Morgunblaðið - 04.07.1965, Side 10

Morgunblaðið - 04.07.1965, Side 10
10 MORGUNBLADIÐ Sunnuclagur 4. júlí 1965 f EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum er ráðgert, að 13 nýjustu geimfaraefni Bandaríkjanna komi til ís- lands fyrri hluta þessa mán aðar. Er ferðin þáttur í þjálfun geimfaranna og námi þeirra í jarðfræði. — Koma þeir hingað til lands vegna þess að ýmsir jarð- fræðingar telja, að í hrauni hér finnist líkar jarðmynd- anir og á hinu dimma lág- lendi tunglsins. Hér á eftir fer stutt grein eftir fréttaritara Associat- ed Press um geimfarana og ferð þeirra til íslands. Huston, Texas. Þrettán bandarískir geimfar ar koma til íslands 11. júlí nk. og dveljast þar í viku við rannsóknir á hraunmyndun- um, sem sumir vísindamenn telja að likist yfirborði tungls- ins. Er ferðin liður í námi geimfaranna í jarðfræði, en áður hafa þeir heimsótt í sama tilgangi svæðið umhverfis Kat ami-eldfjallið í Alaska og eld- fjallasvæði í fimm öðrum ríkj- um Bandarikjanna: Oregon, Arizona, New Mexikó, Kali- forníu og Hawaii. Ráðgert er að geimfaraefnir. ferðist um nágrenni Reykja- víkur og rannsaki hraunmynd anir. Ef tími vinnst til, heim- sækja þeir fleiri staði á ís- landi, þar á meðal Öskju og Lakagígi. Með þeim í förinni Frá jarðfræðirannsóknum bandarisku geimfaraefnanna í Grand Canyon, Arizona sl. vor. verða jarðfræðingar geimvís- indastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fulltrúi upplýs- ingadeildar stöðvarinnar, sem skipuleggur mannaðar geim- férðir Bandaríkjamanna. Sem kunnugt er, liggur fs- land nyrzt á hinum svonefnda Mið-Atlantshafshrygg. — Dr. Elbert King, einn af jarðfræð- ingunum, sem kemur til ís- lands með geimförunum, bend ir á, að margar eyjar á þessum hrygg séu frægar fyrir eldgos, þar á meðal Azoreyjar og Tristan da Cuhna. íbúar þeirr- ar síðarnefndu urðu að yfir- gefa hana fyrir nokkrum ár- um vegna gífurlegs elgoss, sem eyddi byggðina, en nú hafa flestir þeirra flutt heim aftur. Síðan sagði dr. King, að margir vísindamenn teldu, að hraunmyndanir á íslandi líkt- ust þeim jarðvegi, sem geim- förunum myndi mæta á hinu dimma láglendi tunglsins. En það er á slíkum láglendissvæð um, sem ráðgert er að Apollo- geimför Bandaríkjanna lendi í framtíðinni. bað fyrsta fyrir 1970. Geimfaraefnin 13, sem til fs lands koma, eru: Edwin E. Aldrin, William A. Andres, Charles A. Bassett, Alan L. Bean, Eugene A. Cernan, Rog- er B. Chaffee, Michael Coll- ins, Walter Cunningham, Donn F.Eisele, Richard F. Gordon, Russell L. Schweikart, David R. Scott og Clifton C. Willi- ams. Þeir voru allir valdir til geimferðaþjálfunar í október 1963, og hafa fyrst og fremst verið þjálfaðir með tunglferð- ir fyrir augum. Því er senni- legt að einn úr þessum hópi verði fyrsti teandaríski geim- farinn, sem lendir á tunglinu. í nær tvö ár hafa geimfara- efnin notið tilsagnar í jarð- fræði, og með náminu er verið að búa þá undir rannsóknir á yfirborði tunglsins. Þegar til tunglsins kemur, er ráðgert að geimfararnir safni jarðvegs sýnishornum, og ef til vill varpa þau ljósi á uppruna fylgihnattar jarðarinnar. Er því mikil áherzla lögð á að geimfararnir nái sem mestri þjálfun í jarðfræði. Ráðgert er, að fyrstu geim- fararnir, sem lenda á tunglinu hafi með sér til baka til jarðar um 30 kg jarðvegs af yfirborði þess. Hluti tækjanna, sem stjórnar lendingunni á tungl- inu, verður skilinn eftir þar, en jarðvegssýnishornunum komið fyrr í þeirra stað. Veg- ur þessi hluti tækjanna um 100 kg. Talsmaður stöðvarinnar, sem sér um þjálfun geimfaranna, segir mjög mikilvægt, að þeir viti hvernig steinar á jörðinni séu útlits, því að sú vitneskja geri þá hæfari til að velja sýnishorn á tunglinu. Síðan sagði talsmaðurinn: „Þekking okkar myndi ekki aukast mikið, ef þeir kæmu með 30 kg af loftsteinum. Við vitum þegar, að slíkum stein- um rignir á tunglið, og við höfum steina úr sama efni á jörðinni". Tveir geimfaranna, sem hingað eru væntaniegir, Eugene A. Cernan og David R. Scott, ásamt Scott Carpenter (lengst t. v.), en hann fór í geimferð 1962. Myndin var tekin, er þeir voru í jarðfræðileiðangri í Arizona nú í vor. Ted Foss, einn af jarðfræðingum geimvísindastofnunarinnar, útskýrir jarðmyndanir fyrir Alan B. Shepard, fyrsta geimfara Bandaríkjanna, og William A. Anders, en sá síðarnefndi (iengst t. h.) er i hópnum, sem kemur hingað til lands. tsa 2;a—3;a herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst. Tilboð sendist Mbl. fyrir n.k. miðvikudagskvöld merkt: — „6037“. ATHOCIÐ að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunbtaðinu en öðrum biöðum. Atvinna Duglegur og reglusamur maður getur fengið atvinnu. Kexvea’ksmiðfan Frón hf. Skúlagötu 28.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.