Morgunblaðið - 04.08.1965, Page 20

Morgunblaðið - 04.08.1965, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ 4 ^ffúst 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN Fawnhope. í>að var ekki nema eðlilegt, að Fawnhope kæmi: þarna, þ\i að hann hafði fengið þá hugmynd að semja sorgarleik um Don Juan frá Austurríki, en skammur glæsiferill hans virt- ist honum tilvalinn í lýriskan ; sorgarleik..... Hann hafði þeg-1 ar samið nokkra-r viðkvaemnis-, lega-r setningar, sem hetjan átti að segja á bana-beði sínum, og honum datt í hug, að greifafrúin hlyti að geta gefið honum ýmsar bendingar um lifnaðarhætti manna á Spáni, sem væru nauð- synlegar við þetta meistaraverk hans. í reyndinni varð kunnug- leiki hennar um siði manna á sextándu öld ennþá minni en h-ans eigin-n, en það nægði ekki til að aftra þessum laglega unga manni frá að heimsækja hana, svo að hún brosti syfjulega fram an í hann, og bað hann að koma aftur seinna, þegar ekki væru aðrir gestir til að rugla íyrir þeim. Soffía, sem hafði aldrei hugs- að sér hr. Fawnhope bendlaðan við neina karlmannlega eigin- leika, varð steinhissa, er hún komst að því að hann hafði rið- ið út með greifafrúnni á hrein- ræktari hryssu, sem hún hefði gjarna viljað eiga sjálf. Hann reið til London á eftir vagnin- um hennar, og hún tók eftir því, að hann kunni vel að fara með þennan fjöruga reiðskjóta. Hún trúði Charlbury lávarði fyr ir því, að eins gott mundi vera fyrir hann, að Cecilia sæi aldrei skáldið sitt á hestbaki. Hann andvarpaði. — Þú mátt ekki halda, Soffía, að ég hafi ekki mikla ánægju af þínu sam- félagi, en hvert stefnir þetta allt? Veizt þú það, því að ekki veit ég það! — Ég treysti því, að það stefni einmitt í þá átt, sem þú óskar helzt, svaraði hún alvörugefin. — Þú mátt reiða þig á mig! Cecelia er alls ekkert hrifin af að sjá þig alltaf á hælunum á mér, get ég fullvissað þig um. En Cecilia var ekki ein um það að hafa litla ánægju af að horfa á hetta Hr Tt.ivenhali liorfði á það með stökustu van- þóknun, ef til vill vegna þess, að það dró úr vonum hans um að Cecilia og Charlbury drægju sig saman, og svo var Bromford, sem fann sig útskúfaðan og var orðinn svo gramur þessum keppi naut, að hann gat ekki litið hann réttu auga. — Mér virðist það all-ein- kennilegt, sagði hann við ung- frú Wraxton — að maður, sem hefur verið að dingla við eina kvenpersónu i fleiri vikur en ég man að teija, skuli vera svo óstöðugur i rásinni að taka til við aðra, svona snögglega. Ég skal játa, að mér er fyrirmunað að skilja svona hegðun. Ef ég hefði ekki, kæra ungfrú Wraxt- on, farið víða um heim-inn og kynnzt veikleika mannkindar- innar, hefði ég ekki botnað upp né niður í þessu! En ég get vel sagt það við yður, að ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af Charlbury. Og ég verð að segja, að hegðun hans gengur alveg fram af mér! Og mér fell- ur það líka þungt að sjá ung- frú Stanton-Lacy gangast svona upp við þessu! — Það er varla vafi á því, svaraði imgfrú Wraxton, hressi- lega, — að dama, sem er alin upp á meginlandinu lítiur þetta nokkuð öðrum augum en svona veslings heimaalningar eins og ég. Mér skilst, að daður sé al- geng skemmtun kvenna á meg- inlandinu. — Kæra ungfrú, sagði lávarð- urinn, — ég vona, að þér skilj- ið, að ég er alls ekki meðmæltur 42 miklum ferðalögum fyrir dömur. Mér finnst það alls ekki þurfa að vera þáttur í uppeldi veikara kynsins, enda þótt karlmanni geti fundizt það nauðsynlegt. Ég yrði ekkert hissa á að heyra, að Charlbury hefði aldrei komið út fyrir landsteinana, og þessvegna kemur þessi eftirsókn eftir fé- lagsskap hans af hálfu ungfrú Stanton-Lacy mér einkennilega fyrir sjónir. Fjandskapur Bromfords lá- varðar var vel kunnur þeim að- ila, sem honum var stefnt gegn. Einu sinni þegar Charlbury reið á brokki ásamt Soffíu í Garð- inum, sagði hann við hana: — Ef ég slepp óskaddaður út úr þessum grímudansleik, má ég teljast heppinn! Er það eindreg- inn vilji