Morgunblaðið - 04.07.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 04.07.1965, Síða 17
í SunnfctíteHnr 4. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Ekki vanir löngum vangaveltum SKIPSTJÓRAR eru vanir manna- forráðum og skilyrðislausri iblýðni um borð í skipum sínum. t>eir verða oft að taka mikils- verðar ákvarðanir, á stundum sem á veltur líf eða dauði fjölda manns, og hafa þá sjaldnast Hjikinn umhugsunartíma. Hinn mesti vandi ber þeim yfirleitt að höndum fyrirvaralaust, og er þá mjög undir því komið, að þeir hiki ekki við að taka ákvörðun. Allir menn mótast af umhverfi sínu og þeim störfum, er þeir hafa að gegna. Hver er og hæfastur til að gegna því starfi, sem eðli hans og skaphöfn segir til um. Þess vegna er sízt að furða sig á, þó að skipstjórar séu í senn líiiklir fyrir sér og skjótráðir. En sinn er siður í landi hverju. Sömu starfshættir eiga ekki hvarvetna við. Landkröbbunum gefst yfijleitt lengra tóm til um- hugsunar. Þeir hafa oft tíma til að hugsa sig tvisvar um. Margir þeirra hafa af reynslunni lært, að hollt getur verið að sofa á mikilsverðum ákvörðunum. Eng- inn er alvitur, og málin horfa oft Þar sem unnið er gð stækkun Reykjavík urhafnar — í Vesturhöfninni. (Ljósm. Sveinn Þorm.) REYKJAVIKURBREF öðruvísi við en f fljótu bragði virðist. Svo er ekki sízt um ýmis •konar þjóðfélagsvanda. Þar íylgja bseði kostir og gallar hverri ákvörðun, sem tekin er. Þegar menn sjá vankantana við það, sem ofan á hefur orðið, harma þeir iðulega, að annar kostur er ekki valinn, en gleyma þá því, að honum hefðu einnig fylgt ókostir, þó að þeir kæmu ekki í Ijós, úr því að annar hátt- ur var á hafður. Stöðvun síldveiði- flotans Stöðvun síldveiðiflotans og eigling fjölda skipa til heima- hafna á hávertíð, er, sem betur fer. einstæður atburður. Fráleitt væri að ætla, að einhver ein or- •ök hafi ráðið þar öll-u um. Senni Jega hafa þátttakendur a.m.k. margir ekki áttað sig sjálfir til hlítar á. þvi, hvað gerðum þeirra réði. Þeir höfðu nú verið á sjó í nokkrar vikur á þeim árstíma sem þeir ella hefðu haft hvíld frá erfiðu starfi. Aflinn hafði verið meiri en flestir höfðu fyrirfram búizt við, langsóttur og krafizt mikilserfiðis.Nokkurra daga veiðihlé hafði verið, og í Ioftinu lá, að líkur væri til, að næsta veiðihrota kæmi ekki fyrr «n eftir einhvern frest. Að hon- um loknum bjufigust ýmsir við löngu úthaldi, sumir allt að 5 tnánuðum. Einmitt þegar svo *tóð, að skipverjar höfðu við ekk- ert að vera og skipin lágu saman i hnöppum, barst fregn um, að •íldarverð hefði verið ákveðið lægra og með öðrum hætti — tvískipt — en flestir höfðu búizt við, Ofan á þetta bættist setn- ing bráðabirgðalaga, sem sumir túlkuðu sem verulega skattlagn- *ng á síldarverðið. Þegar gremja var vöknuð rifjaðist upp sundur- leit gömul óánægja. Nú birtist einstætt tækifæri til að láta að •ér kveða og sýna alþjóð fram á, •ð nóg væri komið. Sumum mun ©g hafa þótt þeim mun meira liggja við, að skjótar ákvarðanir væru teknar sem öruggt væri, •ð almenn samtök fengjust því aðeins, að enginn tími gæfist til efasemda. Nauðsynlegt að leita skýringa Einmitt þetta sýnlr, að nokkur ávissa var undir niðri, Hioir Laugard. 