Morgunblaðið - 20.05.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 20.05.1965, Síða 17
Fimmtudagur 20. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Verðmæti útflutnings SH yfir 1000 milj. kr. a sl. ari ■ jf * llr ræðu Sigurðar Agústssonar, formanns SH Góðir fundarmenn. Um leið og ég býð ykkur vel- komna á þennan 22. aðalfund Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, segi ég hann settan. Áður en gengið er til aðalfund- arstarfa með kosningu fundar- stjóra og fundarritara, vil ég með nokkrum orðum minnast með- lima samtakanna, sem látizt hafa frá því að síðasti aðalfundur var haldinn í maímánuði 1964. Einn af mestu framkvæmda- mönnum innan okkar samtaka, Jón Gíslason, útgerðarmaður og fiskvinnslustöðvareigandi í Hafn arfirði, andaðist á Landsspítalan- um í Reykjavík 23. júlí sl. eftir þunga legu. Jón var aðalstjórn- armeðlimur okkar samtaka um langt árabil — og starfaði af heil- um hug að velferðarmálum þeirra. Elías Þorsteinsson framkvstj. í Kei'lavík — og stjórnarformaður samtaka frystihúeigenda frá stofnun Sölumiðstöðvarinnar 1942 lézt hér í Reykjavík 25. marz sl., óvænt fyrir okkur vini hans, sem starfað höfum með honum fram til hádegis þennan sama dag, sem andlát hans bar að. Elías átti við vanheilsu að stríða sl. 10 ár — og lagði meiri störf á sig fyrir samtökin en heilsa hans leyfði. Það var ein- læg sannfæring hans og áhuga- mál, að með samstarfi okkar inn- an Sölumiðstöðvarinnar væri þjóðarhagsmunanna bezt gætt, hvað nýtingu sjávarafurða snerti. Elías naut virðingar og trausts allra meðlima og starfsfólks Sölu miðstöðvarinnar — og er hans sárt saknað af okkur öllum — og þó mest af þeim sem lengst og bezt kynni höfðu af honum. Þorvaldur Ellert Ásmundsson, framkv.stjóri á Akranesi og stjórnarmeðlimur Sölumiðstöðv- arinnar, lézt á sjúkrahsúinu á Akranesi 4. apríl sl., en hann hafið átt við vanheilsu að stríða um eins árs skeið. Þorvaldur Ellert var virtur af samborgur- um sinum og öðrum sem kynni höfðu af honum. Hann var vin- sæll og sómakær í öllum störf- um. Við söknum þessara mætu samstarfsmanna — og vottum þeim þakklæti og virðingu fyrir langt og gifturíkt starf í þágu samtakanna. Einn af mestu framámönnum ísl. þjóðarinnar, Ólafur Thors, fyrrv. forsætisráðherra, andaðist hér í borg á gamlársdag 1964. Hafði Ólafur verið veill á heilsu undanfarin ár. Allir sem kynnt- ust Ólafi virtu hann sem dreng- skaparmann — og alþjóð viður- kennir hann sem einn mesta stjórnmálamann, sem uppi hafi verið með þjóð vorri. Ólafur Thors bar hag alþjóðar fyrir brjósti. Hann hafði náin kynni af útgerð íslendinga og beitti sér fyrir stofnun Sölusambands ísl. fiskframleiðenda á þeim árum, er niðurlæging saltfiskmarkaðsins var stærst. Ólafs Thors verður lengi minnzt. Ég vil biðja ykkur, góða íund- armenn, að minnast þessara ágætu manna með því að risa úr *ætum. Þá verður gengið til aðalfund- arstarfa með því að kjósa fundar- stjóra og fundarritara. Ég vil leyfa mér að stinga upp á Jóni Árnasyni alþm. og Huxley Ólafs- •yni frkvstj. sem fundarstjórum — og ef ekki koma aðrar uppá- •tungur tel ég þá samþykkta sem fundarstjóra. Sem fundarrit- ara sting ég upp á Helga Ingi- mundarsyni. Skýrsla stjórnar