Morgunblaðið - 21.08.1965, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.08.1965, Qupperneq 17
Langardfagur 21. ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÐ 17 f Sveinn Kristinsson skrifar um: KVIKMYNDIR HAFNABBIÓ: MORÐINGJ- ARNIR. Le igumorð i ngj ar tveir iá það hlutverk að koma fyrir kattar- nef ungum kennara við blindra- skóla í grennd við Chicago í Bandaríkjunum. Eftir að hafa leyst þetta starf samvizkusam- lega af hendi, fá morðingjarnir eftirþanka. Ekki er þar þó um samvizkubit að ræða, heldur er það hagnaðarvonin, sem kemur íheilasellunum á hreyfingu. Þeir þekkja hvorki þann, sem hefur leigt þá til verksins, né ástæður þær, sem til þess liggja. En með' því að reyna að rekja þræðina til höfuðpaursins, gera þeir sér vonir um að fá verulega kaup- Uppbót. Myndin fjallar svo að miklum hluta um viðleitni þeirra félaga til að rekja framangreint morð til uppruna síns. Er kafli af æfi- ferli hins unga kennara tekinn þar til meðferðar og sýndur 6em eins konar framhajdssaga. Er sá sögukafli næsta viðtourða- ríkur, byrjar á rauðhærðum kvenmanni og endar, þar sem hinn ungi kennari liggur helskot- inn í blóði sínu, eins og áður getur. Verður sú saga ekki rak- in hér. Mynd þessi er sögð byggð á skáldsögunni „The Killers“ eft- ir Ernst Hemingway. í út- færslunni rís hún þó ekki hátt yfir venjulegar glæpamyndir. Því verður þó eigi neitað, að all- mikil spenna og hraði er í mynd- inni, þótt sú spenna sé oftast leyst með alleinhæfum hætti, þ.e. með byssukúlu eða eða kjaftshöggi. Hins v-egar saknar maður þeirrar tilfinningastreitu hjá höfuðpersónunum, sem mað- ur ætti að geta vænzt af mynd, sem byggð væri á miklu bók- menntalegu verki og fjallar um svo hasarfengið efni. Ég segi ekki, að henni bregði ekki fyr- ir, en það fer óeðlilega lítið fyr- ir henni í þeim hafsjó blóðs og böls, sem flæðir um sögusviðið. Það má vera mönnum nokk- ur huggun, að einn harðsvírað- asti glæpamannaleikari okkar tíma, Lee Marvin, gefur upp öndina í lok myndarinnar. — Guð veri sál hans náðugur. „Heimþráin rak mig“ Sneri aftur til Bandarikjanna eftir II ára útivist Hong Kong, 17. ágúst. — (NTB-AP) — WILLIAM WHITE, blökkumaður frá Plommerville í Arkansas í Bandaríkjunum, einn úr hópi bermannanna 21, sem ekki vildu fara heim að lokinni Kóreustyrj- öldinni, kom í dag til Hong Kong og var á leið heim til Banda- ríkjanna eftir ellefu ára dvöl í Kína. Með White voru kona faans, sem er kínversk og tvö börn þeirra. Aðspurður hverju þetta ferða- lag hans nú sætti, svaraði White: wÉg fékk heimþrá. Mig langaði að hitta fjölskylduna aftur og þá fyrst og fremst móður mína.“ White kvað foryitni eina saman liggja að baki för sinni til Kína fyrir ellefu árum og þverneitaði, oð um nokkur svik við ættjörð- ina væri að ræða. „Ég er ennþá Bandaríkjamaður", sagði hann, og bætti því við að fjórir félaga einna hefðu líka í hyggju að hverfa aftur heim til Bandaríkj- anna þó ekki væri það með öllu afráðið. White kvaðst hafa lagt stund á lögfræði við háskólann í Pek- ing og seinna hafa unnið að út- gáfu kínverskra rita á erlendum tungum. Hann sagði að engum vandkvæðum hefði verið bundið að fá brottfararleyfi fyrir eigin- konu hans og börn og ekki hefði annað hvarflað