Morgunblaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADID
Þriðjudagur 28. sept. 1965
Hvernig komiö vnr í veg
íyrir þriöju heimsstyrjöldina
HÖFUNDUK þessarar grein
ar% Theodore Sorensen, sem
var nánasti trúnaðarmaður
og samstarfsmaður Kenne-
dys Bandaríkjaforseta, er að
skrifa bók um forsetatíð
hans. Brezka blaðið Observ-
er hefur birt kafla úr bók-
inni, sem verður væntanlega
gefin út innan skamms. Hér
segir Sorensen frá hinum ör-
lagaríku dögum í október-
mánuði 1962 er veröldin var
á barmi k'arnorkustyrjaldar
vegna þess, að Rússar höfðu
komið upp eldflaugastöðv-
um á Kúbu, Bandaríkja-
mönnum, og öllum heimin-
um, að óvörum. Að Kenne-
dy sjálfum undanskildum
hafði enginn betri aðstöðu
til að fylgjast með því sem
raunverulega gerðist þessa
ógnþrungnu októberdaga en
Ted Sorensen. Fyrrihluti
greinarinnar fer hér á eftir:
Þann 9. október samþykkti
forsetinn könnunarflug U-2
þotu yfir vesturhluta Kúbu, en
persónulega heimild hans þurfti
fyrir sérhverri könnunarferð
U-2. Aðaltilgangur könnunar-
flugsins var að afla upplýs-
inga um sovézkar eldflaugar af
S.A.M.-gerð, sem fyrst höfðu
fundizt við ljósmyndun úr lofti
í lok ágústmánaðar.
Fluginu seinkaði vegna veð-
urs þar til 14. október, en þann
heiðskíra sunnudag flaug U-2
(þotan hátt yfir vesturhluta
Kúbu. Hinar longu filmur voru
framkallaðar þá um nóttina og
þær voru rannsakaðar nákvæm
lega og bornar saman við fyrri
myndir. Allan mánudaginn
voru þær grandskoðaðar á nýj-
an leik af ijósmyndasérfræð-
ingum leyniþjpnustu Banda-
ríkjastjórnar. Seint þá um dag-
inn tóku þeir eftir fyrstu fram-
kvæmdum við byggingu sov-
ézkrar eldflaugastöðvar á San
Cristobal svæðinu.
Mánudagskvöldið 15. október
voru sérfræðingarnir næstum
íullvissir um niðurstöðuna. —
Milli klukkan 8 og 10 þá uf
kvöldið var æðstu yfirmönnum
bandarísku leyniþjónustunnar
(CIA) gert aðvart og þeir gerðu
fyrir sitt leyti aðvart yfirmönn
um upplýsingadeilda varnar-
xnálaráðuneytisins og utanríkis-
ráðuneytisins, svo og McGeorge
Bundy, sem var á heimili sínu.
Bundy gerði sér þegar grein
fyrir því, að hér var ekki um
að ræða óstaðfestar sögusagnir
flóttamanna eða minniháttar at
burð. Hann ákvað samt sem áð-
ur — og réttilegá að mínum
dómi — að hringja ekki til for-
setans, heldur að gefa honum
persónulega nákvæma skýrslu
næsta morgun.
Um klukkan 9 á þriðjudags-
morgun sagði Bundy forsetan-
um fréttirnar, þegar.hann var
að líta yfir dagblöðin í svefn-
herbergi sínu, én Bundy hafði
áður aflað sér ítarlegra upp-
lýsinga frá yfirmönnum CIA.
Þótt Kennedy reiddist Krústjov
fyrir þessa tilraun til að
blekkja hann tók hann fréttun-
úm með rósemi ,en lýsti undrún
sinm. Hann hafði ekki búizt við
því, að Sovétríkin aðheföust
neitt með svo miklu kæruleysi
á stað eins - og Kúbu. Hann
hafðr fallizt — ef til vili of
auuveldlega, þegar litið er aftur
í tímann — á þá .skoðun sér-
fræðinganna að slík dreifing
kjarnorkuvopna væri í algjörU
ósamræmi við stefnu Sovét-
ríkjanna.
Hvernig sem öðru leið þá var
þessi möguleikj ekki nýr. Hann
hafði fyrirskipað könnunarflug
einmitt í þessum tilgangi. Heiti
hans um að bregða þegar við
var ekki framhjá komizt. Hann
bað Bundy að leggja fram sönn
unargögnin tvívégis þann morg
un — fyrst fyrir forsetann ein-
an og svo fyrir ákveðna emb-
ættismenn, sem hann bað
Bundy að kalla saman.
