Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 19
Sunnudagur 4. júlí 1965 MORGUNBLAÐID 19 - Atlantshafs- - laxinn Framhald af bls. 12 sem virðist vera smáiax, á uppvaxtarskeiði? Hafa nokkr ar rannsóknir farið fram á því? „Vitað er, að danskir fiski- fræðingar telja, að mikið af laxinum sé af erlendum upþ- runda, því að eins og fyrr segir, þá hrygnir lax aðeins í emni á á Grænlandi, og hvergi í Danmörku. • Fyrsti merkti laxinn, sem veiddist, hafði verið mérktur í skozkri á 19*55 (gönguseiði), en hann veiddist við Grænland 1956, þ. e. ári • síðar. • Annar merkti laxinn var - merktur (einnig göngu- seiði) í á í New Brunswick 1959: Hann veiddist einnig ári síðar. • Alls hafa nú veiðzt við Grænland (svo Vitað sé um) 64 laxar, merktir í er- lendum ám á árunum 1956 — 1964. t 23 þeirra voru merktir í ám í Kanda. t 17 voru merktir í Englandi. » 16 voru merktir í Skot- landi. Aðrir merktir laxar eru m. a. frá Svíþjóð og írlandi." — Hefur nokkur' lax veiðzt, svo vitað sé, merktur á íslandi? „Nei, hvergi hefur það kom ið fram. Hinsvegar má á það benda, að laxar hafa verið merktir af mjög skornum skammti hér við land, og þá venjulega uggaklipptir (ekki merktir með silfurplötu eða plasthylki), og því e.t.v. ekki von, að eftir slíku væri tekið við fjóldaveiðar. Flestir merktu laxanna veiddust í fyrra“. Dvalartími í sjó og göngur — Hvað hefur komið fram um göngur laxins í sjó og dvalartíma? „Gönguseiði, sem merkt hafa verið í ám í Kanada, Englandi og Skotlandi, hafa veiðzt 16—17 mánuðum síðar í sjó við Grænland. Sömu- leiðis hafa eldri laxar, sem einu sinni hafa gengið í ár til hrygningar, og þá verið merktir, veiðzt við Græn- land, eftir nokkru skemmri tíma, eða um 14 mánuði. Enn eldri laxar, sem þannig hafa verið merktir, hafa veiðzt 6, 7, 11 og mest 13 mánuðum síðar. Hitt er athyglisvert, hve óralanga vegu laxinn leitar frá heimaánum á vetrardval- arstað. Ef mæld er á korti stytzta vegalengd, sem vitað er, að lax getur gengið úr heimaám, þá má gefa eftir- farandi yfirlit. Hér er þó að- eins reiknað með beinni línu, svo að raunveruleg gönguleið kann að vera lengri. Frá Kanada 2560 km Frá USA 3040 km Frá Skotl. 2960 km Frá Engl. 3200 km Frá írlandi 3120 km . Frá Svíþjóð 4320 km Það er rétt að benda á, að gönguseiði' eru aðeins um 10 — 20 sm. löng þegar þau yfir gefa heimaá sína. 16—17 mánuðum síðar hafa þau veiðzt við Grænland, og skv. þeirri bendingu, sem ofan- greindar athuganir gefa, hef- ur laxinn á þessum tíma synt þessa vegalengd og náð 74— 85 sm stærð. Af fiskum, sem leitað höfðu til sjávar öðru sinni, hefur með athugunum komið í ljós, að þeir hafa á 6—8 mánuðum náð að s'tækka enn um 10 sm (2 merktjr laxar). 