Morgunblaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 24
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 173. tbl. — Miðvikudagur 4. ágúst 1965 1.097.916 mál og tunnur síldar á land Samkvæmt skýrslu Fiskifélags Islands var síldaraflinn frá mið- Túníiskur í síldarnót Akranesi, 3. ágúst. STRÁKAR ráku upp stór augu og karlar skelltu á lær sér, þeg- ar vélbáturinn Ólafur Sigurðsson lagðist að hafnargarðinum á mánudagsmorguninn með 1600 tunnur af síld í lest og á þiljum. Ekki undruðust þeir síldina, því þeir höfðu oft séð hana áður. En túnfiskur lá á dekkinu, fádæma gildur, enda um 400 pund að þyngd. Þarna glóði þessi ferlega skepna í morgunsólinni í öllum regnbogans litum. Þeir vissu varla af túnfiskinum meðan ver- ið var að þurrka upp nótiina. Túnfis.kurin(n fanm allsstaðar veggi fyrir, hvernig sem hann ærslaðist og brauzt um og iá við að hann sprengdi nótina. En með miklu snarræði tókst sjómönnun um að smeygja hálfgjörinni utan um hausinn á honum og þar með var hann genginn í gildruna — og síðan yfir um. Heimkynni túnfisks eru i höf- um miklu sunnar. Hann er dökk- ur á baki en ljós á kviðinn. Hann er silfraður á roðið. — Oddur. | nætti laugardagsins 24. júlí s.l. til miðnættis á iaugardag 31. júlí 126.280 mál og tunnur og er heildaraflinn því orðinn 1.097.016 mál og tunnur. Sömu viku í fyrra var aflinn 88.523 mál og tunnur og var aflinn þá orðinn 1.463. 115 mál og tunnur, og er því síldaraflinn rúmlega 365 þúsund máium tunnurn minni nú en í fyrra. Síldveiði var fremur dræm framan af, en glæddist er líða tók á vikuna. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig, innan sviga tölur frá 1964: í sait upps. tn. 76.366 (134.602) í frystingu uppm. tn. 5.290 (20.211) í bræðslu 1.016.260 (1.308.302). Myndin er tekin, er þeir Freysteinn (t.v.) og Johannessen tefldu séðari einvígisskák sina, sem lauk með sigri Freysteins. (Símamynd frá AP) Freystemn Þorbergsson skákmeist. Norðurlanda Rætf v/ð Freystein Þorbergsson i Osló Gunnar Leósson Freysteinn Þorbergsson sigr- aði í seinni einvígisskák sinni móti Norðmanninum Svein Joh- annessen, en hina fyrri hafði Jdhannessen unnið. Einvígið um titilinn skákmeistari Norður- landa lauk því með jafnri vinn- ingstölu keppendanna, en það nægði Freysteind til sigurs á mótinu, vegna betri stöðu á mót- inu í heild. Titilinn skákmeistari Norðurlanda 1965 ber því Frey- steinn Þorbergsson. Morgunblaðið hringdi til Frey steins í gær. — Til hamingju með sigur- inn, Freysteinn. — Þökk Jyrir. — Var mótið erfitt? — Já, maður er orðinn tölu- vert þreyttur. 100 þús. kr. hlutur Akranesi 3. ágúist. Dragnótabátarnir lönduðu s.l. mánudagsmorgun. Þilfarstrillan Andey með 1600 kg. og trillan Björg 1000 kg. Aflinn í dragnót- ina er afar verðmætur. Frétt hef ég að ein dragnótatrillan hér við Flóann með tvo á sé búin að fá 100.000 kr. hlut. Vélbáturinn Haraldur kom hingað í dag austan frá Hroll- augseyjum og landaði 680 tunn- um af síld. — Ertu ánægður með tafl- mennsku þína? — Já, það er ég, svona yfir það heila. Ég komst að sjálf- sögðu í tapstöðu eins og t.d. á móti Hoen frá Noregi. Aftur á móti í skákinni á móti Zweig frá Noregi held ég, þó að ég segi sjálfur frá, að hann hafi aldrei haft neina möguleika. — Hver var erfiðasti mót- stöðumaðurinn? — Svein Joihannessen held ég. | Síðasta skákin var mikil, bar- áttuskák og tvísýn fram á síð- ustu stundu. Annars segja blöð- in hér, að ég sé vel að sigrinum kominn, þar eð ég hafi sýnt meiri baráttuvilja en Johannes- sen. — Er mikill skákáhugi í Nor- egi? — Já, áhorfendur eru að vísu ekki eins margir og heima. Ég hef bæði komið fram í sjón- varpi og útvarpi og yfirleitt virð ast mér undirtektir góðar. Leitað í Hvítá án árangurs EINS og skýrt var frá í Mbl. sl. sunnudag, drukknaði ungur maður úr Reykjavík, Gunnar Leósson tæknifræðingur, er hann var að veiðum í Hvítá í .Borgarfirði s.l. föstudag. Þegar eftir slysið var