Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 16
t6
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. júlí 19M
JltagtiiiHaMfr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
LÖNG OG ERFIÐ
ÚTIVIST
Hagur júgóslavneskra sjálfs-
eignabænda blómgast
eftir
John Rutherford
Sjálfseignarbændur í
Júgóslavíu eru nú orðnir
svo vel efnaðir, að þeir
geta keypt sér einkabif-
reiðir- Skattarnir hafa ver
ið hækkaðir, en bóndi sem
á um 5 hektara lands, get-
ur greitt þá með andvirði
tveggja grísa.
Þótt Júgóslavar séu
Ikommúnistar, haldi fast
við eins flokks kerfið, og
fylgi Sovétríkjunum að
málum, reka þeir landhún
£ að sinn ekki á grundvclli
samyrkjubúa.
Af 19 millj. íbúa Júgó-
slavíu eru 12 milljónir bænd-
ur. Búa þeir á 2,5 milljón
býlum, frá 2 hektörum upp í
16 hektara að stærð. Sjálfs-
eignarbænduxnir eiga 86%
alls ræktanlegs lands í Júgó-
slavíu og 80% búpenings.
Þeir borguðu 43% hærri
skatta s.l. ár en 1961, en
engu að síður tókst þeim að
bæta lífskjör sin töluvert og
það á of auðveldan hátt að
áliti stjórnarinnar. Hún hef-
ur áhyggjur af því hve góður
efnahagur bændanna er, á
meðan stjórnir annarra
kommúnistaríkja berjast við
gallana, sem fram hafa kom-
ið á samyrkjubúskapnum og
sljóleika iila launaðra land-
búnaðarverkamanna.
Pólland er eina kommún-
istaríkið, að Júgóslavíu frá-
talinni, sem ekki rekur sam-
yrkjubúskap, en bændur þar
hafa mun minna frelsi. Og
þrátt fyrir aðgerðir, sem
framkvæmdar hafa verið í
öðrum kommúnistaríkjum til
að bæta kjör bændanna á
samyrkjubúunum, öfunduðu
þeir allir hina snjöllu, þraut
seigu stéi tarbræður sína í
Júgóslavíu.
Júgósiavneskir bændur
gripu tæki/ærið fyrir 17 ár-
um, er siitnaði upp úr vin-
skapnum við Sovétríkii, og
stjórn Títós átti ekki annars
kost en hætta tilraunura til
að koma á samyrkjubúskap í
landinu. Þá hafði um 10 þús.
samyrkjubúum verið komið á
fót, en rúm 9. þús. þeirra
voru leyst upp á tveimur
mánuðum. Síðan hefur stjórn
in gert maigar tilraunir til
að koma á samyrkjubúskap,
en þær hafa gengið mj'jg illa,
enda hefur stjórnin lýs* því
yfir, að hún vilji ekki neyða
bændurna til að ganga í sam-
yrkjubúin. il efur hún xeynt
að lokka þ átil þess með því
að veita saroyrkjubúunum
ríkisstyrk og reyna að sýna
Titó
fram S, að r.ærdur þar séu
betur ssttjr en sjálfseignar-
bændurnir. Staðreyndirnar
sýna hins vegar, að þrátí fyr-
ir ríkisstyrkinn, ganga sam-
yrkjubúia ver en bú í einka-
eign. Yfirgtia menn þau
jafnvel og fara að vi.ina hjá
sjálfseignarbændunum.
Um árabil geiðu sjáltieign-
arbændurnir í Júgóslavíu lít-
ið til að kr.ýja fram hærra
verð á landbúnaðarafurðum.
Þeir hötðu fé tii að ka ipa all
an nauðsynjavarning og létu
sér það nægja. En síðistliðið
ár neituðu þeir að láta stjóm
ina haía maísuppskeruna til
útflutnings, því a'ð þeim
fannst hún ekki bjóða nægi-
lega hátt ’ erð. Bændurnir
framleidd i vm 7 milljónir
lesta at maís á árinu og not-
uðu mes^an híuta framleiðsl-
unnar á búum sínum.
Stjórnin hefur því neyðzt
til að hækka afurðaverðið,
bæði með það fyrir augum
að örva sjálfseignarbændurna
til að auka framleiðsluna og
til þess að reyna að aðstoða
samyrkjubúin við að skila
hagnaði. Samkvæmt vikurit-
inu „Economska Politika1* í
Belgrad, hafa sjálfseignar-
bændurnir haft mun meiri
hag af þessum verðhækkun-
um en samyrkjubúin. Segir
blaðið, að lífskjör þeirra hafi
batnað án þess að þeir þyrftu
nokkuð að leggja á sig til að
auka framleiðsluna. Stafar
þetta m.a. af því, að stjóm-
in hafði lokið við að skatt-
leggja íbúana áður en land-
búnaðarvörurnar hækkuðu.
