Morgunblaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 3
Miðtfikudagur 4. ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐINN föstudag setti Þórður Hafliðason, Sjafnar- götu 6, Reykjavík íslandsmet í hæðarflugi í svifflugu, komst í liðlega 7 km hæð. S.l. mánudag setti svo sami mað- ur langflugmet, flaug frá Sandskeiði að Stað í Hrúta- firði, en bein loftlína milli þessarra tveggja staða er 126 km. Mbl. hitti Þórð að máli og fer samtal við hann hér á eftir. — Hvenær settir þú fyrra metið, Þórður? — Það var á föstudag, 30. júlí, að ég tók eftir því að komið var svokallað bylgju- veður, sem er einmitt mjög hentugt fyrir háflug. Ég fór því austur á Sandskeið síðari hluta dags og fékk þar lán- aða svifflugu með súrefnis- tækjum. Þá hafði ég meðferð is sjálfvirkan hæðarritara, sem festur er aftan við sætið. — Gerðir þú þér vonir um að setja þetta met strax í byrj un? — Takmarkið var að ná Þórður Hafliðason Setti tvð íslandsmet í svifflugi — Rætl við Þórð HafBiðason gullviðurkenningu, sem fæst, fái maður 3 þúsund metra hæðaraukningu sem reiknast frá þeirri hæð, er maður losn- ar frá spilinu, er dregur mann á loft. Ég fór í loftið rétt um klukkan sjö eftir hádegi og sleppti spiltauginni í 300 m hæð, náði strax í nokkrar góðar bylgjur eins og við svif flugsmenn köllum það. Við höfðum haft samflot tveir en þegar hér var komið flaug kunningi minn í átt til Reykja víkur, en ég flaug í átt til Leirvogsvatns, þar sem ég sá nokkur bylgjuský, sem lofuðu meiri hæð. — Var ekki skýjað að ráði? — Jú, í 3—4 þúsund metra hæð var töluvert skýjað og þá lenti ég í mestu erfiðleik- unum. Þá þurfti ég að fara í gegnum geilar og göt, til þess að komast í skýin upp- vindsmegin, en þarna voru sí- felldar breytingar og þurfti ég oft að bíða lengi eftir tæki- færi, sem gæfi meiri hæð. Þegar þetta hafði staðið svona lengi og ég alltaf verið að hækka mig smátt og smátt, sá ég allt í einu stórt og uikið bylgjuský, sem senni- iega var ættað norðan úr landi, því að það virtist al- gjörlega óskylt öðrum bylgju- ^kýjum, er þarna voru. Ég fór nú að reyna að komast í það og gera mér vonir um að ná í demantaviðurkenningu, en hún veitist þeim, er ná 5 þús- und metra hæðaraukningu. Er það mjög eftirsótt viður- kenning meðal svifflugs- manna. Nú reyndin varð nú sú, að um leið og ég komst í þetta ský var ég von bráðar kominn upp í 7100 metra eða um 24 þúsund fet, sem er tals vert hærra, en t. d. Vicecount inn flýgur að jafnaði. — Var ekki kalt í þessari hæð? — Kuldinn var óskaplegur og það hrímuðu allir mælar. Þótt ég væri hlýlega búinn varð mér hrollkalt. Mér fannst ég sjá allt Suðurlands undirlendi fyrir mér og allt norður á Snæfellsnes. Ég hefði líklega getað komist nokkuð hærra, en hætti vegna þess, að súrefni var að þrot- um komið og ég þurfti að hafa nóg á niðurleið. Þá var og farið að skyggja. Á niður- leið flug ég svo hér yfir Reykjavík og nágrenni og gætti þess að hafa alltaf land sýn niður í gegnum skýin, því að það er ekkert spaug að verða villtur þarna uppi. Hins var var mjög spennandi að komast í þessa hæð. — Hvenær settir þú svo hitt metið? — Það var í fyrradag (mánudag) að ég var á leið í vinnuna, var litið til lofts og stóðst ekki freistinguna og fór aðra ferð. Eftir þrjár mis heppnaðar tilraunir til að ná hitauppstreymi tókst það og ætlaði ég í fyrstu að fara í austur, en þar sem sem skil- yrði virtust slæm í þá áttina, datt mér í hug að reyna það, sem aldrei hefur verið reynt áður, að fara norður, upp með Borgarfirði. Heldur voru lé- leg skilyði í fyrstu