3. júlí dugmiklu skipstjórnarmenn voru hér og á nokkuð öðrum vett- vangi en þeir eru vanir. Eðli málsins samkvæmt gefst í þess- um efnum oftast meiri tími til umhugsunar en þegar mikið ligg- ur við á hafi úti. Viðfangsefnin eru og ólík, þótt þau séu í sjálfu sér sízt erfiðari en þau, sem sjó- farendur þurfa að ráða fram úr. Verðákvörðun síldar byggist á ótal mörgum óvissum atriðum. Þar verður að styðjast við flókna útreikninga og margra ára reynslu, sem gefur þó enga tryggingu fyrir, að hið sama endurtaki sig nú eins og áður hefur orðið. Áður fyrr ákvað stjórn Síldarverksmiðja ríkisins með samþykki sjávarútvegs- málaráðherra bræðslusíldarverð. Til frekari tryggingar fyrir selj- endur, útgerðamenn og sjómenn, var fyrir nokkrum árum sá hátt- ur tekinn upp, að ákvörðunar- valdið var lagt til verðlagsráðs sjávarútvegsins með hlutlausum oddamanni. Eðlilegt er að aðilar leiti skýringar á ákvörðuninni. Spurningin er bein, hvort ráðlegt hafi verið að grípa til neyðar- úræða áður en skýringa var leitað. Nú hafði orðið dráttur á verð- ákvörðun umfram það, sem regl- ur segja til um. Slíkt er að vísu ekkert einsdæmi, hvorki um ákvörðun á verði sjávarafurða né landbúnaðarvöru, og dráttur haggar ekki lögmæti ákvðrðun- arinnar, en getur orðið til þess, að þeir, er á honum bera ábyrgð, verði fyrir vítum. Hér kom drátt- urinn sér enn verr en oftast ella vegna þess, að verðákvörðunin varð lægri og með öðrum hætti — tvískipt — en menn höfðu almennt búizt við. Þar við bætt- ist, að um tvískiptinguna var ekki miðað við það verðlags- tímabil, sem ráðgert var, heldur annar tími valinn. Að sjálf- sögðu voru til skýringar á þessu, en jafneðlilegt var, að hér væri lfcitað leiðréttinga. Verðjöfnun er ekki skattur Bráðabirgalögin voru sízt af öllu sett skipstjórum til höfuðs. Ástæðan tiI setningar þeirra var fyrst og fremst sú, að allar horfur voru á, að svo lítill mun- ur yrði á verði síldar til söltunar og bræðslu, að ekki fengizt næg söitunarsíld. Af þessu hlaut aft- á móti að leiða margháttað tjóo, bæði fyrir verkafólk, seni hefur haft atvinnu af síldarsölt- un og þjóðarheildina, sem henn- ar vegna hefur hlotið mjög mikl- ar gjaldeyristekjur. Þess vegna var óhjákvæmilegt að tryggja, að síldarsöltun gæti haldið áfram með eðlilegum hætti. Þeg- ar bráðabirgðalögin voru sett, var ekki enn sýnt, hvort slíkt væri unnt, nema verðjöfnun ætti sér stað á sild til bræðslu og söltunar. Þess vegna var veitt heimild til verðjöfnunar, en vegna óvissunnar var hún ekki fyrirskipuð. — Verðjöfnun get- ur raunar leitt til mismunandi tekna fyrir einstaka sjómenn, en fyrir síldveiðimenn I heild rýrir það ekki þeirra tekjur. Frá þeim eða útgerðinni átti ekkert að taka. Illviljaðir menn, eins og þeir er í Tímann skrifa, hafa mjög hamrað á því, að hér hafi verið um skattlagningu að ræða, en á verðjöfnun og skattlangn- ingu er megin munur. Nú hefur á daginn komið að ekki er þörf á þessari heimild, af því að fullt samkomulag hefur orðið í verðlagsráði um svo hátt verð á síld til söltunar að aðilar telja eftir atvikum, að það tryggi næga síld í þessu skyni. Það