Þegar hahn kom til skrifstofu
sinnar skömmu síðar sendi
hann eftir mér og sagði mér
tíðindin. Hann bað mig um að
koma á fundinn, sem halda átti
klukkan 11.45 árdegis í fundar-
herbergi ríkisstjórnarinnar, og
nota tímann þangað til til að
fara yfir opinberar yfirlýsing-
ar hans um, hver yrðu við-
brögð okkar gagnvart árásar-
eldflaugum á Kúbu. A þeim
tíma, sem hann gaf þessar yfir-
lýsingar, hefur hann ef til vill
efazt um, að hann yrði nokkru
sinni neyddur til að framfylgja
þeim. En klukkan 11 árdegis
hvarf allur efi, þegar næstráð-
andi CIA breiddi úr stækkuð-
um U2 Ijósmyndum fyrir fram-
an hann og þær voru útskýrðar
af sérfræðingi. Sovézku eld-
flaugarnar voru þarna. Skot-
mál þeirra og tilgangur var til
árásar og þær yrðu fljótlega
tilbúnar til notkunar.
Klukkan 11.45 árdegis hófst
fundurinn í fundarherbergi rík
isstjórnarinnar. Þeir, sem kvadd
ir höfðu verið saman sam-
kvæmt persónulegum fyrirmæl
um forsetans, voru helztu. með-
limir þess, sem síðar var kall-
að framkvæmdanefnd öryggis-
ráðs ríkisins, einir 14 eða 15
menn, sem áttu lítið sameigih-
legt ánnað en að forsetinn ósk-
aði eftir áliti þeirra. Þeirra á
meðal voru: Dean Rusk, utan-
ríkisriðherra, og aðstoðarráð-
herra, og aðstoðarráðh. hans,
Roswell Gilpatric, John Mc-
Cone, yfirmaður leyniþjónust-
unnar (CIA), Robert Kennedy,
dómsmálaráðherra, D o u g 1 a s
Dillon, fjármálaráðherra, og
tveir ráðgjafar forsetans í
Hvíta húsinu, Bundy og ég
sjálfur. Varaforsetinn, Lyndon
Johnson, sótti fyrstu og síðustu
fundina. Nokkrir aðrir komu á
þessa fundi við og við, til dæm-
is Dean Acheson og Adlai Stev-
enson.
Á þessum fundi sá ég í fyrsta
skipti hinar miklvægu ljós-
myndir, þegar Carter, hers-
höfðingi, og ljósmyndasérfræð-
ingar hans lýstu sönnuargögn-
unum. í ljós kom, að strik, sem
varla mátti greina berum aug-
um, voru farartæki, lyftitæki
og eldflaugavagnar. A súmum
þeirra voru 73 feta langar eld-
flaugar. Forsetinn sagði, að þær
líktust bolta á leikvelli. Carter
sagði, að meðallangdrægar sov-
ézkar eldflaugar gætu náð til
skotmarka í 1100 sjómílna fjar-
lægð. Þær næðu því til Was-
hington, Dallas, Canaveral-
höfða, St. Louis, allra bæki-
stöðva SAC (Strategic Air
Command) og borga allt þar á
milli. Það var talið, að stöðvar
fyrir 16—24 eldflaugar yrðu til-
búnar á tveim vikum. Ljós-
myhdirnar sýndu engin merki
um, að á þessu svæði væru
geymdar kjarnorkuhleðslur, en
enginn efaðist um að þær væru
þar eða yrðu það fljótlega.
Forsetinn var þungbúinn, en
þó athugull. Fyrstu fyrirmæli
hans voru um meiri myndatök-
ur. Við urðum að vera fullviss-
ir og vita, hvað var að gerast
á ailri eynni. Það varð jafnvel
að fást örugg vitneskja um, að
ekki væri um stórkostlegt gabb
að ræða. Daglegt könnunarflug
var fyrirskipað og það átti að
ná til allrar eyjunnar.
Önnur fyrirskipun Kennedys
var, að allir viðstaddir legðu
til hliðar önnur verkefni og
gerðu þegar rækilega og víð-
tæka könnun á, hvaða aðgerða
væri unnt að grípa til og hvaða
hættu þær hefðu í för með sér.
Aðgerðir máttu ekki bíða.
Fleiri fundir voru skipulagðir.
Jafnvel á þessum fyrsta fundi
var rætt lauslega um þá kosti,
sem fyrir hendi voru. Það var
ekki komizt að neinni niður-
stöðu, en útlitið var aivarlegt.
