Morgunblaðið - 28.09.1965, Side 19

Morgunblaðið - 28.09.1965, Side 19
Þriðjudagur 28. sept. 1965 MORGU NBLAÐIÐ 19 Framh. af bls. 10. gátu þeir á skjótan og tiltölu- lega ódýran hátt stórlega fjölg að þeim eldflaugum, sem beint var gegn Bandaríkjunum og sem væru staðsettar til að kom ast fram hjá viðvörunarkerfi okkar. I Kennedy áleit þriðju og fimmtu kenninguna gefa lík- lega, en þó ófullnægjandi, á- stæðu og hann studdist mest við þá fyrstu. En hvaða kenn- i ing sem var rétt þá var það Ijóst, að heppnaðist þessi leik- i ur Sovétríkjanna myndi það, eins og hann sagði síðar breyta verulega valdajafnvæginu í öllu kalda stríðinu. Þriðjudagurinn var hinn fyrsti af 13 dögum ákvarðana, | ólíkum öllum öðrum í valdatíð j Kennedys — eða, þar sem þetta | var fyrsti árekstur kjarnorku- risanna, ólíkum öllum öðrum í I sögu plánetu okkar. Endurminningar mínar af • jþeim stundum, sem á eftir i fylgdu eru samsafn funda og viðræðna kvölds, morgna og miðjan dag. Eitt hið athyglis- verðasta við þessa fundi var til finningin um algjört jafnreiti. Mannvirðingar skiptu litlu, þegar líf þjóðarinnar var í veði. Reynsla skipti litlu á hættu- i stúnd, sem átti sér ekkert for- dæmi. Yið vorum 15 einstakling i ar, sem urðum að treysta á ' sjálfa okkur, og vorum fulltrú- ij ar forsetans, en ekki hinna ýmsu stjórnardeilda. l! Þegar leið á vikuna gerði hið ; óþreytandi starf ljósmyndatöku íi mannanna og Ijósmyndasérfræð !; inganna fundi okkar enn þrýnni. Fleiri stöðvar fyrir með allagdrægar eldflaugar fund- ust, alls 6 talsins. Það þurfti ekki lengur sérfræðinga til að koma auga á þær, eins og for- setinn sagði. Og það lék eng j inn vafi á því, að ætlun Sovét- j ríkj-anna var að hafa þær reiðu ji búnar mun fyrr en við töldum |j á þriðjudeginum. Það voru farn ar sex eða sjö könnunarferðir á dag og bókstaflega margar míl- ur af Ijósmyndafilmum voru teknar af eynni. Þær sýndu nú, að uppgröftur var líka hafinn til að byggja stöðvar fyrir lang- drægustu eldflaugar, sem unnt er að skjóta 2.200 mílna vega- lengd, vera færar um að ná til hvaða staðar á meginlandi Bandaríkjanna, sem vera skyldi. Vitneskjan um að skammur tími var til stefnu var þunga- miðjan í viðræðum okkar. Fjölg un U-2 könnunarferðanna hafði bersýnilega ekki vakið athygli Bússa á uppgötvun okkar. En við yrðum að ákveða og lýsa ýf- ir afstöðu okkar, sagði forset- inn, áður en þeir vissu, að við vissum, áður en fréttirnar lækju út til almennings og áður en eldflaugastöðvarnar yrðu til búnar. Sérhver okkar skipti um skoð Un oftar en einu sinni þessa viku um það hvaða leiðir væri bezt að fara — ekki aðeins vegna þess að nýjar staðreyndir og ný rök kæmu fram, heldur vegna þess „að hvaða leið sem við förum þá hefur hún svo marga ókosti og getur orðið tii þess, að Sovétríkin fari út í kjarnorkustyrjöld“, eins og for setinn komst að orði. i Yfirlýsing Sovétríkjanna þ. 11. september hafði varað við því, að sérhver hernaðaraðgerð af hálfu Bandaríkjanna gegn Kúbu mynda hafa