skal látið liggja milli hluta, hvort setning bráðabirgðalaganna hef- ur greitt fyrrr samkomulagi i þessu efni eða ekki. 1 sjálfu sér skiptir það engu máli. Sá aðal- vandi, sem þeim. var ætlað að léysa, er nú ekki lengur fyrir hendi. Flutniiij>astyrkur Svipuðu máii gegnir um flutn- ingasjóðsgjaldið. í fyrra sömdu sömu aðilar um sérstakt gjald í þessu skyni með frjálsu sam- komulagi. Með því móti var greitt fyrir flutningum á sild frá Austfjarðamiðum til Norður- landshafna. Þó töldu ýmsir að meira fé þyrfti að verja í þessu skyni, jafnframt sem uppi voru kröfur um, að flutningastyrkur yrði einnig veittur til hafna á Suðvesturalndi. Þetta varð til þess, að samkomulag náðist nú ekki innan verðlagsráðs. Þá er ráðgerð tilraun á flutningi á söltunarsíld að austan til Norð- urlandshafna, og nokkurt fé ætl- að til þess. Sú fjárhæð er þó ekki hærri en svo, að hún gat aldrei ráðið úrslitum í málinu. Ljóst var frá upphafi, að ef að- ilar gætu komið sér saman um flutningasjóðsgjald, þá væri einnig ’ að því leyti forsenda bráðabirgðalaganna úr sögunni. Þar var sem sagt einungis um heimildarlög að ræða. Er til- gangi þeirra er náð með öðrum hætti en þar var ráðgerður, þá var ekki framar ástæða til að innheimta það fé, sem þau veittu heimild til. Um öll þau atriði, sem nú eru talin, gátu réttir aðilar fengið upplýsingar jafn- skjótt og þeir leituðu eftir, án þess að til nokkurra sérstakra ráð stafana annarra en einfaldara fyrirspurna þyrfti að grípa. Þótti bera vel í veiði f öllu þessu máli var enginn vandi að finna ærin deiluefni. Yfirvofandi hætta var á, að menn eyddu kröftum sínum í gagn- kvæmar ásakanir er leiddu til allsherjar upplausnar, sem póli- tískir spekúlantar reyndu að auka og belgja sjálfa sig út af, svipað og púkinn á fjósbitanum forðum. Veiðistöðvun með þeim hætti sem gerð var og sigling skipanna var til þess löguð að baka eigendum þeirra stórtjóni, en skipstjórum þeirra þunga ábyrgð. Jafnvel þótt afsaka hefði mátt slíkt með því, að hér væri um verkfall að ræða, — sem ekki var — þá hafði láðst að boða „verkfallið“ með löglegum frest. Allir viðurkenna frábæran dugnað skipstjóranna a.m.k. flestra. Ýmsum virtist þá svo sem þeir hefðu gleymt því, að þeir hafa fengið skip sín fyrir margháttaða fyrirgreiðslu þjóð- félagsins í heild. Um að gera var að forðast slíkar bollalegg- ingar og láta þær ekki hafa nein áhrif. Allt var þetta lagað til þess að valda gremju og æs- ingum, einkum efdeilan dróst á langinn og litið hefði verið á málið ósáttfúsum, hvað þá ill- gjörnum augum. Þess vegna var um að gera að koma í veg fyrir stórdeilur og langan drátt á lausn. Síður en svo allir yoru þó á því máli. Bæði Tíminn og Þjóð- viljinn töldu að hér hefði borið vel í veiði, og vildu með öllu móti blanda mólinu inn í hin al- mennu stjórnmálaátök í landinu. * Atti að fresta lausn, svo að Al- þingi f jallaði um málið vikum saman? Ábyrgðarleysi >g illgirni rit- höfunda þessara blaða kom enguth á óvart. Út yfir tók, þeg- ar þingflokkur og framkvæmdar- stjórn Framsóknarflokksins og þingflokkur Alþýðubandalags- ins gerðu kröfu um það, að Al- þingi yrði kvatt saman af