þinn, Soffía, að láta ganga af mér dauðum? Hún hló. — Er það Bromford. — Annaðhvort hann eða Charles. Af tvennu illu vildi ég heldur, að Bromford skoraði mig á hólm. Ég er viss um, að hann hittir ekki belju á álnar færi, en ég veit hinsvegar, að Riven- hall er ágætis skytta. Hún leit við og beint á hann. — Heldurðu, að þetta geti verið? Að Charles .... ? Hann leit á hana á móti, eins og rannsakandi. — Já, ungrú Sakleysi! En sjálfsagt vegna þess, að ég hafi vanrækt systur hans. En segðu mér, þú, sem ert alltaf svo hreinskilin — ertu vön að para allt fólk saman, hvar sem þú kemur? — Nei, ekki nema því aðeins ég haldi, að það sé hlutaðeigend- um fyrir beztu. Hann hló og hló, og var enn hlæjandi, þegar þau mættu hr, og ungfrú Rivenhall, sem komu ríðandi móti þeim. Soffía heilsaði frændfólki sínu innilega, en stillti sig samt um að minnast á undrun sína yfir að sjá Ceciliu taka þátt í íþrótt sem hún var ekki sérlega gefin fyrir. Þau Charlbury sneru svo hestum sínum til að verða hin- um samferða, og hún hreyfði engum andmæium, þegar Charl- es bað hana að dragast ofurlít- ið aftur úr hinum tveimur, og svo riðu þau hægt eftir stígn- um. Hún sagði: — Mér lízt vel á þennan jarpa þinn, Charles! — Það kann vel að vera, svar aði Charles önugur, — en þú færð, bara ekki að koma honum á bak. Hún sendi honum meinlegar augnagotur og sagði: — Nú, ekki það, Charles minn góður? — Soffía! sagði Charles og varð nú beinlínis ógnandi, — ef þú dirfist að leggja á þann jarpa minn, kyrki ég þig og fleygi lík- inu í Tjörnina. Hláturinn sauð niðri í henni og þá brást aldrei, að hann fór að brosa líka. — Ænei, Charles, það færirðu aldrei að gera. Jæja ég gæti nú annars ekkert láð þér það. Ef ég sæi þig nokkurn tíma á baki Salamanca, mundi ég áreiðanlega skjóta þig og ég kann að fara með byssu þó að hún setji ofurlítið til vinstri! — Einmitt? sagði hr. Riven- hall. — Jæja frænka sæl, þeg- ar við förum til Ombersley, skal ég hafa þá ánægju að prófa skot fimina þína! Þú skalt fá að sýna mér, hvernig þér tekst með ein- vígis-skammbyssunum mínum! Þær setja hvorki til hægri né vinstri, því að ég kann að velja mér almennileg vopn! — Einvígisbyssur? sagði Soffía og varð hrifin. •— Það hafði mér aldrei dottið í hug! Segðu mér, Charles, hvað hefurðu oft geng- ið á hólm? Drepurðu mann í hvert skipti? — Sjaldan. Því miður eru ein- vígi komin svo mjög úr tízku, Soffía mín, svo að ég er hrædd- ur um, að ég verði þér von- brigði. — O, seiseinei!, Mér hafði aldrei dottið í hug að setja þig í samband við neitt svo glæsi- legt! Þetta kom honum til að hlæja. Hann rétti upp höndina, eins og skylmingamaður, sem viðurkenn ir að hafa orðið fyrir höggi. — Skylmistu kannski? — Nei, ekki nema lítið. Hvers vegna spyrðu? — O, bara vegna þess, að það hef ég aldrei lært. — Hjálpi mér! Hvernig getur það verið. Ég hélt, að Sir Horace hlyti að hafa kennt þér að halda á sverði. — Nei, svaraði Soffía og setti upp teprusvip. — Og hann hef- ur heldur ekki kennt mér hnefa leika, svo að þarna er tvennt, sem þú hefur fram yfir mig, Charles! — Þú ferð nú fram úr mér samt. Ekki sízt í daðurlistinni! Hún sló hann strax út af lag- inu með beinni árás. — Daður? Ég vona, að þú sért ekki að gefa í skyn, að ég sé einhver daður- drós? — Ekki það? Þá geturðu kannski útskýrt fyrir mér, hvers vegna þú lætur svona við hann Charlbury? Hún setti upp sakleysissvip. — Hvað áttu við? Þetta hlýtur að vera mesti misskilningur hjá þér! Það er hvort sem er allt búið hjá honum og Ceciliu! Þér dettur væntanlega ekki í hug, að ég væri að draga mig eftir hon- um, ef svo væri ekki? Sá jarpi fór á brokk, en hr. Rivenhall hélt aftur af honum -og sagði, ofsareiður: — Vitleysa! — Mikið vildi ég eiga svona riddaralegan mann. Þú skalt ekki reyna að blekkja ! mig, Soffía! Þú og Charlbury. Hvaða beinasni heldurðu, að ég sé? — Hreint ekki, fullvissaði Soffía hann. — En það er ekki sá hlutur til, sem ég vildi ekki gera fyrir Sir Horace, og ég vildi