3 aðrir á sama aldursskeiði náðu 17 sm frekari vexti á 8 mánuðum. Eldri laxar, sem þannig hefur verið hægt að fylgjast með, og merktir voru á Ir- landi, náðu 10—15 sm auka- vexti á 6—13 mánuðum". Hvað etur laxinn í sjó? — Hugmyndir manna um fæðu laxins í sjó, sem gefur honum svo mikinn vöxt á stuttum tíma, hafa verið margar. Hvað hefur fundizt í maga laxa, sem veiðzt hafa við Grænland? „Það er skemmt frá því að segja, að fæðan virðist þar nær eingöngu vera ljósáta og loðna. í einstökum tilfellum þó sandsíli". Verða gerðar varúðar- ráðstafanir? — Af fréttum, sem hingað til lands bárust, meðan ráð- stefnan stóð, kom fram, að sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar til að fylgjast með Græntandsveiðunum, svo að ganga mætti úr skugga um, hvort þarna væri um veiðar að ræða, sem höggvið gætu skarð í stofna Atlantshafs- laxins. Hvaða skref voru tek- in? „Þrjár leiðir hefur verið bent á: • í fyrsta lagi hefst nú við Grænland mikil merking á laxi í sjó, sem síðan verður sleppt. Fyrir henni standa skozkir og danskir vísinda- menn. Er ætlunin að fylgjast með því, í hvaða ár þessi lax gengur síðan til hrygningar. Það er því mjög þýðingarmik- ið, ekki sízt fyrir okkur, að laxveiðimenn allir fylgist sem bezt með merktum laxi, og gefi þegar í stað upplýsingar um slíka fiska. • í öðru lagi er fyrirhuguð nákvæfn athugun á veiðúnum við Grænland. Verður þar sér staklega fylgzt með aldri fisk- anna og lengd. • í þriðja lagi er fyrir hendi sá möguleiki, að athugun fari fram í þeim löndum, sem hér eiga hlut að máli, á sérein- kennum laxa úr einstökum ám, þ. á m. verði verði tekin hreisturssýnishorn, sníkjudýr athuguð og gerðar blóðrann- sóknir. Slíkt gæti gefið mjög mikilsverðar upplýsingar.“ Lokaorð Þær upplýsingar, sem Jón Jónsson, fiskifræðingur, hefur gefið, eru margvíslegar, og ljóst er, að vísindamenn eru nú búnir að afla vitneskju um laxinn, konung fiskanna, sem ekki voru fyrir hendi áður. Það má teljast einstætt, að lax skuii ganga allt að 4000 km frá heimaám til þeirra átu miða, þar sem hann nær full- um vexti, og heim aftur. Atlantshafslaxinn er senni- lega merkilegastur allra laxa- stofna, en saga hans á undan- förnum áratugum hefur að nokkru leyti verið" harmsaga. Hann gekk fyrr á árum í ár í Evrópu, allt frá Spáni til Dan merkur. Sakir óhreinkunar áa og þess tillitsleysis til fall- vatna, sem fylgt hefur auk- inni iðnvæðingu, hefur nú laxyæri eyjum, þótt þar hafi víða dregið mikið úr laxagengd. Sömu sögu er að segja frá meginlandi N-Ameríku. Þótt á þessu stigi málsins sé á engan hátt hægt að leggja neinn fullnaðardóm á það, hvort sjóveiðarnar við Græn- land eru hættulegar, þá er það þó skiljanlegt, að ótta gæti víða._ Á íslandi er víðast enn næg ur lax, og nú hefur verið ráð- izt í framkvæmdir í Kollafirði á vegum íslenzka ríkisins til að rækta lax, m.a. með það fyrir augum að auka laxa- gengd í ýmsum ám. Þá stunda aðrir aðilar einnig svipaða starfsemi. Merkingar og aðrar athug- anir geta leitt í ljós, hvort ís- lenzki láxinn hefur vetrar- dvöl við V-Grænland, á þeim slóðum, þar-sem veiðarnar eru stundaðar, eða hvort hann heldur sig annars staðar. Hitt er þó þegar vitað, að hluti af_ laxastofnum margra Evrópu- landa, svo og meginlands N- Ameríku, leitar til Grænlands. Það væri því mjög æskilegt, að reynt yrði að fylgjast náið með því rannsóknarstarfi, sem fyrirhugað er við Grænland og víðar, og bein þátttaka okk ar komi til, svo að sú vit- neskja, sem að völ kann að verða á um íslenzka laxinn, verði hagnýtt. Margir telja, að laxinn, sem veiðist við Grænland, og