Morgunblaðið - 21.08.1965, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLADID
Eaugardagur 21. ágúst 1965
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
STÖÐVUN SAMN-
INGA VIDRÆDNA
l>íkisstjórnin gaf í fyrradag
út fréttatilkynningu um
samningaviðræður þær, sem
staðið hafa yfir í nokkrar vik-
ur í Moskvu, um nýjan við-
skiptasamning milli íslands
og Sovétríkjanna. Svo sem
fram kom í fréttatilkynningu
ríkisstjórnarinnar, var talið,
að lokatilboð Sovétríkjanna
um nýjan viðskiptasamning
væri ekki aðgengilegur samn-
ingsgrundvöllur. Sovétstjórn-
in hefur algjörlega neitað að
Samþykkja nokkurn kvóta
fyrir freðsíld og farið fram
á verulega lækkun kvótans
fyrir saltsíld. Af þessum sök-
um hefur samningaviðræðum
verið frestað um óákveðinn
tíma, en núgildandi viðskipta
samningur við Sovétríkin
rennur út 31. des. n.k.
Þessi tregða af hálfu Sovét-
stjórnarinnar á að gera nýj-
an viðskiptasamning við ís-
lendinga kemur mönnum hér
á landi nokkuð spánskt fyrir
sjónir af ýmsum ástæðum.
Eins og menn vafalaust muna,
gáfu fulltrúar kommúnista-
flokkanna í Sovétríkjunum
og á íslandi út yfirlýsingu að
afstöðnum fundi þessara að-
ila í Moskvu fyrir tæpu ári.
í yfirlýsingu þessari kom
fram, að taldar væru góðar
horfur á auknum viðskiptum
milli íslands og Sovétríkj-
anna og í blaðaskrifum, eftir
að þessi yfirlýsing var birt,
fullyrti Þjóðviljinn og Einar
Olegirsson, að full vissa væri
fyrir því, að hægt væri að
gera stóran nýjan viðskipta-
samning við Sovétríkin, aðal-
lega með auknum síldarsölum
þangað. Eftir að þessar upp-
lýsingar komu fram fyrir
tæpu ári, hafa verið gerðar
ítrekaðar tilraunir til þess að
sannreyna gildi þeirra, en
ekki hefur Sovétstjórnin feng
izt til þess að sýna þennan
áhuga á auknum viðskiptum
í verki. Er þó einn þeirra
manna, sem kommúnistaleið-
togarnir íslenzku ræddu við á
sínum tíma, Breznev, orðinn
annar af aðalleiðtogum Sovét
ríkjanna. Þá er þess einnig að
geta, að í íslenzku samninga-
nefndinni var Lúðvík Jósefs-
son, fyrrverandi ráðherra,
sem tók þátt í viðræðum
kommúnista í Moskvu fyrir
tæpu ári, og hefði verið hægt
að búast við því, að þar yrði
um ánægjulega endurfundi
að ræða og ekki mundi standa
á efndum af hálfu Sovét-
stjórnarinnar.
En svo sem fram kemur í
fréttatilkynningu ríkisstjórn-
arinnar hefur raunin sem sagt
®rðið sú, að viðræður um nýj-
an viðskiptasamning þessara
tveggja landa hafa algjörlega
stöðvazt, og er ekki vitað
hvenær þær verða teknar
upp aftur. Þetta er út af fyr-
ir sig alvarleg staðreynd en
íslendingar hljóta þó að vona,
að samningaviðræður verði
teknar upp á ný og beri já-
kvæðan árangur, því að ís-
lendingar vilja eiga góð við-
skipti við Sovétríkin eins og
önnur lönd.
Þetta mál gefur okkur
glögga innsýn í starfsaðferðir
kommúnista hér á landi. Þeir
koma frá Moskvu í september
í fyrra, með miklum bægsla-
gangi og með yfirlýsingu frá
félaga Breznev upp á vasann
og fullyrða síðan dag eftir
dag með flennistórum fyrir-
sögnum í málgagni sínu, að
nú sé full vissa fyrir því, að
hægt sé að gera stóran, nýjan
viðskiptasamning við Sovét-
ríkin, sem aðallega byggist á
aukinni síldarsölu þangað.