og fóru þau versnandi, þegar ég nálg aðist Hvalfjarðarbotn og þar bjóst ég að þurfa að lenda. Töluverður strekkingur var þá inn Hvalfjörð og ákvað ég því að reyna að nota mér upp streymi, er myndaðist við Hvalfell. Þetta var mín síð- asta von. Við Hvalfell basl- aði ég svo í hálftíma við að ná mér upp og komst að lok- um í 600 metra hæð. Ég var með sendistöð í svifflugunni og missti samband við Sand- skeið, þegar ég kom í Hval- fjörð, en nú komst ég aftur í samband. Ég kemst nú upp að Þverfelli, sem er vestan við Reyðarvatn og þar næ ég fyrstu verulegu uppstreymis bólunni og gekk þá allt vel yfr Borgarfjarðardali, þangað til ég var kominn að Hvítár- síðu, þar var ég kominn í 200 metra hæð og allt útlit fyrir að ég þyrfti að lenda. Þar næ ég aftur í mjög sterkt upp- streymi og tek þá stefnu vest ur í Dali, vegna þess að Holta vörðuheiði hefur aldrei verið álitin góð til að fljúga yfir á svifflugu, enda lengi álitið að ógerningur væri að komast norður í land. Frá Hvítár- síðu kemst ég svo norður í Haukadal og lendi þar í því bezta uppstreymi, sem ég hef komist í, en þar með var allt uppstreymi búið. Ég notaði svo hæðina norður í Hrúta- fjörð og lenti á túninu á Stað. — Og lendingin hefur gengið af óskum? — Já, já, það voru að vísu all margir staurar og nokkrar lautir í túninu, en þetta lukk aðist allt. Eitt er víst, að ég hef aldrei farið skemmtilegri ferð hér á landi en þessa. — Hverjir voru methafarn- ir áður en þú lagðir upp í þessar tvær ferðir? — Það var í báðum tilfell- um Leifur Magnússon fram- kvæmdarstjóri Flugöryggis- þjónustunnar. — Svo að þú hefur reitt af honum titlana — Já, ég hringdi nú til hans áðan og bað hann af- sökunar á þessu, sagði Þórð- ur og brosti um leið og við kvöddum hann. (Aths. Ofangreind fslands- met hafa þó enn ekki hlotið opinbera staðfestingu.) STAKSTFINAR L---.Mi — Austur og Vestur Framhald af bls. 1 um bann við neðanjarðartilraun um með kjarnorkuvopn, sem byggjast átti á gagnkvæmu, vis- indalegu eftirliti. Sagði Tsarap- kin að Sovétríkin myndu ekki leyfa erlendum eftirlitsmönn- um að koma til landsins. Sovézki fulltrúinn hélt því einnig fram, að úr því að Banda ríkin létu ekki af „árásarstefnu" sinni, sem birtist í mynd aukins vígbúnaðar og styrjaldar, myndu yfirlýsingar Bandaríkjamanna á afvopnunarráðstefnunni kafna í hávaðanum frá bandarískum sprengjum og handsprengjum, sem spryngju í Vietnam, Dóm- inikanska lýðveldinu og víðar. Krafðist Tsarapkin síðan þess að erlendt herlið yrði tafarlaust kvatt heim frá S-Vietnam, For- mósu, Kongó, S-Kóreu, Malaysíu og Evrópu. William Foster, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnunni kvað Tsarapkin hafa þrástagl- azt á gömlum, gatslitnum, sovézk um fullyrðingum. Kvaðst Foster harma það sem hann nefndi rang ar fullyrðingar Tsarapkins um stefnu Bandaríkjanna í Vietnam og annars staðar í heiminum. Foster sagði að Bandaríkin væru tilneydd að auka aðstoð sína við S-Vietnam, til þess að mæta yfir gangi þeim, sem stjórnað væri frá N-Vietnam. „Metið ekki ástandið á rang- an hátt“, sagði Foster. „Við erum staðráðnir í að standa við loforð okkar við S-Vietnam og hjálpa landinu a berjast gegn yfirgangi þessum. En við höfum heldur ekki misst sjónir á því takmarki, sem heitir friðsamleg lausn. — Bandaríkin eru nú og í fram- tíðinni staðráðin að leita stjórn- málalegrar lausnar á vandamál- inu. Jafnvel á meðan við látum S-Vietnam í té þá aðstoð, sem nauðsynleg er til að verjast yfir- ganginum frá Hanoi, erum við reiðubúnir að hefja friðarsamn- inga án skilyrða