kjarnorku- styrjöld í för með sér. Hvað myndi Krustjov í rauninni gera, ef við gerðum loftárásir á eldflaugastöðvarnar — eða sett um hafnbann á eyna — eða gerð um innrás? Hvernig myndum við þá bregðast við og hver yrðu viðbrögð hans þá? Meðal þeirra staða, sem taldir voru möguleg skotmörk vegna hefnd arráðstafanna Sovétríkjanna voru Vestur-Berlín (efst á list anum hjá öllum), Tyrkland (því Jupiter eldflaugum okkar þar, sem komizt hafði upp um, yrðu Krúsjeff líklegastar til að vera jafnað á við þær rússnesku á Kúbu), Iran (þar sem Rússar höfðu betri hernaðaraðstöðu, svipað og við höfðum í Karabíska haf inu, og löngun þeirra til yfir- ráða þar frá gamalli tíð), Pak- istan, Skandinavía og Ítalía. Við urðum ekki aðeins að hafa áhyggjur af gagnráðstöf- unum Sovétríkjanna. Kastró gæti fyrirskipað árás á banda- rísku flotastöðina í Guantana- mo flóa eða á Flórída og hann var ekki þekktur af stillingu. Hann gæti einnig fyrirskipað af töku á herföngunum frá Svína flóa. Fréttirnar þessa viku um, að Kína hefði gert árás á Ind- land, urðu til þess að við- velt- um fyrir okkur, hvort hér væri um tilviljun að ræða eða hvort átök brytust út víðar og næðu til Formósu, Kóreu og Indó- Kína skagans. Skuggalegast af öllu var, ef Sovétríkin kæmust að þeirri niðurstöðu, að kjarn- orkustyrjöld yrði ekki umflúin og hæfu kjarnorkuárás á Banda ríkin til að tryggja að þeir hæfðu fyrst. Vestur-Evrópa hafði engar áhyggjur af Kú.bu og áleit að við værum of taugaóstyrkir vegna hennar. Evrópumenn höfðu fyrir löngu vanizt því að lifa í skugga sovézkra eldflauga Myndu þeir styðja okkur í því að hætta á heimsstyrjöld végna þess að við hefðum fáeinar óvina eldflaugar á næsta leiti? Ef við brygðum hins vegar ekki við myndi það staðfesta þann ótta de Gaulle og annarra, að Bandaríkjunum væri ekki terystandi til að svara ógnun- um, sem væru fjær ströndum okkar? Forsetinn bað Rusk að taka saman greinargerð um mögu- leg viðbrögð bandalagsríkj- anna. Ráðherrann gerði það fyr ir fund okkar síðdegis á mið- vikudag í ráðuneyti hans. Hann lagði áherzlu á, að sannanir okk ar og rök yrðu að- vera sann- færandi og að mótaðgerðir okk ar yrðu að halda opnum leiðum fyrir Sovétríkin til að komast úr klípunni, en fyrrnefnd vanda mál yrðu samt áfram fyrir hendi. Þegar hann hafði lokið máli sínu spurði ég hann: „Er- uð þér í rauninni að segja, að tökum við harða afstöðu þá muni bandamenn og Suður- Ameríka snúast gegn okkur, en sýnum við veikleikamerki muni þeir snúa við okkur baki?“ „Það er einmitt það sem ég á við“, svaraði Rusk. Mestur hluti tíma okkar frá þriðjudegi til föstudags för í það að kryfja til mergjar allar mögulegar leiðir í upphafi virt ist mega skipta þeim í sex flokka, en sem sumir gátu far- ið saman: 1. Aðhafast ekkert. 2. Beita stjórnmálalegri pressu og viðvörunum við Sov étríkin. Mögulegar leiðir voru m.a. að leita til Sarfieinuðu þjóð anna eða Bandalags Ameríku- ríkja um eftirlitsnefnd, eða snúa sér beint til Krúsjovs, ef til vill á fundi æðstu manna. Lokun eldflaugastöðvar okkar í Tyrklandi í skiptum fyrir brott flutning eldflauganna á Kúbu var einnig talað um sem mögu- leika. 