Morgunblaðið - 21.08.1965, Síða 15

Morgunblaðið - 21.08.1965, Síða 15
Laugardagur 21. ágúst 1965 MORGUNBLAÐIÐ 15 MARGIR íslendingar kann- ast við nafnið Haroun Tazieff. Filmía sýndi m. a. eftir hann fræga kvikmynd um eldgos sl. vetur, sem kvikmyndagagnrýn- andi Mbl. benti á sem dæmi um hvernig taka mætti stór- Jenglegar eldgosamyndir. Mað- urinn er Frakki og hefur unnið naikið afrek í sambandi við athuganir á gosstöðvum víðs- vegar uim heim, er heimsfræg- ur fyrir eldgosakvikmyndir sínar og ljósmyndir, auk fjölda bóka um sama efni. Og á seinni árum hefur hann unnið mikið leiábeiningastarf á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna í eldfjallalöndum, til að reyna að forða tjóni og mannaskaða af völdum eldgosa, með því að vita með sem lengstum fyrir- vara fyrirfram um gosin. Tazieff var nýlega á ferð á ís- landi, í þeim tilgangi að ná gufusýnishornum úr Syrtlings- gosinu. Við hittum hann snöggvast að máli á Hótel Holt, þar sem hann bjó. Haroun Tazieff er maður um fimmtugt, en mikil útivera um æfina, líkamleg þjálfun og líf- Tazieff býr sig undir að síga niður á fyrsta stallinn í gígnum Noragongo í Kongó, 200 metra leið, en þangað komst hann fyrstur manna árið 1948. MED RANNSOKNUM MA SEGJA FYRIR UM ELDGOS, segir hinn frægi eldfjallamaður Tazieff leg framkoma gera það að verk um að hann ltíur út fyrir að vera a.m.k. 10 árum yngri. Hann er upphaflega verkfræð- ingur með jarðfræði sem sér- grein, fjallaklifrari og land- könnuður, en fyrir 15 árum sneri hann sér algerlega að eld gosum og hefur síðan ferðazt um allan heim og dvalið við eldstöðvar við rannsóknir og kvikmyndun. Nú hefur Tazieff myndað ítalsk-belgískan-fransk an vísindamannahóp, sem vinn- ur saman, en í honum er m. a. ítalski prófessorinn Tonani, sem var í för með Tazieff hér, og . belgíski jarðfræðingurinn Eskens. — Við höfum lengi ætlað okkur að koma og skoða gosið í Surtsey, sagði Tazieff. Við notum nýjar aðferðir við að ná lofttegundum strax úr gos- inu og gera athuganir á þeim. Með þeim aðferðum, höfum við komizt að raun um að gufur eru ákaflega breytilegar í gos- efnunum, breytast jafnvel með sekundubili. Þetta er mjog mikilvægt, því þegar nægileg- ar athuganir á gufunum liggja fyrir, gerir það vísindamönn- unum betur faert að skilja ganginn í gosinu, Og það eykur aftur möguleikana á að segja fyrir um gos, hvernig það verð ur og hve langt það er undan. Viðbeinin brotna á undan hjálmunum Við ætluðum að taka gufu- sýnishorn úr gosinu við Surts- ey, en vegna veðurs urðum við að bíða í viku eftir að komast þangað út og þegar við loks fórum, var ekki hægt að koma því við. í Surtsey? Nei, við ætluðum aðallega að taka gufu sýnishornin í Syrtlingi. Auð- vitað með leyfi hérlendra vís- indamanna. Það er vel hægt að komast þar að fyrir þjálfaða jarðfræðinga, sem þekkja eld- gos, en til þess hefðum við þurft trébát. Ég mundi ekki fara þangað í gúmmíbát, sem einn glóandi steinn getur sprengt eða farið í gegn um. Þá er okkur ekki mikil hætta búin, því við höfum sérstaka hjálma úr fibergleri, sem við byrjuðum að nota fyrir tveim- ur árum á Stromboli. Þeir eru