Morgunblaðið - 04.08.1965, Side 8

Morgunblaðið - 04.08.1965, Side 8
8 MOP^IIWBl AOfO Miðvikudagur 4. ágúst 1965 ALMENNT er taliG að menn- ingarbragur hafi verið meiri á hegðun og umgengni ferða- manna um þessa verzlunar- mannahelgi en á undanförn- um árum. Miklar ráðstafanir höfðu verið gerðar til að halda uppi reglu í umferðinni á þjóðvegum og á dvalarstöð- um fólks í öllum landshlutum. Kjörorð Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda í aðvörunum til ökumanna var: Slysalaus verzlunarmannahelgi. — Má segja, að svo haíi orðið að frá- töldum bílveltum í Kömbum og á Keflavíkurleiðinni. í Þórsmörk var saman kom- inn á fimmta þúsuiKl manna hópur, mest unglingar innan við tvííugt, og var Þórsmörk- - in eins og á undanförnum ár- um fjölsóttust staða um verzl- unarmannahelgi. Slys og aðr- Þessi mynd var tekin í Þórsmörk um helgina. Á henni sést hluti tjaldstæða og bílar er íluttu íerðafólk austur. Fremst á myndinni er svæðið, þar sem dansað var. Betri framkoma ferða- fólks en áður Þúsundir manna á ferðalagi um helgina ar hrakfarir unglinga voru þar mun minni að þessu sinni , en áður og var hegðun fólks- ins þar almenr* betri en verið hefur til þessa. Á FIMMTA ÞÚSUND í ÞÓRSMÖRK. ÞÓRSMÖRK var fjöLsóttasti stað ur til útilegu um verzlunar- mannahelgina. Þangað komu á fimmta þúsund manns, aðallega fólk innan við tvítugt. Var mik- ill fjöldi tjalda um Húsadal og á laugardags- og sunnudags- kvöld var dansleikur á flötinni í dalnum. Veður var gott í Þórs- mörk um helgina. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar munu 4317 manns hafa komið í Þórsmörk um helgina. Mestur hluti þessa fólks var inn- an við tvítugt, en þó bar ekki mikið á unglingum á aldrinum þrettán til fjórtán ára eins og oft áður. Að sögn lögreglunnar var nokkur ölvun í Þórsmörk, en mun minni en undanfarin sumur. Nokkrir piltar voru teknir úr um ferð vegna ölvunar og voru þeir látnir jafna sig í bílum, sem lög- reglan hafði á staðnum. Þá voru nokkrir þjófnaðir úr tjöldum til- kynntir, en ekki tókst að hafa hendur í hári þjófanna. Hjálpar- sveit skáta var til aðstoðar slös- uðu fólki og flutti hún 8 ungl- inga að Stóru-Mörk í sjúkrabíl F.Í.B. er flutti þá til byggða. Tólf lögregluþjónar úr Reykja- ,vik önnuðust gæzlustörf i Þórs- mörk um helgina. Reynir Karlsson, framkv.stj. Æskulýðsráðs tjáði blaðinu í gær að ástandið í Þórsmörk hefði verið mun betra nú en á undan- förnum árum um verzlunar- mannahelgi. Meðalaldur gesta þar hefur hækkað nokkuð og er það til mikilla bóta og ölvun var áberandi minni en í fyrra. Sagð- ist Reynir vilja þakka lögreglu og hjálparsveit skáta fyrir ágæta samvinnu. Nokkuð bar á því, að unglingar væru ekki nægilega vel klæddir og sagðist Reynir vilja brýna fyrir fólki, að búa sig betur fyrir útilegu. Þá taldi hann mjög óheppilegt að ferða- fólkið kæmi í Þórsmörk svo seint á föstudagskvöldi til að tjalda og sagði mun æskilegra, að fólk væri flutt þangað á laug- ardagsmorgni, svo að ferðamenn fengju að njóta útsýnis á leið- inni og kæmu ekki þreyttir og syfjaðir