3. Snúa sér með leynd til Kastrós, í því skyni að spilla milli hans og Sovétríkjanna, og vara hann við því, að þetta þýddi fall eyjunnar og að Sov- étríkin myndu svíkja hann. 4. Hefja óbeinar hernaðarað- gerðir með hafnbanni. 5. Hefja loftárásir, sem beind ust aðeins gegn eldflaugastöðv- unum eða gegn öðrum hernað- arlegum skotmörkum, með eða án aðvörunar fyrirfram. 6. Hefja innrás — eða, eins og einn aðal talsmaður þessarar leiðar orðaði það, „Fara þang- að og fjarlægja Kastró frá Kúbu“. Leið nr. 1, að aðhafast ekkert, og leið nr. 2, að takmarka að- gerðir okkar við stjórnmálahlið ina eingöngu. voru báðar tekn- ar til athugnar í alvöru. Allar hinar leiðirnar höfðu svo mikl- ar hættur og ókosti í för með sér að nr. 2 var mjög girnileg. Allir okkar komu aftur og aft- ur að henni þegar við vorum í efa. En forsetinn hafði hafnað þessari leíð allt frá byrjun. Hann hafði minni áhyggjur af (hinni hernaðarlegu hlið eld- flaugastöðvanna en áhrifum þeirra á stjórnmálajafnvægið í heiminum. Verknaður Sovét- ríkjanna var ógnun við status quO’ Hann kærði sig ekki um að málíð yrði rætt hjá Sam- einuðu þjóðunum og láta Krustjov flækja það á meðan eldflaugastöðvarnar yrðu til- búnar. Ýmsar áðferðir til áð hafa samband við Kastró (leið nr. 3) voru kannaðar hvað eftir annað þessa viku, en forsetan- um fannst stöðugt meir og meir, að vi'ð ættum ekki að skjóta okkur undan þeirri stað reynd, að hér væri um árekst- ur hinna miklu kjarnorkuvelda að ræða. Eldflaugunum var komið þar fyrir af Sovétríkj- unum, stöðvarnar voru mann- aðar og gætt af Rússum og þær yrðu áð vera fjarlægðar af Sovétríkjunum vegna beinna aðgerða Bandaríkjanna. Innrásin (leið nr. 6) átti sér furðu fáa talsmenn. Einn áhrifa maður utan hópsins, sem kom sjónarmiðum sínum á fram- færi við okkur, taldi, að ekki væri hægt a’ð sætta sig við stöðvarnar, að tilgangur Sovét ríkjanna væri órannsakanlegur, að takmarkaðar hernaðaraðgerð ir eins og til dæmis hafnibann myndu virðast hikandi og valda gremju annara landa, og að bezta lefðin væri taka Havanna með fallhlífaliði. Ef til vill að einum undanskildum voru all- ir fundarmenn á þeirri skoðun forsetans, að innrós væri síð- asta skrefið, en ekki hið fyrsta. Að hún skyldi undirbúin, en ekki framkvæmd áð sinni, að innrás, fremur en nokkurt ann að úrræði, ylli hættu á heims- styrjöld, hefndaraðgerðum So- vétríkjanna í Berlín eða ann- ars staðar, eyðilegði stefnu okk ar gagnvart Suður-Ameríku og mannkynssagan myndi for- dæma okkur sem árásaráðila- Athygli okkar beindist því fyrst og fremst að tveim mögu- leikum, loftárás og hafnbanni, og í upþhafi að hinu fyrra. Hugmyndin um, að bandarísk- ar flugvélastöðvarnar með venjulegum sprengjum, hafði mönnum í fyrstu virzt heppi- leg lausn, þar á meðal Kenn- edy forseta á þriðjudag og mið vikudag. En þáð voru alvarleg ir örðugleikar þar á: 1. Loftárásina var ekki unnt að framkvæma í nokkrum ferð um á fáum mínútum né unnt að takmarka hana við eldflauga stöðvarnar einar. Flugvélar Kastrós eða hinar nýkomnu rússnesku vélar gætu svarað með árás á flugvélar okkar, á stöðina í Guantanamo eða suð- austurhluta Bandaríkjanna. S.A.M.