mjög léttir og svo sterkir að viðbeinin, sam þeir hvíla á, mundu brotna áður en hjálm- arnir láta undan. Þeir verja Franski eldgosamaðurinn Horoun Tazieff á Hótel Holt. því alveg höfuðið og hrygg- inn niður eftir bakinu fyrir grjótkasti úr allt að 200 m. hæð, og hafa gert okkur fært að taka sýnishorn, jafnvel þó hit- inn hafi verið svo mikill, að skórnir okkar brunnu. Tazieff sagði að Surtseyjar- gosið minnti ákaflega mikið á gosið á Azoreyjum 1957—58. Það væri eiginlega alveg eins. Ef gosið héldi lengi áfram í Syrtlingi eins og nú, þá mundi eyjan tengjast Surtsey, eins og gerzt hefði á Azoreyjum. Tazi- eff var á förum norður í Mý- vatnssveit, er við hittum hann, og ætlaði að skreppa að Öskju, til að sjá verksummerki eftir síðasta gos. En hann hafði áður fengið að sjá kvikmyndir Os- valdar af báðum gosunum og var mjög hrifinn af þeim. Tal- aði um að hann ætlaði að reyna að semja við Osvald um að fá nokkra búta í k^ikmynd, sem hann er sjálfur að gera um eld- gosin og manneskjurnar. Má Osvaldur vel við una eftir þau hrósyrði, sem fremsti goskvik- myndamaður heims hafði um myndir hans. — Er hægt að segja fyrir um gos? Það er sjálfsagt að nota tækifærið og leggja þessa spurningu fyrir mann, sem svo mikið hefur við slíkt fengizt Athugunarstöðvar á eldfjöllunum — Já, nú geta eldfjallafræð- ingar sagt fyrir um gos, ef við búnaður er hafður til að fylgj- ast með eldfjöllunum, svarar Tazieff. Það er einmitt það sem gerir þetta viðfangsefni, eldgosavísindin, svo hrífandi og fær mann til að leggja svo mikið kapp á að komast að öll um eldgosum og rannsaka þau — þessi leit að þekkingu á eld- fjöllum og aðferðum til að verja fólk gegn eldgosunum, sem ógna byggðinni. Víða far- ast þúsundir manna í hverju eldgosi, eins og t. d. á Kyrra- hafseyjum, sem ég nýlega dvaldi á fyrir UNESCO, til að reyna að skipuleggja vaktstöðv ar. Þar höfðu t.d. farizt 4000 manns við gos á Galung-Gung, 10 þús. á Merampi, 36 þús. á Krakatoa, 92 þús. á Tambora °. s. frv. Að vísu er reynzlan af því að sjá eldgos fyrir ekki mikil, en þó hefur sú viðleitni gefið góða raun. Kilauea á Hawaii er bezt vaktaða eldfjall í heimi. Þar var t. d. síðast hægt að sjá fyrir gos með 6 mánaða fyrirvara. Tveim mán- uðum eftir fyrstu aðvörun var hægt að segja að gosið nálg- aðist og gæti orðið innan 2—6 mánaða. Og mánuði áður en það varð, sögðu jarðfræðingar að nú væri það spursmál um vikur og skömmu áður, að nú væri þetta dagaspursmál. Erfið leikarnir liggja annars í því að eldgosið kemur ekki á yfir- borðið fyrr en á síðasta stigi. Aðdragandinn verður allur langt niðri í jörðinni. — Hvað er þá hægt að gera til að fylgjast með því? — Bezt er að geta sett upp at)hugunarstöðvar á eldfjöllun- um, með jarðskjálftamælum, hallamælum, því jörðin belgist ofurlítið út á undan gosi og tækjum til að taka loftsýnis- horn. Þið hér eigið færa vís- indamenn til að vinna úr efna- fræðilegum og eðlisfræðilegum upplýsingum. Með samvinnu eins góðs jarðfræðings, góðs jarðefnafræðings og tveggja jarðskjálftafræðinga má vinna úr öllum gögnum. Og þeir Guð mundur Sigvaldason og Sig- urður Þórarinsson eru