Morgunblaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikucfagur 4. ágúst 1965 Ri m Ulll Duggu-Eyvind afhjúpað að Karlsá við Dalvak Akureyri: — VEGLEGT minnismerki úr ryð- fríu stáli var afhjúpað að Karlsá við Dalvík síðdegis á sunnudag inn að viðstöddu fjölmenni. Hug myndina að gerð merkisins, sem er eftirlíking af hollenzkri duggu, átti Sveinbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri, og hafði hann einnig forgöngu um, að merkið var gert og sett upp á þessum stað til minningar um Eyvind Jónsson skipasmið, sem fyrstur íslendinga smíðaði haffært þil- skip snemma á 18. öld og þá bjó á Karlsá. Meðal boðsgesta, sem viðstadd ir voru athöfnina, voru stjórn Ofnaverksmiðjunnar h.f., skipa- skoðunarstjóri, Hjálmar R. Bárð arson, fulltrúar skipasmíða- stöðvanna á Akureyri, form. Iðn aðarmannafélags Akureyrar og ýmsir aðrir forvígismenn iðnað ar og sjósóknar. Veður var bjart, en svalt. Athöfnin hófst með því, að Karlakór Dalvíkur söng undir stjórn Gests Hjörleifssonar, en því næst tók Sveinbjörn Jónsson til máls, og fer ræða hans hér á eftir: Herra ráðuneytisstjóri iðnaðar mála. Góðir boðsgestir og aðrir viðstaddir vinir! Verum öll velkomin á þennan fagra stað við Eyjafjörð og forn fræga: Karlsá: landnámsjörð Karls rauða, hins norska úr Naumudal. Ég geri ráð fyrir að allir viti um tilefnið, en tel mér skylt að gera grein fyrir því með örfáum orðum. Ég vissi lítið um Eyvind duggusmið fyrr en bók Krist- mundar Bjarnasonar rithöfundar á Sjávarborg um Þorstein á Skipalóni kom út fyrir 4 árum. Þar er hans getið í iðnaðarþætti bókarinnar sem forystumanns í skipasmíði hér á landi, fyrsta tug 18. aldar. Hann varð eftir- maður Jóns föður síns Bjarna- sonar í báta- og skipasmíði hér við naustin á Karlsá, og réðist ungur í að smíða haffæra duggu að fyrirmynd hollenzkra fiski- manna sem hér stunduðu veiðar seint á 17. öld. Mér fannst strax Eyvindur og dugga hans sérlega athyglisverð. Stutt úrvarpserindi Snorra Sig- íússonar, sem hann flutti um líkt leyti, jók mjög á það sem komið hafði í hug minn: Ber ekki að merkja þennan stað, við nýja veginn til Ólafsfjarðar, og minna á skipa- og bátasmíðastöð ina hér við naustin og ofurhug- ann og snillinginn Eyvind duggusmið? Þar sem hér var um afrek í iðnaði að ræða fyrir 250 árum, fannst mér sjálfsagt að iðnaður nútímans annaðist þetta, og að tilvalið væri að gera merkið úr ryðfríu stáli. Eitt af fyrstu verk- efnum Ofnasmiðjunnar úr því efni, var fyrir 16 árum, turn- spírurnar á sjálfa Matthíasar- kirkju á Akureyri. Virðast þær hafa staðið prýðilega sjávar- loftið og af vísindalegum athug- unum síðustu ára erlendis, ber- ast góðar fréttir um ágæti 18/8 stálsins. Við nána athugun þótti mér ekki ástæða til að kalla fleiri aðila til þessara framkvæmda, og nú eru rúm 2 ár síðan ég gerði fyrsta rissið af því merki sem hér stendur, hulið hvítum blæjum. Ég leitaði erlendis og hér- lendis að myndum og upplýs- ingum um hvernig hollenzkar duggur 17. aldar, hefðu litið út undir fuílum segium. Loks fékk ég óskir mínar uppfylltar hjá Páli Ragnarssyni, fulltrúa Hjálmars Bárðarsonar skipa- skoðunarstjóra. Hann samræmdi lag og línur þeirrar duggu úr ryðfríu stáli sem ykkur á, eftir augnablik, að sýnast sigla á öld um hafs fyrir fullum seglum, og líkjast duggu Eyvindar. Þegar hér