Skömmu eftir að verðhækk
anir þessar komu til fram-
kvæmda varð stjómin við há
værum kröfuim borgarbúa
um verðbindingu á landbún-
aðarvörum, en það kom ekki
illa niður á bændum, því að
um leið var bundið verð á
iðnaðarvörum.
Á þessu ári greia sjálfseign
arbændur 16% hærri skatta
en s.l. ár, en það veldur þeim
ekki áhyggjum vegna hins
hagstæða afurðaverðs. Stjórn
in er hins vegar ekki eins á-
nægð með þróunina, en hún
veit að ekki verður aftur snú-
ið.
(OBSERVER — öll réttindi
áskilin)
1 ugljóst er af skrifum Tím-
ans, að blaðið er enn hald-
ið þeim misskilningi, að mót-
mælaaðgerðum síldarsjó-
manna hafi verið beint gegn
ríkisstjórninni. Hér var auð-
vitað um að ræða deilu milli
sjómanna og útgerðarmanna
og síldarkaupenda, enda voru
þeir einu aðilar deilunnar.
Þetta er líka augljóst af við-
brögðum sjómannanna, þegar
þeir gerðu sér ljóst, að Fram-
sóknarmenn reyndu allt sem
þeir máttu til að gera þessa
deilu að pólitískum skolla-
leik, sem beint væri gegn rík-
isstjórninni. Sjómennirnir
lögðu sig sérstaklega fram
um, að samkomulag mætti
nást, þegar er þeim varð ljós
tilgangur Tímamanna. Og
það var líka sannarlega heppi
legt að þessi deila skyldi
losna við afskiptasemi á-
byrgðarlausra stjórnmála-
manna úr röðum Framsókn-
armanna og kommúnista. —
Ríkisstjórnin greip svo inn í
þessa deilu síldarseljenda og
kaupenda til þess að flýta fyr-
ir lausn málsins og eru allir
sammála um, að það hafi
henni tekizt svo sem bezt
verður á kosið.
Það er út af fyrir sig skilj-
anlegt, að Framsóknarmenn
reyndu að gera þessa deilu
að pólitísku árásarefni á rík-
isstjórnina. Flokkur þeirra
hefur nú verið utan stjórnar
í nær sjö ár. Útivistin er orð-
in flokknum löng og erfið
enda kann hann henni illa og
á raunar öðru að venjast.
Framsóknarflokknum svíður
þó alveg sérstaklega, að þessi
nærfellt sjö ár, sem hann hef-
ur verið utan ríkisstjórnar
hafa verið einn mesti fram-
faratími í sögu þjóðarinnar.
Höft og bönn frá valdatíma
Framsóknarflokskins hafa
▼erið brotin á bak aftur, en
frelsi til athafna verið aukið
til mikilla muna. Lífskjör
þjóðarinnar hafa tekið stökk-
breytingum. Af þessum sök-
um hafa Framsóknarmenh
ekki fundið neitt sérstakt árás
arefni á ríkisstjórnina í lengri
tíma og voru raunar orðnir
úrkula vonar um að það
mundi takast, ekki sízt eftir
að samningar tókust um
kaup og kjör í ýmsum lands-
hlutum og ekki hefur komið
til almennra verkfalla á þessu
vori.
Síldardeilan kom því eins
og af himnum send til von-
avikinna Framsóknarforingja
og þeir töldu sig nú hafa það
vöpn á hendur ríkisstjórn-
inni, sem mundi duga. En
einnig það brást, deilan leyst-
ist á farsælan hátt fyrir for-
göngu ríkisstjórnarinnar, en
Framsóknarforkólfarnir, sem
léku sér af ábyrgðarleysi með
viðkvæmt deilumál sitja eftir
með sárt ennið.
„Sér grefur gröf þótt grafi“,
segir máltækið og á það við
engan stjórnmálaflokk ís-
lenzkan fremur en Fram-
sóknarflokkinn. Hann hefur
nú glatað öllu trausti þjóð-
arinnar og hin erfiða eyði-
merkurganga flokksins utan
ríkisstjórnar hefur skapað
óróa í röðum flokksmanna og
óánægju með forystu flokks-
formannsins, Eysteins Jóns-
sonar.
Framsóknarflokkurinn greip
til þess örþrifaráðs að gera
síldardeiluna að pólitísku á-
rásarefni á ríkisstjórnina. Sú
tilraun mistókst og er for-
dæmd af öllum almenningi.
