Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. júlí 1965 Landgangan. Báturinn rennir upp að klöppinni lengst til vinstri. Menn klifra upp með stuðningi af kaðlinum, sem Guðlaugur bæjarstjóri situr undir uppi i berginu. Á miðmyndiimi er fólk á leið upp og lengst til hægri kemur blaðamaður í fyrsta áfangastað, á silluna, þar sem Guðlaugur situr með reypið. ÞEGAR vorar berast okkur úr suðri góðir gestir, fuglarnir. Á undanförnum árum hafa fylgt í sívaxandi mæli í kjölfar þeirra aðrir gestir, svokallaðir fuglaskoðarar. ísland hlýtur að vera hreinasta Gósenland fyrir þá, með sínu fjölbreytta fugla- lífi, farfuglum og staðfuglum. Það er líka reglulegt æfintýri fyrir okkur Islendinga sjálfa að fara að vorinu um heim- kynni fuglanna, um fjörurnar á Snæfellsnesi, út í eyjar á Breiða firði, að Mývatni eða til Vest- mannaeyja. Á hvítasunnunni veittist blaðamanni Mbl. tæki- færi til að upplifa slikt æfin- týri, komst í Hellisey með Vestmannaeyingum og sænsk- um sj ónvarpsmönnum, sem voru að taka kvikmynd af fugla- lífi í eyjunum og Surtseyjar- gosi. Hellisey er bogamyndaður klettahryggur, sem liggur í suðvestur frá Heimaey, milli Álfseyjar og Súlnaskers. Hún er greinilega hluti af gömlum gígbarmi. Brúnirnar standa með hvössum klettum upp í loftið, og minnir hryggurinn því, á að sjá, ofurlítið á hvass- tenntan góm. Nafn sitt ber eyj- an af Stórhellum, sem eru aust- an í klettunum, en þangað sigu fimir sigmenn eftir svartfugli áður fyrr. Venjulega er farið upp í eyna að suðvestan, við svokallaðan Steðja. Og það var einnig gert í þessari ferð. Við komum að eynni eftir um hálftíma ferð frá Heimaey á Lóðsbátnum, en fórum í land á litlum báti með vél. Við, sem óvön erum eyjaferðum, gátum ekki séð nokkra leið til upp- göngu í þessa hrikalegu kletta. Báturinn stefndi að miðjum hryggnum, þar sem hann er lægstur, en samt sem áður virðist klettaveggurinn rísa þarna þverhnýptur beint upp úr sjónum. Þegar að er komið, sézt reyndar lítil klöpp, sem skagar ofurlítið út í sjó. Með fimum róðrartökum renna Vestmannaeyingarnir upp að. Við hoppum í flýti upp á hála klöppina. Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri í Eyjum, er kominn á undan okkar í land og hefur klifið klettinn og komið sér fyr- ir með reipi, sem hann lætur hanga niður til okkar. Hann situr undir, meðan við ráð- umst til uppgöngu hvert á fæt- ur öðru og rýmum í flýti klöpp- ina fyrir næsta manni. Það mætti segja mér að sjónvarps- mennirnir með sínar stóru myndavélar hafi sigið í, þegar þeir paufuðust upp klettana og ríghéldu sér í bandið. Upp komust þó allir. Tveir loft- hræddir útlendingar kjósa þó að bíða í fyrsta áfangastað. Við komum. upp á berg- hrygginn. Sunnan við okkur er Höfðinn, norðan við Sámsnef og Háhaus, tengdir saman af klettarana. Þarna af brúnni er fagurt útsýni í allar áttir. Eyj- arnar liggja baðaðar sól á kyrru, bláu hafi. í norðvestri ber Heimaey við hvítan skalla Eyjafjallajökuls, og ef rennt er augum austur eftir, sjást rísa upp af haffletinum fleiri eyjar, hver með sínu séreinkenni, Álfsey og Brandur, Geirfugla- sker, Hundasker, Geldungur og Súlnasker með háum kletta- veggjum og rauf í — að ógleymdum Syrtlingi, sem sendi háan hvítan mökk beint upp í loftið. Við höldum áfram norður eft ir berghryggnum. Um miðbik- ið er eyja grasj vaxin þarna uppá. Þar er kofi, sem sigmenn eiga og nota, þegar þeir fara i fugl í Hellisey. Og nóg er af fugli: súla, fýll, lundi, svart- bakur o.s.frv. Vestan í berginu situr súlan, „drottning Atlantshafsins‘% skjannahvít með gult höfuð. Súlurnar sitja í röðum á hreiðr- um sínum, sem eru háir hrauk- ar og fljúga ekki bujt fyrr en alveg er komið að þeim. Þær eru sýnilega mjög mislangt komnar með að koma upp ung- viðinu. Sumar liggja enn á eggj um og ungar annarra eru mis- þrozkaðir. Nakið kríli, nýskrið- ið úr egginu, velltur ósjálf- bjarga út af hrauknum, þegar súlan flýgur upp. Nágranna- konur hennar eiga stór börn, þakin hvítum mjúkum dún, næstum eins stór og foreldr- arnir. Það er auðséð að ung- arnir vaxa hratt, enda óspart fóðraðir úr nægtabúrinu fyrir neðan. Sólin skín á súlubælin á klettasillunum með hreiður- hrauka sína og hvíta dritflekki, og á þessa hvítu fallegu fugla, er þeir fenna sér fram af og láta sig berast með langan teygðan háls á loftstreyminu við bjargið. Gagghljóð heyrist við fætur okkar. Við lítum fram af bjarg- brún. Rétt fyrir neðan okkur situr ljós fugl með stutt nef 1 hreiðri sínu og horfir illsku- lega upp til okkar. Hann ætlar ekki að hopa fyrr en í fulla hnefana og verja sig eftir mætti. Enda stendur gul bunan út úr honum. Þetta er Fýllinn. En við erum of langt í burtu til að spýjan nái okkur — og nógu langt fyrir ofan svo að honum sé óhætt á eggjunum sínum. Hvar í ósköpunum á að lenda? hugsa Mfat>talandsbúar“, þegar baturinn stefnir að landi í Hellisey. — Ljósmyndir Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.