var komið máiinu stóð ekki á stjórn Ofnasmiðjúnnar að sam þykkja framkvæmd verksins á Sveinbjörn Jónsson, Björgvin Sig og Björn Sveinbjörnsson, við urðsson, Guðm. H. Guðmundsson,minnismerkið. fyrirtækisins kostnað og ákveða að afhenda það til eignar og umsjár hreppsnefnd Dalvíkur. Tilgangur merkisins er sá að minna þá sem um veginn fara, og raunar alþjóð á það, að fs- lendngar hafa verið dugmiklir hagleiksmenn frá landnámstíð, einnig við báta- og skipasmíðar, þó fátækt og næstum allsleysi þjakaði þjóðina. Einnig þykj- umst við með þessu hafa skráð á varanlegt efni á réttum stað, nafn þess manns, sem einstakt afrek vann í skipastníðaiðninni við erfið skilyrði, fyrir mörgum mannsöldrum. Að sjálfsögðu verða skiptar skoðanir um hversu vel hefur tekizt um framkvæmdina og hve áhrifarík hún reynist til að vekja, hug manna um getu og gildi iðnaðar á íslandi, fyrrum og framvegis. Eitt er víst að Þjóðin þarf að eiga góð skip og traust, og getur smíðað þau sjálf, að vissri stærð þó ef réttlátlega er að skipasmíðinni búð. Hollenzkir fiskimenn studdu Eyvind í fátækt og erfiðleikum til smíðis haffærrar duggu sinnar. A þessum tækni- og samkeppn- innar tímum ættu innlend stjórn arvöld að búa réttlátlega að skipaiðninni. Mundi hún þá velta Grettistaki, eins og Eyvind ur duggusmiður forðum. Til að minna alda og óborna á þennan tilgang okkar, höfum við látið grópa í stálflötinn sem að veginum snýr þessar setn- ingar: Hér við naustin á Karlsá var mikil skipa- og bátasmíðastöð á Framh. at bls. 15 • SAMEIGINLEGT ATAK Þá er verzlunarmannahelgin liðin — stórslysalaust. Það var líka kominn tími til að leggja niður þessa allsherjardrykkj u á frídegi verzlu narmanna. Von- andi verður hópdrykkjan ekki tekin upp á öðrum dögum í staðinn. Hér er um að ræða sameigin legt ástak margna. Blöðin hafa haldið uppi látlausum áróðri gegn drykkjuskapnum, lögregl- an hefur veitt mikið aðhald, forystumerm í ferðamálum, skátar og ýmis önnur samtök hafa laigt sitt af mörkum. Sarnt hefði allt þetta ekki dugað, ef heimilin sjálf hefðu ekki tekið ákveðna afstöðu. Foreldramir, fullorðna fólkið, almenningur í landinu gefur unglingunum for dæmið — og það er miklu áhrifaríkaira þegar til lengdar lætur en stórir skarar löigreglu þjóna. Aðalatriðið er, að unga fólk- inu skiljist, að það sé ekki „fínt“ að vera fullur. • VEGIRNIR Ekki er óeðlilegt, að vega- málin beri á góma eftir hátíð sem verzlunarmannahelgina. Þá er meira ekið en nokkra aðra daga ársins. 1 eiou dag- blaðanna kom það fram um helgina, að hér væru 16 manns á hvem kíLómetra þjóðvega — og segir þetta ekki allt um þar miklu vegaframkvæmdir, sem landsmenm hafa staðið að á und anförnum árum. Vegir í kaup- stöðum eru væntanlega undan- skildir. Sennilega er vandfund- ið það land, sem verður að kref j ast jafnmikils af þegnum sínum vegna vega og gatnagerðar — og við það verðum við að una, ef við höldum áfram að krefj- ast þess, að viðhaldið sé jafn- umfamgsmiklu vegakerfi og við höfum — og stöðugt verði hald ið áfram að bæta við það. • GÓÐ FJÁRFESTING Hins vegar er það ljóst, að við verðum að leggja enn harðar að okikur, ef við ætlum að bæta vegina til muna. Reiknað er með að bilaeign landsmanna tvöfaldast á næstu tíu árum — og það blandast sennilega eng- um h-ugur um að malarvegirnir á þéttbýlustu