Morgunblaðið - 21.08.1965, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.08.1965, Qupperneq 3
Laugardagur 21. ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÚ 3 Handrifln: Málflutningur hafinn í Eystra-Landsrétti - — Málflutningnr lögfræðings stjómarinnar, Schmiths, í gær Einkaskeyti til Mbl. — Khöfn, 20. ágúst, — G. Rytgaard: — f EYSTRA-Landsrétti- i dag vísaði lögfræðingur ríkisstjórn arinnar, Poul Schmith, á bug ölium kröfum í handritamál- inu. f svari hans segir m.a.: „Tii Eystra-Landsréttar, mál III. 219/65: Á máli Árnasafns gegn kennslumálaráðuneytinu mæti ég fyrir hönd stefnda, og fer þess vinsamlegast á leit, að stefndi, ráðuneytið, verði sýkn að. Kröfur safnsins, skv. lögum nr. 194, frá 26. maí 1965, máls- grein 1, grein 1, um handrit og skjalasöfn, ásamt lausum aur um safnsins, falla ekki undir þær eignarréttarheimildir, sem getið er um í 73, grein stjórnarskrárinnar, og eru því ekki sambærilegar. Hér má nánar að orði kveða: Árnasafn er opinber stofnun, undir opinberri stjórn. Imu handrit og skjöl, sem um ræðir, voru á sínum tíma gefin Háskóla Kaup- mannahafnar skv. erfðaskrá Áma Magnússonar og konu hans, og það sama gildir um meirihluta þess, er fellur und ir málsgreinar 3 og 4. Stofn- unin er i sérstökum tengslum við Háskóla Kaupmannahafn ar, sem er ekki sjálfseignar- stofnun, aðskilin frá ríkinu, þannig að Árnasafn á fátt skylt með einkastoínunum. Enn fremur verður sérstak- lega að benda á, að stofnunin hefur engan sérstakan rétt umfram aðra til þess að safna handritum og hagnýta þau, og því enn síður að> ráðstafa þeim. Sama máli gegnir um lausa aura safnsins, sem eru bundnir rannsóknum á skipu lagningu safnsins. Raunverulega hefur stofn unin aðeins rétt til að fara með safnið samkvæmt reglum erfðaskrárinnar. Réttindi af þessu tagi njóta ekki verndar 73. greinar stjórnarskrárinn- ar. Skipting safnsins í tvo hluta samkvæmt lögunum, og samsvarandi yfirfærsla á laus um aurum stofnunarinnar til Háskóla íslands, falla enn- fremur utan verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar um eigna- rétt af þeim sökum, að hér er ekki um að ræða afsal sam- kvæmt skilningi stjórnarskrár innar, því að rétturinn til eigna stofnunarinnar er réttur til handa óákveðnum hópi manna til að rannsaka hand- ritin og að vera miðlað til þess stuðningi af efnum stofn unarinnar, og samkvæmt lög unum hefur engin breyting á „eignaafstöðunni", og hand- ritin og laust fé eru eftir sem áður háð sömu reglum í erfða skránni með þeim eina mun, i að geymslustaðurinn og sá að- I ili, sem með þetta fer, er ann- * ar. Það er ljóst að hið almenna löggjafarvald hefur heimild til að gera slíka breytingu á framkvæmdahættinum. Auk þess hefði einfaldlega verið hægt að framkvæma breyt- ingu á hreinum stjórnunar- grundvelli, þar eð hver stjórn hefur rétt til að gera breyt- ingar á stofnunum og erfða- . skrám vegna þess að aðstæð- ur hafi breytzt frá því sem var þegar þær voru gerðar. Enda þótt hægt væri að líta á skiptin.gu safnsins og tilflutning hluta lausafjár- muna þess samkvæmt lögun- um, sem eignarnámsaðgerðir, eru