Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 25
MORCUNBLAÐIÐ
25
Sunnudagur 4. }«1f 1965
Bdk um dsnortna
náttúru Evrdpu
NÝKOMIN er út hjá Chanti-
cleer Press önnur bókin í bóka
flokknum „Meginlöndin, sem
við byggjum". Fjallar hún um villt dýr, sem þar lifa. Bókin
þá staði Evrópu, sem manns-
höndin hefur látið ósnerta og
I
Villt fjallageit í Hvítufjöllum á vestan verðri Krít.
er tæpar 300 bls., og myndir
skipa þar stærstan sess. Höf-
undur textans er þekktur,
sænskur dýrafræðingur, Kai
Curry-Lindahl, og einnig hef-
ur hann tekið nokkrar mynd-
anna, sem eru alls 250. — En
Curry-Lindahl er yfirmaður
náttúrufræðideildar norræna _
safnsins í Stokkhólmi.
Á einum stað í bókinni seg-
ir hann: „Það er ekkert eins
fallegt á jörðinni og þeir fáu
staðir, sem maðurinn hefur
látið óhreyfða".
Bókin hefst á inngangi um
Evrópu, en síðan koma mynd-
ir frá strönd Miðjarðarhafsins,
þá löndunum við Svartahaf og
þaðan til Atlantshafsstrandar-
innar um Karpataf jöll og Alp-
ana. ' Frá Portúgal er haldið
með ströndinni til Nord Cap
og Bretland látið fylgja, þá
eru myndir frá Svíþjóð og
Noregi, en síðustu myndirnar
í bókinni eru frá íslandi og
eyjunum við norðurheimskaut
ið: Jan Mayen, Svalbarða,
Franz Jósefs landi og Novaya
Zemlya.
Myndunum fylgja frásagnir
af jarðfræði landanna, lofts-
lagi, jurtagróðri og dýralífi.
Þörf og göö bók
Gróbur á Islandi eftir Steindór
Steindórsson, frá Hlöðum
Fyrir rösku ári kom út bók
með þessu heiti, rituð af Stein-
dóri Steindórssyni menntaskóla-
kennara á Akureyri og gefin út
«f Almenna bókafélaginu. Þeg-
ar menn nú taka sér sumarleyfi
til þess að ferðast um landið er
þetta tilvalin bók að hafa með
sér, sem fremi sem menn vilja
vita eitthvað meira en almennt
gerist um gróðurlendi landsins.
Engin bók hefur verið til um
þetta efni áður en þessi kom út.
Bókin er þvi frumsmíð, gerð til
þess að lýsa gróðurlendum ís-
lands með þeirri nákvæmni, sem
nú er kostur á. En höfundur
byggir bók sína á 30 ára rann-
sóknum á gróðurlendum lands-
ins. Hefur hann kannað flest
héruð þess og viðað að sér meiri
þekkingu um þau en nokkur
annar.
í inngangi bókarinnar, sem er
S2 blaðsíður, er margan fróð-
leik að finna. Þar er fyrst greint
frá llu því helzta, er ritað hef-
ur verið um gróður og gróður-
ránnsóknir frá því að Eggert
Ólafsson og Bjarni Pálsson ferð-
uðust um landið fyrir röskum
200 árum. Síðan er lýst hlutfall-
inu milli hinna ýmsu lífmynda
og tegundaflokka og greint frá
fjölskrúðugustu ættunum. Enn
fremur er skýrt frá flórunni í
hinum ýmsu landshlutum og
þeim mismun, sem á henni er.
Þá er flóra landsins borin sam-
an við flóru nágrannalandanna
og síðast í innganginum setur
höfundur fram skoðanir sínar
* uppruna íslenzku flórunnar,
en kenningar hans hafa grund-
vallarbreytingu í för með sér á
Þeim hugmyndum, sem taldar
hafa verið réttar fram að þessu.
