Morgunblaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 17
ÞriSjuðagör 28. aept. 1965
MORCUNBLAÐIÐ
17
Sjötugur í dag:
Kristinn Ármannsson, frv. rektor
Doctrina sed vim promovet
insitam
rectique cultus pectora raborant
Hor. carm. IV. 4. 33.
IÆNGI höfðu menn deilt um
Iþað, áður en Hóraz orti þetta
ljóð, hvort mætti sín meira,
uppleg eða uppeldi. Hóraz ætlar
eér heldur ekki þá dul að skera
úr þeirri deilu. Engan veginn
vill hann gera lítið úr náðargjöf-
um náttúrunnar, en hann bætir
við: „Menntunin ein fær komið
meðfæddum hæfileikum til
þroska og rétt uppeldi fyllt
brjóstið manndómi og þrótti“.
í anda þessara orða hins róm-
Verska skáldspekings hefur
Kristinn Ármannsson rektor, sem
vér í dag hyllum sjötugan, innt
af hendi langt og merkilegt
kennarastarf. Við tvær helztu
menntastofnanir þjóðarinnar, Há-
skóla íslands og Menntaskólann
í Reykjavík, hefur hann haldið
á loft merki klassískra fræða.
1 fjörutíu og tvö ár er hann
búinn að kenna latínu við
Menntaskólann og grísku við
Háskólann i fjörutíu ár. Hinum
upprennandi menntamönnum
vorum hefur hann þannig á
undanförnum áratugum veitt
trausta leiðsögn í þeim fræðum,
sem að flestra dómi eru lykill
að uppsprettulindum evrópskrar
menningar. Starf hans hefur
miðað að því að gera nemendur
færa um að greina hismið frá
kjarnanum, svo að þeir gætu orð-
ið andlega sjálfstæðir og sjálf-
(bjarga.
Kristinn Ármannsson mun hafa
byrjað að kenna við Mennta-
skólann sama haustið, sem ég
og mín bekkjarsystkin settumst
í 1. bekk. Eigi duldist oss, hrif-
næmum unglingum, að þessi
nýi kennari bar oss með fram-
komu sinni og kennslu boð frá
menningarheimi, sem var glæsi-
legri og fágaðri en sá, sem vér
áttum þá að venjast í hinni ís-
lenzku höfuðborg. Þokkadísirnar
þrjár, góðvild, ljúfmennska og
lítillæti hafa heldur aldrei sagt
skilið við lærdóm Kristins Ár-
mannssonar og hafa átt drjúgan
þátt í að gæða kennslu hans
einstaklega hugþekkum blæ. En
Þó að allt væri lygnt á yfirborð-
inu, þá urðum vér brátt varir
við hinn þunga, djúpa straum
alvöru, sámvizkusemi og alúðar,
sem æ síðan hefur einkennt
kennslu Kristins Ármannssonar
og allt skóiastarf.
Síðar lágu leiðir okkar saman
aftur bæði við próf og við út-
gáfústörf. Hef ég á þeim vett-
vangi oft haft tækifæri til að
dást að nákvæmni Kristins Ár-
mannssonar, gerhygli hans,
óbilandi elju og þrautseigju
samfara miklum lærdómi. Og
þessi maður, sem var svo ljúfur
og mildur í samskiptum sínum
við aðra, var harður og strang-
ur við sjálfan sig, Jafnvel þótt
hann gengi eigi ávallt heill til
skógar, lét hann hvergi bilbug
á sér finna. Verkið varð fram
að ganga samkvæmt áætlun,
hvað sem tautaði. Hér er skýr-
jngin á því, hve mikið iiggur
eftir Kristin Ármarinsson, þótt
ritstörf sín hafi hann orðið að
inna af hendi í fáum og strjál-
um frístundum frá lýjandi
kennslustörfum.