S.H. ásamt reikningum Sölumiðstöðvar Hrað frystihúsanna fyrir árið 1964 hef- ir verið útbýtt til fundarmanna — og vil ég með nokkrum orðum fylgja skýrslunni og reikningun- um úr hlaði. Það hefir skipzt á með skin og skúrir í framleiðslu sjávarafurða á sl. ári, eins og ávallt vill verða, þegar um aflabrögð er að ræða. Vetrarvertíð á Suð-Vesturlandi, Vestmannaeyjum og á Hornafirði vár mjög hágstæð og gæftir góð- ar. Einnig var góður afli á Vest- fjarðabátana á vetrarvertíðinni, en aflabrögð á Norðurlandi og Austurlandi rýr, nema á báta frá þeim landshlutum, sem gerðir voru út frá verstöðvum við Faxa- flóa. Sumarafli á dragnótaveiðum var víða allgóður, en humarveið- ar með rýrasta móti. Síldveiðar norðanlands og austan voru ágæt ar — og stóðu lengur en dæmi eru til um síldveiðar við strend- ur íslands. Aflabrögð á síldveið- um við Suð-Vesturland voru hins vegar mjög rýr, bæði hvað haust- og vetrarveiðar snerti. Þá vil ég ræða hér nokkur atriði varðandi framleiðslu og út- flutning sjávarafurða frystihús- anna á sl. ári. Nokkur samdráttur varð á heildarframleiðslu frystihúsa inn an S.H. á árinu 1964, borið sam- an við framleiðslu þeirra á árinu 1963. Á árinu 1964 voru aðeins fryst 17,800 smál. af síld, í stað 26,400 smál. á árinu 1963, 8600 smál. minna. — Hinsvegar var frysting á þorski um 3000 smál. meiri á sl. ári en 1963, eða 19,300 smál. Á árinu 1964 fóru í fyrsta skipti í sögu samtaka okkar, verðmæti heildarútflutningsins yfir 1000 millj. kr. Var heildarútflutnings- magn frystihúsa innan S.H. 65.264 smál., að verðmæti 1038 millj. kr., en hafði verið árið áður, hvað magn snertir 72,337 smál., sem var að verðmæti 927 millj. kr. Vegna aukinnar hlutdeildar bol- fiskaflans í heildarútflutnings- magninu, varð útflutningsverð- mætið 1964 111 millj. kr. hærra en árið áður, þrátt fyrir rösk 7 þús. smál. minna útflutnings- magn á því ári. Verðlag á út- flutningsafurðunum 4 árinu 1964 fór og nokkuð hækkandi á erlend um mörkuðum, sem einnig olli hagstæðari útkomu á sölu afurð- anna, eins og gefur að skilja. Um einstök atriði vísast • til skýrslu stjórnar S.H. varðandi þessa framleiðslu og sölumál. Ég vil geta þess, að starfsemi vestan hafs hefir gengið mjög vel á sl. ári, enda verðlag þar mjög hagstætt fyrir afurðir okk- ar. Mun framkvæmdastjóri okk- ar, Þorsteinn Gíslason, sem er mættur hér á fundinum gefa okk ur skýrslu um starfsemina vestra. Framkvæmdastjórar og sölustjórar okkar munu einnig gefa skýrslur hér á fundinum, eins og boðað er í dagskrá fund- arins. Rekstur S.H. var hagstæð- ur í heild á sl. ári — og vil ég votta framkv.stjórum, sölustjór- um og starfsliði samtakanna þakklæti mitt og meðlima S.H. fyrir vel unnin störf. Skipun útflutningsmála. Á síðasta aðalfundi S.H. var samþykkt svohljóðandi tillaga: Sigurður Ágústsson. „Aðalfundur S.H., haldinn í rriaí 1964, telur það stórskaðlegt framtíðarþróun íslenzkra mark- aðsmála erlendis, að margir út- flytjendur eigi að fjalla um þessi mál, og varar við afleið- ingum slíkrar stefnu. Það er álit fundarins, að tilhögun þessara mála sé bezt komið þannig, að aðeins tveim stærstu framleiðend um og söluaðilum þjóðarinnar sé veitt leyfi til útflutnings frystra sjávarafurða. Til að fyrirbyggja óæskilega og fjárhagslega hættu- lega samkeppni íslenzkra aðila í sölu frystra sjávarafurða á er- lendum mörkuðum, skorar fund- urinn á ríkisstjórnina að endur- skoða afstöðu sína í þessum efn- um.