í tjaldstað. Æskulýðsráð hafði samvinnu við Hjálparsveit skáta um að- stoð í Þórsmörk, en það hefur einriig beitt sér fyrir því, að efnt væri til hátíða á fjölsóttustu stöðum úti á landi um verzlunar mannahelgina. FJÖLSKYLDUR í ÞJÓRSÁRDAL Ágúst Hafberg, framkv.stjóri Landleiða h.f., sagði Mbl. að nær þúsund manns hefðu tjaldað í Þjórsárdal um helgina, og hefði það verið einkennandi' að þar voru yfirleitt fjölskyldur á ferð. Mikill fjöldi einkabíla ók að Fossá og sumir fóru lengra inn í dalinn, þar sem vatn í ánum var lítið. Einum bíl hlekktist á, er honum var ekið í ána, en ekki i var þar um alvarlegt óhapp að ræða. Landleiðir h. f. fluttu 150 manns í hringferðum um dalinn, en um 50 manns komu austur með bílum fyrirtækisins. Eng- inn meiriháttar slys urðu á fólki, þó skvettist heitt vatn á dreng nokkurn en hann brenndist ekki alvarlega. Alls munu 2000—2500 manns hafa komið í Þjórsárdal um helgina, en ölvun var næst- um engin. Lögreglumenn komu tvisvar á staðinn, en engin verk efni voru fyrir þá. BINDINDISMANNAMÓTIf* í HÚSAFELLSSKÓGI. Formaður mótsnefndar Gissur Pálsson, umdæmiskanslari, setti mótið á laugardagskvöldið. Eftir það var dansað í stóru tjaldi til kl. 2. Varðelda- og flugelda- sýning var kl. 12 bæði kvöldin; söngstjóri við varðeldinn var Árni Norðfjörð. Einnig lék hann nokkra stund fyrir gömlu dönsun um meðan bálið dvínaði út. Á sunnudag kl. 2 var guðsþjón usta er Björn Jónsson úr Kefla- vík framkvæmdi. Eftir það var hlé til kl. 5 sem mótsgestir not- uðu til þess að ganga á fjöll eða njóta veðurblíðunnar á sem bezt- an hátt. Kl. 5 hófust skemmti- atriði. Þjóðdansaflokkur úr Reykjavík sýndi dans; Guðjón Guðlaugsson flutti ávarp; farið ! var í ýmsa leiki, svo sem reip- tog milli bítla og ekki bítla og naglaboðhlaup o.fl., og Guðmund ur Snædal frá Keflavík lék á munnhörpu. Klukkan átta hófst svo kvöld vaka. Árni Helgason úr Stykkis- hólmi flutti gamanþætti og söng gamanvísur við mikinn fögnuð áheyrenda. Afhent voru verðlaun fyrir keppni í starfsíþróttum sem fram fór fyrr um daginn og að lokum var dansað til kl. 1,30 af miklu fjöri. Kl. 11 á mánudag fóru móts- slit fram. Þar fluttu ávörp Giss- ur Pálsson formaður undirbún- ingsnefndar; Magnús Kristinsson frá Akureyri; óðinn Geirdal frá Akranesi og Björn Jónsson úr Keflavik. Að lokum sleit Ólafur Jónsson, umdæmistemplari, mót inu og þakkaði öllum, bæði starfsfólki og gestum fyrir þátt- töku í þessu glæsilegasta bindind ismannamóti. Hegðun var mjög góð, ölvun sást ekki á nokkrum manni og engin löggæzla var á staðnum. Fastagestir mótsins munu hafa verið um 3 þús., en má reikna með, að alls hafi komið þangað um 4 þús. Veður var gott og fór batnandi eftir því sem á leið, — sól og blíða á sunnudeginum. Um mótið er það að segja, og eru allir sam- mála um það, að framkoma unga fólksins hafi verið mun betri en þp;r Ríartsýnustu þorðu j að vona. í BJARKARLUNDI Hótelstjórinn í Bjarkarlundi, Vikar Davíðsson, sagði okkur í samtali í gær, að um 1500 manns ( hefðu komið í Bjarkarlund um helgina og þar hefðu verið sett upp um 200 tjöld. Veður var j fremur gott, nokkuð kalt en j stillt. Þó var ekki sólskin að ráði. Sagði Vikar að allt hefði gengið að óskum og dansleikir á laugardags- og sunnudags- kvöld heíðu farið mjög vel fram. í Ekki vissi hann til, að nein alvar leg óhöpp hefðu orðið í um- ferðinni, en bíll frá F.