Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. julx 1965 J. H. Hambro aðalbankastjóri Hambrosbanka heimsækir ísland UM þessar mundir er staddur hér á landi Mr. John Henry Hambro, aðalbankastj. Hambros banka í Bretlandi. Þessi banki hefur lengi verið í miklum tengsl nm við ísland, en hann er helzti viðskiptabanki Norðurlanida í Bretlandi og einn stærsti verzl- unarbankinn þar í landi. Hambrosbanki hefur haft tengsl við ísland allt frá 1914 og var í langan tíma eini viðskiptabanki íslands í Bretlandi. Komst banka sambandið í upphafi á við Lands- banka íslands, en hefur einnig komizt á við aðra banka hér, er þeir voru stofnaðir. >á hefur Hambrosbanki haft mikið sam- band við íslenzka atvinnuvegi og Iánað m.a. fé til fiskiðnaðar og útgerðar. * í>á hefur Hambrosbanki verið helzta lánastofnun íslenzku ríkis stjórnarinnar í Bretlandi og út- vegaði þannig stórt lán fyrir um tveim árum. Var það fyrsta er- lenda lánið í Bretlandi frá stríðs lokum, sem ekki var bundið við útflutning frá Bretlandi eða ein hverjum öðrum kvöðum. Loks hefur Hambrosbanki lánað fé tif margra íslenzkra togara. sem smíðaðir hafa verið í Bretlandi. J. H. Hambro bankastjóri er fæddur 1904. Ættfaðir hans, Joseph Hambro (1740—1848) var sonur fátækra foreldra af Gyð- ingaættum í Kaupmannahöfn. Hann menntaðist í Hamborg, fór síðan að starfa í verzlun í Kaup mannahöfn og efnaðist skjótt. Árið 1848 settist hann að í Lundúnum. Ættin greindist í tvennt. Fór önnur grein hennar til Noregs (Björgvinjar) en hin til Eng- J. H. Hambro. lands. Hefur samband milli þeirra alltaf verið mjög mikið, enda þótt margir ættliðir að- skilji nú skyldleikann. Hefur bankastarfsemi alltaf verið höf- uðstarfsemi ættarinnar í Bret- landi, en í Noregi . stjórnmála- starfsemi og ritstörf. Einn þekkt- asti afkomandi Hambroættarinn ar þar var C. J. Hambro, sem m.a. var forseti norska Stórþings ins um skeið. 1 för með J. H. Hambro hér eru kona hans og Moltesen fram kvæmdastjóri þeirrar deildar Hambrosbanka, sem annast bankastarfsemi við ísland og Danmörk. Á föstudaginn var voru Hambroshj ónin við laxveiðar í Langá, ásamt forseta íslands. >au fara utan að öllum líkind- um n.k. þriðjudag. Hvalveiðin AKRANESI, 3. júlí — 157 hval- ir hfðu veiðzt á hvalbátana fjóra á siaginu klukkan tólf í dag. Þar af voru fjórir nvalir á leiðinni i land. >etta er álíka veiði og var í fyrra á sama tíma. Einn til tvo síðustu dagana hefur ver ið nokkur þoka áhvalatniðum. Ms Dettifoss tók 69 tonn af hval ke1i alveg nýverið. Áður voru farin 200 tonn hvalkets af þessu árs framleiðslu. — Oddur. Tograinn Karlsefni í Keykjavíkurhöfn í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Karisefni með 250 tonn af saltf iski til Esbjergs Togarinn Karlsefnl kom af tveggja mánaða veiðum við Grænland í gærmorgun með um 250 tonn af saltfiski, sem átti að sigla með áleiðis til Esbjerg í gærkveldi. Aðrir togarar munu ekki hafa veri ðað saltfiskveið- um að undanförnu, enda þarf miklu fieiri menn til þeirra en á venjulegar veiðar. Ragnar Thorsteinsison, framkvæmda- stjóri útgerðarfyrirtækisins, kvað Karlsefni ekki mundu far^ aftur á saltfiskveiðar að svo stöddu. Helgi Þórarinsspn, fram kvæmdastjóri Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda, kvað sennilega nægan markað fynr íslenzkan saltfisk í Esbjerg, en ekki væri vitað um áframhald- andi saltfiskveiðar eða sölur þar. Herferð gegn hungri Á síðasta þingi Æskulýðssam- bands íslands var einróma sam- þykkt, að samtökin skipuðu nefnd, er starfi að framkvæmd „herferðar gegn