Morgunblaðið - 16.07.1965, Page 8
8
MORGUNBl AOIÐ
Föstudagur 16. júlí 1965
— A&alskipulag
Framhald af bls. 1
Borgarstjóri sagði, að vöxtur
Reykjavíkur hefði skapað mikla
eftirspurn eftir lóðum, bættri
hafnaraðstöðu, breiðari og greið-
færari götum vegna vaxandi um-
ferð.ar, og um áramótin 1959 og
1960 hefði verið Ijóst að taka
yrði í senn margvíslegar ákvarð-
anir í þessum málum og sam-
ræma þær.
Tvennt hefði sérstaklega kraf-
izt úrlausnar: Að ákveða légu
aðalumferðabrauta að og frá
Reykjavík til frambúðar, og
koma á samvinnu við nágranna-
sveitirnar. Skoða þyrfti skipulag
Reykjavíkur í ljósi skipulags höf
uðborgarsvæðisins í heild.
Þ. 18. febrúar 1960 gerði borg-
arstjórn Reykjavíkur því álykt-
un um skipulagsmál, og í kjölfar
hennar var prófessor Bredsdorff,
sérfræðingur í skipulagsmálum
við Listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn, fenginn til ráðuneyt-
is um skipulagsmál. Hefur hann
síðan starfað að skipulagsmálum
höfuðborgarinnar um fimm ára
skeið.
Athugað var*hvort efna ætti til
samkeppni um heildarskipulag
borgarlandsins og nágranna-
sveita, en við nánari könnun kom
í ljós, að á því væru ýmis ann-
markar.
Hins vegar var efnt til hug-
myndasamkeppni norrænna arki-
tekta um skipulag Fossvogssvæð-
isins.
Þá voru samdar þrjár ítarlegar
greinargerðir um skipulagsmál,
„Miðbærinn í Reykjavík", „Um-
ferðin í Reykjavík“ og „Reykja-
vík og nágrenni 1961“.
Geir Hallgrímsson sagði, að
fljótlega hefði komið í ljós, að
Miðbærinn mundi ekki í framtíð-
inni rúma alla þá starfsemi, sem
í miðbæ á heima og hefði sú
lausn verið nærtækust að stofna
til nýs miðbæjarkjarna til þess
að létta á hinum gamla. En til
þess að ákvarða staðsetningu hins
nýja miðbæjar var stofnað til ít-
arlegrar könnunar á notkun
byggðar og umferð.
Efnt var til víðtækrar umferð
arkönnunar í náinni samvinnu
við nágrannasveitarfélög og
skipulagsyfirvöld ríkisins.
Að þessum málum unnu
teiknistofa prófessors Bresdorff
og skipulagsdeild Reykjavíkur-
borgar undir stjórn Aðalsteins
Richter, skipulagsstjóra, en ráðu
nautarnir um umferðarmál voru
Anders Nyvig verkfr. frá Kaup
mannahöfn og Einar B. Pálsson
Yfirstjórn verksins í heild var
falin Gústaf E. Pálssyni, borgar-
verkfræðingi.
Skipulag fyrir framtíðina
Geir Hallgrímsson sagði, að
Reykjavíkurborg hefði kvatt svo
marga aðila til starfs að skipu
lagsmálum og varið til þeirra
svo miklu fé, sem raun ber vitni,
í trausti þess, að störfin væru
fjárins og ómaksins virði. Skipu
lag borgarinnar yrði að vinna á
þann veg, að það fullnægði
a.m.k að einhverju leyti þörfum
komandi tíma. Skipulagið yrði
að sníða í samræmi við rökstudd
ar skoðanir um þarfir okkar og
komandi kynslóða.
Við verðum að miða skipulag
ið við ákveðnar skoðanir á fram-
tíðarþróuninni og sjá hvemig
þær standast á komandi árum
og leiðrétta þá skipulagið, ef þró
unin verður á annan veg, en við
búumst við, sagði borgarstjóri.
Framkvæmdaáætlun
Mikilvægt er, sagði borgar-
stjóri að gerð sé grein fyrir á-
föngum í þróuninni, röð fram-
kvæmdanna. Skiptir það ekki
»ízt máli við samningu fram-
kvæmdaáætlana. Aðalskipulagið
veitir yfirsýn yfir viðfangsefnin
en án hennar er hætt við, að
tíroaröð framikvæmdanna verði
ekki í samræmi við þarfirnar.