“ Stjórn S.H. hefir unnið mark- vist að þessum málum við hæstv. ríkisstjórn og þó mest við hæstv. sjávarútvegsmálaráðherra Emil Jónsson. Vil ég með nokkrum orðum gera grein fyrir viðræð- um þeim og bréfum, sem farið hafa fram á milli stjórnar S. H. og ríkisstjórnarinnar, svo að fundamenn fái nokkur kynni af þessum málum. Ríkisstjórninni var að sjálf- sögðu send ályktun aðalfundar frá í fyrra, svo og bréf þar að lútandi. Undirtektir af hálfu rík- isstjórnarinnar og forsvarsmanna hennar hafa verið jákvæðar — og verður að telja, að ríkisstjórn- in hafi tekið ákveðna afstöðu með því fyrirkomulagi, um sölu frystra sjávarafurða — að þær skuli fyrst og fremst fara í gegn- um sölufélög frameiðenda sjálfra. Þessu til sönnunar vil ég vitna í ræðu, sem hæstv. forsæt- isráðherra Bjarni Benediktsson flutti í sl. mánuði, þar sem hann sagði meðal annars: „Nokkurt ósamkomulag virð- ist upp komið á meðal forystu- manna sjávarútvegsins um, hvort lengur eigi við það sölufyrir- komulag á afurðum hans, er Ólafur Thors beitti sér fyrir, að upp var tekið á kreppuárunum eftir 1930. í þessu er úr vöndu að ráða og skiptar skoðanir í flokki okkar, þó að yfirgnæfandi meiri hluti fiskframleiðenda hafi verið sammála. Á meðan sá meiri hluti helzt verulegur virðist hæp- ið fyrir aðra að stuðla að því, að sölusamtök þeirra rofnL“ Síðan þessi- ummæli voru við- höfð, hefir það skeð, að sá aðili, sem hér hefir einkum verið vitn- að til, hefir nú lýst sig fylgjandi samtakaleiðinni í framkvæmd mála, með því að draga úrsagnir sínar úr S.H. til baka — og ber að fagna þessari ákvörðun hans. Þá hafa okkur borizt tvö bréf frá hæstv. sjávarútvegsmálaráð- herra, þar sem tekin eru af öll tvímæli um skipan útflutnings- mála — en þar segir í bréfi dags. p. febr. sl.: — „í tilefni af bréfi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og sjávarafurðadeildar SÍS dags. 30. jan. sl. „vill ráðuneytið taka það fram að ráðuneytið mun ekki fyrst um sirin heimila öðrum aðilum að bjóða og selja frystar sjávarafurðir til jafn- keypislandanna í Austur-Ev- rópu.“ Og í bréfi dags. 7. þ.m. eða fyr- ir 12 dögum frá sama ráðuneyti segir: „í tilefni af bréfi Sölumiðstöðv ar hraðfrystihúsanna dags. 14. des. sl., skal eftirfarandi tekið fram: Á fundi, sem haldinn var með fulltrúum freðfiskútflytjenda hinn 8. júní sl., var því lýst yfir, í tilefni af fyrirspurn frá fulltrúa S. H., að ekki væri fyrirhugað að fjölga útflytjendum í freð- fiski frá því, sem þá væri, og er sú yfirlýsing enn í gildi. Útflutningsleyfi eru því aðeins veitt til annara en sölusamtaka S.H. og SÍS, að freðfiskútflutn- ingur þeirra sé frá frystihúsum, sem þeir hafa flutt út fyrir að undanförnu." Af þessu sést að hæstv. ríkis- stjórn hefir tekið ákvörðun um þá stefnu í sölumálum frystra sjávarafurða, sem við höfum túlkað — og teljum til farsældar fyrir þjóðina alla. Á undanförnum árujn hefir skipastóll útgerðarmanna stór aukizt, til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Mikill