Morgunblaðið - 04.08.1965, Síða 2

Morgunblaðið - 04.08.1965, Síða 2
2 MOnr.ttuo i aqid Miðvikuctagur 4. ágúst 1965 Betri horfur á síld- veiði fyrir austan VONIR manna um aS síldin hafi ekki alveg- yfirgefið okkur fyrir austan hafa nú glæðzt á ný. Svo er að sjá, sem síldin sé nú að ganga saman í þéttari torfur og hefur varðskipið Ægir fundið margar góðar torfur um 240 míl- ur úti í hafi. i gær morgun höfðu nokkur skip fengið afla þar. Sig- urborg fékk 1300 mál og Dagfari fullfermi, 1000 til 1800 mál. í gær kveldi var ágætt veður á mið- unum fyrir austan og bátarnir farnir að kasta. Búðaklettur hafði fengið ágæta veiði, en ekki var vitað hversu mikla. Blaðið sknaði í gær til Jakobs Jakobssonar fiskifræðings, þar sem hann var staddur um borð í Ægi 240 sjómílur ANA af Banga nesi, og spurði um veiðihorfum ar. Hlustunarskilyrði voru ágæt og heyrðist greinilega í síldarleit artækinu. — Við eruim með bráðfallega torfu á tækinu núna, sagði Jakob. Við fundum hana í um það bil 2000 metra fjarlægð. Horfurnar héma fyrir austan em nú að batna. í sumar höfum við fundið mikla síld öðm hverju, en hún hefur bara verið mjög dreifð. Allar líkur benda nú til, að hún sé að ganga saman í stærri og þéttari torfur. Mörg skip em að veiðum 120 til 240 mílur austur af Langanesi. Síldin, sem veiðzt hefur, er all misjöfn, þetta frá 25 til 35 cm löng, meðallengd 31-32 om. í dag hefur engin veiði verið, því að síldin hefur staðið djúpt. Síldarleitarskipið Pébur Thor- steinsson er nú á leið út og mun leita á svæðinu fyrir Austfjörð um fyrir sunnan okfcur. Hafþór hefur verið að leita fyrir Norður landi og í dag fann bann mikla loðnutorfur undan Stranda gnuoni. — Hvers konar síld er það, sem þeir veiða við Hrollaugseyj ar? — Það er mjög ung Islands- síld, si'ld, sem við einir nýtium Ég hef oft áður bent á, að sá síldarstofn er ekki stór og við verðum bana að gena upp við okk ur það fjárhagslega atriði, hvort við viljum heldur veiða hana til bræðsiu yfir sumartímann eða bíða þar til á haustin og vetuma og frysta hana þá. Við verðum að gera okkur ljóst, að hvort tveggja getum við ekki gert, það er ekki hægt bæði að halda og sleppa. Annars er aðalorsök fjrrir smásíldarveiðunum fyrir sunnan neyðarástandið, sem ríkt hefur á miðunum hér fyrir austan og norðan í allt sumar. Um leið og þetta lagast hér, hætta bátamir að veiða fyrir sunnan. Frá því kl. 7 á laugardagsmorg un þar til kl. 7 í gærmorgun til- kynnbu 88 skip um afLa, alls 78.410 mál og tunnur. Þessir bát- ar femg'u meira en 1000 mál: Gultver NS 1400, Bjarmi EA 1000, Ólafur Sigurð=scn AK 1200, Heimir SU 1200, Búðaklettur GK 1100, Pétur Sigurðsson RE 1100, Þorbjöm II GK 1100, Arnar RE 2000, Kristján Valgeir CK 1000, Krossanes SU 1500, Guðbjörg GK 2200, Bergur VE 1600, Kap II VE 1100, Hölmngur II AK 2100, Halkion VE 2800, Ingvar Guðjónsson SK 2200, Súlan EA 1400, Sigurpáll GK 2200, Jörund- ur II RE 2200, Bára SU 1000, Sigurður Jónsson SU 1000, Haf rún IS 1500, Ól. Magnússon EA 1500, Fagriklettur GK 1400, Lóm ur KE 1300, Sunmutindur SU 1000, Sigurvon RE 1000, Rifsn.es RE 1000, Gullfaxi NK 1000, Ás- þór RE 2000, Guðbj. Krisfján 1200, Barði NK 1100 og Garðar 1400. Dregið í happ- drætti DAS í GÆR var dregið í 4. flokki Happdrættis DAS um 200 vinn- inga og féllu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vali, kr. 500.