að henni heldur en að fylgja honum úr landi. White var spurður, hvern hug kínverska þjóðin bæri til Banda- ríkjamanna og hversu væri um vígbúnað Kínverja. Hann sagði menn þar ekki óttast stríð við Bandaríkin og ekki bæri á því að menn héldu að styrjöldin í Vietnam breiddist út og yrði til- efni styrjaldar Kína og Banda- ríkjanna, „en þeir eru við öllu búnir,“ bætti hann við, „í land- inu er öflug þjóðvarðarliðshreyf- ing og kennsla í meðferð skot- vopna er almenn“. White sagði einnig, að hatursáróður stjórnar- innar gegn Bandaríkjunum ætti sér samsvara í því sem Sovét- ríkjunum félli í hlut, „bæði Krúsjeff áður og eins þeim sem nú eru þar við völd. En ég gat ekki merkt það á neinu heldur, Gestir á Ljóstæknimóti kynnta st lýsingu í gömlu bæiunum í Árbæ. Fyrir ofan þá logar 4 gömlum lömpum. að Kínverjar hefðu almennt neinn ímugust á Sovétrík- junum frekar en á Banda- ríkjunum," sagði White. Hann lét þess og getið, að Kínverjar væru hálfu öruggari um sig, er þeir ættu líka vald á kjarnorku- vopnum og teldu ekki lengur vofa yfir sér árás með slíkum vopnum. White var einnig spurður, hvort hann myndi aftur ganga í bandariska herinn og anzaði að bragði: „Víst myndi ég það, ef um væri að tefla frelsi föður- lands míns eða sjálfstæði." — „En ef þér yrðuð sendur til Vietnam?" White brosti við og sagði: „Ég er orðin of gamall“. Spyrjandi bar upp spurninguna öðru sinni en White anzaði henni ekki frekar. IMý skurðgrafa ÞÚFUM, 19 ágúst. Komin er hér í héraðið ný skurðgrafa af nýrri gerð, sem Vélasjóður á og rekur. Er ætlunin að þessi skurðgrafa verði staðsebt á Vestfjörðum og sinni verkefnuim í héraðinu. Er hin nýja skurðgrafa byrjuð að vinna og nvun vinna í Djúpinu þau verkefni, sem fyrir liggja og halda svo í Vestursýsluna og Barðaströnd. Gísli Kristjánsson vinnur að útrýmingu minka hér og skauf nýlega 3 rninka í sama skoti. Ekiki er mjög mikið um þessi dýr, enda aliltaf verið að vinna að út- rýmingu þeirra. P.P. f «rí->c , ’fr íív * ? FYRIR rúmlega tuttugu árum flaug Katalína flugbátur Flugfélags íslands TF-ISP frá Reykjavík til Largs Bay (skammt frá Glasgow) í Skot- landi. Þetta var fyrst millilandaflug íslendinga með farþega og |>óst. Parþegar voru fjórir, Jón Jó- bannesson, Jón Einarsson, Hans R. Þórðarson og séra Robert Jack. f tilefni af þessu tuttugu ára afmæli millilandaflugsins bauð Flugfélag íslands þessum fjór- um fyrstu millilandaflugsfarþeg- um ásamt frúm, í flugferð til Glasgow. Meðfylgjandi mynd var tekin við brottför „GULLFAXA" Flug félagsins á fimmtudag, en á henni eru: Jón Jóhannesson stórk., frú Katrín Skaftadóttir, Jón Einarsson stórk., frú Hólm- fríður Einarsson, Séra Robert Jack, frú Vigdís Jack og ungur sonur þeirra hjóna, Örn O. John son forstjóri og Sveinn Sæmunds son blaðafulltrúi. Vegna anna gátu Hans R. Þórðarson og frú ekki tekizt þessa ferð á hendur að sinni. — Frétt frá F. í. Árbær minnist affmælis Rvíkur Sýning á lýsingu i gömlu bæjunum jjar SAFNIÐ í Árbæ heldur upp á 179 ára afmæli Reykjavíkur, sem var í vikunni, næstkomandi laugardag. Klukkan 4 mun Lúðra sveitin Svanur koma þangað og leika fyrir gesti. Og kl. 4:30 verða sýndir þjóðdansar. Þjóð- dansafélag Reykjavíkur sýnir. Fólki skail bennt á að nota