Hvað var eðlilegra og sjálf-
sagðara, þegar litið er á hinn
langa og gagnmerka kennara-
feril Kristins Ármannssonar,
en að honum væri falið rektors-
embættið, þegar það sæti varð
autt með sviplegum hætti? í
þeirri gömlu, en vandasömu
virðingarstöðu hefur notið sín vel
hin hávaðalausa festa, sem jafn-
an hefur einkennt allt skólastarf
hans.
En ef ég þekki Kristin Ár-
haanrisson rétt, þykist ég vita,
að honum muni lítt um það gefið,
að hlaðið sé á hann miklu lofi, i
jafnvel þótt borið sé fram af
heilum hug. Aiskýlas lætur Aga-
memnon segja: „Ég vil vera virt-
ur sem maður, en eigi tignaður
sem Guð“. Og tæplega er hægt að
hugsa sér nokkurn mann, sem
ólíklegri væri en Kristinn Ár-
mannsson til að drýgja hybris,
synd hrokans og ofmetnaðarins,
sem Grikkir töldu svo háskalega.
Eins og að líkum lætur, hafa
Kristni verið falin mörg trún-
aðarstörf á sinni löngu og far-
sælu starfsævi, bæði af stéttar-
bræðrum sínum og opinberum
stjórnvöldum, sem of lóngt yrði
upp að telja. Auk kennslustarf-
anna, er áður var getið, kenndi
hann um langt skeið dönsku við
ríkisútvarpið og ensku við
Verzlunarskóla íslands. Við
Verzlunarskólann hefur hann
einnig verið stjórnskipaður próf
dómari á stúdentsprófi, síðan
farið var að brautskrá stúdenta
þar. Hann var skipaður í milli-
þinganefnd í skólamálum 1943-
1946. Sú nefnd lagði grundvöll
að fræðslulögum þeim, sem síð
an hafa gilt. Og nú er Kristinn
formaður menntaskólanefndar-
innar svonefndu, sem falið hefur
verið að endurskoða námsefni
menntaskólastigsins. Við öll
þessi vandasömu störf hafa notið
sín vel víðsýni Kristins og sann-
girni, frábær eljusemi hans og
lagni.
Oft hef ég verið tíður gestur
á heimili Kristins rektors Ár-
mannssonar og hans ágætu konu,
frú Þóru Árnadóttur. Hefur
hvorki mér né öði'um getað
dulizt, hve þokkafullur blær
hvíldi yfir öllu innan þeirra
helgu vébanda. Hefur verið auð-
séð, að hlutur húsfreyju var að
sýnu leyti á þeim vettvangi
sambærilegur við störf hús-
bóndans út á við. Hafa mér þá
stundum komið í hug orð þau,
er Odysseifur mælti til Násíku:
„En guðirnir veita þér allt, er
þú æskir í hjarta þínu, og gefi
þér mann og hús og gott sam-
lyndi; því ekkert er betra og
ágætara en þegar maður og kona
búa í húsi saman samlynd í
hugum: er það stór skapraun
óvinum þeirra, en gleði vinum
þeirra, en bezt hafa þau af því
sjálf“.
Það er eins og þessi forna og
fagra orðheill hafi fylgt þeim
ágætu hjónum, Kristni Ármanns-
syni rektor og frú Þóru Árna-
dóttur, allt frá upþhafi og fram
á þennan dag. Veitum því at-
hygli, að þar sem Sveinbjörn
þýðir: „en bezt hafa þau af því
sjálf“, stendur í frumtextanum:
„en bezt heyra þau það sjálf“.
Oss kemur í fyrstu einkennilega
fyrir sjónir, að í þessu sambandi
skuli notuð sögnin að „heyra“.
En hugsun skáldsins er sjálfsagt
sú, að hjónin „heyri“, þ.e.
„skynji" eða „nemi“ bezt sjálf
mál sinna hjartna. Og ætli Hóm-
er hafi ekki hér, sem oftar, hitt
naglann á höfuðið.
