Morgunblaðið - 21.08.1965, Side 12

Morgunblaðið - 21.08.1965, Side 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Eaugardtagur 21. ágöst 1963 — Guðmandur Asmundsson — Framhald af bls. 8 næsu árum fór hann með mörg hin vandasömustu mál, er komu til kasta dómstólanna, og er ó- hætt að fullyrða, að hann óx við hvert mikilvsegt verkefni, sem honum var falið. Þóttist hver maður hólpinn og taldi málstað sínum vel borgið, sem Guðmund ur gerði að skjólstæðingi sínum. Jafnframt lögmannsstörfum var Guðmundur framkvæmda- Btjóri Vdnnumálasambands'sam- vinnufélaganna og átti því hlut að fjölmörgum kjarasamningum á undanförnum árum. Rækti hann þau störf eins og önnur af Stakri kostgæfni, og þykir rhér líklegt að þar hafi honum kom- ið að haldi, auk frábærra vits- xnuna og annarra góðra eigin- leika, þeir ríku persónutöfrar, sem hann var gæddur. Hef ég og haft spurnir af því, að hann étti drjúgan þátt í sumum far- sælustu lausnum í þeim átökum og vann þjóð sinni þar með ómælt gagn. Við fráfall Guðmundar hefur íslenzk lögmannastétt tvímæla- iaust misst einu sinna allra fremstu manna. Guðmundur var sístarfandi, ©g fáa menn hef ég þekkt, sem gerðu eins miklar kröfur til sjálfs sín og hann í þeim efnum. Hann var starfsglaður, enda bjó hann yfir óvenjulegri starfsorku og lífsþrótti. Þrátt fyrir það, er mér ekki grunlaust um, að hann hafi oft á tíðum lagt harðara að sér en góðu hófi gegndi og geng ið nærri þreki sínu. Á uppvaxtarárum sínum dvaldi Guðmundur mörg sumur hjá frændfólki sínu á Gilsbakka í hinu fagra Borgarfjarðarhér- aði. Mun hann þar hafa hrifizt af hinni óvenjulegu náttúrufeg- urð héraðsns, þeim ríku and- stæðum náttúrunnar, sem þar blasa við: grösugum afliðandi hlíðum, vinalegum kjarrgróðrin uim og hinum mildu ag fjöl- skrúðugu litum hraunsins ann- ars vegar, en hins vegar hinni segifögru fjallasýn til Eiríks- jökuls og Langjökuls, þaðan sem Hvítá byltist ógnþrungin niður sveitina. Þá gafst honum færi á að fara ríðandi inn á Arnarvatns heiði og kynntist þá fyrst tign og seiðmagni íslenzkra óbyggða. Þar mun hann og fyrst hafa tekið ástfóstri við hestinn. Hygg ég, að þau áhrif, er hann varð þar fyrir, hafi enzt honum ævi- langt. Oft ræddi Guðmundur um veru sína á Gilsbakka og jafnan með óblandinni ánægju. Á seinni árum fann Guðmund ur mjög til þess, hve honum, sem gegndi annasömu innistarfi í borg, gáfust fá tækifæri til þess að njóta útiveru í skauti íslenzkrar náttúru. Fyrir um það bil fimm áruim eignaðist Guðmundur hesta og varði síðan rnörgum af frístund- um sínum í skemmri ferðir á hestum um nágrenni Reykjavík ur og ferðaðist á hverju sumri ó hestum um byggðir og óbyggð ir landsins í hópi nokkurra vina sinna. Var ég einn þeirra, sem naut samfylgdar hans á þessum ferðum, og tókst brátt með okk ur náin vinátta. Tel ég það eina þá mestu gæfu, sem mér hefur hlotnazt. Kynntist ég nú mörgum fleiri þáttum í fari Guðmundar. Hann bjó yfir óvenjulegri lífsorku og lífsgleði, sem þó var aðeins ytra borð alvörugefins og heilsteypts manns með karlmannlegt við- horf til lífsins. Hvar sem hann kom, hreif hann menn með sér og lyfti hugum annarra, ef svo má að orði kveða. Hann var jafnan veitandinn. Oft