Alvarleg deilumál sem síld-
ardeilan, eru ekki til þess fall-
in að gera þau að pólitísk-
um skollaleik. Framsóknar-
flokkurinn verður áhrifalaus
aðili í íslenzkum þjóðmálum
meðan hann skilur ekki þá
staðreynd.
FISKIMJÖL TIL
MANNELDIS?
í sama tíma og síldarbát-
arnir tínast á miðin ber-
ast fregnir, að markaðshorf-
ur fyrir lýsi og mjöl séu nú
traustar. Nýlega er lokið hér
í Reýkjavík fundi fram-
kvæmdaráðs Alþjóðasamtaka
fiskmjölsframleiðenda og var
þar rætt um margvísleg mál-
efni varðandi fiskmjölsiðnað-
inn í heiminum, bæði við-
skiptalegs eðlis og vísinda-
legs.
íslendingar eru nú orðnir
stórir framleiðendur á fiski-
mjöli og hér rísa stöðugt full-
komnari verksmiðjur á því
sviði. Yið höfum að vísu
slæma reynslu af miklum
verðsveiflum á heimsmarkað-
inum á þessari vöru, en síð-
ustu árin hefur það farið sí-
fellt hækkandi og markaðs-
horfur eru nú góðar.
En þótt fiskmjölsfram-
leiðslan sé nú orðin mikil-
væg og ábatasöm atvinnu-
grein felast þó í henni miklu
stórkostlegri möguleikar, en
menn kannski almennt gera
sér grein fyrir, Undanfarin ár
hafa verið gerðar tilraunir
með fiskimjöl til manneldís
og eru töluverðar líkur til að
takast muni að vinna það á
aðeins átta arnarhreiður hafa
verið á öllu landinu, ein-
göngu við Breiðafjörð og á
þann hátt. Ef svo verður opn-
ast alveg nýir möguleikar í
þessari atvinnurgein og líkur
fyrir stórum mörkuðum í
hinum svokölluðu þróunar-
löndum.
Nauðsynlegt er fyrir okkur
að fylgjast vel með því sem
gerist í þessum efnum og
bregða fljótt við ef takast
skyldi að leysa ýmis vanda-
máí, sem enn eru óleyst í
þessum efnum.
ÍSLENZKIÖRNINN
F'rá því var skýrt í Mbl. í
gær, að fyrir nokkru
hefði dauður örn fundizt í
Geirþjófsfirði. í fyrra munu
Vestf jarðakjálkanum.
Það er augljóst mál að örn-
inn íslenzki á nú í vök að
verjast. Á þessu ári hafa fund
izt tvö arnarhræ og þrjú í
fyrra. Talið er að rúmlega
tuttugu ernir séu á öllu land-
inu.
Það væri mikill skaði, ef
þessi stolti fugl hýrfi með
öllu sjónum okkar. Þess
Alþjóðamót flug-
umsjónarmanna
NÝLEGA var haldið árlegt al-
þjóðamót flugumsjónarmanna
(IFALDA) í Chicago. Fulltrúi
Félags íslenzkra flugumsjónar-
manna var Guðmundur Snorra-
son frá Flugfélagi íslands.
Á -þinginu var aðalléga rætt
um aúkna samræmingu á störf-
um flugumsjónarmanna í hinum
ýmsu aðildarríkjum, ög gerðu
fulltrúar grein fyrir, hvernig
ábýrgð og sky idur t'Lug umsj ónar-
oianna væru ákveðnar af flúg-
vegna ber að gera allt sem
hægt er til þess að viðhalda
honum og forða því að hann
deyi út. Allir verða að taka
höndum saman um það, ekki
sízt þeir sem búa á þeim svæð
um sem örninn er enn að
finna, þótt þeim finnist hann
kannski stundum nokkuð
ágengur.
málastjórnum, flugfélögum og
valdhöfum í hverju landi.
Ákveðið var að senda tvo full-
trúa á ráðstefnu alþjóða flug-
málastofnunarinnar, ICAO i
Montreal 12. ágúst n.k., sem fjall
ar um, hvort mælt verður með
að öllum flugfélögum verði skylt
að hafa flugumsjónarmenn starf-
ándi, eftir þeim reglum sem IC
AO hefur í gildi um starf fiug*
umsjónarmanna.
Kosin var stjórn til eins árs og
er formaðurinn bandarískur,
varaformaðurinn danskur, en
ritari og gjaldkeri kanadískir.
Samþykkt var að stuðla að aute
inni samræmingu og samvinnu
um öryggismál flugfélaga.