Morgunblaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 1
32 siður Vopnahléið marg- rofið um helgina Öryggisráðið til aukafundar Nýju Delhl, 27. sept. (A). — Indverskur fjárrekstur viff sendiráff Kína í Nýju Delhi. Á spjald inu stendur: „Etiö mig, en forðið heiminum". Kínverjar ræna þremur Indverjum Hiótiuæla fjárrekstri vEð sendi- ráð þeirra i IMýju Dehli Nýju Delhi og Tokíó, 27. sspet. 1 I (AP—NTB). INDVERSKA varnarmálaráðu- neytið skýrði frá því í dag að bópur 40 kínverskra landamaera varða hefðu handtekið og haft á brott með sér þrjá indverska lögreglumenn við Dongchui La í Sikkim. Voru Indverjarnir um 40 metrum innan indversku landamæranna er þeir voru tekn ir. Hefur indverska stjórnin sent stjórninni í Peking mótmæli vegna þessa atburðar og krafizt þess að lögreglumönnunum þrem ur verði skilað án tafar. Á hinn bóginn hefur kínverska stjórnin sent Indverjum mótmæli vegna „and-kínversks farsa“, sem þeir segja indversku stjórn- ina hafa sett á svið. Mótmæli þessi voru afhent indverska sendiráðinu í Peking í gær, en tilefnið er að um helgina ásök- uðu Kínverjar Indverja um sauðaþjófnað á landamærum ríkjanna. Sem svar við þessari ásökun fundu einhverjir Ind- verjar upp á því að koma að kínverska sendiráðinu í Nýju Delhi með lítinn fjárrekstur, ber andi spjöld með áletrunum eins og: „Kínverjar vilja stofna til styrjaldar út af nokkrum roll- um og örfáum yak-uxum", o.s. frv. Segja Kínverjar í mót- Framhald á bls. 23. SÞ, New York, 27. sept. — (AP-NTB) — VOPNAHLÉIÐ milli Ind- lands og Pakistans hefur ver- ið rofið margsinnis um helg- ina, og sakar hvor aðilinn hinn um upptökin. Hafa aðal átökin orðið á Lahore svæð- inu, og telja báðir sér sigur- inn. Öryggisráð Sameinuðu þjóð anna kom saman til auka- fundar í dag til að ræða á- standið á landamærum Ind- lands og Pakistans, og hefur skorað enn einu sinni á styrj- aldaraðila að virða vopnahlé- ið. Fulltrúi Pakistans hjá SÞ, Syed Amjad Ali, skýrði frá því í dag í New York að stjórn Pakistans muni ekki að svo komnu flytja her sinn úr þeim héruðum, sem tekin hafa ver- ið herskildi undanfarnar vik- ur. Sagði Ali að finni SÞ ekki viðunandi lausn á Kas- mír-deilunni skjótlega, geti illa farið. Utanríkisráðherra Pakist- ans, Z. A. Bhutto, ræddi við Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í New York í dag, og fór fram á aðstoð Bandaríkjanna við að finna lausn á Kasmírdeilunni. Sagði Bhutto að komið væri nú þegar í ljós að vopnahlé yrði ekki til frambúðar fyrr en Kasmírdeilan væri leyst. Viðræður þeirra Rusks og Bhuttos stóðu í um klukkustund, og minntist Bhutto á það að Mo- hammed Ayub Khan, forseti Pak istans, hefðu áhuga á að ræða | við Lyndon B. Johnson í Banda- ríkjunum við tækifæri. Ekki sagði hann neitt nánar um hve- nær það gæti orðið. Hann sagði að Pakistanar væru á einu máli um að eina lausnin í Kasmír væri sú að íbúarnir þar fengju með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvarða hvoru ríkjanna þeir vildu fylgja, Indlandi eða Pak- istan. Krafan um þjóðaratkvæði (Pakistan væri grundvallaratriði, sem Pakistanar gætu ekki fallið frá. Ef Öryggisráðið kæmi með Framhald á bls. 31. Veslrænt efnahagskerfi í Sovétríkjunum Kosygln talinn vilja innleiða lög- málið um framboð og eftirspurn Moskvu, 27. sept. (AP-NTB) MIÐSTJÓRN kommúnista- Víðar deilt um sjónvarpii.... Beirut, 27. sept. NTB. • DAGBL.AÐ1® „A1 Anu- ar“ í Beirut, skýrði svo