Morgunblaðið - 28.09.1965, Side 12

Morgunblaðið - 28.09.1965, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. sept. 1965 Þjóflleiichúsið: „Grand Ballett Classique de France“ LianeDaydé Á FÖ STTÍDAGSKVÖLDIÐ hafði franski ballettflokkurinn „Grand Ballet Classique de France“ fyrri sýningu sína á fyrri hluta efnisskrár sem hann flutti í "Þjóðleiklhúsinu fjórum sinnum bm helgina. Undirtektir áhorf- enda voru mjög góðar, en tals- vert vantaði á, að áhorfenda- bekkir væru fullsetnir, og mun Iþar sennilega einhverju valda sú furðulega ráðabreytni að selja aðgöngumiða að föstudagssýn- ingunni mun dýrar en að sýn- ingunni kvöldið eftir. Snotob er vissulega gildur þáttur í menn- ingarlífi höfuðstaðarins, en for- ráðamenn Þjóðleikihússins verða samt að kunna sér hóf, þegar til þess kemur að hagnýta snobbið í fjárgróðaskyni. Sýningin á föstudagskvöldið samanstóð af fimm verkefnum. Fjögur þeirra mega teljast vera í „klassískum“ stíl -síðustu aldar, sem réttara væri raunsir að snefna rómantískan stíl, því hinn svonefndi klassíski ballett er fyrst og síðast ómenguð róman- tík. Eitt verkefnið var nýtízku- legra, nær því sem nefnt er nú- Sigtún Laugarteigur Laugarásvegur Baronstígur Langholtsv. II Lambastaða- hveríi Bárugata Meistaravellir Skólavörðustígur Höfðahverfi Laugarnesv. II Hverfisgata frá 1-65 tímaballett. Fyrsta verkið var hinn nafn- kenndi ballett „Les Sylphides“ eftir Michel Fokine við hug- þekka tónlist Chopins, þar sem loftandar sveima um sviðið í annársheimslegri leiðslu í róman- tísku umhverfi Watteaus. Bak- tjaldið var ákaflega fallegt og ljósbrigðin mjög í samræmi við anda verksins. í þessu meistara- verki Fokines er enginn sögu- þráður, heldur ríkir þar einungis draumkynjaður hugblær sem tengir saman atriði þriggja sóló- dansmeyja og eins karldansara annars vegar og hópdansana hins vegar, þannig að úr verður samfelld heild með síbreytileg- um tilbrigðum. í „hreinum“ ballettum eins og „Les Sylphid- es“ veltur allt á því, að hvergi skeiki um samleik tónlistar og dansara og um fullkomið innra samræmi allra dansatriða. Miðlungsframmistaða hrekkur ekki til að veita slíku verki líf á sviðinu. Á sýningunni á föstu- dagskvöldið brást hljómsveitin hrapallega, og átti það ugglaust stærstan þátt í, að þetta hug- Snorrabraut Óðinsgata Ingólfsstræti Lynghagi Sjafnargata Sörlaskjól Eskihlíð Meðalholt Suðurlandsbraut Stórholt Tómasarhagi Leifsgata ljúfa verk hófst ekki til þeirrar listrænu tjáningar sem hrifi mann inn í draumheim loft- andanna. Það vantaði glitið í sýninguna. Næsta atriði var „Pas de Deux“ úr ballettinum „Don Quichotte" eftir Marius Minkus. við tónlist eftir Leon Minkus. Þar komu fram Liane Daydé, stjarna ballettflokksins, og Vikt- or Rona, og var dans þeirra tví- mælalaust hápunktur kvöldsins. Hin stóreygða, smávaxna og fis- létta Márastúlka, Daydé, sam- einaði með eftirminnilegum hætti afburðadanstækni, góðan leik og smitandi kimni. Viktor Rona var henni verðugur mót- leikari, og varð atriðið í með- förum þeirra mun hægtækara en hjá Kiev-ballettinum í fyrra- haust. „Les Forains“ eftir ljóðskáld- ið Boris Kochno við tónlist eftir Henri Sauguet er sérkennilegt leikhúsverk þar sem tónlist, dans og sviðsmynd eru jafnvæg og leggjast á eitt um að magna fram geðblæinn. Þó Kochno ætti hugmyndina að þessum leik- dansi, er hann fyrst og fremst sköpunarverk hins umdeilda franska meistara Rolands Petit3 (en ekki Christians Bérards eins og segir í leikskrá; Bérard var málari og gerði sviðsmynd og búninga). „Les Forains“ er af- bragðssviðsverk sem segir ein- falda sögu um flokk farandtrúða er slá upp tjöldum sínum i skyndi, halda lélega sýningu fyrir hóp vegfarenda, hafa ekk- ert upp úr krafsinu, taka saman föggur sínar og hverfa á braut. Tónlist