lögin engu að síður gild í heild sinni. Ekki er hægt að bera brigður á gildi þeirra með því að segja áð almenn- ingsheill krefjist þeirra ekki, og stofnun hefur ekki orðið fyrir tjóni, sem gefur tilefni til skaðabóta Ef gerð verður krafa til skaðabóta, getur sú staðreynd, að lögin gera ekki ráð fyrir skaðabótum, ekki leitt til þess að neinn hluti þeirra verði ómerktur. — Kaupmannahöfn, 16. ágúst 1965. Með virðingu. Poul Schmith". STAKSTFIiVAR Hvernig leið Lúðvík? ÞAÐ væri fvóðlegt að vita hvern ig Lúðvík Jósepssyni, alþingis- manni og fyrrverandi sjávarút- vegsmálaráðherra, hefur liðið þessar vikur í Moiskvu, sem samninganefnd íslands sat á árangurslausum fundum með fulltrúum Sovétríkjanna. Sjálf- ur kom hann heim frá Moskvu fyrir tæplega ári, með miklum bægslagangi og sagðst ásamt Einari Olgeirssyni hafa tryggt miklar síldarsölur til Sovétríkj- anna og jafnframt væri nú hægt í einu vetfangi að leysa at- vinnuvandamál þeirra staða á Norðurlandi, sérstaklega Norður landi vestra ,'sem verst hafa orð ið útj vegna síldarleysis þar um slóðir á undanförnum árum. Nú hefur Lúðvík setið íslandsmeg- in við samningaborðið í Moskvu í nokkrar vikur og vafalaust hafa samnefndarmenn hans minnt hann á yfirlýsingu hans þegar bera fór á tregðu af hálfu Sovétríkjanna, til þess að endurnýja viðskiptasamning landanna. Ekki er gott að vita hvaða skýringar Lúðvík hefur gefið ,en vafalaust hefur hon- um ekki liðið ýkja vel meðan á þessu stóð. Samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur á sáttafundinum. Frá vinstrl eru: Jón Sigúrðs- son, Pétur Sigurðsson Þorsteinn Pétursson, Hilmar Jónsson og Sigfús Bjarnason. Samninganefnd vinnuveitenda á sáttafundinum langa: Talið frá vinstri: Gun'nar Ólafsson, Guðni E. Guðnason, Kjartan P. Kjartansson, Björgvin Sigurðsson, Guðjón Einarssonar og framan við borðið Halldór Friðriksson og Barði Friðriksson. Samkomulag við sjómenn og þjóna r - Osamið við yfirmenn og matreiðslumenn Litlar síldar- fréttir FLEST síldiveiðiskipin voru í Reyðarfj airöardýpi í gær, köst- uðu þar, en 'höfðu litAa veiði. 13 ekip tilkynntu veiði í gær, 150- 750 mál hver. Við Jan Mayen íengu nokkur skip veiði, svo sem Aikurey 1100 og Víðir XI 500-600 nuál. Skipin sem höfðu farið til Norður-Noregs voru að komast á þær slóðir aftur og síldarfiutn- ir.gaskipið Slldin var einnig snú- ið við til Jan Mayen. 1 fyrrinótt var lítilshéttar veiði á þessum tveimur stöð'Uim, höfðu 19 skip 6,900 mál eftir sólarhring- inn. Kranabóma lenti á manni í GÆRKVÖLDI var verið að eteypa loftplötu í nýbyggingu á Hoiltagerði 70 í Kópaivogi. Um kl. 19,40 varð það óhapp að tveir boltar fóiu úr bómu á krana, þannig að fraanleniging á bóm- unni féll niður. Lenti hún utan í Inigdimundi Þorsteinssyni, Kárs- nesbraut 11, sem var að viima þarna. Krainastjóranamx tófcst með enarræði að afstýra stórslysi með því að sveigja bómuna þannig eð framlengingin og steypumálið lentu utan við húsið. Inigknuindur marðist ilila á handiegg. Hann var fluttur á Sliysaivarðsrtófuina og síðan heim. LGeminiS' á loftídag Kennedyhöfði, 20. ágúst I — AP. • IEKKI hefur