Þeir fara síðan út- um land,
og ekki sízt til þeirra staða á
Norðurlandi, sem orðið hafa
fyrir þungum búsif jum vegna
síldarleysis, eins og til dæm-
is Skagastrandar, og segja
fólki þar, að nú sé atvinnuör-
yggi þeirra tryggt í framtíð-
inni, aðeins ef ríkisstjórnin
fáist til þess að gera þennan
nýja viðskiptasamning við
Sovétríkin, sem liggi á borð-
inu. Þessum áróðri hafa þeir
síðan haldið stöðugt áfram
allt fram að þessu, jafnvel
þótt margt* hafi bent til þess,
að Sovétríkin væru ekki jafn
reiðubúin til þess að gera
þennan viðskiptasamning og
kommúnistar hafa haldið
fram.
Nú er blaðran sprungin og
komið er í ljós, að stóru orð-
in hans Einars Olgeirssonar
voru ekki nema orðaskak og
áróður, og allar fullyrðingar
útsendara kommúnista hafa
reynzt blekkingar einar.
Þetta er raunar svo alvar-
legt mál, að full ástæða er
til að krefja leiðtoga komm-
únista fullra skýringa á því
hvað, raunverulega gerðist á
þessum fræga Moskvufundi,
og hvernig á því standi, að
fullyrðingar þeirra hafa
reynzt blekkingar einar. —
Kommúnistar komast ekki
hjá því að gefa einhverjar
skýringar á sínum þætti þessa
máls.
Engu skal um það spáð,
hversu þessum samningavið-
ræðum mun endanlega lykta.
Að sjálfsögðu skilja íslend-
ingar, að Sovétríkin geti haft
misjafnlega hagstæða aðstöðu
til viðskiptasamninga við önn
ur ríki. Og enda þótt erfið-
Allsherjarþingið starfhæft á ný
Bandaríkin hverfa frá
fyrri kröfum sínum
S.Þ., 17. ágrúst, AP, NTB.
BANDARlKIN hafa horfið
frá fyrri kröfum sínum um
að framfylgt verði 19. grein
samtaka Sameinuðu Þjóð-
anna, þar sem segir, að að-
ildarríki, sem skuldi meira
en tveggja ára tilskilið fram-
lag til samtakanna, skuli
svipt atkvaeðisrétti á AIls-
herjarþingi. Svo sem kunnugt
er af fréttum, eiga Sovétrík-
in, Frakkland og ellefu lönd
önnur ógoldin framlög til frið
argæzlu á vegum S.Þ. og var
ekki annað sýnt en allsherj-
arþingið yrði óstarfhæft enn
um sinn, því hvorki Banda-
ríkin né hin ríkin 13 vildu
láta hlut sinn.
Arthur J. Goldberg, arftaki
Adlai heitins Stevensons hjá
S.Þ. varð til þess, í fyrstu
ræðu sinni í hinu nýja em-
hætti, að tilkynna þessa á-
kvörðun lands síns. Voru flest
ir fulltrúar hjá S.Þ. harla
glaðir og töldu Bandarikin
hafa farið vel og skynsam-
lega að ráði sinu en í þing-
sölum í Washington voru
menn ekki á eitt sáttir og
Iétu sumir þingmanna að því
liggja, að fjárveitingar til
S.Þ. myndu eiga erfitt upp-
dráttar á Bandaríkjaþingi eft
ir þetta. Aðrir sögðu, að ekki
hefði verið annars kostur, ef
S.Þ. ættu að halda velli,
Bandarikin hefðu orðið að
hverfa frá kröfum sínum eða
segja sig úr samtökunum að
öðrum kosti. Enn aðrir
segja ákvörðunina meiri ó-
sigur fyrir sjálf samtökin en
fyrir Bandaríkin, því nú hafi
S.Þ. gengið á bak einnar
greina stofnskrár sinnar og
traust manna á þeim hljóti að
bíða af nokkurn hnekki.
Mjög er nú um það rætt
hver verði viðbrögð ríkjanna
13 og er það spá margra, að
friðargæzlunefnd ríkjanna 33
muni leggja hart að Sovét-
rikjunum að greiða skuld
sína við samtökin.
, I
I
I
Adenauer um tillögu Bandaríkjanna:
//
Sviptir Evrópu
öllu öryggi"
Múnster, 19. ágúst. NTB.
„EF tiliaga Bandarikjanna um
bann við dreifingu kjamorku-
vopna naer fram að ganga, er Ev
rópa skilin etfir í klóm Rússa“,
sagði Konrad Adenauer, fyrrum
kanzlari V-Þýzkalands á kosn-
ingafundi í Múnster í dag.
• Merkt framlag.
Vestur-þýzka stjórnin, með Er
hard kanzlara í fararbroddi, gaf
þegar í stað út yfirlýsingu þess
efnis, að hún teldi tillögu Banda
ríkjanna merkt framlag til af-
vopnunarmála. í tillögunni, sem
lögð var fram í Genf á þriðju-
dag, er m.a. kveðið á um að
kjarnorkuveldin láti ekki lönd-
um er ekki hafi kjarnorkuvopn
með höndum, slík vopn í té eða
heimili þeim yfirráð yfir þeim.
