Morgunblaðið - 21.08.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.08.1965, Blaðsíða 11
f vitnun sinni i Þjóðviljanum segir Sigurður Baldursson, hrl. m.a.: „En það, sem mér virtist m-erkasti þáttur mótsins var sá er laut að viðbrögðum samfélagsins við afbrotum“. í A- Þýzkalandi telst það til afbrota að fara til V-Beriinar. Hér sjást a-þýzkir hermenn draga ungan Þjóðverja á land eftir að hann reyndi að synda yfir sýki til V-Berlinar. Hann var skotinn á sundinu. Þannág eru „viðbrögð" kommúnista i A- Sveinn Bergsveinsson, próf- essor í íslenzkum fræðum við Humboltháskólann í A-Berlin. Hann hefur dvalizt lengi í A- Þýzkaiandi og segir þetta: „Mér virðist til að mynda að allir hér heima viti miklu meira nm þennan fræga múr í Berlín en ég. Mér finnst í því samb. einkennilegt, að hér er skrifað nm hvern þann flóttamann, sem kemur vestur yfir eða tekst ekki að komast vestur yfir; hins vegar er aldrei minnzt á það fólk, sem er þó sýnu fleira, ■em kemur austur yfir og fær þar störf í samræmi við sina menntun. Og það er misskiln- Ingur, sem ég hef stundum heyrt, að þeim sé refsað, sem koma austur og hafa sjálfir áður gerzt flóttamenn til Vestur Berlínar“. ekki skotvopn, sem ætlað var að skjóta af á A-Berlín. Hins vegar virðist hann ekki hafa séð gaddavírana og skriðdrekavarnirnar, sem eru á breiðu svæði austan Múrsins. Sigurður Baldursson, hæstaréttarlögmaður, skýrði frá því í Þjóðviljanum, að A-Þýzkaland væri land ó- sköp venjulegs fólks, sem ætti við venjuleg vandamál að stríða, það nöldraði að- eins við og við. Þetta „nöld- ur“ fólksins í A-Þýzkalandi hefur komið fram í sérstæðu formi. T.d. í uppreisninni í Berlín 1953 og í því, að enn leggur fjöldi fólks líf sitt í bráða hættu við að komast með einhverjum ráðum til V-Þýzkalands. Þessi skrif Þjóðviljans að undanförnu, sem hér hefur verið vitnað til sýna, að kommúnistar hér á landi hafa enn ekkert lært. En þau sýna okkur líka, að ferðalangar íslenzkir sem til A-Þýzkalands koma, komast ekki í nána snertingu við fólkið þar í landi. Þeir kynn ast aðeins áróðursmönnum Ulbrichts, sem sýna þeim það, sém þeir helzt telja sig geta státað af. Þessir menn eru í nánara sambandi við fangaverðina í þessu stærsta fangelsi heims heldur en fangana sjálfa, sem vafa- laust mundi þykja þessi skrif gefa undarlega lýsingu á ástandinu í þessu leppríki. Kommúnistum væri sæmra að þegja enn um sinn um Berlínarmúrinn. Hann er ekki gleymdur og honum verður ekki gleymt. íslend- ingar og aðrir frjálsir hienn gleyma heldur ekki því tápmikla fóiki, sem býr í Frjálsri Berlín og hetju- skap þess. — Þess vegna eru þeim mun ógeðfelldan tíðar heimsóknir eins af for- ustumönnum annars stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinn- ar, Þórarins Þórarinssonar, sem gerir sér mjög tíðförult til A-Þýzkalands og er nú á förum þangað innan skamms. Það verður að telj- ast furðulegt, að þessi stjórn málamaður geti ekki fundið sér annað kommúnistaland til heimsóknar en einmitt það, sem hefur orðið hvað alræmdast fyrir kúgun og auðsveipna hollustu við Moskvustjórnina. Vestur-Berlín er útvörður hins frjálsa heims í Evrópu, umlukin fjandsamlegum öfl- um á alla vegu. íbúar henn- ar hafa staðizt hótanir og þvinganir kommúnista alit frá því er kommúnistar reyndu að kyrkja Frjálsa Berlín í fæðingu með því að loka öllum samgönguleiðum á iandi til hennar. Tveir borgarhiutar sögufrægrar borgar hafa orðið lítið en skýrt dæmi um lífið í austri og vestri. Kommúnistar