frábær- ir vísindamenn á þessu sviði. Ef þið settuð upp slíka stöð á Kötlu og öðrum fjöllum, sem geta gosið, og þessir menn fengju upplýsingarnar, má segja um eldgos þar með góð- um fyrirvara. Þó ekki væri nema jarðskjálftamælir á fjall- inu og litið eftir honum öðrti hverju frá næsta bæ, munduð þið vita með einhverjum fyrir- vara að fjallið væri farið að bæra á sér, og þá mundu sér- fræðingar flýta sér þangað og setja upp nákvæmari tæki og fylgjast með hvort raunveruleg hætta er á ferðum. í landi, sem enn er svo lifandi, er slíkt nauðsynlegt, og þið eruð svo heppin að eiga alla sérfræð- inga sem til þess þarf. 6 vikur niðri í eldgíg í bókum Harouns Tazieffs og kvikmyndum er sagt frá ferð- um hans að hinum margbreyti- legustu eldgosum um allan heim. Frægastur er hann þó fyrir rannsóknir sínar -á eld- gígnum í Noragongo í Kongo, þar sem kraumað hefur bráð- in hraunleðja yfir 400 metra niðri í gígnum í áratugi. En Tazieff varð fyrstur manna til að komast niður í gíginn árið 1948 og gera þar rannsóknir. — Já, Niragongo við landa- mæri Uganda er mitt eftirlætis eldfjall, segir hann og brosir, hvort sem það er nú af því það er í Kongo, þar sem ég heillaðist fyrst af eldgosum eða vegna þess ég var svo hepp inn að líta fyrstur manna aug- um þessa stórkostlegu sjón. Þetta er gígur með tveimur stöllum innan í, svo ekki sést í hraunflóðið niðri á botnin- um, 430 metrum neðar, fyrr en komið er niður á fyrsta stallinn. Þar hefur þessi hraun massi kraumað síðan 1928, en enginn vitað um það vegna þess hve erfitt var að komast þangað niður. Þar sem ég er gamall Alpaklifrari, reyndist það ekki svo mikil tálmun, en fjallamenn höfðu alltaf áður verið hræddir við gufurnar og snúið viS. Maður með jarð- fræðiþekkingu veit þó að öllu er óhætt og þessvegna gat ég haldið áfram óhikað. Slíkt hraunleðjuvatn var áður þekkt frá Hawaii, þar sem fylgzt var með einu slíku frá 1828 þar til það sprakk árið 1924. Það var semsagt árið 1948 að ég komst niður á fyrsta stallinn í gígnum, 200 m. niðri, og sá hraunvatnið 240 m. neð- ar. En vegna flókinnar þrjósku embættismanns í Kongo kom- umst við ekki í rannsóknarferð alveg niður fyrr en 1958 og 1959. Við klifum, notuðum létta stiga eða sigum, eftir því sem við átti. 1959 dvöldum við þarna niðri í gígnum í 6 vikur við rannsóknir. Við höfðum gas grímur og súrefnisflöskur og með okkur var læknir, sem við þurftum reyndar aldrei að nota til annars en hjálpa okk- ur við að taka sýnishorn, því enginn okkar veiktist. Aftur á móti flögnuðu öll föt, sem ekki voru úr ull eða nælon, utan af okkur, og þér getið ímyndað Framh. á bls. 27 Vísindamenn búa sig undir að fara niður í gíginn í Stromboli, sem þeir fylgjast reglu- lega með. Á höfði og baki hafa þeir sérstaka sterka og létta hjálrna úr fibergleri, til vam ar gegn steinkasti, fötin eru að nokkru borin aluminium svo hægt sé að koma nærri 1200 stiga hita, en skórnlr, venjulegir fjaliaskór með gúmmísólum, koma iðulega ónýtir aftur. Talið frá vinstri: Pi Tonani frá Flórens, Haroum Tazieff og próf. Elskens frá Bruxelles.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.