hungri“, (Free- dom from Hunger Campaign), en hún fer fram um allan heim Utgjöldum Reykjavík urborgar haldið mjög í skefjum — Frá umræðu um reikninga borgarinnar Á FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudag voru reikningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1964 til annarrar umræðu. Af hálfu minnihlutaflokkanna tóku til máls, Guðmundur Vigfússon (K), Björn Guðmundsson (F) ;og Einar Ágústsson (F). Gerðu þeir nokkrar athugasemdir við reikn- ingana, en Geir Hallgrímsson, bórgarstjóri varð fyrir svörum. Borgarstjóri ræddi m.a. í ræðu sinni þá gagnrýni, sem fram hefði komið, að tekjur hefðu far- ið fram úr áætlun og þar með að tekjuáætlun hefði verið of væg. Hann gat þess, að útsvör og að- stöðugjöld væru þeir tekjuliðir, sem farið hefðu fram úr áætlun. I þvi sambandi minnti hann á, að reikningarnir væru þannig færðir, að til tekna kæmu, öll álögð útsvör og aðstöðugjöld, en þá hefði verið bætt við fjárhags- áætlun 10% álagi fyrir vanhöld- um, eins og heimilt er í lögum. Aðeins væri dregið frá það, sem fellt hefði verið niður af eldri út- sVörum, en sú upphæð væri mun lægri en vanhaldaálagið. Borgar- stjóri taldi fyllilega koma til greina að færa sérstakan van- haldareikning, endá væri hér ekki um raunverulegar ráðstöf- unartekj ur að ræða. Tií saman- burðar gat borgarstjóri þess að á ríkisreikningi væri fært til tekna aðeins það fé, sem greitt væri inn á viðkomandi ári. Sú gagnrýni hafði komið fram, að lausaskuldir borgarinnar hefðu aukizt of mikið. Borgar- stjóri svaraði þeirri gagnrýni á þann veg, að borgarsjóður þyrfti á allmiklu rekstursfé að halda, þar sem tekjur borgarsjóðs inn- heimtust að miklum hluta á síð- ustu mánuðum ársins, en gjöid- in féllu jafnt og þétt allt árið. Einhverjar lausaskuldir væru því ekki óeðlilegar. Hrein eign borgarinnar hefði aukizt um 130 milljónir króna og þegar það væri haft í huga, væri skulda- aukning um 30 milljónir króna ekki óeðlileg. Skuldir borgar- sjóðs við sjóði borgarinnar hefðu lækkað, en það væri ekki óeðli- legt, þótt borgarsjóður stofnaði til skulda við sjóði borgarinnar, enda væri það hagkvæmara fyr- ir sjóðina að lána borginni með útlánsvöxtum en að láta sjóðina liggja á innlánsvöxtum í lána- stofnunum. Þá hafði það verið gagnrýnt að rekstrargjöld borgarsjóðs hefðu farið 3,3 milljónir fram úr áætl- un. Borgarstjóri benti á, að sú upphæð næmi aðeins 0,7% af á- ætluðum rekstrargjöldum borg- arinnar. Skýring á auknum út- gjöldum væri einkum sú, að vegna kauphækkana á miðju ári (júnísamkomulagið) hefðu ýmis útgjöld aukizt á árinu. Aukin útgjöld vegna skrifstofuhalds frá árinu áður ættu sér þær rætur, að árið 1964 var fyrsta heila ár- ið, sem hinar auknu kjarabætur opinberra starfsmanna féllu á, en hin nýju launakjör komu til framkvæmda 1. júlí 1963. Borgarstjóri gerði síðan gatna- og holræsagerð nokkuð að um- talsefni og sagði, að eigi hefði verið unnt að vinna fyrir allt það fjármagn, sem áætlað hefði verið .á árinu 1964, vegna skorts á vinnuafli. Unnið hefði verið fyrir 108 milljónir króna. Það væri óumdeilanlegt, að vel hefði verið unnið að framkvæmdum í þeim málum. Borgarstjóri gat þess, að þörf væri á, að gera sér grein fyrir því, hvað unnt væri að gera til að bæta rekstur bæjarútegrðar Reykjavíkur. Það gæti eigi geng- ið til lengdar, að BÚR tapaði 20 milljónum króna á ári eins og 1964 og borgarsjóður þyrfti að taka á sig útgjöld að upphæð 15 milljónir króna. Þegar á heildina er litið, sagði borgarstjóri, og borið saman við önnur sveitarfélög hefðu