Morgunblaðið - 21.08.1965, Síða 10

Morgunblaðið - 21.08.1965, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIO Eaugardagur 21. ágúst 1965 X. BERL NARMIÍRINN LOKAR Þessi mynd er af Michael Mara, sem var blaðamaður í A-Þýzkalandi. Hann var kallaður til herþjónustu og var varðmaður við Berlínarmúrinn. I»ar notaði hann tækifærið og stökk yfir Múrinn á jólunum 1961. Hann starfar nú sem blaðamaður í Vestur-Þýzkalandi. Holger Klein stökk í járnbrautarlest, sem var á ferð á leiðinni til V-Berlínar, og var þá aðeins 17 ára gamall. Sjö félagar hans flúðu á sama hátt. Ilanji er nú við nám í V-Beriín. ...ww jy • rrr fff+nyyrfr. Þetta er Dieter Jentzen. Hann gegndi herþjónustu í a-þýzka hernum, en líkaði ekki fyrirskip- anir um að skjóta á flóttamenn og stökk niður af þaki verksmiðju við múrinn, ásamt kunn- ingja sínum. Hann slasaðist alvarlega og varð að liggja í sjúkrahúsi í 19 mánuði eftir flótta. NÚ ERU liðin rúmlega fjðg- ur ár frá því er kommúnist- ar í A-Þýzkalandi hófust hemda um byggingu hins al- ræmda Berlínarmúrs. Fram til þess tíma hafði flótta- mönnum frá A-Þýzkalandi farið sífellt fjölgandi. Síð- ustu vikurnar fyrir bygg- ingu Berlínarmúrsins jókst fjöldi flóttamanna um allan helming og varð gjörsam- lega óviðráðanlegur komm- únistastjórninni í A-Þýzka- landi. Þeir gripu til þess ráðs að byggja víggirðingu á mörkum Austur- og Y.est- ur-Berlínar. Áður höfðu þeir lokað af aðra hluta A-Þýzka- lands með gaddavirsgirðing- um og jarðsprengjubeltum. Kommúnistum hér á landi hefur skilizt til þessa, að hyggilegt væri að tala sem minnst um Berlínarmúrinn. Þeir hafa kunnað að þegja. Nú telja þeir hins vegar að tími sé til kominn að hefja áróður fyrir Berlínarmúrn- um og réttlæta byggingu hans. Ferðum þeirra til A- Þýzkalands fer fjölgandi og þegar þeir koma heim vitna þeir í Þjóðviljanum um ferð ina og ágæti þjóðfélagsins þar í landi. Þessir ferðalang- ar verða yfirleitt „lítið var- ir við Berlínarmúrinn“, þeir segja, að fólkið ír A-Þýzka- landi „nöldri“ en ekki meir. Vitnunum þessum er ætlað það hlutverk að koma því inn hjá fólki, að allt sé nú í sómanum hjá ráðamönnum A-Þýzkalands, þótt þeir eigi sér kannski brogaða fortíð. En þær fregnir, sem ber- ast nær daglega frá Berlín eru ekki þess eðlis, að hyggilegt sé fyrir kommún- ista hér á landi að rjúfa nú þögnina um Berlínarmúrinn og ástandið í A-Þýzkalandi. Enn gerir fjöldi Þjóðverja tilraun til þess að flýja yfir Múrinn eða undir hann eft- ir því sem verkast .vill og enn heyrum við um fólk, sem kommúnistar myrða, þegar það reynir að komast yfir til Frjálsrar Berlínar. — Frá 1945 hafa 3,1 milljón manna flúið úr sæluríki Ul- brichts til Vestur-Þýzka- lands. Frá því að Múrinn var reistur hefur 4000 A- Þjóðverjum tekizt að kom- ast á einhvern hátt yfir eða undir Múrinn. Frá sama hafa kommúnistar myrt 62 flóttamenn, sem reynt hafa að komast í gegnum Múr- inn og jafnvel látið þá liggja klukkustundum saman í blóði sínu í dauðateygjunum eins og þeir gerðu með Peter Fechter, ungan mann, sem fyrir nokkrum árum reyndi SigurSur Baldursson, hæsta- réttarlögmaður, Reykjavík. — Hann fór til A-Þýzkalands til þess að skoða fangelsi og hafði þetta að segja um landið: „Þýzka alþýðulýðveldið er, eins og ég sagði áðan, samfélag venjulegs fólks, sem hefur við venjuleg vandamál að stríða. Opinberar ráðstafanir eru þannig misjafnlega vinsælar svo og valdamenn. Fólkið hefur sitt nöldur og sína óánægju og væri reyndar einkennilegt ef svo væri ekki. Um leið er það laust við þýðingarmikla van- kanta okkar samfélags“. að komast burt frá A-Þýzka- landi. Þrátt fyrir þessar óhagg- anlegu staðreyndir verða mætir menn eins og Sveinn Bergsveinsson prófessor í A-Berlín til þess að vitna í Þjóðviljanum og segjast „lít ið verða varir við Múrinn.*4 Þessi ágæti vísindamaður segir ennfremur, að sér finn ist „einkennilegt, að hér á landi, sé skrifað um hvern þann flóttamann, sem ekki tekst að komast vestur yf- ir.“ Spyrja má hvað sé „einkennilegt“ við það að vekja athygli á því, þegar kommúnistar í A-Berlín skjóta menn til bana fyrir þá sök eina að vilja komast til annars hluta lands síns. íslendingum finst það a.m.k. ekki „einkennilegt“ þótt hinum ágæta prófessor finn- ist það. Einn þeirra, sem vitnað hefur í málgagni kommúnista hér á landi er Benedikt Þorsteinsson frá Hornafirði, sem nýkomin er úr ferð til A-Þýzkalands. Hann var einn þeirra komm únista, sem fannst lítið til Múrsins koma og sagði í Þjóðviljanum, að þar hefði „lítið verið að sjá“. Hann sá tvo vopnaða verði austan megin, en hins vegar tvær Itórar fallbyssur vestan megin, sem honum hefur vafalaust staðið mikil ógn af. Ef Benedikt Þorsteinsson hefði spurt hina kommún- ísku leiðsögumenn sína um fallbyssur þessar hefðu þeir efalaust getað upplýst hann um, að hér var á ferðinni rússneskt minpsmerki en 3,1 milljón hafa flúið A-Þýzkaland frá upphafi I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.