Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Fostudagur 18. júlí 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. i'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. ADLAIE STEVENSON CJú óvænta frétt barst út um ^ heim í fyrradag, að Adlai E. Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, hefði látizt þá um daginn. Adlai Stevenson var einn þekktasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna hin síðari ár- in. Hann var tvisvar tilnefnd- ur frambjóðandi Demókrata- flokksins til forsetakjörs, 1952 og 1956, en áður hafði hann gegnt embætti ríkisstjóra í Illinois-fylki. Stvenson náði ekki kjöri forseta á móti hin- um vinsæla Eisenhower, »n þegar John F. Kennedy varð forseti Bándaríkjanna, skip- aði hann Adlai Stevenson að- alfulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, og því starfi hefur hann gegnt sl. 5 ár, og til dauðadags. Adlai Stevenson var einn helzti leiðtogi frjálslyndra manna í Bandaríkjunum. — Hann átti traust og hollustu milljóna manna um öll Banda ríkin, sem aldrei gátu full- komlega sætt sig við það, að Stevenson yrði ekki forseti landsins. Um hann hefur ver- ið sagt, að hann hafi verið bezti forseti, sem Bandaríkin aldrei áttu. Stevenson var mikill hæfi- leikamaður og mælskumaður. í þeim tveimur kosningabar- áttuni, sem hann tók þátt í til forsetakjörs, vöktu hinar fág- uðu, viturlegu og vel fluttu ræður hans mikla athygli. Hann ferðaðist víða um heim, og skrifaði margar bækur um ferðir sínar. Sem aðalfulltrúi Bandaríkjannc’ hjá Samein- uðu þjóðunum var Adlai Stvenson áhrifamikill mál- svari lýðræðis, frelsis og frjálsrar hugsunar á vett- vangi alþjóðastjórnmála. — Adlai Stevensons, verður minnzt um heim allan sem glæsilegs og hæfileikamikils stjórnrnálamanns, og ákveð- ins málssvara friðar og frelsis í heiminum, ; HÆKKUN Á GJALDSKRÁM S.V.R. OG HITAVEITUNNAR Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöldi yar samþykkt nokkur hækk- un á gjaldskrá Strætisvagna Reykjavíkur og samþykkt var að vísa til annarrar umræðu tiílögu um hækkun á gjald- skrá Hitaveitunnar. Hækkun- in á gjaldskrá Strætisvagn- anna nemur 15,9%, en fyrir- huguð hækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar nemur 10%. Gjaldskrár þessara fyrir- tækja borgarinnar hafa ekki verið hækkaðar síðan í des- ember 1963, en á þeim tíma sem liðinn er, hafa verulegar hækkanir á rekstrarkostnaði þeirra orðið, vegna hækkandi kaupgjalds, og hækkaðs sölu- skatts, en á þessu tímabili hef ur söluskatturinn hækkað úr 3% í 7,5%, og hafa Strætis- vagnarnir tekið þessa sölu- skattshækkun á sig, án þess að innheimta hana í auknum far- gjöldum hingað til. Það er auðvitað ljóst, að á einhvern hátt verður að standa undir auknum reksturs kostnaði þessara borgarfyrir- tækja. Ættu væntanlega allir að vera sammála um, að heppilegra er og heilbrigðara að gera það á þann hátt að hækka gjaldskrár þeirra, en að innheimta þennan aukna rekstrarkostnað í hækkuðum útsvörum. Þessi hækkun á gjaldskrám Strætisvagnanna og Hitaveit- unnar stendur í engu sam- bandi við þá kjarasamninga, sem nýlega hafa verið gerðir. Tilraunir kommúnista til þess að gera þessa hækkun nú tor- tryggilega, og túlka hana sem svik við nýgerða kjarasamn- inga, ná ekki tilgangi sínum, þegar af þeirri ástæðu, að fulltrúum verkalýðsfélaganna í Reykjavík var fullkunnugt um það, þegar í upphafi samn ingaviðræðnanna við atvinnu rekendur, að óhjákvæmiiegt mundi verða að hækká gjald- skrár fyrirtækjanna vegna aukins rekstrarkostnaðar. —- Þetta hafa borgarfulltrúar, bæði Sjálfstæðisflokksins og einnig andstöðuflokkanna, gert sér ljóst, sem bezt sést af því, að fulltrúi Framsókn- arflokksins greiddi atkvæði með hækkunum í borgarráði og Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, gerði einungis tillögu um það í borgarráði, að hækk anirnar tækju ekki gildi strax, en yrði frestað nokkuð, þótt hanhviðurkenndi, að reksturs kostnaður þessara fyrirtækja hefði hækkað mikið frá því gjaldskrá þeirra tók gildi í desember 1963. Skrif komm- únista um þetta undanfarna daga eru því einungis áfram- hald af tilraunum þeirra að undanförnu til að skapa tor- tryggni milli verkalýðsfélag- anna og stjórnarvalda í land- inu. Þær tilraunir munu ekki takast, endd hafa fulltrúar allra flokka í borgarstjórn í raun viðurkennt nauðsyn þess ara hækkana. Ný, áður dþekkt tækni, nýtt í „Mariner 4“ — og á jörðu niðri — fyrsta myndin átti að berast i gærkvöldi — vitað i dag, bvort sendingin heppnaðist TÆKNI sú, sem notuð er við sendingu mynda frá „Mariner 4“ til jarðar, er