Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. júlí 1965 MORGUNBLADID 9 Grámáfsungi horfir á sogið i Syrtlingj og Surtsey, frá heimk ynni sínu í Hellisey. Uppi á eynni norðan til ligg- ur löng hallandi brekka móti eólu. Hún er fagurgræn með |>ykku lagi af grassverði, enda góður áburður í driti fugl- anna. I>angað höldum við. f>eg- ar til kemur, er þar ekki sem tryggast undir fæti, því þarna er lundabyggð. Svörðurinn er sundungrafinn af lundaholum, sem teygja sig langt niður í jörðina, svo þétt að víða halda rindarnir á milli varla manni. Fuglinn er allur floginn upp, en á botni stöku holu má eygja egg, ef vel er að gáð. Lunda- tíminn er varla byrjaður. Þó er háfur með í ferðinni, svo Sví- arnir geti filmað hvernig lund- inn er veiddur. Fyrir framan sveimar fuglinn, að því er virð- ist alltaf sama hringinn oig ber ört vængina. Hann metar *neð brúnunum, eins og það er kallað, og flýgur upp í vindinn. Gamalkunnugir veiðimenn eins og Jónas Sigurðsson og Guð- laugur Gíslason vita nákvæm- lega hvar á að sitja fyrir hon- íim með háfinn. Sjónvarps- mennirnir koma sér fyrir með kvikmyndavélar sínar. Við hin leggjumst í hlýtt grasið og lát- um lítið á okkur bera. Um leið og fuglinn flýgur fram hjá á færi, skýzt hálfurinn upp og fuglinn lendir í pokanum. Nú er um að gera að vera tilbúinn eð smella af myndavélinni, því 'þetta gerist leiftursnöggt. Veiði- maðurinn gengur í átt að kvik- myndavélinni, og fuglinn horf- ir beint framan í væntanlega sjónvarpsáhorfendur, þessi höfðingi með sitt háa, rauða og hvassa nef. Svo sleppir veiði- maðurinn honum upp í loftið. í fyrstu áttar lundinn sig ekki á því að þetta sé bara leikur í þetta sinn. En svo tekur hann viðbragð og tifar vængjunum svo ört að maður sér skiptast á hvítt og svart í loftinu, þeg- ar hann flýtir sér í hóp lund- anna, í hringferðina upp með eynni og niður að sjávarmáli. Við erum búin að slóra lengi í Hellisey, enda notalegt að sitja þarna í steikjandi sólar- hita og horfa á eyjar og fugla. En ekki er lengur til setunnar boðið. Nokkrir röskir piltar frá Björgunarfélagi Vestmanna- eyja ætla með bjarghringi og stjaka út í Surtsey, arkitekt fyrsta hússins þar og vísinda- menn þurfa að huga að lóðinni og sjónvarpsmenn hafa fengið leyfi til að filma þar. Því verð- um við að snúa við, halda sömu leið til baka niður klettana, í bátinn og út í Lóðsinn. Við höf- um vara tíma til að innbyrða smurt brauð og heitt kaffi, sem þar er á boðstólum, áður en komið er að Syrtlingi, sem gýs af krafti. Hann sendir hvít- an gufumökk og öskutrjónur upp í loítið og sogar á milli sjóinn ofan í gíginn. Og skammt frá liggur Surtsey, nýj- asta land í heimi, — kolsvartar sandhæðir, stöðuvatn og hraun með gulgrænum flekkjum, þar sem brennisteingufur hafa fellt út. Þetta er vissulega líkast aefintýraferð. — E. Pá. WJl' J.;n 1! W ■ Staldrað við á bergbrúninni 'DXciAaAamS1 GILDIMANNLÍFSINS ÞAÐ er m.iög haft á orði nú á dögum að heimurinn sé allur úr skorðum og fornar hefðir og siðaboð hafi týnt gildi sínu. Þetta stenzt þó ekki til lengdar, því ef við leitum að kjarnanum að baki allra málalenginganna, komumst Við að raun um, að maðurinn er samur í dag og harin hefur alltaf verið. Gildi mannlífsins eru ekki einungis elliskemmtan aldurhnignum siðapostulum, heldur er allt þjóðfélagið á þeim byggt, þau eru jafn- gömul siðmenningunni og standa óhögguð, hvað sem 'líður framþróun vísinda og tækni. Það er fyrst þessara gilda, að menn verða að lifa fyrir eitthvað annað en sjálfa sig. Sá sem ekki hefur um aðra að hugsa er einlægt óhamingjusamur og finn- ur sér ótal ástæður til þess að vera það. Honum finnst hann ekki hafa komið