helmingi heldur giftast Charl- bury en .Bromford. — Mér finnst stundum, sagði Charles, sem hæverska sé eig- inleiki, sem þér sé algjörlega framandi. — Já, segðu mér eitthvað meira af því! svaraði hún inni- lega. Hann notaði sér samt ekki þetta tækifæri, en sagði kulda- lega: — Ég ætti að minnsta kosti að segja þér, að þessi eltinga- leikur hans Charlburys við þig, er farinn að gera þig að almennu umtalsefni í borginni. Ég veit náttúrlega ekki nema þér sé nákvæmlega sama um það, en af því að hún móðir mín ber ábyrgð á þér, þá skal ég játa, að mér væri þægð i, að þú hegð- aðir þér svolítið varlegar. — Einu sinni sagirðu mér annars frá öðru, sem ég gæti gert, ef mig langaði að þóknast þér, sagði Soffía, hugsi. En ég vona, að mig fari aldrei að langa til þess, því að þó mig ætti að drepa, get ég ekki rnunað, hvað það var. — Þú hefur nú tekið það í þig að espa mig upp á móti þér, frá fyrsta degi sem við hittumst, hvæsti hann. — Alls ekki, og mér fannst þú ekki þurfa neina hvatningu til þess! Hann reið þegjandi við hlið hennar stundarkorn, en loksins sagði hann hátíðlega: — Þetta er misskilningur, ég hef enga andúð á þér, og meira að segja, hefur mér stundum verið vel til þín. Og þú mátt ekki halda, að ég gleymi, hve mikið ég á þér að þakka. Hún greip fram í fyrir hon- um. O, bull og vitleysa. Láttu mig ekki heyra meira um það mál. En segðu mér af Hubert. Ég heyrði þig segja við hana frænku, að þú hefðir fengið bréf frá honum. Líður honum vel? — Prýðilega, býst ég við. Hann skrifaði bara til að biðja JAMES BOND Eftir IAN FLEMING mig að senda sér bók, sem hann hafði gleymt að taka með sér. Hann glottí. — Og til þess að segja mér frá ásetningi sínum um að sækja alla fyrirlestra. Ef ég héldi ekki, að sá ásetn- ingur mundi fara út um þúfur, mundi ég skunda til Oxford sam stundis! Slík dyggð mundi aldrei getað endað í oðru en verstu út- sláttarsemi! En lofaðu mér að segja eitt við þig. Soffía. Ég hef aldrei sagt það, af því að við vorum trufluð áður en ég kæm- ist að með bað, og hef aldrei fengið tækifæri síðan: Ég verð þér alltaf pakklátur fyrír að benda mér á, hve mjög ég heafði farið villur vegar, í framkomu minni við Hubert. — Það er nú ekki nema vit- leysa, en ég gæti hinsvegar sýnt þér, ef ég fengi að komast að með það, hvað þú kemur vitleysislega fram í sambandi við hana Ceciliu, svaraði hún. Svipurinn á honum varð hörku legur. — Ég býst nú varla við, að við verðum sammála um það. Svo sagði hún ekki meira en lofaði Salamanca að taka sprett- inn til þess að ná i þau Charl- bury lávarð og Ceciliu. Hún sá, að þau voru í vin- gjarnlegum viðræðum og feimn- in, sem Cecilia hafði fyrst fund- ið, við að vera ein með honum, hafði brátt horfið fyrir vingjarn- legri framkomu hans. Hvorki me orðum né augnatilliti hafði hann reynt að minna hana á það, sem þeim hafði farið í milli, en fór þess í stað að tala um eitthvert annað efni, sem hann hélt, að hún hafði áhuga á. Þetta fannst henni góð tilbreyt- ing, því að um þessar mundir snerist allt tal hr. Fawnhopes um efni og samsetningu hina mikla sorgarleiks, sem hann gekk með, og hún komst alls ekki að með skoðanir sínar, þótt einhverjar hefðu verið. Það var ekki einasta, að lávarður- inn hafði velkzt í heiminum tín árum lengur en keppinautur hans, heldur var og hitt, að hr. Fawnhope hafði enn ekki lært að gefa í skyn við konu, að hann i teldi hana vera eins og veik- byggt blóm, sem ætti að annast og sýna nærgætni á allan hátt. — Monsiuer Bond, ég vona að þér hafið náð yður eftir þetta óhappaslys ídag? — Ég er hræddur um að ég sé ekki alveg orðinn góður ennþá, svarar Bond því. Hann hefur dyravörðinn undir grun, og hugsar með sér að það geri ekkert tií, þótt hann komi lítilli skröksögu af stað. aí — Herra Muntz. Ákveðinn maður er svolítið illa upplagður. Skilaðu því til yfirboðarans, það gæti komið sér vel fyrir hann í kvöld. Blnðið kostar 5 krónur í lausasölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.