Morgunblaðið - 21.08.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.1965, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 21 Sgóst 1965 ^ MORGUNBl AOIÐ Málfríður Hansdóttir, Narfeyri Minning tlÚN andaðist að beimili Vil- ojálms sonar síns aðfaranótt 13. Jwm. tæpra 102 ára að aldri. Hafði verið hin emasta þar til þrem vi'kum fyrir andlátið að hún fékk flensuna og var altekin af henni. Á tímabili leit út fyrir að Mé'lfríður myndi sigra í viður- eign við þessi veikindi, en svo kom að hún varð að láta í laegra haldi. I>að er ekki langur tími síðan ég í sumar hitti hana glaða og reifa. Hún fór þá ferða sinna. Varð ekki mikið um að fara nið- ur í kjallara eða út á tún. Minnið og heilsan var þá í góðu lagi eftir árunum að dæma. Við sfcröf uðum margit saman uim Lífið og tilveruna og hún maedti við mig eitthvað á þessa leið: Ég hef aEt- af verið hamingjusöm og það er aðeins eitt sem mig lamgar tid að guð gefi mér og það er að sofna út af án þess að verða aumingi og öðrum til byrði. Og hún bætti við: Ég veit ég ætti bágt roeð að fara af þessu heim- ili. Mér kom sízt dauði í hug er þessi samfundur okkar var, enda yfirbragðið svo frísklegt og ung- legt sem ætíð áður, glaðlyndið og göfugmennskan geisíaði í and litinu. En Málfríður fékk þá ósk uppfylta sem hér getur að frarn- an. Hún sofnaði værum svefni, dauðinn var henni mildur, veik- indin voru efcki lömg. Með Málfríði Hansdóttur hverfur á braut sérstæður per- sóniuleiki sem lengi mun geym- ast þeim sem þetaktu. Mannkostir hennar, alúð og hógværð vax sér stök. Hún átti að baki langa æfi. stundum nokkuð stormasaima, en kannske oftar sólarríka, enda hafði hún Lag á að gera hvern daginn þannig að hann varð henni gróði í trvemnum skilninigi Konur Öskast Konur vantar nú þegar í eldhús Kleppsspítalans. Upplsýingar gefur matráðskonan í síma 38160 milli kL 13 og 16 daglega. Skrifstofa ríkisspítalanna. Ég átti tal fyrir Mbl. við Mál- fríði á 100 ára afmæli hennar i janúar í fyrra. Það er mörgum svo í fersku minni að ekki þarf að rifja það upp. í»ó vil ég geta nokkurra æfiþátta. Hún var fædd að Litla-Hrauni í Kolbeinsstaða- hreppi 21. jan. 1864. Faðir henn- ai var Hans Jósefsson Hjaltalín bóndi þar, em móðir Sigríður Sig- urðardóttir, Jónssonar frá Tjald- bekku í Hítardal, en sá bær er löngu í eyði. Það var Sigurður afi hennar sá sem Guðlaugur Jónsson segir frá í bók sinni Bóndinn á heiðinni, að hafi hlaupið ylir fossinn með konu sína í famgimu, og þótti það sér- stakt afrek. Sigurður var frár á fæti svo af bar, og eru margar hinar ótrúlegustu sagnir sem uir hann lifa í munnmælum. Móður- systir Málfríðar var Margrét Hjálmarsen systir Þórsteins pró fasts í HítardaL. Málfríður var eins árs er bún flutti að Jörtfa í sömu sveit, en 6 ára gömul missti hún þar móður sína. Stóð fáðir hennar þá uppi með 9 böm. Var það mijög erfitt og hafði hann engin ráð önnur en að reyna að koma einhverjum börnum fyrir. Þá skeði það að frændfólk hans Hildiur og Jón B. Hjaltalín í Brokey buðu að taka af homium eitt bam og einiivernveginn æxl- aðist svo til að Málfríður varð fyrir valinu og í Brofoey var hún til þess er hún giftist 27 ára gömarl, Ögmundi Hjartarsyni, sem ólst upp í Brokey með henni. Ögmundur var einstakt ljúf- menni og drengskapar og at- onkumaður. Þegar ég kom hing- að ti'l Breiðafjarðar heyrði ég hans mjög getið og hvergi nema að ágætum. Þau Ögmundur hófu búskap og bjuggu alla tíð í Vífilsdail í DaLasýslu eða í 39 ár. Ögmundur var somur Hjartar Ögmimdssonar Guðmundssonar prests að Stað- arstað, en móðir hans var Ragn- beiður dóttir séra Vigifúsar Ei- ríkssonar Reykdals frá Reyk- holti. Búskapur þeirra Málfríðar og Ögimundar var í einiu orði sagt farsæll. Þau voru alltaf fremur veitandi en þiggjandi. Snyrti- mennsfcan í öHu og vel farið með hrvem hkit. Eftir að þaiu hættu búsikap fluttu þau til Vilhjálms sonar síns er þá var byrjaður búskap að Narfeyri. Þar voru þau æ síðan í góðu yfirlæti. Þau eignuðust þrjú böm, eitt dó, en tveir symir lifa þeir Hjört- ur hreppstjóri í Álfatröðum Dalasj slu og Vilhjáknur bóndi eg stærðfræðingur að Narfeyri. Báðir eru þeir þekktir að eigin- leikium foreldra sinna og hvar sem þeir hafa fárið hefir eftir |>eim verið tefcið. Meiri ágætis- menn getur varla. Um Málfríði mætti skrifa langt mál, því þótt sjóndeildarhrinigur bennar fcafi ekki verið stór, ferðalögin ekki milkil um æfina, þá var hátt til lofts og vítt til veggja í bugarheimi hennar. Hverskonar fróðleifcur átti hjá henni opin huga og henni var gefið að muna. Allt sem gefur lífinu gildi var í fylgd með henni og hún kunni vel að skilja hismi frá kjarna. Mér var mikill fengur að okfc- ar kynnum. Því er mér nú þöfck í buga er ég sfcrifa þessar minn- ingarlínur. Margir þafcklátir hug ii munu fylgja henni til grafar en nú í dag verður hún borin til hinstu hvíldiar að hlið manns sins í Ndrfeyjarikirifcj.ugarðL Hlýjaæ kveðjur streyma hrvaðan- æfa að, því margir voru vinir henmar. Guð gaf henni uppfyii- ing margra vona og ég veit að nú hefir hún hilotið trúrra þjóna laun. Yfir litki varstu trú og yfir miikið muntu sett verða. Það er víst og satt. Blessuð sé minning Málfríðar frá Narfeyri. Árni Helgason. íslenzk framleiðsla FRYSTIVÉLA R- HRAÐFRYSTITÆKI Hraðfrystitæki með alumimumpönnum Lágþrýstiþjappa, BOOSTER. — HEÐINN = hefir um árabil smíðað frystivélar og hraðfrystitæki fyrir hraðfrystihús landsmanna. — Vélar þessar hafa hlotið viðurkenningu fiskframleiðenda. — Margra ára reynsla fyrirtækisins í framleiðslu véla og tækja fyrir fiskiönað landsmanna er bczta trygging viðskiptavinanna. LEITIÐ TIL VOR EF ÞER ÞURFIÐ VELAR OG TÆKI I FRYSTIHUS YÐAR. HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMALAR. YFIR 40 ARA REYNSLA HEVINS TKriiGIR (ÖÆÐIN AVALLT I FARARBRODDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.