- 000.00, kom á nr. 19826. Bifreið eftir eigin vali, krónur 200.000.00, kom á nr. 6891. Bifreið eftir eigin vali, krónur 150.000.00, kom á nr; 15105. Bifreið eftir eigin vali, krónur 130.000.00, kom á nr.35750. Bifreið eftir eigin vali, krónur 130.000.00, kom á nr. 64754. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr ir kr. 25.000.00 kom á nr. 15685. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr ir kr. 20.000.00 kom á nr. 54299 og 58796. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr ir kr. 15.000.00 kom á nr. 25771 39120 og 54925. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 10.000.00 hvert: 2457 10899 11472 14217 20553 32690 41772 44585 60439 og 60746. (Birt án ábyrgðar). Frost í Mývatns sveit í s.l, viku Mývatnssveit, 3. ágúst. HEYSKAPURINN hefur yfirleitt gengið mjög vel og var gras spretta víða ágæt. Þar sem fyrst var slegið lítur mjög vel út með háarsprettu. í síðustu viku gekk í norðanátt og kólnaði mjög í veðri. Gerði næturfrost og skemmdi kartöflugrös í sumum görðum, en í öðrum er grasið ó- skemmt. Norðanáttinni' fylgdi töluverð úrkoma, snjór til fjalla og jafnvel gránaði hér niður und- ir byggð. En eru hæstu fjöll hér með hvíta kolla. Umferð á vegum hér um verzl- unarmannahelgina var ekki sér- lega mikil. Óefað hefur veðurút- litið og kuldinr. um helgina átt sinn þátt í því. Héraðsmót Sjálf- stæðisflokksins, hið fyrsta hér í Mývatnssveit, var haldið í Skjól- brekku sl. laugardagskvöld. Að- sókn var geysimikil og kom fólk mjög víða að. Alls munu hafa mætt þar hátt á fimmta hundrað iSKÚNNUN Vs ÞQR 3.-8 - %.,5 ./ *Rlk :r-1- BREYTILEG átt var hér á landi í gær, mjög víða haf- gola upp úir hádeginu. Inn tiil landsins var y.firleitt sólskin, en skýjað út við sjó- inin, einikum aiusban tiL Mikill hæðarhryggur ligg- ur norðan frá heimskauti suð ur um Grænland, Grænlands- haf og vesbanvert Atlantshaf. Hann hreyfist lítið úr stað svo að búast má við stilltu veðri á þessu svæði næstu dægrin. B’ímlega 8000 mól til Breiðdalsvíkur Breiðdalsvík 3. ágúst. Frá 18. júlí til 1. ágúst hafa 8 skip landað hér alls 8189 mál- um af Suðurlandssíld. Þessi skip hafa landað hér: Arnar RE 1255 mál; Björn Jónsson RE 927; Gull berg NS 1339; ísleifur IV. VE 1161; Sigurfari SF 2802; Gissur hvíti SF 1465; Sigurður Jónsson SU 820, og Glófaxi NK 420 mál. Auk þess hefur Síldariðjan tek- ið 1466 mál frá söltunarstöðvun- um. Óþurrkar hafa verið í Breið- dal undanfarið og lítið því verið þurrkað af töðu enn sem komið er. manns, þrátt fyrir leiðinlegt veð- ur þann dag. Á sunnudag var komið þurrt og stillt veður og heldur mildara. í dag var hér ágætis þurrkur. Sl. sunnudag valt hér jeppabif- reið úr Reykjavík í mjög slæmri beygju, á þjóðveginum, skammt austan við Skútustaði. Lenti bíll- inn út í læk. Tveir piltar um tví- tugt voru í jeppanum og sluppu þeir án alvarlegra meiðsla. Þó var héraðslæknirinn á Breiðu- mýri tilkvaddur til að gera að sárum þeirra. Jeppinn er mikið skemmdur og verður Tluttur á vörubíl suður til Reykjavíkur. f sömu beygju og þessi jeppi valt varð önnur bílvelta fyrir viku síðan, samanber mynd í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. Virðist vera full ástæða til að þessi hættustað- ur verði lagfærður og fleiri slíkir hér, áður