ný af nálinni, og svo flókin, að bandarískir vísindamenn telja, að ekkert annað land muni ráða yfir henni. Myndunum er ekki sjón- varpað, eins og venjulega hef- ur verið gert, þegar myndir hafa verið sendar frá geim- förum, heldur er hver mynd send í örsmáum ögnum, sem rafeindaheilar „raða“ síðan saman, til úrvinnslu í sérstök- um rafskermum. Þessi aðferð er tímafrek, svo að myndirnar, sem „Mariner 4“ tók laust eftir miðnætti í fyrrinótt (aðfaranótt fimmtu- dags), 21 talsins, munu ekki liggja fyrir framkallaðar, fyrr en eftir 3. vikur. Móttöku fyrstu myndarinn- ar átti að ljúka um hálf tíu leytið í gærkvöldi. Dr. William H. Piekerinig,for stöðumaður rannsóknarstofn- unar þeirra í Pasadena, Kali- forniu ( Jet Propulsion Labora tory), sem að tilrauninni stendur, hefur skýrt frétta- mönnum svo frá, að það verði ekki fyrr en í dag, föstudag, a'ð hægt verði að ganga úr skugga um það, hvort mynda- takan hafi heppnazt. >á á „Mariner 4“ að hafa sent þrjár myndanna til jarðar. Hins vegar á það að vera ljóst fyrr, hvort Marz hefur seglusvið, og sé svo, hvort reikistjarnan er umlukin geislabelti, líkt og jörðin. Tæki um borð í „Mariner 4“ afla upplýsinga um seguí- svið, geislun og önnur hálofta- fyrirbrigði, s.s. geimryk, og þessar upplýsingar áttiu að berast til jarðar, strax að k»k- inni ferð geimfarsins um- hverfis reikistjörnuna. Myndatakan gengur, eins og áður segir, öðru vísi fyrir sig. Hér er ekki um sjónvarp að ræða. Til þess er fjarlægðin milli jarðar og Marz of mikil, 215 milljón km. Tæki „Marin- er 4“ vinna úr myndunum, leysa þær upp í smáar agnir, sem sérstök senditæki koma síðan áleiðis til jarðar. Önn- ur tæki, í rannsóknarstöðinni Segulbandsupptakan á jörðu ni’ðri er síðan send áfram beint til Pasadena, þar sem reikniheilar taka til starfa. Þá tekur við sérstakur raf- skermur, ekki ósvipaður „Mariner 4“ í Pasadená, „raðá“ þeim síðan saman aftur, unz mynd liggur fyrir. Myndatakan og séndingarn- ar áttu að ganga þannig fyrir sig: Hafi allt gengi’ð að ósk- um, átti „Mariner 4“ að táka 21 mýnd, eins og áður greihir. Er geimfarið lauk förinni fram hjá bakhlið Mars, áttu tæki að hafa komið myndunum á segulband. >á átti sending þeirra að hefjast, og sendingu fyrstu myndarinnar að ljúka á 8 klukkustundum og 20 mín útum. Móttökustöðvarnar eru þrjár, ein í Goldstone, Kali- forniu, önnur í Jóhannesar- borg, S-Afríku, og sú þriðja í Madrid, á Spáni. Flyzt mót- takan milli stöðvanna, eftir því, sem jörðin snýst um möndul sinn. þeim, sem notaðir eru yið sjónvarp,, aflmeiri miklu þó, og „raðar" myndunum saman, og kemur þeim á filmu, sem síðan má framkalla á venju- legan hátt.' Þá munu sérfræðingar at- huga myndirnar, sem síðan verða birtar almenningi. Það tékúr svo langan tíma að senda hverja mynd á þenn an hátt, að sendingu þeirra verður ekki lokið, fyrr en eftir 10 daga. Milli þess, sem „Mariner 4“ sendir myndir, senda tæki þess aðrar upp- lýsingar í hálfa aðra klukku- stund, hverju sinni. Er sjálf- um sendingunum er lokið, líða enn um tvær vikur, þar til alil ar myndirnar hafa verið fram kallaðar. Þjóðhótíðoidags íslands minnzt d þjóðþingi USA f ÞINGTÍÐXNDUM bandaríska. þjóðþingsins (The Congressional Record) frá 17. júní í ár, birtist ræða, sem Senator Quentin N. Burdick frá Norður-Dakota hafði flutt á þjóðþinginu þann dag í tilefni af 21. árs afmæli íslenzka lýðveldisins. Samtímis birtist í þingtíðindunum kafli um landnám íslendinga í Norður- Dakota úr bók frú Thorstínu Walters Modern Sagas, en kafl- ann hafði Senator Burdick látið prenta í þingtíðindunum ásamt ræðu sinni til frekari áréttingar máli sínu. Ræða senatorsins hefir að fyrirsögn: „Icelancric Independ- ence Day“ (Lýðveldisdagur ís- lands). Er hún sérstaklega vin- samleg í garð íslands og vor fs- lendinga, samin af glöggum skiln ingi á brautryðjendabaráttu ís- lenzkra landnema vestan hafs. En kaflinn úr bók frú Þórstínu, sem hér er um að ræða, fjallar einmitt um tildrög stofnunar landnámsins í Norður-Dakota, og þá menn, sem þar komu mest við sögu. Er það glögg og greina- góð frásögn, eins og senatorinn bendir á í ræðu sinni. En Senator Burdick skuldun* vér íslendingar beggja megia hafsins þökk fyrir að hafa minnst lýðveldisdags íslands eina vel og drengilega og hann gerði í umræddri ræðu sinni á þjóð- þinginu, og fyrir að láta prenta hana og framannefnda lýsingu á landnámi íslendinga í Norður- Dakota í sjálfum þingtíðindum þjóðþingsins. Með því er landi voru og þjoð sýrid bæði vinsemd og virðing. Ríchárd Beck.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.