þessu tilefni. Ef sú aðferð hefði verið viðhöfð, hlaut það að fresta lausn málsins, ekki einungis dögum, heldur vikum saman. Fresturinn einn hefði leitt til ófyrirsjáan- legs tjóns, jafnvel þó að einhver lausn hefði fengizt að lokum, þegar langt var komið fram I júlí eða ágúst. Með því að blanda málinu á þann veg inn í stjórn- máladeilurnar, hefðu einnig orð- ið mun minni líkur til þess, að happasæl lausn hefði fundizt. Öll hin viðkvæmu atriði í sambandi við málið hefðu þá vaknað upp og magnazt margfaldlega. Meira óráð en þessi tillögugerð hefur þess vegna sjaldan sézt í íslenzk- um stjórnmálum, og eru menn þó vissulega ýmsu vanir. Ríkis- stjórnin lét hana vitanlega ekki að neinu leyti trufla sig við lausn vandans. Happasæl lausn Vegna víðsýni og góðvildar þeirra, sem úrslitum réðu, fannst lausnin fyrr en flestrir höfðu þorað að vona. Vonbrigði Tím- ans og þá ekki síður Þjóðviljans eru auðsæ. Forustugrein Þjóð- viljans síðastliðinn föstudag seg- ir m.a.: „Um tilslökunina á bræðslu- síldarverðinu frá hinni upphaf1 legu kröfu síldveiðisjómanna verða sjálfsagt skiptar skoðanir -------Það veikti hinsvegar til muna framkvæmdina, hve skipu- lagslaus framkoma sjómanna var — — — Með þeim hætti sem hafður var á samkomulagsum- leitunum og samkomulagsgerð var allur þorri síldveiðisjó- manna alltof óvirkur, en það ástand hefur eflaust veikt til muna aðstöðu skipstjóranna sem að samkomulaginu unnu“. Ögranir <og hnífilyrði Tímans' til ríkisstjórnarinnar fyrir að hafa „hopað“ skipta engu. Menn vaxa af því, en minnka ekki, að beita sér fyrir leiðréttingu á því, sem missmíði er á, og öll samn- ingsgerð hvílir á gagnkvæmum skilningi. Farsæl lausn Hér skal ekki um það rætt hverjum það sé að kenna, að verðlagning síldarinnar kom svo seint, sem raun ber vitni. A.m.k. var það ekki ríkisstjórnarinnar sök, né heldur oddamannsins í yfirnefnd. En eins og á stóð, úr því að verðákvörðun kom eftir á, var sú umkvörtun eðlileg að skilsmunur á verðinu hefði átt að vera frá þeim tíma, sem reglugerð kveður á um, að nýtt verðlagstímabil hefjist. Úrskurð- ur formanns yfirnefndar var formlega réttur, og studdist við rök, en sanngjarnt var að koma á því samkomulagi við kaupend- ur, að miðað skyldi við 10. júní. Verðjöfnunargjaldið var úr sögunni jafnskjótt og aðilar komu sér saman um sildarverð til söltunar, sem talið er tryggja, að söltun geti átt sér stað. Ríkis- stjórnin varð að skerast í leik- inn um flutningsgjaldið vegna þess, að aðilar komu sér ekki saman um það nú með sama hætti og í fyrra. Þegar það lá fyrir, að slíkt samkomulag mundi nást, þurfti stjórnin ekki að beita þeirri heimild, sem hún hafði aflað sér. Þá var fjögra milljóna styrkurinn til sérstakra síldarflutninga einn eftir, og er það verðugt verkefni fyrir stjórnarandstæðinga að hælast um yfir því, að ríkisstjórnin Iét ekki fjáröflun til þeirrar merku tilraunar verða til að tefja lausn málsins. Ríkisstjórnin íeit á mál- in eins og efni stóðu til, án þess að eltast við það, hvort allir heföu I öllu farið rétt að, og þess vegna tókst að leysa málið á farsælan veg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.