Í.B., sem var við Bjarkarlund í fyrsta sinn nú um þessa helgi, aðstoð- aði rúmlega 20 bíla. Sagði Vikar, að þessi aðstoð F.Í.B. kæmi sér mjög vel. Umferðarlögregla úr Reykjavík fylgdist með umferð í nágrenni Bjarkarlundar og fjórir lögreglumenn úr Reykja- vík önnuðust gæzlustörf í Bjark arlundi og sögðu þeir, að ölvun hefði verið dálítil en ekki áber- andi. MENNINGARBRAGUR í VAGLASKÓGI AKUREYRI 3. ágúst. — Bind- indismótið í Vagnaskógi var geysifjölmennt sérstaklega seinni daginn og munu þá hafa verið á 4. þús. manns, þegar flest var. Veður var þurrt og gott — einkum á sunnudaginn. Mikill menningarbragur var á samkom- unni og mátti hún heita algjör- lega vínlaus. Afskipti þurfti að hafa af sárafáum og aðeins þurfti að fjarlægja einn úr skóginum vegna ölvunar. Annars sást ekki vín á fólki. Lögreglan hafði mest að gera við umferðarstjórnina, ekki önn- ur verkefni fyrir hendi að kalla. Engin óhöpp urðu eða slysfarir. Dansleikir voru bæði kvöldin, þar sem voru um 800 manns hvort kvöld. Dansað var bæði inni í hótelinu og úti undir tjald himni. Hljómsveitarmönnum bar saman um, að þeir hefðu varla leikið fyrir öllu betra fólk, sem var bæði kátt og prútt. Piltar úr Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju önnuðust helgistundir bæði laug ardags- og sunnudagskvöld og heppnuðust þær sérlega vel. Um 150 manns unnu ýmis störf í sambandi við mótið í sjálfboðavinnu. — Sverrir. SKÓGARHÁTÍÐ I ATLAVÍK Fljótsdalshéraði, 3. ágúst. U.Í.A. gekkst fyrir mikilli sam- komu í Hallormsstaðarskógi um verzlunarmannahelgina. Átti hún að hefjast samkvæmt dagskrá kl. 16,30 mð „liðum af ýmsu tagi“, en vegna óhagstæðs veð- urs varð bið á því að hún hæf- ist til kl. 18. Fór þá fram keppni í handknattleik kvenna. Áttust þar við B-lið frá Leikni á Búð- um og Þrótti frá Neskaupstað og unnu Leiknisstúlkur. Kl. 19,30 hófst svo dansleikur og var dans að á tveimur stöðum, á palli úti og í skála. Stór svo dans fram til kl. 1 eftir miðnætti. Kl. 1,30 hófst svo „miðnæturvaka" við varðeld. Þar skemmti ómar Ragnarsson og Dúmbó-sextettinn frá Akranesi lék. Þessari miðnæt- urvöku lauk svo kl. 3,15 með flugeldasýningu. Á sunnudag hófst svo dagskrá aftur kl. 10 með íþróttakeppni. Var keppt í nokkrum greinum frjálsíþrótta karla og kvenna og ennfremur í handknattleik kvenna. Kl. 13,00 hófst aðalhátíð dagsins í samkomurjóðrinu, sem var fánum prýtt. Var veður þá allgott, sólarlaust að visu, en þurrt og fremur stillt. Samkom- unni stjórnaði Kristján Ingólfs- son en dagskrárstjóri var Magnús Stefánsson. Samkomuatriði voru þessi: 1. Ávarp, form. ÚÍA. 2. Gam- anmál: Ómar Ragnarsson. 3. Ræða: Axel Tulinius. 4. Leikur Dúmbó-sextetts og söngur. —. 5. Ræða: Úlfar Þórðarson lækn- ir. 6. Baldur og Konni. Baldur sýndi töfrabrögð og félagarnir skemmtu. 