öllu því í verk, sem hann vildi eða hefði átt að gera, finnst honum ekki hafa hlotnazt það sem hann hefði átt skilið, ekki hafa notið þeirrar ástar sem hann dreymdi um í æsku. Hætti maðurinn aftur á móti að hugsa um sjálfan sig og sína erfiðleika og taki sér fyrir hendur að leysa vandræði annarra eða stuðla að framgangi einhverra hugsjóna, vinni landi sínu og þjóð, trú sinni og kirkju, vinum sínum, eiginkonu og f jölskyldu, þá gleymast honum, eins og fyrir kraftaverk, allar áhyggjurnar, sem áður riðu honum eins og mara. Með því að leitast við að gera öðrum gott, hlotnast honum sjálfum sú lífshamingja, sem hann hélt sig fara á mis við. Annað megingildið er það, að menn verða að taka til höndum, ekki híma aðgerðalausir og bíða þess að verkefnin komi í fang þeirra af sjálfsdáðum. í stað þess að kvarta og kveina yfir því, hversu allt fari af- laga í heiminum, ættum við að reyna að koma ein- hverju lagi á þann skika hans sem í kringum okkur er. Það er á einskis manns færi að umbreyta gjörvallri veröldinni, en við getum altént annað því sem að okk- ur snýr: að stunda okkar starf og stunda það vel, svo vel að ekki geri það aðrir betur. Fólk, sem fæst við störf er því farast vel úr hendi, er hamingjusamt fólk. Þriðja gildið er traust manna á sjálfum sér og öðrum. Það er ekki satt, að líf manna sé fyrirfram ákveðið. Mikilmenni geta gjörbreytt rás viðburða í mannkynssögunni og hafa oft gert. Sérhver maður, sem hefur til þess kjark og þor getur líka breytt fram- tíð þeirri, sem við honum blasir. Auðvitað er enginn okkar alvaldur. Frelsi okkar eru takmörk sett, tak- mörk, sem háð eru vilja okkar annars vegar og því, sem þjóðfélagið leyfir okkur hinsvegar. Það er t.d. ekki á mínu valdi að koma í veg fyrir að styrjöld brjótist út, en ég get gert mitt til þess að friður ríki. Og ef milljónir manna gera slíkt hið sama, fer ekki hjá því að þess sjái einhvern stað. Fjórða gildið og það sém kannske er þeirra mest um vert, er tryggðin, tryggð við gefin heit og gerða samninga, við aðra menn og við sjálfan sig. Það er ekki auðvellt, okkur eru búnar ótal freistingar um ævina. „Tryggð í hjónabandi“, sagði Bernhard Shaw einu sinni, „er manninum ekki eðlilegri en búrið er tígrisdýrinu". Það má satt vera hjá Shaw gamla. — Tryggðin er manninum ekki eðlislæg. Hún er ávöxtur viljaþreks sjálfra okkar, síendurnýjuð ákvörðun um að standa sig. En hún hjálpar okkur líka til að sigrast á veikleika okkar, verða betri og meiri menn. Þó það geti verið erfitt að neita sér um stundargleði, er mikil hamingja í því fólgin að geta síðar horft um öxl til for- tíðarinnar, sáttur við sjálfan sig og gerðir sínar. Ef menn hætta að geta beitt sig hörðu, lifa einum saman sjálfum sér án tillits til annarra, veita sér hverja stundargleði og hugsa ekki um afleiðingarnar, hætta að bera traust til annarra, af því þeir finna að þeim er ekki lengur treystandi sjálfum, ef menn koðna þannig niður í sjálfselsku og starblindu á betri kosti — þá er þjóðfélaginu voðinn vís. Þegar Rómverjar hættu að meta og hafa í heiðri hin fornu gildi, er Rómaveldi var byggt á, leið það undir lok. Nútíma- tækni kann að breyta hegðun manna og háttum, en hún breytir engu-um gildi mannlífsins. Það, sem var rétt og skylt í gamla daga, er það enn í dag og verður um aldir. Súlubæli í Hellisey. Súlur sitja á hraukum sinum og stórir dúnaðir ungar sjást lengst tii bægrL Ódýrt Ódýrt Leðurlíkisjakkar, Nylonúlpur, Drengja- skyrtur hvítar og mislitar, Herraskyrtur hvítar og rnislitar nylon, Gallabuxur, Telpnaúlpur, Vinnujakkar o. m. fl. á verk- smiðjuverði. Verzlunin NJÁLSGÖTU 49.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.