sögðust vilja keppa við vestrænar þjóðir á friðsamlegum grundvelli. Sú samkeppni fór fram í hin um tveimur hlutum Berlín- ar. Kommúnistar gáfust upp. Berlínarmúrinn var við urkenning þeirra á því, að þeir höfðu tapað leiknum. Þeir gátu ekki haldið fólk- inu hjá sér, þeir gripu til þess ráðs að loka það inni Benedikt Þorsteinsson, verka- maður frá Homafirði. Hann tók þátt i áróðursráðstefnu í Bostock. Heimsotti Berlín og hafði þetta um Berlínarmúrinn að segja: „Við múrinn var lítið að sjá. Þama við Brandenborgarhliðið var hanm heill og ekkert hiið í gegn og um það bil á hæð við Lágvaxinn mann. En dauð svæði em sitt hvoro megin og girðingar með varðhliðum dá- litinn spöl frá. Tvo vopnaða verði sáum viff þama við múr- inn. Á útsýnispalli vestan meg- in. sáum við dálítinn hóp manna e.t.v. hafa þeir verið forvitnir ferðalangar eins og við og mændu þeir ausiur yfir. En uppi í varðturni sat maður og beindi sjónum aff okkur og enn lengra í burtu sáust tvær fall- byssur við veginn, en engin sást austanmegin". með mesta Smánarmúr sög- unnar. En á sama hátt og Berh'n- armúrinn gleymist ekki, og fólkið, sem byggir útvörð frelsis í austri gleymist ekki, má heldur ekki gleyma þeim, sem enn búa við harð- stjórn í A-Þýzkalandi. Það má ekki gleyma því, að með- an mörg kommúnistaríki önnur í A-Evrópu lina tök- in er þeim enn haldið jafn- Þyzkalandi við „afbrotum“. föstum af afturhaldssam- asta kommúnistaleiðtoga álf unnar. Þeir menn íslenzkir, sem lúta svo lágt að halda uppi vörnum fyrir fangaverðina í A-Þýzkalandi eru menn að minni. Hvort sem menn að- hyllast sósíalisma eða ekki, eiga þeir að fordæma mann- dráp og kúgun, hvar sem hún kemur fram. Það er engin afsökun til fyrir framferði kommúnista í A- Þýzkalandi. Þar er engin af- sökun til fyrir því, að ioka heila þjóð inni með Múr- veggjum, gaddavír, skrið- drekavörnum og jarð- sprengjubelti. Slíkar aðfarir heyra fortíðinni til og þær eru fordæmanlegar. Meðan frjálsir menn eru uppi, verða þeir stoltir af því að geta sagt „Ich bin ein Berliner,“ sagði Kennedy Bandaríkjaforseti, þegar hann heimsótti Frjálsa Ber- lín. Frjálsir menn, hvar sem þeir búa í heiminum, taka undir þau orð hins látna Bandaríkjaforseta og þeir fyrirlíta þá sem af kommúnistaþjónkun láta blekkjast til að lýsa ástand- inu í A-Þýzkalandi og við Berlínarmúrinn á artnan veg en það raunverulega ei. Tímans. aiþm. og einn aðalleið- togi Framsöknarflokksins. — Ha.nn gerir sér mjög tíðföruit til A-Þýzkalands og virðist hvergi kunna betur við sig en í fangeisisriki Ulbrichts. Fyrir nokkrum árum fór hann þang- að í boði Ulbricbts. Nú er hann að fara þangað aftur. Með því er hann værotanlega að sýna velþóknun sína á stjómarfar- inu þar í landi og leggja bless- un sína yfir þetta stærsta fang- elsi, sem veraldarsagan kann frá að greina. Að þessu sinná hefur hann kaupstefnu í Eeip- zig að yfirvarpi. Ef Þórarinn Þórarinsson þarf endilega að vera í endurteknum ferðalögum í kommúnistaríkjunum, er ein- kennálegt, að hann skuli ekki velja sér gefffelldara land til heimsóknar en þetta harðstjóra arríki. \ i , - ) «*• »> ' -V'' P övernn juergsveinsson og Benedikt Þorsteinsson urðu litið varii við Berlinarmúrinn. Þeir sem vestan megin búa verða mein varir við hann og mefffram múrnum eru fjölmörg minnis merki um þá, sem kommúnist ar hafa skotið á flótta. Ilér sés eitt þeirra. Kommunistar hafa myrt 62 flóttamenn við IVIúrinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.