-iflugskeytunum yrði örugglega skotið á flugvélar okkar- Kúbönsku fallbyssuvíg- in gegnt Guantanamo gætu hafið skothríð. Geymslustöð- varnar fyrir kjarnorkuhleðsl- urnar yrði að þurrka út, ef þær findust. Öll þessi skotmörk kröfðust víðtækra sprengju- árása. Flug'herinn viðurkenndi, að jafnvel þá — og það haíði einkum mikil áhrif á forsetann, — væri eingin trygging fyrir því, að allar eldflaugarnar hefðu verið þurrkaðar út eða áð einhverjar þeirra kæmust ekki á loft og spryngju með kjarnorkuhleðslum sínum á bandanskri grund. Því meir, sem við veltum loftárás fyrir okkur, því ljósara varð það, að ringulreiðin og hið pólitíska hrun myndi enda með því áð gera bandaríska innrás nauð- synlega. En innrás, með öllum sínum afleiðingum, var forset inn enn piótfallinn. 2. Vandamálið um aðvörun fyrirfram var óleysanlegt. Skyndileg loftárás að sunnu- dagsmorgni án viðvörunar, sagði dómsmálará'ðherrann með tilifinningahita, væri „Pearl Harbour snúið við og myndi sverta nafn Bandaríkjanna á spjöldum sögunnar" sem ’stór- Dean Rusk veldis, sem réðist á lítið ná- grannaland- En að sjá um við- vörun fyrirfram hafði jafn- mikla erfiðleika í för me'ð sér og alls engin viðvörun. 3. Ólíkt hafnbanni myndi loft árás beinast beint og ákveðið að hernaðarmætti Sovétríkj- anna, valda dauða Rússa jafnt sem Kúbubúa, og hefði því fremur líkur til að valda hern- áðarlegum mótaðgerðum af hálfu Sovétríkjanna. Það yrði of mikil auðmýking fyrir Krustjov að svara ekki árás- inni, því það myndi ekki að- eins hafa áhrif á stöðu hans heima fyrir og gagn/vart Kín- verjum, heldur einnig meðal allra komimúnistaiflokka í van þróúðu löndunurn. Talsmenn loftárásar hvikuðu ekki frá þeirri staðreynd, að hernaðar- leg gagnárás Rússa væri líkleg. Sem svar við „Pearl Harbour snúið við“ sagði einn rá'ðgjaf- inn, að septemiberyfirlýsingar forsetans væru næg aðvörun. „Hvað myndu Sovétríkin þá gera?“ „Samkvæmt NATO-sáttmál- anum yrðum við skuldbundnir til áð leggja í rústir herstöð innan Sovétrikjanna." „Hvað munu þeir gera þá?“ „Nú, við vonurn að þá muni menn stillast og óska eftir við- ræðum.“ Það virtist fremur kuldalegt í fundarherberginu á meðan hann taláði- Aukin athygli beindist nú að hafnbannsleiðinni. í fyrstu virt ist hún næstum ekkert viðkom andi el'dflaugavandamálinu, hvorki fengi þær burtu né virt ist réttlætanleg hinum mörgu bandamönnum okkar, sem voru viðkvæmir fyrir frelsi á haf- inu. Samgöngubann var orð, sem var svo nátengd Berlín, að gripið yrði til þess þar sem gagnrá'ðstöfun. Bæði banda- menn okkar og almenningsálitið í heiminum myndi skella skuld inni á Bandaríkin og koma með þá „lausn“, að hafnbanninu og samgöngubanninu