Þriðja fyrirskipun forsetans
var um strangan þagnareið
okkar allra, þar til bæði stað-
reyndirnar í málinu og mótað-
gerðir okkar yrðu tilkynntar
opinberlega. Hanh lagði ríka á-
herzlu á, að upplýsingar, serh
lækju út um málið of fljótt,
gætu flýtt fyrir næsta leik Sov-
étríkjana eða valdið ótta al-
mennings í Bandaríkjunum áð-
ur en við værúm reiðubúnir að
hefjast handa um aðgerðir. Af
þeim ástæðum yrði útilokað að
lýsa yfir neyðarástandi í land-
inu, kalla út varalið eða hefja
viðræður fyrirfram við banda-
lagsríkin. Hann hafði þegar
þenr.an morgun gefið í skyn á
yfirborðinu að allt væri með
eðlilegum hætti. Hann hafði tek
ið á móti geimfaranum Walter
Schirra, eins og áætlað hafði
verið, og farið með hann og
fjölskyldu hans á bak við Hvíta
húsið til að sjá hesta Caroline
og einnig hafði hann tekið á
móti nefndinni, sem hann skip-
aði til áð fjalla um málefni
vangefinna.
En jafnvel á meðan hann
sinnti ýmsum öðrum skyldum
sínum hugsaði forsetinn aðeins
um, til hvaða aðgerða hann
skyldi grípa, heldur einnig
hvers vegna Sovétríkin höfðu
á svo róttækan og hættulegan
hátt horfið frá hinni venjulegu
hegðun sinni. Á fundum okkar
var komið fram með nokkrar
kenningar, sem sumar voru of
langt sóttar og sumar sjálfum
sér ósamkvæmar: .
Kenning 1. Pólitík kalda
stríðsins. Krústjov trúði því, að
bandaríska þjóðin væri of kjark
laus til að hætta á kjarnorku-
styrjöld og hugsaði of mikið
um lagalegan rétt til að geta
réttlætt það að gera nokurn
mismun milli erlendra eld-
flaugnastöðva okkar og hans
sjálfs. Þess vegna þegar við
stæðum raunverulega gagnvart
eldflaugastöðvunum myndum
við ekki aðhafast neitt nema
mótmæla og virðast þannig
veikir og óákveðnir í augum
heimsins. Það myndi hvetja
bandamenn okkar til að efast
um loforð okkar og gefa komm
únistum byr undir báða vængi,
sérstaklega í Suður-Ameríku.
Bohlen (ambassador í Frakk-
landi) sagði, að það hafi verið
orðtak Lenins í sambandi við
landvinningastefnu, að hitti
byssustingurinn stál fyrir
skyldi hörfað, en hitti hann á
sag skyldi sótt fram.
Kenning 2. Gildra til sundr-
ungar. Ef Bandaríkin brygðu
við, væntanlega með því að ráð
ast á hina „litlu“ Kúbu, myndi
það valda klofningi meðal
bandamanna. Sameinuðu þjóð-
irnar yrðu skelfingu lostnar og
Suður-Ameríkuríkin andsnún-
ari Bandaríkjunum en nokkru
sinni fyrr. Kraftar okkar yrðu
sundraðir á meðan Krúsjov
snerist í skyndi gegn Berlín.
Kenning 3. Varnir Kúbu.
Sovézkt leppríki L. Vesturheimi
var svo mikilvægt fyrir Krú-
sjov — bæði vegna útþenslu-
stefnu hans og vegna samkeppn
innar við Kína — að hann gat
ekki leyft því að falla. Innrási
frá Bandaríkjunum eða hinum
óvinveittari ríkjum Suður-
Ameríku, sem virtist óhjá-
kvæmileg ef hrun yrði á Kúbu
innan frá, varð að koma í veg
fyrir hvað sem það kostaði.
Mikoyan hélt því fram í einka-
viðræðum við forsetann mörg-
um vikum eftir að málið var
um garð gengið, að vopnin væru
einungis til varnar og þau hefðu
verið réttlætanleg vegna hót-
ana um innrás, sem hefðu verið
bornar fram af Richard Nixoa
og „hershöfðingjum varnar-
málaráðuneytisins".
Kenning 4, Verzlun. Krusjov
ætlaði sér að verzla með þess-
ar stöðvar á toppfundi meS
Kennedy, eða innan Sameinuðu
þjóðanna, til að fá framgengt
sinni eigin lausn á Berlínar-
vandamálinu eða fá Bandaríkja
menn til að leggja niður her-r
stöðvar erlendis.
Kenning 5. Eldflaugaveldið.
Sovétríkin gátu ekki lengur
hagnazt á þeirri sögusögn, að
þau réðu yfir meiri og betri eld
flaugum en Bandaríkin. Það
var of dýrt að ná Bandaríkjun
um í smíði langdrægra eld-
flauga eða koma eldflaugum fyr
ir í kafbátum. Með því að
byggja stöðvar á Kúbu fyrir
hinar meðaltangdrægu eld-
flaugar, sem þeir áttu fyrir,
Framhald á bis. 19.