Morgunblaðið - 21.08.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID LaugardagUr 21. Sgust 1965 Siðasta tilraun; Konstantins? Hvernig íer um stjórn Tsirimokos, sem sór embættiseiða í dag? Forystumenn kaupmanna á fundi með blaðamönnum. Stórfellt smygl, ferðamanna- innflutningur og háir tollar, há íslenzkri verzlun KAUPMANNASAMTÖK fslands hafa látið frá sér fara greinar- perð um innflutning ferðamanna og stórfellt smygl á hátolluðum nauðsynjavöram. Varðandi full- yrðingar um smygl þetta kom fram á þessum fundi að kaup- mönnum hafði verið boðinn smyglvarningur til kaups ekki í stykkjatölu, heldur í sekkjavís, auk þess sem fólk hefir farið fram á að vörum, sem það hefir keypt á tiltölulega lágu verði er lendis yrði skipt fyrir aðrar vör ur hér, eða selt fyrir sambæri- legt veð og hér gerist t.d. skó. í greinargerð K. í. segir orð- rétt: „Það er á almanna vitorði, að á undanförnum árum hefur ólög maetur innflutningur á ýmis kon ar varningi farið mjög í vöxt, bæði með íslenzkum farmönnum svo og millilandafarþegum. Af blaðaskrifum undanfarna daga má ráða, að flutt er inn til landsins á ólögmætan hátt áfengi og tóbak fyrir gífurlega háar fjár hæðir. Hins vegar mun það Ijóst vera, að alls kyns annar varningur er á sama hátt fluttur í stórum stíl inn til landsins, án þess að komi til nokkurrar tollgreiðslu, bæði með smygli í stórum stíl, svo og með innkaupum ferðamanna er- lendis. Nú er svo komið, að allveru- legur hluti ýmissa greina smá söluverzlunar er að hverfa út úr landinu, enda fer mjög í vöxt, að fólk fari beinlínis í innkaupa- ferðir til nágrannalanda okkar í því skyni að fata heílar fjöl- skyldur og jafnvel til innkaupa og endursölu á varningi á inn- lendum markaði. Á aðalfundi K. í. 8. júní gl. kom fram í ræðu hæstvirts við- skiptamálaráðherra, Gylfa b. Gislasonar. sem hann flutti á fundinum, viðurkenning á því, að ástandið væri orðið það al- varlegt í þessum málum, að hluti smásöluverzlunarinnar væri að hverfa út úr landinu. Hæstvirtur ráðherra taldi þá í ræðu sinni, að einu raunhæfu að gerðirnar til þess að koma í veg fyrir þessa þróun, væri lækkun tolla. Að vísu gat hann þess, að bent hefði verið á þá leið að herða tollaeftirlit og taka upp ákveðnari reglur um takmörk- un á innflutningi millilandafar- þega. og taldi hæstvirtur ráð- herra, að sú leið gæti orðið til að bæta ástandið. en fráleitt til þess að stöðva framangreinda flótta verzlunarinnar út úr landinu. Stjórn K. f. telur þessa þróun og allt bendir til þess, að hann fari í vöxt. Stjórn samtakanna leyfir sér ennfremur að benda á, að vegna þessa ástands tapar ríkissjóður miklum tekjum vegna missis að flutningsgjalda og skal á það lögð sérstök áherzla, að þær fjárhæðir, sem hér um ræðir, eru miklu hærri en í fljótu bragði gæti virzt. Hér á eftir fara dæmi um verð myndun nokkurra vörutegunda allt frá því að varan er keypt erlendis og þar til hún er seld á markaði innanlands. Frakki @ £ 5.0.0 innkaup kr. 600,00 90% tollur — 540,00 flutningur o. fl. — 50,00 1.190,00 álagning 45% 535,50 1.725,50 7%% söluskattur 129,38 1.854,88 til ríkisins 669,38. r @ £ 2.10.0 'nnkaup kr. 300,00 00% tollur — 300,00 lutningur o. fl. — 25,00 625,00 ilagning 34% 212,50 837,50 2 % söluskattur 62,80 900,30 ' ríkis 362,80. tahaldari @ £ 0.9.6 inkaup kr. 57,00 ■>0% tollur — 57,00 itningur o. fl. — 10,00 gning 40% 124,00 49,60 : % söluskattur 173,60 12,02 1 ríkis 69,02. 