Arið 1962 kom út bók á vegum
Vísindafélags íslendinga eftir
Steindór, þar sem hann setti
þessa kenningu sína fram í
heild. Sú bók er á ensku og í
fárra höndum, en hún mun
valda tímamótum 1 íslenzkri
náttúrufræði.
Eftir þennan skilmerkilega
inngang bókarinnar kemur fyrst
stuttur kafli um stöðu íslands
í gróðurbeltum jarðar, en síðan
hefst lýsing á hinum ýmsu teg-
undum gróðurlendanna. Þeim er
skipað niður í 12 aðalflokka, en
þeim er svo sumum hverjum
skipað í undirflokka til frekari
skýrgreiningar.
Hinir 12 flokkar eru þessir:
Strandgróður, vatnagróður, gróð
ur jarðhitasvæða, mýrlendi, gras
og blómlendi, snjódældir, mó-
lendi eða heiði, mosaþembur,
hraun, skóglendi, bersvæðisgróð
ur og loks hálendisgróður. Mýr-
lendi og bersvæðisgróðri er
hvorutveggja skipt í 6 undir-
deildir, en aðrir flokkar eru án
skiptinga, svo sem mólendi,
skóglendi o.fl.
Meginefni bókarinnar er því
félagsfræði plantnanna, (öko-
logi) og fjallar hún um, hvern-
ig hinar ýmsu tegundir skipa
sér niður í gróðursamfélög og
hvernig þau mótist af lífsskil-
yrðunum á hverjum stað.
Kaflarnir um hin ýmsu gróð-
urlendi eru auðlesnir, því að
þeir eru skrifaði á Ijósu og léttu
máli. 1 sumum þeirra eru fróð-
legar lýsingar á sögu gróður-
lendanna, t.d. skóglenda og ber-
svæða, og gerir þetta kaflana
enn aðgengilegri.
Vitaskuld geta menn ekki haft
full not af bókinni nema með
því að þekkja nokkrar einkenn-
isplöntur gróðurlendanna, en
þær þurfa ekki að vera svo ýkja
margar til að byrja með. Les-
andinn mun ósjálfrátt læra að
þekkja margaf plöntur til við-
bótar án verulegrar fyrirhafnar
um leið og hann fer að skoða
gróðurlendin og lesa bókina. Þá
má gera ráð fyrir, að menn hafi
misjafnlega mikinn áhuga fyrir
hinum ýmsu gróðurlendum, en
þá er ekki um annað að ræða en
að hlaupa yfir þau sem mönnum
finnst minnst um vert og byrja
á hinum, sem forvitnilegast er
"ð skoða. Aðalatriðið er að byrja
á því einfaldasta og léttasta og
fika sig þannrg áfram.
Því er nú verr, að þekking ls-
lendinga á gróðri landsins hefur
lengst af verið af mjög skornum
skammti og er það raunar enn.
Þetta er þeim mun furðulegra,
þar sem þjóðin telur sig hafa
verið landbúnaðarþjóð, og dreg-
ið fram lífið á gæðum gróðurs-
ins. Til þessarar fáfræði liggja
auðvitað margar orsakir, m.a.
sú, að fræðslukerfi landsins er
tæpast gert ráð fyrir að menn
læri nokkuð að gagni í náttúru-
fræðum yfirleitt. Þá hefur og
skort mjög á góðar kennslubæk-
Hér sjást flugvélar úr fræg-
ustu flugsveit bandaríska flot
ans, Blue Angels, sem sýna
Reykvíkingum listir sínar á
miðvikudagskvöld. Sýningin
fer fram yfir Skerjafirði, og
mun bezt fyrir áhorfendur
að stada í Nauthólsvík.