hafin leit að Gunnari heitnum, en hún hefur enn engan árangur borið. Bænd- ur úr nágrenninu og laxveiði- bændur hafa leitað á bátum og slætt í ánni. Margir vinir og félagar Gunnars heitins hafa og farið upp í Borgarfjörð og tekið þátt í leitinni og bændur með fram firðinum hafa gengið fjör- ur og leitað. Þyrilvængja Slysa- varnafélags íslands og Landhelg isgæzlunnar hefur nokkrum sinn um flogið vestur, síðast í gær. Öll þessi leit hefur verið án árangurs, enda eru leitarskilyrði erfið vegna jökullitar, sem er á Hvítá um þessar mundir. — Hefur þú fengið einhver keppnistilboð í nánustu framtíð? — Nei, sem betur fer. Mig langar sannast að segja ekkert til að tefla í bráð. Ég ætla nú að hvíla mig rækilega. — Þú kemur svo heim bráð- lega? — Ég kem heim á fimmtudag. Þú skilar svo kveðjum til allra frá mér, sagði Freysteinn um leið og hann kvaddi okkur. Eitruðum spíritus stolið NÚ um helgina var brotizt inn t| í skriftvélaverkstæðið Vélrit- , Lnn í Kirkjustræti 10. Þar voru ' brotnar tvær hurðir og rótað I til. Ekki var annars saknað en I tveggja pela af iðnaðarspíri- ( . tus, sem er óhæfur til drykkj- \ ar. Lögreglan ráðleggur við- I komandi að drekka spíritus-1 inn ekki, þar sem hann er lífs- hættulegur. Skarst í flökunarvél ÞAÐ slys varð í Fiskiðjuveri Bæjarútgerðar Reykjavíkur við Grandagarð í fyrradag, að maður á sjötugs aldri, Valdimar Guð- mundsson, Mánagötu 19, skarst mjög illa á hendi, er hann var að hreinsa flökunarvél. Slysið varð með þeim hætti, að Valdimar var að hreinsa karfa- flökunarvél að loknum vinnu- degi og sprautaði vatni á hana. Þegar hann ætlaði að hreinsa fisktægjur úr vélinni með hönd- inni, lenti hann með handarbakið í sagarhjólið með þeim afleiðing- um sem fyrr segir. Er talið, að sagarhjólið hafi gengið inn í bein, og eru meiðslin talin alvarleg. Valdimar var fluttur í Slysa- varðstofuna og þaðan í Lands- spítalann, þar sem hann liggur Tveir menn hætt komnir ! 1 er bátkænu fyllir Hólmavík, 3. ágúst. TVEIR ungir menn voru mjög hætt komnir, er bátskel hvolfdi undir þeim í svoköll- uðu Brimnessundi í nánd við Kalbak á Ströndum sl. föstu- dag. Voru þeir í sjónum í þrjá eða fjóra stundarfjórð- unga áður en þeim var bjarg að og voru þeir þá mjög þjak- aðir orðnir. Voru meunirnir á leið frá ísafirði fyrir Strand ir er óhappið skeði, og voru þeir á mjög lítilli kænu. Fyrir nokkrum dögum lögðu þrír ungir menn af stað frá ísafirði á eins konar vatnapramma með utanborðs vél og var ætlunin að sigla norður fyrir Horn og suður með Ströndum. Ferðin mun hafa gengið allvel, þar til þeir komu til Kaldbaksvíkur. Er þangað var komið var hann að hvessa af norðaustan og réði heimafólk að Kaid- baki mönnunum eindregið frá að halda förinni áfram að svo komnu. Þeir vildu þó freista þess að halda förinni áfram, lengra suður með stöndinni. Varð því úr, að tveir þeirra héldu áfram á kænunni, en sá þriðji fékk sig fluttan á landi með farangur þeirra félaga. Þegar komið var í svokall- að Brimnessund, séu þeir sem á landi voru, að brot kom á skelina og fyllti hana sam- stundis. Báðir mennirnir voru í björgunarvestum og að auki höfðu þeir um borð örlítinn gúmmíbát eða flotholt og gátu þeir haldið sér á floti. Þegar þeir, sem á 1 amdi voru, sáu hvað orðið var, flýttu þeir sér aftur að Kald- bak og hugðust hrinda á flot báti sem þar er og freista þess að bjarga mönnunum. Ekki tókst að koma vél hans í gang og var því*ekið í flýti inn í Asparsvík og þangað sóttur léttbátur, sem ekið var á vagni norður að Brimnes- sundi. Meðan þessu fór fram, héldu mennirnir sér uppi i gúmmíbátnum, og tókst að barga þeim á léttbátnum. Voru þá liðnir þrír eða fjórir stundarfjórðungar, frá því að þeir fóru í sjóinn og menn- inir þjakaðir orðnir. Ekki tókst að fá vitneskju um nöfn þeirra í dag. Á sunnudag kom jeppi sunnan úr Borgarfirði og flutti bát og menn Buður. Andrés.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.