185,62 Við þessa tollalækkun brá svo við, að niður féll með öllu ólög- mætur innflutningur á þessari vörutegund og tollatekjur af ínn flutningi kvensokka jukust. Hliðstæðar aðgerðir varðandi aðrar vörutegundir báru sama árangur. Stjórn K. í. vill að lokum leggja sérstaka áherzlu á, að einu raunhæfu aðgerðirnar til þess að koma í veg fyrir stórfelldan ó- mætan innflutning á ýmis konar varningi, sé að lækka tolla, þann ig að vöruverð verði svipað hér og gerist í nágrannalönd- um okkar, enda er það í sam- ræmi við yfirlýsta stefnu núver- andi ríkisstjórnar að auka inn- flutningsfrelsi. Samfara þessum aðgerðum má svo telja eðlilegt, að tollaeftirlit verði hert og viðurlög við þessum brotum þyngd. Stjórn K. f. hefur skrifað hæst virtum viðskiptamála- og fjár- málaráðherra bréf um nauðsyn á aðgerðum til úrbóta í þessum málum“. Aþena, 20. ágúst. — NTB: KONSTANTÍN Grikkjakonung- ur var í dag viðstaddur, er ráð- herrar stjórnar Tsirimokos sóru eiða sína. Eftir athöfnina héit konungur til sumarhúss síns á Korfu, og er ekki gert ráð fyrir að hann muni koma aftur til Aþenu fyrr en í næstu viku. Stjórnmálafréttaritarar í Aþenu telja, að ekki sé víst. að stjórn Tsirimokos standi lengi, því að hann muni skorta meiri- hluta á þingi. Er haft eftir áreið anlegum heimildum, að þótt klofningur hafi átt sér stað inn- an stærsta flokksins, Miðflokka sambandsins, þá muni enn vanta atkvæði rúmlega tugs manna á Loftbelgur yfir Reykjanesskaga í GÆR veittu margir Reykvík- ingar og Suðurnesjamenn athygli stórum, hvítum belg, á himnin- um. Veðurstofan veitti okkur þær upplýsingar, að þarna væri á ferðinni athugunarbelgur frá frönsku vísindamönnunum á Skógarsandi. Hefðu verið í hon- um tæki til að senda upplýsingar niður, en hann væri búinn að vera marga daga á lofti og þau útgengin. Hefur belgurinn sézt fyrr. Þetta er geipistór belgur. Ekki er vitað hve hátt hann var, en hann virðist vera álíka hátt á himni í Reykjavík og í Kúagerði, sem er í 15 km fjarlægð. Frá Reykjavík sást hann í gær í stefnu á Keili eða rétt vestan við suður og 35—40 gráður yfir sjón deildarhring. Hreyfðist hann mjög lítið. þingi, til þess að stjórn Tsirimok os fái samþykkta þá traustsyfir- lýsingu, sem hún ætlar að leggja fyrir þingið í næstu viku. Miðflokkasambandið er flokk ur Papandreou, sem gegndi em- bætti forsætisráðherra, er stjóra arkreppan í Grikklandi skall áu Síðan myndaði Anthanassiadés- Novas, sem einnig er úr Mið- flokkasambandinu, stjórn, ea hún féll, þar eð hún naut ekki meirihluta á þingi. Stjórnarkreppan í Grikklandi er nú komin á það stig. að segja má, að allt velti á því. Itvort nægilegur meirihluti Miðflokka- sambandsins, stærsta flokks lands ins, snýst á band með Tsirimok- os, eða ekki. Falli stjórn hans við atkvæðagreiðsluna um trausts- yfirlýsinguna í byrjun næstu viku, verður ástandið í Grikk- landi alvarlegra en það hefur verið um mjög langt skeið. Árekstur á Akureyri AKUREYRI, 20. ágúst. — KL rúmlega 7 í kvöld rákust sama.n tveir bílar við Landsban:ka>húsið í miðbænuim. Volikswagen bílil með tveimur mönnum ók ausbur Strandigötu. 1 sömu svifum koim 14 farþega tru>kk>ur, eign Vatns- veitunnar, suður Geislagötu, sem er aðalbraut. Eftir áreksturinn er VolkswagenbíUinn talimn gjörónýtur. Ökumaður hans, sam er hátt á áttræðisaldri, meiddist eitthvað, en farþegi hans varð aðeins fyrir lítilsháttar meðs.1- um. Fimm menn voru trufckn- um. — 9v. P. Flugdagurmn í Reykjavík sunnudaginn ipeysa @ £ 1.10.0 ankaup kr.