má strætisvagnaferðirnar í Lækjar- botna kl. 2:30 og 3:1S, til a’ð kom ast í Ártoæ og einnig Rafstöðvar- bílinn frá Lækjartorgi kl. 3, kl. 4 og kl. 5, en hann fier alla leið upp að safninu. Einnig hefur verið útbúið ágætt bílastæði aust an við Árbæ og er þaðan gengið inn um Austurhlið. Á laugardag er kirkjutorúð- kaup í Árbæjankirkju og hafa sænskii r sjónvarpsmenn fenigið leyfi til að taka þar myndir, en það er að sjálifsögðu ekki fyrir almenning. í tilefni af Ljóstækniþinginu, sem nú stendur yfiir í Reykjavík, var opnuð sýning á lýs- ingu í gömlu bæjunum í húsa- kynnum Árbæjarsafns, að við- stöddum gestum á þinginu. Verð- ur sú sýning opin fram yfir helgi. Sovétstjórnin gefur Gyðingum loforð Eftir Edward Crankshaw SAMKOMULAG það, er ný- lega náðist milli yfirmanns Gyðingasafnaðarins í Moskvu, Yehuda Levin og sovétstjórnar- innar gefur Gyðingum, sem bú- settir eru í Sovétríkjunum nýjan vonameista. En þetta samkomu- lag ásamt hinum köldu móttök- um, er bandarísk Gyðingasendi- nefnd hlaut, er aðeins vottur lof orðs, ekki efnd; og loforð hafa verið gefin fyrr. Vissulega er samkomulagið um, að Gyðingar í Moskvu megi baka hið ógerjaða páskabrauð sitt, en það telst til eins af helgi- siðum þeirra, að lieyfilegt sé að gefa út bænabók Gyðinga í 10.000 eintökum, að prestaskóli Gyðinga megi innrita 20 nem- endur frá Moskvu og 10 frá öðr- um hlutum Sovétríkjanna, mjög athyglisvert, því að það gerir að engu hinar marg endurteknu neitanir sovézkra ráðamanna um að rússneskum Gyðingum sé í rauninni ekki mismunað. Sann- ast að segja, var hið ógerjaða brauð ekki bannað, mönnum var einungis gert ókleift að öðlast það. Hið sama gilti um prestaskól- ann í Moskvu. Allt það, er gerð- ist var það, að tilvonandi nem- endum var neitað um aðseturs- leyfi. Samkomulagið, svo langt sem það nær, snertir aðeins yztu torún vandamálsins, þar eð það nær aðeins til Moskvu. Enn eru engin merki þess sjáanleg, að hin mörgu bæmahús Gyðinga, sem lokað hefir verið á un<l- anförnum árum um öll Sovét- ríkin muni verða opnuð á ný. Fjöldinn allur slíkra bæna- húsa hafa horfið og þar á meðal Gyðingamiðstöðvar eins og Lov- ov með 30-40 þús. Gyðinga. Leikhús Gyðinga eru ekki til síðan Stalín lét loka þeim öllum. Enn eru engin dag- eða vikublöð Gyðinga, nema lítið rit í tak- mörkuðu afskekktu Gyðinga- hverfi í Birobidjan og auglýs- ingablað, sem gefið er út hálfs- mánaðarlega og nærri er óger- legt að öðlast innan Sovétríkj- anna. Hvað sem því líður, þá lifir von, þar sem hún hefiur ekkl verið áður. Án þess að væna Krúséff um allar þær Gyðinga- ofsóknir sem átt hafa sér stað í Sovétríkjunum, síðan Stalín leið, þá auðvitað notfærði hann sér þær og kynnti undir hina leynilegu ofsókn (sérstaklega f Ukraínu) í eigin hagsmunaskyni. Og það var hann persónulega, sem hafði sig mest í frammi ár- ið 1963 í hinum ofbeldislegu árá* um á Ilya Ehrenburg og ljóð- skáldið Yevtushenko fyrir ljóð hans ,,Babi Yar“. Það var 1 stjórnartíð Krúséffs, að mörg- um mikilvægum bænahúsum Gyðinga var lokað, að mikill lygaáróður gegn Gyðingum var gefinn út og hin þaulhugsaða stefna, sem var þess eðlis að gera Gyðinga að skotspæni fyr- Framhaid á hls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.