hef ég hugsað til þess, hvílíkur af- bragðs læknir slíkur maður hefði orðið ekki síður en lög- maður, en upprunalega hugðist hann lesa læknisfræði, en hvarf frá því námi. Þau eru ófá skiptin, sem við vinir hans gengum af fundi hans léttari og glaðari í bragði. Mun svo hafa verið um flesta, sem af honum höfðu kynni. Hann var mikið karl- menni, ókvartsáir, óvenjulega hjáfpfús og óeigingjam í öllum samskiptum við aðra. Hlýr var hann með afbrigðum og varla heyrðist Guðmundur hallmæla nokkrum manni. Svo rík var mannúð hans. Hann var góður drengur í þess orðs dýpstu og fyllstu merkingu. Hann var víð- lesinn í íslenzkum bókmennt- um og hafði á hraðbergi tilvitn- anir í íslenzk ljóð og sögur, þeg ar við átti. Oft á tíðum fór hann með ljóð eða vitnaði í sögu er tengd var þeim stöðum, er við fórum um, eða fólki, sem þar hafði lifað og starfað. Þegar Guðmundur er horfinn okkur svo skyndilega, koma í hugann ljóðlínur Jónasar Hall- grímssonar: Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri; sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalladölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum. Þegar við vinir Guðmundar kveðjum hann nú, er okkur rík ast í huga, næst samúð með ást- vinum hans og hinurn sára sökn uði, einlæg þökk. Þökk fyrir trygga og fölskvalausa vináttu fyrir alla þá gleði, sem hann veitti okkur, þökk fyrir hjálp- fýsi hans og óeigingirni, þökk fyrir að hafa notið vináttu hans um árabil og allt, sem hann hef- ur verið okkiur. Vinur, Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Eiginkonu hans, bömum, for- eldrum, systkinum og öðru venzlafólki vottum við innilega samúð og óskum þess, að minn- ingin um hinn mikla dreng og mannkostamann megi verða þei-m styrkur 1 hinum djúpa harmi. Megi minning hans ylja þeim um ókomin ár. Eggert Kristjánsson. t EITT sinn sem oftar var ég á gangi suður Laufásveginn og varð mér þá litið á ungan pilt, sem þar fór. Piltur þessi varð snemma gjörvilegur og hugþekk- ur. Fundum okkar bar all oft sarnan meðan við vorum nágrann ar og við höfum hitzt löngum síðan á förnum vegi. Nú er þessi gæðadrengur allur. Það má segja, að þau tíðkist nú hin breiðu spjótin í höfuðstaðnum. Svo til í einni svipan hafa horfið úr stétt lögmanna góðir drengir. Að kvöldi 15. ágúst hvarf af sviðinu Guðmundur Ásmundsson, hæsta- réttarlögmaður. Hann varð hverjum manni harmdauði, sem af honum höfðu nokkur kynni. Guðmundur las ungur lög, lauk ljómandi prófi og stundaði lög- mannsstörf til dánardægurs. Að sjálfsögðu vita allir, að lögmenn eru misjafnir að mannkostum, misvandir að virðingu sinni við störf sín, svo sem aðrir breyskir menn. Ég held, að á engan sé hallað, þótt fuílyrt sé, að með Guðmundi Ásmundssyni hafi fallið í valinn færasti lögmaður landsins um þessar mundir. Gáf- ur hans voru frábærar, þekking- in óbrigðul, rökvísin ■ eða álykt- unargáfan einstæð og það, sem ef til vill skiptir mestu í önn dagsins, hjartað var gott, sem undir sló. Ég tel mig bæran um eftir langa viðkynningu utan dóms og innan að gefa honum greindan vitnisburð. Slíkir menn eru ekki á hverju strái, skarð hans er vandfyllt, enda var hann margra manna maki. Á löngum ferli við