útgjöld Reykjavíkurborgar ekki vaxið mikið, enda væru útgjöldum borg arinnar haldið niðri eins og mögulegt væri án þess að þjón- usta við borgarana væri skert. Það væri hins vegar alltaf mats- atriði, hvaða kröfur ættu að upp fylla og hvað borgararnir vildu í rauninni greiða miklar fram- kvæmdir, þegar til kastanna kæmi og skattreikningarnir birt- ust. Ekkert væri gert, nema borgararnir sjálfir stæðu undir kostnaðinum. Útboð í veigamikl- ar framkvæmdir hefðu sparað borginni fé og sýnt, að eigi væri unnt að fá framkvæmdirnar unn- ar fyrir lægra verð, en raun bæri vitni um. Nú væri á lokastigi undirbúningur vegna aðalskipu- lags borgarinnar. í því skipulagi væri ekki eingöngu gert ráð fyr- ir skipulagi einstakra borgar- hverfa, heldur væri þar tekið tillit til allra þeirra framkvæmda, sem nútímaborgarfélag krefst. Rpikningar borgarinnar voru að lokum samþykktir með tólf samhljóða atkvæðum. á vegum Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu Þjóð- anna (Food and Agriculture Org anisation). Skal nefndin starfa að fjársöfnun hér á landi til á- kveðins verkefnis í þróunarlandi er ákveðið verður í sameiningu af hinni íslenzku framkvæmda- nefnd HGH og Matvæla- og land búnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna. Nefndinni til aðstoð- ar starfar samstarfsnefnd, sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju aðildarsambandi ÆSÍ. Síðastliðið haust skipaði ÆSÍ undirbúningnefnd til þess að athuga möguleika á því, að sam tökin tækju þátt í alheimsbar- áttu þessari. f nefndina var skip aður einn fulltrúi frá hverju hinna pólitísku æskulýðssam- banda, þeir Sigurður Guðmunda son, sem var formaður néfndar- innar, Elías S. Jónsson, Magnúa Jónsson, Ragnar Kjartansson og auk þess Örlygur Geirsson úr stjórn ÆSÍ. Á þinginu var samþykkt að sömu menn skyldu eiga sæti i fyrstu framkvæmdanefnd HGH, og má því segja, að nfendin hafi starfað óslitið um 8 mánaða skeið að undirbúningi þeirra að- gerða, sem fyrirhugaðar eru næsta haust. Nú hefur nefndin opnað skrif- stcfu að Frikirkjuvegi 11. og hefur verið ráðinr/ framkv.stj, Jón Ásgeirsson. xHingað til lands er væntanleg- ur hr. Kjeld B. Juul fulltrúi frá Evrópudeild HGH, til viðræðna við hina íslenzku HGH nefnd og fleiri aðiia. Ávarp frá aðilum samstarfs- nefndar birtist á bls. 23. Aðalfundur IMorræna sam- vinnusamb. haldinn hér AÐALFÚNDUR Norrænia sam- vinnusambandsins (Nordisk And eisforbund, NAF) verður hald- inn á Hótel Sögu dagana 4.—7. júlí n.k. Á fundinum mæta um hundrað fulltrúar, íslenzkir og erlendir. Tilgangur NAF er fyrst og fremst að sjá um vöruinnkaup fyrir aðildarsamtök sín á heims markaðinum, á sem hagkvæmust um kjörum. Aðalskrifstofur sam bandsins eru í Kaupmannahöfn. Umsetning NAF á árinu 1964 nam 511,6 milljónum danskra króna og jókst á árinu um 24%. Hluti S.Í.S. I umsetningunni hækkaði um 4%. Eftir að sam- vinnusamböndunum hafði verið úthlutað tekjuafgangi, að upp- hæð d.kr. 2,5 miílj. varð tekju* afgangur á rekstrarreikningi d. kr. 119.473. Að viðbættum eftir- stöðvum frá fyrra ári, sem nema d.kr. 326.984 er til ráðstöfunar á aðalfundi d.kr. 446.457. Af íslands hálfu á Erlendur Einarsson sæti í stjórn NAF. LÆGÐIN fyrir S. Græn- ast kl. 9 á Kirkjuþæjarxl. land fór sér hægt í gær, en 14°, en kaldast á Kambanesi, seig þó norður, og hæðin yf- 4°. Á Hveravöilum er nú ir íslandi og hafinu suður byrjað að mælta hita, og var undan lét nokkuð undan. Veð hann 10’ þár um morgúninn. ur var blítt um allt land, hlýj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.