Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. Jfit? 1965 MORCUNBLAÐIÐ Hópur íþróttafólks á nýja íþróttaleikvanginum. Abmann lArusson (límukóncur tslands, aöailana- ' v beri á mótinu. Un*;ix Skag firðingar ganga fylktu liði til móts. Séra Eiríkur J. Eiríksson: FIÐLAIM ni. sunnudagur eftir trinitatis. Guðspjallið. Lúk. 15, 1—10. ÆSKULÝÐSLEIÐTOGI og skóla maður Ejörn Guðmundsson á Núpi segir frá jóiatréssamkomu, sem fór fram í Framnesi í Dýra- firði, er Norðmenn voru þar og ráku hvalveiðistöð. I>eir buðu börnunum í nágrenninu til skeramtitamkomu rétt fyrir jóiin. Ungur norskur stúdent Sem Sæland,' síðar rektor Ósióarhá- sókla, var iífið og sálin í skemmt unum þessum. Sæland vann í Framnesi að norðurljósarannsóknum og hafði dreng úr nágrenninu, Björn Guð- mundsson, sér til hjálpar við að koma fyrir'tækjum, er þurfti við athuganirnar. Einnig mun Björn hafa unnið við hvalveiðistöðina. Hinn norski menntamaður varð var við tónlistarhæfileika hjá íslenzka sveitadrenignum. Lánaði hann honiyjn fiðlu, vegna þess að Bjönn hafði*litið þann grip í hendi Sælands hýru auga og langað til að vita, hvort hann gæti lært að leika á hana. Varð þetta til þess, að Björn fékk fiðluna lánaða vikutíma áður en barnaskemmtun skyldi fara fram á vegum Norðmanna í Framnesi. Hófst nú skemmtunin. Á þeim tímum var börnum ekki ofgert með sælgæti né tilbreytni skemmtanalífsins, sem nú tíðk- ast. Fögnuðurinn var því mikill er eitthvað „var ,gert fyrir börn- in“. Sæland tjaldaði af eitt hornið 1 salnum 1 um það bil mann- hæðarhæð. Sjálfur var hann bak við tjaldið. Hafði hann búið út veiðarfæri, sem var laxastöng, en raunar spýta með bandi á endanum, og þar festur ofurlítill bakki í stað önguls. Voru nú börnin beðin að ganga að tjaldinu með „stöng- ina“ og áttu þau að „kasta“ yfir það. Ógn voru þau feimin og hik- andi að koma þannig fram fyrir allt fólluð. En þeim var „stöng- in“ kunnugt tæki frá ánni heima eða læknum og þau gleymdu að vera feimin, þau lifðu veruleika, er þau mynduðu sig til að veiða og svo brauzt fram ómengaður fögnuður, er „laxinn“ beit á og í skálinni lá eitthvert góðgæti frá Sæland stúdent. En nú vandaðist málið fyrir Birni. Sæland gengur fram og segir, að næsta atriði á skemmti- skránni sé, að Björn Guðmunds- son frá Næfranesi leiki á fiðlu. Björn roðnaði upp í hársrætur, ætlaði niður úr gólfinu og harð- neitaði að leika á fiðluna. Kvaðst hann ekkert kunna með hana að fara, og var óneitanlega talsvert til í því, eftir að haía handleikið hana fáa daga og veríð í senn nemandinn og kenn- arinn, nema hvað Sæland hafði aðeins leiðbeint honum lítilshátt- ar. „I>á lána ég þér ekki fiðluna mína framvegis", mælti Sæland og gerði sér upp nokkra ygli- brún. Með þessu var björninn unn- inn. Fiðluna vildi Björn ekki missa fyrir nokkra muni, og nú gekk hann fram í fyrsta sinni á æfinni til þess að skemmta fólki. Nú, varð hann að taka á því, sem hann átti til. Hófst íiðiuleikurinn. Börnin hlustuðu dáleidd á „listamann- inn“. Björn sagði svo frá síðar, að lögin hefðu ekki verið marg- brotin, Gamli Nói og því um líkt, rétt aðeins skilist, hvað leikið var. Er lokið var leiknum, hóf Sæ- land að klappa og börnin tóku rösklega undir. Fór Sæland síð- an loflegum orðum um frammi- stöðu Biörns og léttstígur var hann heim þeta kvöld með fiðl- una umdir