Á vorum dögum getur sjötugur
maður átt von á að lifa í mörg
ár við góða heilsu. Þó að Krist-
inn Ármannsson láti nú af rekt-
orsembætti,' mun hann ei við-
fangsefni skorta, ef honum
endist líf og heilsa, sem vér öll
óskum af heilum hug. Enn á
hann vonandi eftir að lifa marga
yndislega daga, bæði á voru ætt-
landi og einnig undir suðrænni
sól. Þegar Kristni verður hugsað
um Grikkland, gæti hann sjálf-
sagt tekið sér i munn orð Hór-
azar:
Ille terrarum mihi praeter
omnis / angulus ridet.
„Það er sá blettur á jarðríki,
sem hlær við mér öllum öðrum
frernur". — En ég veit líka, að
hann gæti sagt með Hallsteini
Þengilssyni í hvert sinn, er hann
ber aftur að fósturjarðarströnd-
um: hlæja hlíðir
við Hallsteini“.
En þegar vér erum að lokum
þangað komnir, sem þeir eru
fyrir „faðir Eneas, Tullus hinn
auðgi og Ancus“, Quo pater
Aeneas quo Tullus dives et
Ancus, þá kemur oss aðeins að
haldi, segir skáldið, það sem vér
höfum unnið sál vorri til heilla:
Kristinn Armannsson
amico / quae dederis animo.
Óbrigðult einkenni hinna and-
legu auðæfa er það, að af þeim
stafar þeim mun meiri blessun,
sem fleiri fá hlutdeild í þeim.
Um þau gildir því ekki málshátt-
urinn: „Eyðist það, sem af er
tekið“.
Meginverkefni Kristins Ár-
mannssonar um ævina, eins og
raunar allra góðra kennara fyrr
og síðar, hefur verið að veita
öðrum hlutdeild í andlegum auði.
Slíkt er hvort tveggja í senn
kærleiksverk og þjóðnýtt starf.
Um leið og ég þakka þeim
ágætu hjónum Kristni Ármanns-
syni rektor og fnú Þóru Árna-
dóttur ágæt kynni, þakka þeim
langt og heillaríkt starf í þágu
æskulýðs þjóðar vorrar, árna ég
þeim gæfu og farsældar á
ókomnum árum. Undir þær óskir
veit ég að margir munu taka.
Jón Gíslason.
Bohdan Wodiczko
P Ó L S KI hljómsveitarstjórinn
3ohdan Wodiczko, sem ráðinn
hefir verið aðalstjómandi Sin-
fóníuhljómsveitar íslands í vet-
ur, á að baki mjög merkilegan
og viðburðaríkan starfsferil,
þótt hann sé aðeins rúmlega
fimmtugur að aldri. Hann hefir
skipað ^ýmsar mestu virðingar-
og ábyrgðarstöður í pólsku tón-
listarlífi og oft hefir staðið um
hann mikill styr. Á árunum
1955-58 var hann forstjóri og
aðalstjórnandi Fílharmonísku
hljómsveitarinnar í Varsjá, og
nú síðast, frá 1961, forstjóri
Ríkisóperunnar í Varsjá. Báðar
þessar mikilsverðu Stofnanir end
urskipulagði hann frá grunni, og
munu þær lengi að því búa. En
á milli þess sem hann gegndi
þessum háu embættum í heima-
landi sínu starfaði hann m. a.
eitt ár hér á íslandi (1980-61)
og var aðalstjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitarinnar þann vetur.
Bohdan Wodiczko er fæddur
í Varsjá árið 1912. Faðir hans
og afi voru báðir tónlistarmenn,
og var hirm síðarnefndi inn-
fluttur til Póllands frá Bæheimi.
Bohdan Wodiczko byrjaði ungur
nám í fiðluleik, en lærði síðan
tónfræði og að leika á píanó og
sláttarhljóðfæri við Tónlistarhá-
skólann í Varsjá. Tvítugur að
aldri fór hann til Prag og lærði
þar hljómsveitarstjórn, m. a. hjá
hinum fræga tékkneska stjórn-
anda Waclaw Tilich, sem sjálfur
hafði verið nemandi Nikisch.