frétzt um neina I brey tingu á þeirri áætlun, að á „Gemini 5“ geimfarinu, með 1 þá Cooper og Conrad innan- 5 borðs, verði skotið á loft í J dag, kl. 14:00 eftir ísl. tima. I Ein meginorsök frestunar- 1 innar mun vera sú, að eld- /ingu sló niður í raftaugar, J sem liggja að skotpallinum, i og gerðu „reikniheila“ óvirk- 1 an. Á SÁTTAFUNDI þeim, sem lauk kl. 7.30 í gærmorgun, náðist samfcomulag við Sjómannafélag Reykjavíkur og þjóna á skipun- um. Höfðu fulltrúar vinnuveit- enda og sjómanna þá setið á saimfelldum fundi í yfir 34 klst eða frá því kl. 9 á miðvikudags- kvöld. Ekki hefur enn náðsf sam- komulag við yfirmenn á skipun- um og matreiðslumenn og hefur sáttasemjari boðað fund með þeim á þriðjudagskvöld. Ekki er hægt að skýra frá saimkomulaginu við sjómennina unum, en í ráði er að boða fundi strax eftir helgi. Bóndinn fannst látinn í flekknum HORNAíTRÐI. — Bóndinn í Digurholti í Mýrahreppi, Geir Filipusson, sem er einyrki, lézt af hjartaslagi, þar sem hann var að snúa á túninu hjá sér þann 9. þessa mánaðar. Þennan dag var mjög heitt og mun Geir hafa fallið í flekkinn og látizt samstundis. Daginn eftir fór bróðir hans, sem býr skammt frá, að Digur- holti. Hafði hann ekki séð neina Hvað segir Einar? Og þá er ekki síður fróðlegt að fá að heyra eitthvað frá Einari Olgeirssyni um þessar mundir. Hvaða skýringar hefur- hann á tregðu kommúnista í Sovétríkjunum til þess að kaupa af okkur síld? Það, voru ekki svo fáar greinamar, sem þessi gamli kommúnistaleiðtogi skrifaði í fyrrahaust eftir að hann kom frá Moskvu, um að nýr viðskipta samningur við Sovétríkin um stórkostlegar sildarsölur mundi bjarga atvinnuástandi á ákveðn- um stöðum á Islandi. Það voru ekki svo fá orð, sem Einar Ol- geirsson hafði um þetta mál á þeim tíma. Hvað segir hann nú? Hvers vegna skrifar hann ekki nú leiðara eftir leiðara og grein eftir grein í málgagn sitt, tii þess að skýra þessi mál? En Ein- ar Olgeirsson skaí vita það, að hann sleppur ekki með þögnina að þessu sinni. Þjóðin krefst þess, að hann gefi skýringar á því hvað gerðist í Moskvu fyrir tæpu árL Voru yfirlýsingar kommúnista, þegar heim kom blekkingar ein- ar. Nú er tími til þess, Einar Ol- * geirsson, að láta tii sín heyra! Ljótasti þátturinn Ljótasti þáttur þessa máls er þó vafalaust sá, að óprúttnir út- scndarar kommúnista hafa óspart veifað fullyrðingum Einars Ol- geirssonar og félaga hans frá því i fyrrahaust framan í fólkið á Norðurlandi, fólkið á þeim stöð- um, þar sem sildarleysi hefur. valdið atvinnuörðugleikum, fólk- ið á Skagaströnd og Siglufirði r og öðrum slíkum stöðum. Ibúar þessara hæja geta nú séð í eitt skipti fyrir öll hvað mikið má marka orð kommúnista. Það get- ur nú séð í eitt skipti fyrir öll heilindin, sem legið hafa að baki orðum útsendara kommúnista á þessum stöðum, þegar þeir hafa lofað fólkinu heilum niðurlagn- ingaverksmiðjum frá Sovétríkj- unum og heitið þeim tryggum mörkuðum austan járntjalds. ag þjonanna fyrr en þeir hafa verið lagðir fyrir fundi í félög- hreyfingu þar heima við. Fann hann Geir látinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.