hluti þessara fiski skipa hafa verið byggð erlpndis, en nokkur þeirra af innlendum skipasmíðastöðvum. Ber að stefna að því, að með byggingu nýrri og stærri dráttarbrauta og skipasmíðastöðva verði fiskiskip okkar byggð innanlands, þar sem telja verður brýna nauðsyn, að innlendar skipasmíðastöðvar, sem veita mikla og nauðsynlega þjón- ustu, hafi nægilegt verkefni allt árið. Hinn aukni fiskiskipastóll landsmanna er vissulega þarft og ánægjulegt átak og hefir stór- bætt möguleika til að ná afla tU frystihúsanna, þó að enn séu mörg frystihús, sem skortir hrá- efni á ýmsum tímum ársins. — Ýmsar hugmyndir eru uppi um flutning á hráefni milli lands- hluta, sem vissulega eru athygl- isverðar. Við hljótum að fá lausn á þessum vanda ,að geta fengið slíd og annað hráefni flutt ó- skemmt milli landshluta — og það þó um sólarhringssiglingu sé að ræða, svo unnt sé á þennan hátt að fá síldina saltaða eða frysta og þar með auka verðmæti hennar, í stað þess að láta hana í bræðslu á mun lægra verði. Þetta átak, ef framkvæmanlegt er, mundi bæta hag margra fisk- vinnslustöðva, auk þess sem það mundi bæta atvinnuþörf margra byggðarlaga. Til að þetta megi takast, verð- ur að beina enn meira fjármagni til flutninga og bæta móttöku fiskvinnslustöðvanna. Er þess að vænta, að Stofnlánadeild sjáv- arútvegsins, sem verður að efla stórlega vegna fiskiðnaðarins, viðurkenni þessa nauðsyn og vinni að útvegun fjármagns, til að geta mætt eðlilegum kröfum fiskvinnslustöðvanna í þessum efnum. Það hefir valdið og veldur frystihúsaeigendum miklum erf- iðleikum, hversu mikill skortur hefir verið á stofnlánum. Upp- bygging og viðhald frystihús- anna kallar á mikið fjármagn ár- lega, því það eru augljós sann- indi, að frystihúsarekstur þarfn- ast mikils fjármagns, ég vil segja umfram aðrar greinar útflutn- iingsframleiðslunnar, eins og t.d. skreiðar- og saltfisksverkunar. Þessi sannindi eru öllum kunn, sem hafa haft með höndum verk- un sjávarafurða til sölu á er- lendum mörkuðum. Til viðbótar þessu kallar hinn aukni fiski- floti á meiri og betri þjónustu af hendi frystihúsaeigenda, sem sem nauðsynlegt er að geta sinnt. Á síðasta Alþingi voru fram- kvæmdar töluverðar breytingar á tollskránni, sem vissulega eru til bóta í sambandi við rekstur frystihúsanna. Vil ég sérstaklega benda á lækkun tolla á vélum til fiskiðnaðarins úr 35% niður í 10%. Hér er um stórvægilega lagfæringu að ræða, sem ber að viðurkenna og þakka. Þá er einn- ig að benda á þá vaxtalækkun, sem Seðlabanki íslands ákvað fyrir nokkrum mánuðum —■ og væri æskilegt að lengra yrði haldið á þeirri braut, þar sem vaxtabyrði hjá frystihúsaeigérid- um er stór liður í rekstri þeirra. Ég mun ekki hafa þessi orð mín fleiri að sinni. Að sjálfsögðu mun ég og aðrir stjórnarmeð- limir, svo og framkv.stj. S.H., gefa þær upplýsingar í sambandi við rekstur S.H., sem háttv. fundarmenn kunna að æskja og við getum leyst úr. Þakka ég góða áheyrn. IJngu læknarnir Stjörnubíó sýnir um þessar mundir amerisku stórmyndina „Ungu læknarnir" (The Interns). Með aðalhlutverkin fara Michael Call- an, CUff Robertson, James MacArthur og Suzy Parker.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.