margt bendir til að sé af er- lendum uppruna, sé engrar einnar þjóðar eign Það heldur inn horfið riær algerlega. af öllu þessu svæði. Oft hefði sennilega mátt hjá því komast með nægri þekkingu og við- eigandi ráðstöfunum. Laxinn gengur enn í ár á Norðurlöndum og Bretlands- ömurlegt, ef laxræktarviðleitni í ýmsum löndum væri að einhverju leyti unnin fyrir gýg, og kæmi þeim, sem að henni standa, því ekki að tilætluð- um notum. ÁX tJr „Gullbrúðkaup". Frá vlnstri: Þorsteinn Gunnarsson (Ölafur), Gísli Halldórsson (Ananias), Bryndís Scliram (Helga) og Kristbjörg Kjeld (Gutfbjörg). • • Sumarleikhúsið í leikför um landið Sýnir tvo einþáttunga eftir Jökul Jakobsson Á MORGUN leggur Sutnar- leikhúsið af stað í leikför um landið með tvo einþáttunga eftir •Jökul Jakobsson, „Gullbrútf- kaup“ og „Tertuna". „Gullbrúð- kaup“ er þekktur einþáttungur hér á iandi, en „Tertan“ hefur •kiki verið fiutt áður. Fyrsta 1 sýning leikfiokksins verður í Sindrabæ í Hornafirði n.k. þriðjudagskvöld kl. 21. Sumarleikhúsið kom fyrst fram sumarið 1955, er það sýndi leikritið „Meðan sólin skín“, eft ir Terence Rattigan. Síðan hef- ur það farið 6 eða 7 sinnum me ðleiksýningar um landið, að því er Gísli Halldórsson sagði á fundi með blaðamönnum í gær. Að þessu sinni hefur Siunar- leikihúsið tvö íslenzk leikrit á efnisskrá sinni. Eru það einþátt- ungarnir „Gullbrúðkaup“ og „Tertan" eftir Jökul Jakobsson. Þetta er í annað skipti, sem Sumarleikhúsið sýnir íslenzk verk, en það hefur áður sýnt „Spretfhlauparann“ "eftir Agnar Þórðarson. Sagði Gísli. Halldórs son að bæði sér og öðrum leik- urum í flokknum væri sérstók á- nægja að fá tækifæri til þess að fara um landið með ieikþætti eftir Jökul Jakobsson, sem væri einna fremstur á sviði leikrita- gerðar á íslandi. Um einþáttungana sagði Gísli, að hinn fyrri væri flestum ís- lendingum kunnur. Hann hefði verið fluttur tvisvar í útvarp hér en auk þess hefur hann verið seldur til 6 eða 7 landa lil flutn- ings. Síðari einþáttungurinn, „Tert- an“ hefur aldrei verið fluttur áður, en höfundur verður við- staddur frumsýninguna á Horna firði. „Tertan“ er gamanleikur, sem nálgast að vera farsi. Sam- anlagður sýningartími verður nál. 2Vz klst. Sumarleikhúsið er að þessu sinni skipað 5 þekktum leikur- um. Eru það Kristbjörg Kjeld, Nína Sveinsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Bryndís Sehram og Gísli Halldórsson, sem jafnframt. er leikstjóri. Leiktjöld hefur 'Þorsteinn Gunnarsson gert. Eins og áður er sagt, verður fyrsta sýning Sumarleikhússins á Hornafirði, en síðan verður farið norður eftir Austfjörðum og um allt land Er reiknað með að sýningar verði alls 50 og verð ur miðað við að sýna ekki síð- ur á þeim stðum, sem útundan hafa orðið að undanförnu. Að lokum verða nokkrar sýningar sunnanlands. VILHJALMUR ARNASON hrL TÓMAS ÁRNASON hdL LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA lÍKta^arbankahúsinu. Símar Z4C3S 03 10307 Gerum við kaldavatnskrana og W. C. kassa. Vatnsveita Reykjavíkur. „Tertan“. Kristbjörg Kjeld og Þ orsteinn Gunnarsson í hlutverk- um smuin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.