svæðum landsins verða þá farnir að gefa sig. Við haldið verður æ dýrara — og þjóðarbúinu verður stöðugt kostnaðarsamara að nota vegi, sem rýra ökutækin og eyði- leggja miklu fyrr en eðlilegt gæti talizt. Fé, sem varið er til varan- legrar vegagerðar, er ekki kast- að á glæ. Það ávaxtar sig í hag- kvæmara viðhaldi ökutækj- anna: GjaldeyrLssparnaði. í vegamálum okkar er þörf mikillar framsýni, stórátaka. Islendingar greiða það mikið fé fyrir bíla sína, að hinn almennd áhugi á gerð varanlegra vega er ekki óeðlilegur. Oft heyri ég menn segja, að þeir vildu gjarma leggja meira fé af mörk um til vegamála, ef þeir væru vissir um að það fé yrði notað til vegaframkvæmda — en ekki einhvers annars. Ég er viss um að þetta er afstaða fjölda fólks. • „SKYNSAMLEG RÁÐSTÖFUN Og hér kemur bréf frá „Barnaíkaa-li“: „Það hefur annar' máttugri, en forráðamenn strætisvagna og lögreglu, reynt að gera mönnum til hæfis, en þeir möglað og þótzt vita betur. Það er því ekki að undra að séra Árelíus Níelsson mögli yfir breyttum ferðwm Strætis- vagna Rvíkur í Sólheimium, þar eð honum finnst téð breyt- ing gerð „að tilefnislausu." Úr því að presturinn sér ekki tilefnin, langar mig til að benda á nokkur atriði, sem mér finnst munu skipta örlitlu máli: 1. Það háttar þannig til hér í Heimunum, að iang þéttust byggð og mest er sunnan og vestan Sólheima. Hvar er verzl unarstaður fyrir þetta svæði? Hann er í Sólheimium. Þar eiru allar verzlanir, og þær eru að austanverðu við Sólheima. Yfir hvaða götu hlaiupa bömin í sendiferðum sínum? — Sól- heima, — því það er skemmsta leið. 2. Hvorum megin götunnar er kirkjan? Austan, eins og búðirn ar. Yfir hvaða götu fara þá börnin í Heimunum þegar þau faar til að læra „góða siðu“ kinkjunnar? — Sólheima, þvl það er skemmsta leið. 3. Við erum svo vel sett hér í Heimunum, að hafa bókasafn, þar sem börnin hafa greiðan að gang að lesstofu. Hvorum megin götunnar er þetta góða bóka- safn? Austan, rétt eiins og allit hitt. 4. Á skólatíma, níu mánuði ársins, er stanzlaus ferð bama og unglinga um Sólheima á leið í skóla og úr. 5. Börnin hér í Sólheimum leika sér á gotunni eims og ömn ur börn í þessari borg, jafnvel þótt kirkjan komi tiil hér i Heimunum. — Ástæðan fyrir því er svo aomað mál. 6. Sólheimarnir eru þröng gata, einkum þar, sem hún kem ur á Skeiðarvog. (Þar var samt hafður viðkomustaður „strætó1* áður en breytt var). Komi svo gaingstétt beggja vegna götunn- ar, sem ég vona að verði sem fyrst, er ekki mikið rúm fyrir stóra strætisvagna, og hvar eiga bíleigendur að leggja öku- tækjum símum? Það er misskilningur, að þessi breyting á leiðinni, til þess, sem áður var, sé að tilefnis- lausu. Það er verið að aka áhættuminni leið, verið að vernda böirnin. Það langar eng an til að verða fyirir því að aka niður fólk, sízt böm. Stræt- isvagnastjórar eru í sífelldri hættu hvað þetta snertir, þess vegna er þetta skynsamleg ráð- stöfun, en ekki bana verið „að gera okkur þennan óleik að ástæðulausu“. Það er þægilegra að láta aka sér heirn að dyrum, en að þurfa að gamga 100 til 200 metra, en ég fæ ekki séð að það sé „Furðuleg náðstöfum“, þegar öryggi okkar litlu sam- borgaira er annairs vegar. En það hefur hver sitt mat á þæg- indunum. Barnakarl í Sólheimum/4 Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.