hendinni. Spor Björns urðu mörg fram á sviði að gera fólki glatt 1 geði og vex því til uppbyggingar, einkum æskulýðnum, svo ást- sæll og ágætur æðsulýðsieiðtogf sem hann varð og einn ágætast-* ur „vormaður" í hópi aldamóta<» kynslóðarinnar. Þakklátir nmendur hans og fé-t lagar létu gera mynd af Birni og var hún afhjúpuð og afhent Núpsskóla í Dýrafirði við- skóla< slit þar á þessu vori. Sá, sem þessar línur ritar, £ , margar huglúfar minningar um Björn á Núpi. Hann var frábær kennari, ræðumaður bráðsnjall og upp- lestari, viðmótið hlýtt og um- gengni við hann uppörvandi i hvívetna. Söngmaður var hann góður og var hver guðsþjónilsta hátíðleg, þegar hann var þar, Tiginmannlegur gekk hann tii sætis síns, fyrirmynd um prúð- mannlegt fás, og svo kvað við rödd hans, er söngarinn hófst, djúp ög sterk og lyftandi stund Qg stað. En ég minnist vinar míns þessa sólskinsstund, er ég rita þessar línur, einkum frá þeim stundum, er hríðin lamdi utan skólann, fönnin og krapið hafði fyllt ána á virkjunarstaðnum og við vor- um samankomin, kennarar, starfsfólk og nemendur við dauft skin kertastjakanna og heldur. var kalt og allt dauflegt. Gekk þá fram skólastjórinn með fiðlu sína og lék á hana, ekki af lærdómi, en lífi og sál, hressilög lög mörg, og tók þá að birta og glaðna yfir öllum. Var sungið og leikið sér fram á nótt. Stundum fór ég á undan öðrum upp í herbergi mitt til þess að semja prédikun mína fyrir guðsþjónustu morgundags- ins. Mér verður ávallt í minni, hve fótatak nemendanna var létt 1 stiganum, er þeir komu frá skemmtuninni undir handleiðslu Björns, glaðværð ríkti, en um leið eitthvað mjúkt hljómfall, sem hefur fyilgt æ síðan þessu fólki mörgu. Hljómur fiðlu- strengjanna hans Sælands Osló- arrektors kveða enn við. • „Og er hann hefir fundið hann, leggur hann hann glaður á herðar sér“. „Samgleðjist mérl því að ég hefi fundið sauðinn minn; sem týndur var“. „Þannig mun verða meiii gleði á himni“. „Samgleðjist mér, því að ég hefi fundið drökm una, sem ég týndi“. „Þannig segi ég yður verður gleði hjá englum Guðs yfir einum synd- ara, er gjörir iðrun“. Það er talað um gleðina í guð- spjalli dagsins. Við leitum gleð- innar messuvinir. Gleðskapur er mikill okkar á meðal, og er ekk- ert við það að athuga í sjálfu sér. Aðeins skyldum við fara með gát um gleðinnar dyr og gefa áðgangseyrinum gætur. Gjald gléðinnar er oft of hátt. Við kaupum okkur stundum gleðina fyrir syndsamlegt líf- erni, og með heilsutjóni og lán- leysi til iangframa. Við reisum blómskrýtt hlið við hátíðarsvæði syndarinnar, en leggjum of litla rækt við leik- vang heiibrigðinnar, líkamlegr- ar og andlegrar, menningarlegr- ar, og er að listum lýtur og upp- byggingu. Týndi sauðurinn tapaði pen- ingurinn og glataði sonurinn eru guðspjöil þessa helgidags. Við mennirnir verðum að játa, að í margvíslegum skiln- ingi erum við týndir, að þess er brún þörf, að við finnumst, að hjálpræði hlotnist okkur. En til þess þurfum við að finna fðiluna í höndum okkar og hjörtum. Við þurfum að glæða með æskulýð okkar til- finninguna fyrir eigin getu og persónuleika, og þá finnur hann sjálfan sig og Guð sinn og tónn- inn deyr ekki, sigurlagið við leik og starf, baráttu og líf, tímanlegt og, sem hefur eilífðar- gildi. Guð blessi æskulýð og þjóð. — Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.