erilsöm störf, svo sem störf lögmannsins eru jafnan, var hann svo mikilvirkur, að langt verður eflaust þess að bíða, að til þess verði jafnað. Um Guð- mund Ásmundsson var aldrei svefndrungi né værðarmók. Gusturinn, sem af honum gat staðið, -var vermdur af yl hjart- ans og glóð hinnar frjóu lífs- nautnar. Vandamönnum Guðmundar votta ég öllum einlæga samúð. Mikill harmur er nú að þeim kveðinn. Megi birtan frá ævi hans fylgja ‘þeim og lýsa um ófarnar brautir. . Kristján Eiríksson. ÞEIM sem kynntust Guðmundi Ásmundssyni og störfum hans finnst vera mikið skarð fyrir skildi við hið sviplega fráfall hans. Margir hafa látið þau orð falla, að fráfall hans, á bezta aldri, sé þjóðarskaði. Er það sízt ofmælt. Hjá Guðmundi fóru saman á- gætar gáfur og menntun, frábært táp og góðvild til allra manna. Hann sameinaði hið bezta. í eðlisfari íslendinga. Hann var í senn sveitamaður og kaupstað- arbúi. Hann hafði yndi af hest- um og útiveru. Jafnframt var hann einhver mesti lagamaður landsins og sá sem átti einna auðveldast með að setja fram skoðanir sínar og skýringar á flóknum málum, þannig, að aðr- ir skildu, bæði þeir sem kunn- ugir voru málavöxtum og hinir, sem þá þekktu, miður, og jafnt lærðir sem leikir. Það var því engin furða, að á Guðmund hlæðust svo mikil störf, að flestum öðrum myndu hafa reynzt þau ofviða, en í hönd urn hans virtist það vera leikur einn að greiða úr hinum flókn- ustu málaflækjum. Gilti þetta jafnt á véttvangi félagsmála og er hann flutti mál fyrir dóm- stólunum eða skýrði þau í fá- mennum hóp. Til hinstu stundar fór vegur hans og álit vaxandi. Ég sá Guðmund kátan og glað- an í vinahóp fimm til sex klukku stundum áður en hið sviplega slys bar að höndum. Ég trúði ekki andlátsfregn hans. Hann var svo þróttmikill og í blóma lífs síns. Enginn veit fyrir sitt skapa- dægur né annara. Hið þungbær- asta og sárasta í mannlífinu er missir góðra vina, en góðir vin- ir eru bezta eign hvers manns. Við fráfall Guðmundar Ás- mundssonar er höggvið óbætan- legt skarð í vinahóp margra manna, sem munu minnast hans með söknuði og trega meðan þeim endist aldur. Öll biðjum vér konu hans, börnum, foreldrum, öðrum ætt- ingjum og venzlafólki blessun- ar og handleiðslu æðri máttar- valda, nú við hinn sára missi — og um alla framtíð. Jónas kvað: Stríð er starf vort í stundar-heimi, berjumst því og búum við betri dögum. Sefur ei og sefur ei í sortanum grafar sálin, — í sælu sést hún enn að mor-gni. Sveinn Benedikt: þann mikla kost að vera húmor- isti. Okkur þótti öllum fyrir því, að hann skyldi ekki gerast blaða- maður, svo hæfur sem hann var í því starfi. En okkur var Ijóst að honum myndi strax bjóðast gott starf innan þesS verkahrings, er hann hafði valið sér að ævi- starfi. Það fór og svo. Blekið var tæplega þornað á embættis- prófvottorðinu, er þeir, sem þá réðu í -«SÍS, buðu honum lög- mannsstarf. Eftir að Guðmundur gerðist lögmaður, komu fljótt í ljós hinir miklu lögmannshæfileikar hans. Ekki hafði hann lengi starfað, er hann haf’ði áunnið sér sér- stakt traust og virðingu í lög- mannastétt, þó hann væri þar einn allra yngstur. Þær vonir, sem við gamlir samstarfsmenn hans á Morgunblaðinu höfðum við hann