Sauguets er ljúfsár og kallar fram hugblæ trega, um- komuleysis og þrákelkni í mót- lætinu. Sviðsmynd Bérards er einföld, en ákaflega myndræn og „frjó“. Kóreógrafían gefur einstökum dönsurum og hópnum í heild margvísleg tækifæri til tjáningar í dansi og látbragðs- leik. Um frammistöðuna á föstudagskvöld er margt gott að segja, en þó var eins og vantaði herzlumuninn til a3 verkið næði tökum á áhorfend- um. Mér fannst einstöku dönsur- um vérða minna úr hlutverkum sínum en efni stóðu til, þannig að sjálf „sagan“ og umgerð hennar verður mér minnsstæðari en túlkunin. Fjórða verkefnið var „Pas de Quatre" við tónlist eftir Pugni í kóreógrafíu hins kunna írska dansara og ballettmeistara Ant- ons Dolins. Hér komu fjórar helztq sólódansmeyjar flokksins fram, enda er verkið eins konar upprifjun á sögulegu kvöldi um miðja síðustu öld, þegar fjórar helztu dansstjörnur þeirrar tíðar tóku þátt í sýningu sem fram fór í Leikhúsi Hennar Hátignar í Lundúnum. Hér skipar „hrein“ balleftlist öndvegið, en lát- bragðsleikur kemur lika við sögu, og gerði Liane Daydé sér talsverðan mat úr áðurnefndri kímnigáfu sinni, en að vísu hefði hún að skaðlausu mátt sýna minni tilgerð. Höfuðkeppinautur hennar um hylli áhorfenda var Genia Melikova, hávaxin og virðuleg dansstjarna sém sveif um sviðið eins og léttur andvarL Mátti vart á milli sjá, hvor var svifléttari, hin agnarsmáa Mára- stúlka eða hin tígulega rússneska stjarna. Atriðið var þokkafullt og stílhreint. Síðasta verkefnið var „Noir et Blanc“ Ovart og hvítt) eftir hinn alræmda snilling Serge Lifar við tónlist eftir Edouard Lalo. Þessi ballett er einnig án söguiþráðar, eins konar skraut- sýning með fjölda tækifæra til stærri og minni afreka. Þar skipt- ast á sólóatriði og íburðarmikil hópatriði, og hrynjandin stígur stöðugt unz hápunkti er náð í stórfenglegri hópsýningu og frægu sólóatriði. Tónlist Lalos er litrík og hálfausturlenzk og magnar verkið til sterkra áhrifa. „Noir et Blanc“ er einn af örfá- um ballettum Lifars án sögu- þráðar og krefst meiri tækni- legrar fullkomnunar til að ná hjörtum áihorfenda en dansverk sem byggð eru um ákveðinn sögu kjarna. Margt var prýðilega gert í þessu atriði og var hlutur karl- dansaranna eftirtektarverður, en samt vantaði enn herzlumuninn til að verkið í heild tæki hug manns allan. Um heildaráhrifin af sýning- unni á föstudagskvöldið er það að segja, að þau urðu ekki jafn- sterk og búast hefði mátt við, og olli því m.a. að verkefnavalið var of einhæft, of bundið „hreinni danslist, en flokkurinn ekki þess umkominn að túlka slíka list á því rétta plani. Eins og fyrr segir vakti hlutur karlmannanna at- hygli sem og frammistaða stjarn- anna tveggja, en sýningin í heild vat ekki nægilega innblásin, ef svo má taka til orða. Sigurður A. Magnússon. SÍMI 22-4-80 Til sölu eru ýmis áhöld og innréttingar úr verzlun Marteins Einarssonar & Co Laugavegi 31. Til sýnis á staðnum milli kl. 2 og 4 í dag. íbúB til leigu Til leigu er nýleg 4—5 herbergja íbúð. Þeir sem áhuga hefðu á að taka hana á leigu, vinsamlega leggi tilboð inn á afgr. blaðsins með upplýsingum um fjölskyldustærð og símanúmer merkt: „íbúð — 6430“ fyrir n.k. fimmtudagskvöld. Ballettskóli EDDU SCHEVING K.R.-heimilinu v/Kaplaskjóls- veg. Kennsla hefst mánudaginn 4. október. Innritun dag- lega í síma: 23-500 frá kl. 1 — 5 e.h. Austurbæingar athugið, að hrað- ferð Austurbær /Vesturbær stoppar við. K.R.-heimiliið DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Unglingur óskast til vetrarstarfa á Rangárvöllum. Upplýsingar hjá: Jóni Þorvarðarsyni, Vindási, Rangárvöllum eða Pétri Eggerz síma 41101. Timbur Smíðaviður Gólfborð Loftborð Klæðning Byggingavörusala S.Í.S. við Grandaveg. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.