—180,00 >% tollur — 162,00 itningur o. fl. 'gning 45% • % söluskattur 1 ríkis 202,51. 30,60 372,60 167,67 540,27 40,51 580,78 Þess skal getið að fyrir 4 árum átti sér stað allveruleg lækkun 1 verzlunarmálum landsmanna aðflutningsgjalda á kvensokkum, mjög alvarlega. A því leikur eng inn vafi, að ólögmætur innflutn- ingur á alls kyns varningi hefur átt sér stað í mjög stórum stíi eða úr 130% í 50%. Það var á almanna vitorði, að kvensokkum var smyglað til landsins í stórum stiL FTÍUQMÁLAFÉLAG íslands gengst fyrir flugdegi í Reykja- vík á morgun. Það er nú orðinn fastur liður í starfsemi félags- ins að halda flugdag annað hvert ár hér í Reykjavík, og gefst borg arbúum kostub á að sjá megin- hlutann af flugkosti íslendinga þennan dag. Upphaflega var ráð gert að flugdagurinn yrði um síðustu helgi, en honum var'ð að fresta vegna óhagstæðs veðurs. Nú hefur veðurstofan heitið flug mönnum góðu veðri á morgun og er þá ekkert til fyrirstöðu. Það verða alls um 30 flugvélar, sem sýna listir sínar yfir Reykja vík á morgun, en au'k þess verða nokkrar flugvélar staðsettar á einni brautinni á Reykjavíkur- flugvelli og sýndar alimenningi. Fólki er bent á, að bezt að- staða til að fylgjast með því sem fram fer er Loftleiða megin á flugvellinum, rétt vestan við nýia flugturninn. Fl'Ugvöllurinn verður opnaður gestum kl. 13. Síðan koma inn á flugvöllinum allar vélar. sem taka þátt í flugdeginum. Þá flyt ur forseti Flugmálafélagsins ávarp, en að því loknu verður sýnt hópflug smáflugvóla, og taka þátt i því um 20 vélí. Kl. 3 munu þotur frá varnarlið- inu af geröinni F-102 og H-33 sýna lágt aðflug og listflug. Því ngest mun þyrilvængja landhelg- isgæzlunnar sýna flughæfni og , vél af gerðinni EC-121 gera lágt I aðflug. Kl. 15:35 mun Sverrir Jónsson flu.gmaður sýna hina nýju De-Havilland vél Flugsýn- ar og hvað gerist þegar einn eða tveir hreyflum vélarinnar stöðvast. Skömmu síðar verður sýnt lágt aðflug á De Havilland Heron flugvél. Kl. 15:50 verður björgunarsýn in>g landhelgisgæzlunnar, Flug- björgunarsveitarinnar og Þyril- vængjan notuð við þáð. Sýning- unum lýkur síðan með því, að sýnt verður listflug á vélflugu og svifflugu. Bftir flugsýninguna verður efnt tiil knattspyrnukappleiks á Valsvellinum milli starfsimanna Flugfélags íslands og Loftleiða. Verður það eflaust spennandi keppni. Vel er vandað til dóm- ara og línuvarðar í leiknum. Haukur Óskarsson milliríkja- dómari dæmir, en línuverðir verða Albert Guðmundsson og Valur Benediktsson. Nú verður í fyrsta sinn keppt um Flugválllarbikarinn en hann gef ur Plugvirkjafélag Islands til keppninnar. Til að vinna hann til eignar verður annar hvor aðilinn að vinna þrjá leiki £ röð eða fimm leiki alls. Um kvöldið verður haldin skemmtun í Súlnasailnum á Hótel Sögu og verður þar margt skemmtiatriða og síðan dansað til kl. 1. A'ðangur að Hótel Sögu verður ókeypis fyrir ailla þá. sem bera merki dagsins, en þau gilda einnig sem aðgöngumiði að flugsýningunni á Reykjavílk- urflugvelli. Merkin kosta 10 kr. fyrir börn og 25 kr. fyrir fuU- orðna. Flugbjörgunarsveitin sér um sölu merkjanna, en hún hef- ur aðsetur rétt hjá flugturninum, Auk venjulagra sölulauna, verð- ur þeim 20 börnum, sem flest merki selja boðið í flugferð kring u>m Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.