yrði aflétt samtímis, sem þýddi að árang ur yrði enginn. Að auki hafði hafnbann marga sömu ókosti og loftárás. Ef sovézk skip hefðu það að engu yrði bandaríski herinn að skjóta fyrsta skot- inu og valda þannig mótaðgerð um Sovétríkjanna annars stað ar. En það sem var mesti ókost- urinn vi'ð hafnbann í saman- burði viðloftárás var tíminn. í staðinn fyrir að standa and- spænis Krustjov og heiminum með fait accompli bauð það upp á langdregna og erfiða lefð, óvissan árangur. Það gæti staðið um ófyrirsjáanlegan tíma og á meðan yrði unnt að gera eldflaugastöðvarnar til- búnar- Við yrðum áð þola hót- anir frá Krustjov, gæfum hon- um betri áróðuhsstöðu, ótti myndi grípa um sig og mótmæli berast hvaðanæva úr heimin- um, mótmælagöngur yrðu farn ar, ríkisstjórnir féllu í Suður- Ameríku, Kastró leyfðist áð til kynna að hann myndi taka af- lífi Svínaflóa-fanga hvern dag sem hafnbannið stæði, Samein- uðu þjóðirnar, Samtök Ameríku ríkja eða bandalagsríki okkar rnyndu þvinga okkur til samn ingaviðræ'ðna og allt þetta hefði þau áhrif, að erfiðara yrði að gera loftárásir síðar af eld- flaugarnar yrðu áfram á Kúibu. Okkar eigin þjó'ð yrði vonlítil og klofin eftir því sem málið drægist á langinn. Einn af tals mönnum loftárásar, republikani rétti mér miða yfir borðið og á honum stóð: Ted — Hefur þú hugsað um þann mikla möguleika, að leyfum við Kúbu áð ljúka við smíði eldflaugastöðvanna og gera þær tilbúnar til notkunar, þá muni næsta fulltrúadeild Bandaríkja þings að meirihluta skipuð republikönum? Það myndi algjörlega lama kraft okkar til að snúast viturlega og samhentir gegn frekari á- sókn Sovétríkjana. Þrátt fyrir alla þessa galíla jókst stuðningurinn við hafn- bannsleiðina á föstudag, eftir 'því sem hinar hurfu í skugg- ann. Að minnsta kosti var hægt að byrja á henni án þess að skoti yrði hleypt af. eða nokk- ur rússneskur eða kúbanskur borgari yrði drepinn. Það voru því heldur minni líkur til að hún ylli hernaðarlegum mótað gerðum þegar í stað. Næsta umhugsun okkar var, hvert yrði líklegasta svar Sovétríkjanna. Líkurnar á þagj andi samiþykki Sovétríkjanna varðandi sjálft hafnbannið — að snúa skipum sínum við, eða leyfa leitun í þeim — „voru allmiklar, en ekki full vissa um það“ eins og einn Kreml- sérfræðingurinn or’ðaði það. En því var spáð, að þeir myndu velja þá leið að neyða okkur til að skjóta á þá fyrst- Hefnd- arráðstafanir. annars staðar í öruggar. Vi'ð töldum, að Sovét- ríkin myndu skella samgöngu- banni á Berlín, þar á meðal flugferðir og ferðir almennra borgara, og koma þar með a! stað öðrum alvarlegum hernað arárekstri fyrir bæði ríkin. Um þessar mundir átti forset inn tveggja stunda fund með Gromyko, utanríkisrá'ðherra Sovétríkjanna, og hafði hann löngu áður verið ráðgerður. Var Gromyko á heimleið til Moskvu frá Sameinuðu þjóð- unurn. Við veltum því allir fyrir okkur, hvort þetta gæti veri'ð sú stund, sem Rússar höfðu ráðgert að tilkynna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.