Tillagan útilokar þó ekki að kom
ið verði á fót alþjóðlegum kjarn
orkuherafla eins og áformað er
að verða á vegum Atlantshafs-
bandalagsríkjanna.
• „Að vekja Bandarikjamenn".
Helzti talsmaður kristilegra
demokrata í Bonn sagði að Aden
auer væri einn ábyrgur ummæla
sinna, en annar talsmaður flokks
ins. sem er í fylgd með Adenauer
á kosningaferðalaginu, hélt hinu
gagnstæða fram og sagði að hann
talaði fyrir munn flokksins. Sjálf
ur lét Adenauer svo um mælt
við fréttamenn síðar, að leikur-
inn hefði verið til þess gerður
að vekja Bandaríkjamenn af
dvala og gera þeim ljóst, að það
væri hagsmunamál Bandaríkj-
anna að ekki yrði haggað skipan
Vestur-Evrópu. „Hinum 600 eld-
flaugum sovézkra, sem beint er
gegn V-Þýzkalandi“, sagði Aden-
auer, „er einnig stefnt gegn
Bandaríkjunum". Hann líkti til-
lögunni við Morgenthau-áætlun-
ina, sem fram kom eftir hims-
styrjöldina síðari, og miðaði að
algerri afvopnun Þýzkalands og
sagði, að það sem nú ætti sér
stað á afvopnunarráðstefnunni í
Genf væri harmleikur fyrir
þýzku þjóðina". Viðræðurnar í
Genf miða ekki að því að koma
í veg fyrir frekari dreifingu
kjarnorkuvopna“, sagði hinn
hartnær níræði formaður kristi-
legra demókrata, „heldur að því
öryggi. Ef tillaga Bandaríkjanna
næði fram að ganga“, sagði hinn
aldni Adenauer, „stæði Evrópa
uppi varnarlaus og þá yrði þess
ekki langt að bíða að Rússar
ginu yfir bráð sinni“.
leikar hafi nú reynzt á því í
bili að koma á samningum
milli þeirra og íslands, ber að
vænta þess, að úr rætist síð-
ar, enda hafa samningar milli
þessara tveggja ríkja á marg-
an hátt verið báðum aðilum
hagstæðir á undanförnum
árum.
LJÖTUR GRIKKUR
Ttleðan Eysteinn Jónsson er
■^’-1 á leið til Búlgaríu gerir
málgagn hans honum þann
ljóta grikk að prenta upp í
forustugrein ummæli Ey-
steins frá útvarpsumræðun-
um í vor.
Tæplega virðist þetta gert
af góðum hug, heldur er hér
miklu fremur um að ræða
lævísa aðferð forráðamanna
Tímans til þess að grafa und-
an Eysteini, því að hin tilvitn-
uðu ummæli í ræðu þessa
stjórnmálamanns sýna, svo
ekki verður um villzt, að hann
er algjörlega staðnaður í
gömlum hugmyndum og hef-
ur ekkert nýtt fram að færa í
stjórnmálabaráttunni. Enda
hefur það vafalaust verið til-
gangurinn með því að prenta
nú upp þessi ummæli Ey-
steins Jónssonar að sannfæra
fylgismenn Framsóknar-
flokksins víðs vegar um land-
ið um það í eitt skipti fyrir
öll að þannig væri það.
í þessum tilvitnuðu um-
mælum er Eysteinn Jónsson
að reyna að sýna fram á, að
hér á landi ríki „alvarlegt
upplausnarástand í efnahags
og atvinnumálum“. Hvað
skyldi nú fólkið í landinu
segja sjálft um þessi ummæli
framsóknarleiðtogans. Verður
það vart við mikið „upp-
lausnarástand“ í efnahags- og
atvinnumálum. Líklega ekki.
Ennþá aumkunarverðari verð
ur framsóknarforinginn, þeg-
ar hann leitast við að útskýra
hina nýju stefnu Framsókn-
arflokksins. Þar hefur hann
ekkert fram að færa nema
gamlar lummur. sem menn
nenna ekki lengur að hlusta á.
Það má með sanni segja, að
innanflokksbaráttan í Fram-
sóknarflokknum er orðin
hörð, þegar undirtyllur Ey-
steins grípa tækifærið um
leið og hann er horfinn af
landi brott um skeið, til þess
að reka rýtinginn í bakið á
honum.