Jafnframt stundaði hann nám í
tónsmíði. Að þrem árum liðnum
hvarf hann aftur til Varsjá, og
1939 lauk hann tvöföldu prófi
við Tónlistarháskólann þar, bæði
í hljómsveitarstjórn og tónsmíði.
Hrakningar styrjaldarinnar end
uðu fyrir Wodiczko í þýzkum
nauðungarvinnubúðum, þar sem
smíðaðar voru eldflaugar. En frá
styrjaldarlokum hefst hinn raun
verulegi starfsferill hans. Á
næstu árum stjórnar hann hverri
eftir aðra Fílharmoníuhljótri-
sveitunum í Sopot (1945-49),
Lodz (1949-51), Krakau (1952-55)
og loks frægustu hljómsveit
Póllands, Fílharmoníusveitinni í
Varsjá (1955-58). Auk þess var
hann um tíma samstarfsmaður
G. Fitelbergs við pólsku útvarps
hljómsveitina í Katowice.
Eins og áður er vikið að, hafa
orðið talsverðar deilur um störf
Wodiczkos. Hann hefir átt marga
ákafa stuðningsmenn, en líka
marga eindregna andstæðinga.
Morgunblaðinu hafa borizt þýð-
ingar á nokkrum greinum um
hann úr pólskum blöðum og
tímaritum. Þar segir m. a.:
„Hann breytti vinnuaðferðum
hljómsveitanna, menntaði áheyr-
endur og víkkaði sjónhring
þeirra. Verkefnavalið varð fjöl-
breyttara en áður og náði til
fjölda tónverka eftir samtíma-
höfunda, sem ekki höfðu fyrr
verið flutt....Eitt bezta verk
Wodiczkos, sem mun verða í
minnum haft, er það, að hann
kynnti tónlistarunnendum í
Varsjá, sem á þeim tíma voru
algerlega einangraðir frá höfuð-
stöðvum tónlistarinriar í Vestur-
Evrópu, hið merkasta af sinfón-
ískum tónverkum áranna 1935-55.
V
Þessi kynning hélt áfram í þrjú
ár. Á sama tíma voru fluttar
nýjustu tónsmíðar pálskra höf-
unda og hin ágætustu klassísku
tónverk. Vorið 1958 fór Fíl-
harmoníusveitin frá Varsjá tón-
leikaför til útlanda, á heimssýn-
inguna í Brússel, til Vestur-
Þýzkalands og loks til Englands.
Henni var hvarvetna tekið með
miklum fögnuði, og gagnrýn-
endur útlendra blaða voru hrifn-
ir. Eftir héimkomuna var Wod-
iczko sagt upp stöðu sinni sem
forstjóri hljómsveitarinnar og að
alstjórnandi.“
Eftir þetta starfaði Wodiczko
á ýmsum stöðum í Póllandi og
loks hér í Reykjavík sem áður
segir veturinn 1960-61“ Var gert
ráð fyrir, að hann yrði hér ann-
að ár, en þá var hann skyndi-
lega kallaður heim til að takast
á hendur yfirstjórn óperunnar í
Varsjá. Hún átti þá skömmu síð-
ar að flytjast í nýja stórbygg-
ingu og þurfti endurskipulagn-
ingar við.
„Hver vai þessi atvinnulausi
Wodiczko?" segir í einni grein-
inni, sem fyrr var nefnd. Og
greinarhöfundur svarar sér sjálf-
ur: „Hann hafði valdið tímamót-
um í pólsku tónlistarlífi, hvorki
meira né minna, ráðið mestu
um verkefnaval fílharmoníu-
sveitanna eftir stríðið, skipulagt
og alið upp margar hljómsveitir,
rutt brautina nýju tónlistarlífi.
.... Áhrif hans voru svo rík,
að ótölulegur fjöldi þeirra, sem
honum voru andstæðir, hefir
hlotið að feta í fótspor hans.“
Framhald á bls. 23.
Bohdan Wodiczko