frá i gær, að öryggislögregla Saudi-Arabíu hefði bælt nið- ur byltingartilraun í landinu meðan Feisal konungur var í Casablanca fyrr í þessum mánuði — en þar sat hann ráðstefnu Arabaríkjanna. Sagði blaðið, að fyrir bylt- ingunni hefði staðið frændi konungs, emírinn Khaled Zen Massaad, 24 ára að aldri. Hefði hann látið lífið í vopna viðskiptum við lögregluna. „A1 Anuar“ segir, að emír- inn hafi viljað bola konung- inum, frænda sínum, frá völd- um vegna þess, að honum þætti hann allt of frjálslynd- ur. Hefði hann haft samráð við öfgasamtök Múhameðstrú armanna og látið þeim í té vopn, er þeir skyldu nota er þeir byltu stjórninni. Var síð- an að sögn blaðsins, ætlunin að taka fyrst á sitt vald út- varps og sjónvarpsstöðina í Jidda og handtaka krónprins landsins og aðra ráðherra. flokksins í Sovétríkjunum kom saman til fundar í Moskvu í dag til að ræða breytingar á stefnu stjórnar- innar varðandi efnahagsmál. Fundurinn var lokaður, og lítið hefur verið látið uppi um umræðurnar. Þó segir fréttastofan Tass að Alexei Kosygin, forsætisráðherra, hafi flutt aðalræðuna og rætt um endurbætur á rekstri iðn- aðarins, betra skipulag fyrir- tækja og aukna hagnaðar- möguleika framleiðenda. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að iðnfyrirtæki í Sovétríkjunum muni brátt hefja samkeppni innbyrðis í fyrsta skipti síðan hyltingin varð gerð þar í landi fyrir 47 árum. Rússneska fréttastofan hefur enn ekki birt neinn útdrátt úr ræðu Kosygins. En bent er á að forsætisráðherrann var áður yf- irmaður allrar vefnaðarfram- leiðslu Sovétríkjanna og kunnur efnahagssérfræðingur. Hefur hann frá því Nikita Krúsjeff var hrakinn frá völdum staðið að margvíslegum endurbótum á sviði efnahagsmála. Er nú talið að hann vilji innleiða í Sovét- ríkjunum hið vestræna lögmál um framboð og eftirspurn, og gefa framleiðendum tækifæri til aukins hagnaðar. Af öðrum málum á dagskrá miðstjórnarfundarins nefnir Tass aðeins eitt, þ.e. skýrslu Leonids Framh. á bls. 31 N.Y. Heiold Tribune segir sig úr sumtökum bluðuútgefendu New York, 27. sept. NTB. • STÓRBLAÐIl) „New York Herald Tribune" tilkynnti sl. laugardag, að blaðið hefði — „af efnahags- og ýmsum öðrum ástæðum" — sagt sig úr sam- tökum blaðaútgefenda í New York og kæmi blaðið út á ný á mánudag. Ö!1 dagblöðin í New York, utan „New York Post“, sem ekki er aðili að samtökum blaða útgefenda, hættu að koma út fyr ir nokkru í samúðarskyni við „New York Times“, þar sem vinna staðvaðist vegna vinnu- deilu. Stærsta skipi heims hleypt af stokkunum Tokíó, 27. sept. NTB. — AP. • í DAG var hleypt af stokkunum í Yokohama stærsta skipi heims. Er það japanskt flutningaskip, 150.000 lesta, sem gefið hefur verið nafnið „Tokio Maru“. Frá því lagður var kjölur að skipinu er aðeins 141 dagur — og það á að vera fullbúið í desember nk. „Tokio Maru“ er 306.5 metrar að lengd, 47.5 að breidd og mestur hraði þess verður 17 hnútar. Gert er ráð fyrir, að áhöfnin verði 29 menn. Á skipið að vea í olíu- flutningum milli Persaflóa og Japan — og þess vænzt, að það muni lækka flutnings- kostnað á olíu um nær tvo Bandaríkjadali á hvert tonn. Fullbúið mun skipið væntan- lega kosta um það bil 520 milljónir ísl. króna. Skipasmíðastöðin Ishikawa Jima Harima sem annast smíði „Tokio Maru“ vinnur nú að undirbúningi að smíði 191.000 lesta skips fyrir japanskt olíuhreinsunarfyrir- tæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.