tengt, höfðu rætzt. Það var sama hvort Guðmund- ur var í starfi eða leik, alls stað- ar bar þessi glæsilegi maður af. Það hvarflaði ekki að neinum vina Guðmundar, að svo stutt yrði samferðin. Allir vorum við þess fullvissir, að Guðmundur Ásmundsson ætti miklu starfi ó- lokið. Hans nafn verður jafnan 1 minnum haft. Gamlir vinir og kunningjar á Morgunblaðinu taka undir þau orð með mér. Sverrir Þórðarson. / minningu Sig- riðar Jónsdóttur Fædd 16. ágúst 1886 Dáin 5. maí 1965. Kveðja frá Hönnn. Þöiklk fyrir sex ára sam-leið er síðas-ta kveðjan til þín. Þyrma o-g þrauta leiðir þeikiktum við Sigríður mín. Oft beygir þjáning og þreyte þróttin-n sem lítill er. Drottinn í ljósi lifir, Ij-ós hann 1 skiuggann ber. Hvertf nú frá þjáning þung-ri, þa-ngað sem 1-jósið skín. Hin eilífa vo-rsól vermi þar vonarblómin þín. Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði. Hér birtist mynd af Hrólfi, en það er nafntogaður gæðingur og verðlaunahafi. Á baki hans situr eigandinn, Jón Tryggvason i Skauthólum. Síðustu kuppreiðui sumursíns RÉTTIN um fráfall Guðmunc’ r Ásmundssonar kom eins o; ;ormhviða eftir fallegan góð iðriskafla. Líf þessa greinda or ugmikla manns hafði allt fr: isku verið samfelld sigurganga að var sama hvert viðfangsefn í var, allt var leyst af hendi leð þeim glæsibrag sem aðeins r á færi skörpustu manna. Við, sem með Guðmundi störf- ðum á Morgunblaðinu á stúd- itsárum hans, minnumst margra lemmtilegra atvika frá þeim ögum. Það var skemmtilegt að lusta á Guðmund í kappræðum ið hina eldri og reyndari í kaffi :ofunni uppi í risi gömlu ísa- sldar. Þá fór ekki milli mála, ð Guðmundur var mikill mála- dgjumaður, sem jafnframt hafði Á SUNNUDAGINN heldur Hesta mannafélagið „Hörður“ í Kjósar- sýslu sínar árlegu kappreiðar við Arriarhamar á Kjalarnesi en þar á félagið skeiðvöll. Völlurinn var í sumar lengdur svo að hægt er nú að keppa í 400 m hlaupi og verður það gert nú, í fyrsta sinn. í því hlaupi eru skráðir allir fljótustu hestar sem komið hafa fram á kappreiðum í sumar, svo sem Blesi Þorgeirs í Gufunesi, Þröstur Ólafs Þórarinss., Þytur Sveins K. Sveinssonar og Logi Sigurðar Sigurðssonar. Þá mæta Langavatns feðgar með 5 hesta, þar á meðal þyt og Apa. í skeiðinu verða bæði Hrollur Sigurðar Ólafssonar og Logi Jóns í Vatnsdal sem unnið hafa sitt hlaupið hver. Hrol-lur á kappreið- um Fáks en Logi í Skógarhólum Og ekki verða þeir einir, því fleiri garpar eru skráðir og bú- ast má við harðri keppni. Þá er bg keppt í nýliðahlaupi Matsveinn sem starfað hefur til sjós undanfarin ár óskar eftir starfi í landi eða annarri vinnu. Hef meirabílpróf. — Tilboð merkt: „Starf — 2064“ sendist Mbl. strax. 250 m og svo 300 m hlaupi og eru þar einnig þekktir hestar frá sumrinu. Þetta verða síðustu kappreiðar ársins og að venju verður fjöl- mennt að Arnarhamri á sunnu- daginn en kappreiðarnar hefjast kl. 2.30 með góðhestasýningu bæði alhliða og töltara og svo fer og fram naglaboðhlaup og keppa þar sveitir frá Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppum. NOTIÐ ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa * Morgunblaðinu en öðrum biöðuni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.