ur í grasafræði, er svari kröfum
tímans. Bók Steindórs er of stór
og viðamikil til að verða
kennslubók nema við búnaðar-
skólana, en það er bráð nauðsyn
að hann dragi helstu atriðin úr
þessari bók og semji kennslu-
bók um félagsfræði gróðursins,
sem nota mætti til landsprófs
Margir eru á þeirri skoðun, að
það sé erfitt að þekkja plöntur
og næsta tilgangsltíið. Kemur
þetta ekki hvað sízt til áf því,
að kennsla í grasafræði er oftast
miðuð við að greina plöntur og
færa þær til ætta, eins og gert
er í hverri flóru. Slikt er byggt
á misskilningi, því að það er að-
eins nauðsynlegt að þekkja til-
tölulega fáar plöntur þegar
menn geta farið að hyggja að
gróðursamfélögum og félags
fræði plantanna. Því er eins var
ið með þetta og stafrófið og lest-
urinn. Enginn mundi hafa gam-
an af að þekkja nokkra stafi, ef
sá kynni ekki að lesa sér til
gagns og ánægju. Eins er það
með grasafræðina. Menn verða
að þekkja nokkrar plöntur til
að verða stautfærir og svo les-
andi á bók náttúrunnar. Þeir,
sem lesa þessa bók Steindórs
Steindórssonar af alúð, geta orð-
ið vel læsir á dásemdir gróðurs-
ins á íslandi og skilningsbetri á
þá nauðsyn að við verðum að
umgangast gróður landsins með
meiri varúð en hingað til.
Hákon Bjarnason
Landssamband veiði-
félaga vill breytingar
á laxveiðilögum
Tillögur hafa verið lagðar
fram til breytinga á laxveiðilög-
unum. Þessar upplýsingar komu
fram á aðalfundi landssambands
veiðifélaga, sem haldinn var fyr
ir nokkru. Aðalfundurinn gerði
ákveðna samþykkt þar sem skor
að er á Alþingi og ríkisstjórn að
auka til muna starfsemi í þágu
veiðimála.
Aðalfundur landssambandsins
sem haldinn var í Borgarnesi 20.
júlí s.l., sátu fulltrúar veiðifé-
laga úr þremur landsfjórðungum
þrjú ný veiðifélög gengu í sam
bandið á fundinum. Þórir Stein-
þórsson, formaður Veiðimála-
nefndar greindi frá tillögum
Veiðimálanefndar og veiðimála-
stjóra um breytingar á laxveiði-
löggjöfinni. Þór Guðjóusson,
veiðimálastjóri, flutti erindi um
ástand og horfur í veiðimáluu-
um.
Eftirfarandi samþykkt var
gerð á fundinum:
„Þar sem ræktun og veiði
göngufiska er sívaxandi og arð-
bær þáttur í þjóðarbúskap ís-
lendinga, ályktar aðalfundur
Landsambands Veiðifélaga, halii
inn í Borgarnesi 20. 6. 1965 a&
skora á ríkisstjórn og alþingi:
1. að veita það ríflegt fé tH
Veiðimálastofnunarinnar að hún
geti sinnt aðkallandi verkefnum
í rannsóknar- og upplýsingaþjón
ustu á viðunandi hátt.
2. að séð verði fyrir, að flé
sé fyrir hendi til að styrkja nauð
synlega fiskvegagerð og veiðieft
irlit.
3. að ríkisvaldið styðji með
löngum og hagkvæmum lánuna
eldisstöðvar fyrir nytjafisk.“
Kaus fundurinn þrjá menn þá
Jörund Brynjólfsson, Kaldaðar-
nesi, Guðmund Magnússon, Leir-
vogstungu og Halldór Jónsson,
Leysingjastöðum, til þess að
fylgja tillögunni eftir til land-
búnaðarráðherra og fjármála-
ráðherra.
Stjórn Landssambands veiðifé
laga var endurkjörin, en í henni
eiga sæti Þórir Steinþrórsson,
skólastjóri, Reykholti, formaður
Hinrik Þórðarson, Útverkum, og
Óskar Teitsson, Víðidalstungu.