Borgarstjóri tók fram, að fram
kvæmdaáæblim þessi væri laus-
laga gerð og ekki bindandi fyrir
borgarstjóm, en hún mundi taka
afstöðu til einstakra fram-
kvæmdaþátta og fjárfestinga,
jafnóðum og fullunnin áætlun
lægi fyrir.
Fjárfestingarþörf skipulags-
tímabilsins, sem nær frá yfir-
standandi ári til 1983 er talin
skv. texta greinargerðar aðal-
skipulagsins, vera um 18 mill-
jarðar króna og er þá byggt á
fjárfestinigu yfirstandandi éirs og
10% aukningu ár frá ári auk
fyrirhugaðra vatnsaflavirkjana
til þess að fullnægja raforkuþörf
innl
f þessari upphæð er gert ráð
fyir, fjárframlögum í götur, hita
veitu, holræsí, raforku, höfn,
strætisvagna, skóla, barnaheimili
leikvelli, opinberar byggingar,
svo sem ráðhús, bókasafn, lista-
safn, leikhús, félagsheimili, vist
heimili, sjúkrahús, íþróttamann-
virki, almenninigsgarða, kirkju-
garða, framlög til kirkjubygg-
inga, framlög til íbú'ðabyigginga.
Afstaðan til nágranna-
sveitarfélaga,
Þá ræddi borgarstjóri um við
horfin til nágrannasveitarfé-
laga, en Reykjavíkurborg og þau
ættu í vaxandi mæli sameigin-
legra hagsmuna að gæta, og
mundi samvinna þeirra aukast í
framtíðinni, en frumskilyrði
þess væri, að aðilar þekktu ósk
ir og framtíðaráætlamr hvers
annars. Nágrannasveitarfélögin
tóku þátt í hinni víðfrægu um-
ferðarkönnun 1962 og fulltrúar
Reykjavíkurborgar hafa rætt
við ráðamenn Kópavogs og Sel-
tjarnarneshrepps urn æskilegar
breytingar á bjrgarmörkum
Reykjavíkur. Borgarstjóri sagði,
að ekki skyldi dregin dul á það,
að nauðsynlegt mundi verða að
taka upp hið fyrsta viðræður
og samningaumleitanir við ná-
grannasveitarfélögin um samein
ingu eða sameiginlega stjórn
höfuðborgarsvæðisins í heild að
einhverju leyti.
Benti borgarstjóri á, að upp
úr aldamótum mætti vænta þess,
að samfelld byggð yrði ,allt sunn
an frá Hafnarfirði og upp á
Kjalarnes.
Þótt óformleg samvinna hefði
reynzt vel hingað til, gæti hún
ekki leyst mikil vandamál á því
þróunartímabili, sem í hönd
færi.
Nauðsynlegt er þvi, sagði borg
arstjóri, að koma fastara formi
á þá samvinnu, sem nú er haf-
in og koma henni í það horf,
sem hlutaðeigandi sveitarfélög
og íbúar una vel viö.
t Varðar þjóðina alla.
Borgarstjóri sagði, að hag-
kvæmt skipulag höfuðborgarinn
ar snerti þjóðina alla. í því sam-
bandi benti borgarstjóri á nauð-
syn þess að lagaákvæði styddu
að greiðum framgangi skipulags
ákvarðana og væri hin nýja
skipulagslöggjöf, sem samþykkt
var á Alþingi 1964 mikilvægt
skref í rétta átt.
Geir Hallgrímsson
Þróun landsbyggðarinnar.
Þá ræddi Geir Hallgrímsson
um hinn öra vöxt Reykjavíkur
með tilliti til þróunar landsbyggð
arinnar og kvað fulla ástæðu til
að gera landáætlun um sennilega
þróun byggðarinnar í öllu land-
inu, sem miðaðist við sem hag-
kvæmasta nýtingu landsins alls.
Slík landsáætlun mundi leggja
grundvöll, að aðalskipulagi höf-
uðborgarsvæðisins, sem annarra
byggða í landinu.
En ekki ber að setja allt traust
sitt á óumbreytanlega og stirðn-
áða landsáætlun frekar en líta
má á aðalskipulag Reykjavíkur,
sem óumbreytanlegt valdboð
borgaryfirvalda, hvernig sem for-
sendur breytast eða þróunin
verður í framtíðinni, sagði borg-
arstjóri. Nytsemi landsáætlunar
er sú, að hún yrði viðmiðun opin
berra aðgerða og hlyti ávallt að
taka breytingum í samræmi við
þróunina.