7. Smárakvartettinn frá Akureyri söng með undirleik Jakobs Tryggvasonar. 8. Hjálmar Gíslason fór með gamanvísur og eftirhermur. 9. Einsöngur Jó- hanns Konráðssonar. — Nokkurt hlé var áður en söngur Smára- kvartettsins hófst. Kl. 18,00 hófust aftur íþrótt- ir og fór þá fram handbolti, lyft ingar og að lokum víðavangs- hlaup Austurlands. Hlaupið vann Þórir Bjarnason frá Stöðvarfirði. Sigurvegari í . lyftingum varð Hákon Halldórsson frá Dalatanga og jafnhattaði hann 120 kg. —- Kl. 20,00 hófst svo dans á tveim stöðum, sem hið fyrra kvöld. Dansleiknum og þar með skógar hátíðinni lauk kl. 1 eftir mið- nætti. Það er mál manna að sam koma þessi hafi verið hin ágæt- asta. Fjölmenni var mjög mikið einkum að ungu fólki og margt barna var þarna í fylgd foreldra. Eitt mætti þó telja að vantað hafi en það var guðsþjónustu- stund á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar tókst framar öllum vonum að halda áfengi frá staðn um. Leitað var að áfengi í öllum bílum sem fóru inn á svæðið og teknar til geymslu milli 50—60 flöskur. Samkomugestir tóku leit inni yfirleitt vel og kom ekki til neinna árekstra milli þeirra og lögreglunnar. Örfáum bílum með ölvaða farþega var visað frá. Hver maður á samkomusvæð inu sem bar merki ölvunar var þegar fjarlægður eða settur i varðhald. Fjölmenn lögregla var á staðnum og ennfremur stór hóp ur sjálfboðaliða, sem aðsto.aði við gæzlu og leiðbeindi fólki með tjaldstæði o.fl. og var aðstoð sjálf boðaliðsins ómetanlega mikiis virði. Fjöldi manns gisti í tjöld um á sunnudags- og mánudags- nótt og margt gesta að tínast burt á mánudag. Samkoman fór fram af mestu prýði. Hún var mjög þörf staðfesting á þeim sannindum að beztu samkomum ar eru án áfengis. Forstöðumenn samkomunnar lét ui ljós þakk- læti sitt til hinna fjölmörgu er lögðu fram krafta sína, til þess að samkoman færi vel úr hendi, en sérstaklega þó til þeirra Axela Tulinius sýslumanns og Sigurð- ar Blöndal skógarvarðar. J.P. AÐSTOÐ F.í.B. Félag ísl. bifreiðaeigenda h ól 17 bíla úti á þjóðvegunum til að- stoðar. Alls fóru fram viðgerð- ir á 390 bílum og 70 voru að- stoðaðir á annan hátt. Þá sá F.í. B. um sjúkraflutninga úr Þórs- mörk, en slysfarir voru þar helm ingi færri en í fyrra. Var ekið úr Þórsmörk bæði aðfaanótt laug ardags og sunnudags. 1 einni ferð inni var kallað á bíl F.Í.B. í tal- stöð frá barnaheimili í skíða- skála Í.R. hjá Kolviðarhóli. Voru þar tveir sjúkir drengir, er flytja þurfti í snatri til læknis. Bíll F.Í.B., sem þá var staddur aust an Fjalls fór á staðinn og flutti drengina í bæinn. Var annar þeirra skorinn upp við botn- langabólgu. Telja forráðamenn F.Í.B. að mikil þörf sé á sjúkra- vagni til að annast slíka flutn- inga, því að sjúkralið í Reykja- vík getur ekki annað öllum flutn ingum af þessu tagi. Forráða- menn F.Í.B. telja, að ökumenn hafi sýnt mikla tillitssemi og nærgætni í umferðinni og hefði hún gengið miklu betur en i fyrra þrátt fyrir aukinn bíla- fjölda á vegunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.