en fleiri óhöpp henda. í sumar hefur það oftar en einu sinni borið við, að ferðafólk hef- ur brennt sig við hverina austan við Námafjall. Einn slíkur bruni átti sér stað sl. sunnudag og brenndist þar Þjóðverji. Verður mjög alvarlega að brína fyrir fólki, sem leggur leið sína þar um hverina að fara með mestu gát, svo slíkir atburðir komi ekki fyrir. — Kristján. Næturfrost í Kjós Valdastöðum, Kjós, 3. ágúst. FROST mældist í nótt sem leið í Kjósinni og komst frostið niður í eitt til tvö stig. Ekki er mér kunnugt um skemmdir en búast má við að þær hafi orðið nokkr- ar, t.d. á kartöflugrasi. Skömmu fyrir síðustu helgi varð dóttir hjónanna í Miðdal fyr ir því óhappi, að hún fór með aðra höndina í áburðardreifara með þeim afleiðingum, að hún handleggsbrotnaði á upphand- legg. Var stúlkan flutt suður í Slysavarðstofuna. Nú er verið að byggja brú yfir Sandá og mun hún verða eitt- hvað liðlega 10 metra á lengd. Sláttur hefur gengið mjög vel hér í Kjósinni og gróður og nýt- ing heyja verið með ágætum. — St. G. Bíll veltur í Mos- fellssveit LAUST fyrir kl. 9 á la'Uigardags- rnorgum valt bifreið á móts við Hmðaisbaði í Mosfellssveit Skeanmdist bifrieiðiin milkið, en Framhald á bls. 23 Skipsbrotsmenn af Birni Jóns syni RE við komuna til Reykjavíkur á laugardag. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jakob Guðmundsson háseti, Jón Jónsson 1. vélstj., Þorbjörn Aðalbjörnsson mat- sveinn, hásetarnir Leifur Rasmussen, Guðmundur Há- konarson og Ingibergur Guð- geirsson, Björn Kjartansson 2. vélstjóri, Theódór Sigur- bergsson stýrimaður og Björn Jónsson skipstjóri. Tveir há- setar, Hallgrímur Einarsson og Jakob Guðmundsson,, eru ekki á myndinni. Daviðshús opnar Akureyri, 3. ágúst. Davíðshús var opnað almenn- ingi sunnudaginn 1. ágúst kl. 3 síðdegis og verður framvegis op- ið daglega kl. 3 til 5. Fyrir skömmu kaus bæjar- stjórn Akureyrar þriggja manna nefnd til að annast rekstur húss- ins og eiga í henni sæti Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur, Stefán Reykjalín byggingameist- ari, og Þórarinn Björnsson skóla meistari. Nefndin hefur ráðið Kristján Rögnvaldsson til að annast umsjón hússins. Um sex- tíu manns hafa komíð í húsið tvo fyrstu dagana. Sv. P. Hver tók bíl- þjófinn upp? MILLI kl. 19 og 20 á laugardags- kvöld 31. júlí var bifreiðinni E- 511 stolið frá bifreiðastæðinu Vísi við Þjóðveg á Akranesi. Bif- reiðin er af gerðinni Chevrolet, árgerð 1954, dökkblá að ofan og ljósblá að neðan. Hún fannst síð- ar um kvöldið mannlaus á Hafn- armelum í Melasveit, þar sem henni hafði verið ekið út af veg- inum. Þeir, sem kynnu að hafa orðið varir við ferðir E-511 á umræddu tímabili eða tekið upp farþega á Hafnarmelum á laug- ardagskvöld, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lög- regluna á Akranesi. Cyrankiewicz til Parísar Josef Cyrankiewicz, fors*tis- ráðherra Póllands, hefur þegið boð frá de Gaulle, Frakklands- forseta, um að heimsækja Frakk- land. Franska utanríkisráðuneyt ið skýrði frá þessu í morgun. Kemur Cyrankiewicz væntan- lega til Parísar 9. september og dvelst í Frakklandi til 11. eða 12. sama mánaðar. Þetta er í fyrsta skipti frá því að kommúnistar tóku völdin í Póllandi, sem pólskur forsætis- ráðherra heimsækir Frakkland.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.