem var til lykta leidd með atkvæðagreiðslunni í
þjóðþinginu í gær.
íslenzka þjóðin gerir sér ljóst, að ekkert var eðlilegra en
að nokkurs ágreinings gætti meðal Dana um þessa ráðstöfun.
Á hverju máli eru a.m.k. tvær hliðar. Þess vegna ei ástæðu-
laust fyrir okkur að fyllast beizkju í garð þeirra manna, sem
andstæðir voru okkar málstað og lögðu fyrst og fremst
áherzlu á að halda handritunum áfram í Danmörku.
Afhending handritanna er enn ein sönnun vaxandi vin-
áttu íslendinga og Dana. Þessar tvær náskyldu þjóðir hafa
stöðugt verið að nálgast hvor aðra síðan þær mættust á jafn-
réttisgrundvelli. Norræn samvinna innan Norðurlandaráðs,
Norrænu félaganna og fjölmargra annarra norrænna sam-
taka hefur átt sinn ríka þátt í því að treysta vináttutengslin
og skapa gagnkvæman skilning og bróðurhug milli þjóðanna.
Danskir stjórnmálamenn hafa komið fram af miklum
drengskap og festu í afgreiðslu handritamálsins. Er því þó
ekki að neita, að andstaða margra háskólamanna og fræði-
manna í Danmörku gegn afhendingunni olli þingi og stjórn
nokkrum erfiðleikum.
^f“
fslendingar hafa ríka ástæðu til þess að þakka fjölmörg-
nm einstaklingum í Danmörku óeigingjarna og þróttmikla
baráttu fyrir þeim árangri, sem nú hefur náðst. En hér verða
engin nöfn nefnd. íslenzka þjóðin sendir hinni dönsku vina-
þjóð. ríkisstjórn og þjóðþingi Danmerkur einlægar þakkir.
Hún er þess fullviss að framtíðin eigi eftir að sanna, að sam-
þykkt þjóðþingsins í gær hafi verið mikið gæfuspor, sem
jafnan verði talið til stórviðburða í samskiptum norrænna
manna.
I Snjóflóðið í Zugspitze
I NÆR fullvíst þykir að 30
| manns hafi farizt í snjó-
I flóðinu mikla, sem féll úr
| fjallinu Zugspitze skammt
i fyrir sunnan Miinchen sl.
I laugardag. Ekki hefur enn
I tekizt að finna lík þeirra
[ allra. Björgunarmenn unnu
É dag og nótt í fjallshlíðun-
| um fyrstu sólarhringana
I eftir slysið, en á mánudags
[ kvöldið þótti öll von úti
[ um að nokkur væri á lífi
[ og var leitinni hætt.
|" Snjóskriðan féll skömmu eft
I ir hádegið á laugardaginn. —
[ Lenti hún m.a. á svölum við
1 gistihúsið Schneefernerhaus,
[ þar sem nokkrir gestanna sátu
[ og nutu maísólarinnar og
[ hreif þá með sér. Nokkrir
1 skíðamanna í brekkunum fyr-
[ ir neðan grófust undir skrið-
\ unni og einn 10 manna vagn
1 svifbrautarinnar ,sem gengur
1 upp á hinn 2966 m háa tind
j Zugspitze, grófst einnig í fönn.
= Björgunarmönnum tókst að ná
\ 21 manni lifandi undan snjó-
\ skriðunni, en allir eru meira
í eða minna slasaðir. Alls gróf-
[ ust rúmlega 50 manns undir
[ skriðunni.
i Gistihúsið Schneefernerhaus
[ er sérstaklega varið fyrir
[ skriðuföllum og varð lítið tjón
[ á byggingunum. Einn af rit-
i urum gistihússins, 25 ára
i stúlka, Astik Nink, var í eid-
i húsi í kjallara þess er skrið-
i an féll. Hún segir: „Ég stóð
i með disk í hendinni og skyndi
i lega kvað við mikið brak. —
= Allt nötraði eins og jarð-
| skjálfti væri í fjallinu og skelf
i ingaróp bárust úr öllum átt-
i um. Svartamyrkur varð í kjall
i aranum."
i Scneefernerhaus er það
I , ■=
. II11111II 1111111111111111111 llllllll III Mlll 11‘ ..............Illll.I MMMMMMMMIM'
gistihús Þýzkalands, sem hæst
liggur, 270 m fyrir neðan tind
Zugspitze.
Um 500 menn tóku þátt I
leitinni að þeim, sem grófust
í snjóskriðunni, lögreglumenn
og hermenn, bæði þýzkir og
bandarískir. Einnig aðstoðuðu
margir þeirra 300 gesta gisti-
hússins, sem voru svo lánsam-
ir að verða ekki fyrir skrið-
unni.
Ein stúlka, sem var á svöl-
unum við gistihúsið, er skrið-
an féll, barst með henni í stól
sínum um 300 m niður eftir
fjallshlíðinni og fannst þar
mjög lítið meidd.
Snjóflóðið í Zugspitze er
það mesta, sem fallið hefur í
Þýzkalandi. Síðasta stórslys-
ið, sem þar varð af völdum
snjóflóðs var 1931 og létust
þá 7 lögreglumenn. En frá
1946 til 1964 hafa samtals 167
menn látið lífið í snjóflóðum í
Bæjaralandi.
WmwmmMÉm.
Svalirnar við Schneefernerhaus eftir að skriðan féll.
Sovézkar eld-
flaug;ar á Kýpur?
verið til eyjarinnar sovézkar loft
varnaeldflaugar. Skömmu síðar
var tilkynningin borin til baka
og sagt, að Kýpurbúar hefðu skil
j að eldflaugunum aftur, sam-
I kvæmt skipun grisku stjórnar-
' innar, en sú fregn fékkst ekki
Utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, Andrei^/Gromyko, er um
þessar mundxr í heimsókn í Tyrk
landi og talið er, að tyrkneskir
ráðherrar muni ræða við hann
eldflaugakaup Kýpurbúa og ým-
is önnur atriði Kýpurmálsins.
SKÝRT var frá því á Kýpur
í gærkvöldi, að keyptar hefðu staðfest.