Borgarstjóri sagði að lokum,
að skipulagningu Reykjavíkur
væri ekki lokið, þrátt fyrir sam-
þykkt Aðalskipulagsins.
Vandamál skipulagningar verða
aldrei leyst í eitt skipti fyrir öll
í borg, þar sem líf og starf vex
af þrótti og fjölbreyttni eins og
við vonum að verði í Reykjavík
um alla framtíð, sagði Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri. í lok
ræðu sinnar þakkaði borgar-
stjóri borgarstjórn og öllum borg
arfulltrúum, og borgarstarfs-
mönnum, einstaklingum og full-
trúum stofnana fyrix góða sam-
vinnu og framlag þeirra tií skipu
lagsins og áhuga þeirra á því að
lokið yrði við þetta mikla verk-
efni. Að lokinni ræðu borgar-
stjóra, tók til máls Þór Sandholt,
borgarfulltrúi og fagnaði þessum
merka áfanga, sem nú hefði náðst
með aðalskipulagi Reykjavíkur.
Fyrir borgarstjórnarfundinum
lá fundargerð borgarráðs frá 13.
júlí, þar sem lagt hafði veriö
fram bréf borgarverkfræðinga
og skipulagsstjóra og útdrætti
úr fundargerð skipulagsnefndar
Reykjavíkur, þar sem fallizt
hafði verið á framlagðar teikn-
ingar, 12 talsins ásamt 7 skýring-
arteikningum og texta greinar-
gerðar um aðalskipulag Reykja-
víkur. Borgarráð féllst á sam-
þykkt skipulagsnefndar og á
fundi borgarstjórnar í gær fluttu
allir borgarfulltrúar, sem sæti
eiga í borgarráði eftirfarandi til-
lögu, sem samþykkt var með
atkv. allra borgarfulltrúa.
„Borgarstjórn Rvíkur fellst á
samþykkt borgarráðs og skipu-
lagsnefndar og heimilar útg. texta
greinargerðar ásamt teikningum
aðalskipulags Reykjavíkur og
gefur borgarráði og skipulags-
nefnd umboð til að fallast á þær
breytingar á teikningum og
texta greinargerðar, sem æskileg-
ar kunna að vera til samræming-
ar og skýringar, þegar til prent-
unar kemur, án þess að megin-
stefna eða efnisinnihald sam-
þykktar um aðalskipulag Reykja
víkurborgar, raskist.“
/ borgarstjórn i gær:
Hækkun fargjalda SVR samþ. en
hækkun á hitaveitugjaldi til 2. umr.
Á FUNDI borgarstjómar í gær
var samþykkt að hækka gjald-
skrá Strætisvagna Reykjavíkur
um 15,9% og jafnframt var sam-
þykkt að vísa til annarrar um-
ræðu tillögu um hækkun á gjald-
skrá Hitaveitunnar um 10%.
Tillaga um hækkun gjaldskrá
SVR var samþykkt með atkvæð-
um borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins, borgarfulltrúar kommúnista
greiddu atkv. gegn þeim, en fuli-
trúi Alþýðuflokksins sat hjá
Borgarfulltrúi kommúnista,
Guðmundur Vigfússon bar fram
tillögu um frestun og var hún
felld með atkv. borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins og annars
borgarfulltrúa Framsóknarflokks
ins en hinn fulltrúi Framsóknar-
flokksins og fulltrúi Alþýðu-
flokksins sátu hjá. „
Geir Hallgrímsson fylgdi úr
hlaði tillögum um hækkun á
gjaldskrá SVR Og Hitaveitunnar
óg benti á, að gjaldskrár beggja
þessara fyrirtækja hefðu verið
samþykktar í borgarstjórn 19.
des. 1963. Síðan hafa orðið ýmsar
hækkanir, sem hljóta að hafa á-
hrif á útgjöld þessara fyrirtækja.
Þessar hækkanir má flokka i
þrennt, sagði borgarstjóri:
í fyrsta lagi kauphækkanir en
21. des. 1963 var kaup hækkað
um 15% og varð þessi hækkuo
eftir að gjaldskrárnar voru sam-
þykktar og því ekki teknar ina
í þær. 1. júlí 1964 hækkuðu laua
um 5% og orlof hækkaði úr 6%
í 7%. Samtals nemur þessi hækk
un 22,7%. Þ. 4. febr. 1965 hækk-
uðu laun borgarstarfsmanna um
Framhald á bls. 23