fyrirfram, hvenær sem Hanoi vill“. ítalski fulltrúinn, Francesco Cavalleti, stutti Foster, og kvað árásir Tsarapkins á Vesturlönd, og þá sérstaklega V-Þýzkaland, gjörsamlega tilefnislausar. Kaldur júlí Noregi og Svíþjóð Stokkhólmi, Osló 3. ágúst (NTB) Júlímánuður var mjög kaldur og hráslagalegur víast hvar í Noregi og Svíþjóð og var með- alhiti þremur gráðum lægri en í meðalári. í Osló var júlí sá kaldasti frá aldamátum, meðal- hiti 14.3 gráður og er það 1,6 gráðu lægra en í meöalári í ág- úst. „Sir Home“ Sunnudagspistill Tímans fjall- ar sl. sunnudag um Sir Alec Douglas-IIome. Þar stendur m.a. eftirfarandi: „Þess vegna beitti Sir Home þeim klókindum. .. . “ « Fyrir þá, sem telja sig geta skrif- að af einhverju viti um erlenda stjórnmálamenn er auðvitað frumskilyrði að fara rétt með nöfn þeirra. 1 þessu tilviki ber að titla fyrrgreindan mann, ann- að hvort Sir Alec eða Sir Alec Douglas-Home. „Sir Home“ er fáránleg vitleysa. Það skal ósagt látið, hvort meðferð skriffinna Tímans á nafni Sir Alec er al- menn vísbending um fákunn- áttu þeirra um þau efni, er þeir rita um. Hvenær sýðui upp úr? Það er á allra vitorði, að stjórn málaástandið í íslenzka kommún istaflokknum hefur verið mjög ótryggt síðustu 2-3 árin og jafn- an verið við suðupunkt. Meðan samningaviðræður við verkalýðs félögin stóðu yfir var umræðum um innanflokksmál hætt um sinn, en nú þegar samningum við verkamannafélögin er lokið, fara brestirnir að koma í ljós aftur. Forustumenn kommúnista hafa að undanförnu sent hver öðrum tóninn og er einkar skemmtilegt að fylgjast með skrifum þriggja höfuðblaða þeirra. Þjóðviljans, Verkamannsins á Akureyri, (sem er málgagn Björns Jónssonar) og vik. blaðs eins hér í borg, sem eitt sinn var gefið út af „stjóm- málaflokki“ en virðist nú komið í hendumar á svonefndum „Hannibalistum“ þótt • stundum sjáist þess merki, að „stjóm- málaflokkurinn“ hafi eitt horn í blaðinu til umráða. 1 þessum þremur blöðum senda forustu- menn íslenzkra kommúnista, hver öðrum tóninn og draga ekki af. Það fer auðvitað ekki milli mála, að Sósíalistaflokkurinn er búinn að syngja sitt síðasta undir stjóm þeirra Einars Olgeirsson- ar og Brynjólfs Bjarnasonar. Hins vegar höfðu þeir, sem með þessum málum hafa fylgst, gert ráð fyrir, að í hópi „Hannibal- ista“ væru menn, og þá einkum synir Hanníbals, sem dug hefðu til að hrinda í framkvæmd yfir- lýstum áformum um nýjan verka lýðsflokk. Fyrmefnt vikublað hefur og ekki sparað stóru orð- in, og margoft hefur í því blaði verið boðuð stofnun Alþýðu- bandalagsfélags í Reykjavík, en um stofnun þess hafa harðar deilur staðið og kor.vmúnistar lagst gegn því. * A hverju stendur? Vikublað þeirra Hanníbals- sona tilkynnti snemma í vor, að Alþbl.-félag yrði stofnað í maí. Ekkert hefur orðið af stofnun þess enn og verður ekki annað séð, en Hanníbalistar láti gaml- ingjann, Einar Olgeirsson, snúa á sig aftur og aftur. Stóru orðin í blaðinu þeirra virðast froðu- snakk eitt, innantóm stóryrði manna, sem vilja vera miklir, en lippast niður, þegar til framt- kvæmdanna kemur. Einar Olgeirsson kann að vera dauður úr öllum æðum og flokk- ur hans verður auðvitað aldrei annað en pólitískt rekald úr þessu en Einar virðist þó auðveldlega stöðva öll áform yngri manna í Alþbl. um endurskipulagningu flokksins. Þeir standast honum einfaldlega ekki snúning. Það er ekki björgulegt fyrir unga og velmenntaða menn, að standa frammi fyrir slíku en stundum er betra að spara stóru orðin og láta heldur til skarar skríða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.